Fréttir og pistlar

Haustráðstefna Stjórnvísi 2019. Er TRAUST mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?

Þú bókar þig með því að smella hér.
Haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel, Gullteigi þann 10.október kl. 09:00-11:00.

Þema ráðstefnunnar: Er TRAUST  mikilvægasti gjaldmiðill fyrirtækja?  Aðgangur er frír.  

Ráðstefnustjóri:   Guðfinna S. Bjarnadóttir, LEAD consulting - fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík. 

Fyrirlesarar: Steinunn Ketilsdóttir, Intellecta - ráðgjafi í stafrænni fræðslu og Antoine Merour frumkvöðull, stofnandi Business Landscape og fyrrverandi framkvæmdastjóri stefnumótunar Riot Games í Evrópu sem er eitt stærsta tölvuleikjafyrirtæki í heimi.

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8:30. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, formaður stjórnar Stjórnvísi setur ráðstefnuna kl. 09:00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum.  

Verið öll hjartanlega velkomin.
Ráðstefnunni verður streymt af facebooksíðu Stjórnvísi.

Peningur er gjaldmiðill í viðskiptum og segja má að traust sé ósýnilegur gjaldmiðill í samskiptum. Mikilvægi trausts er ekki nýtt af nálinni heldur hvernig fyrirtæki ávinna sér traust og glata því. Rætt verður um traust fyrirtækja út frá viðskiptavinum og starfsmönnum í núverandi breytingum og hvaða áhrif það getur haft á framtíð okkar og fyrirtækja. 

Viðskiptavinir eru mikið nær fyrirtækjum í dag og hafa mun meira um það að segja hvaða traust fyrirtæki hafa í dag í gegnum samfélagsmiðla en var fyrir um áratug síðan. Vaxandi vantraust viðskiptavina á heimsvísu er áhyggjuefni og getur hamlað nýsköpun í fjórðu iðnbyltingunni. Eitt af mikilvægustu verkefnum stjórnenda í dag er hvernig þau eiga að vinna að því að viðhalda og ávinna sér traust í þeim breytingum sem eru framundan. 

Traust er ósýnilegur gjaldmiðill sem nærir árangursrík fyrirtæki. Það dregur úr núningi, flýtir fyrir ákvarðanatöku, opnar fyrir nýsköpun og hvetur til hámarks þátttöku starfsmanna. Við munum styðjast við nokkur dæmi um fyrirtæki sem settu traust sem kjarna í sínu viðskiptamódeli til að fá innblástur. Ræða síðan hvernig leiðtogar geta fyllt fyrirtæki af eldmóði með því að veðja á traust frekar en stjórnun.

Skaðleg skrifstofumenning.

Steinar Þór Ólafsson markaðsstjóri Skeljungs og menntaður leikfimikennari í grunninn var fyrirlesari í morgun fyrir fullu húsi í Iðunni, fræðslusetur.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun hjá Stjórnvísi. 
Steinar þór hefur skrifað fjölda pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um málefni sem tengjast því hvernig tækniþróun og snjallvæðing hafa gjörbreytt því hvernig við vinnum og mörkin á milli vinnu og einkalífs orðin óskýr með tilheyrandi streitu. Áhugi hans er á því hvernig manneskjan nær árangri, hvort heldur er í íþróttum, áhugamálum eða í vinnunni.  Markmið hans er að fólk sjái vinnuna í nýju ljósi. 
Steinar nefndi nokkur fyrirtæki sem eru búin að stytta vinnudaginn eins og Hugsmiðjuna (sem selja útselda vinnu) sem stytti vinnudaginn í 6 klst. og jókst framlegðin heilmikið og veikindadögum fækkaði.  Einnig nefndi hann Hjallastefnuna og Reykjavíkurborg sem vinnustaði sem eru búnir að stytta vinnuvikuna. Á Íslandi í dag eru 70% vinnustaða með opin vinnurými. Allar rannsóknir staðfesta að það er ekki meiri framlegð af fólki sem vinnur saman í vinnurými en það sem skiptir máli er mötuneytið.  Almennt henta opin vinnurými ekki vel.  Steinar nefndi rannsókn þar sem David Kreg spurði hvað hefði mest áhrif á vinnusemi og flestir svara því að það séu vinnufélagarnir. Á mörgum vinnustöðum vantar reglur um opin vinnurými.  Adam Grant https://www.adamgrant.net/biovinnusálfræðingur frá Bandaríkjunum, þekktur Ted fyrirlesari, höfundur fjölda ritrýndra greina og metsölubóka segir að vinnusemi snúist um að koma sér í flæði. Til að geta haft vinnufrið er mikilvægt að bóka sig t.d. á fundi með sjálfum sér. (deep work góð bók). Einnig er mikilvægt að bóka alla aðra fundi á einum eða tveim dögum vikunnar. Mikilvægt er að fækka fundum eins og kostur er og vera alltaf með á hreinu hvað á að fá út úr fundinum. Oftar en ekki enda fundir á að fleiri verkefnum er úthlutað en ekki með því að verkefni eru leyst.  Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að búa sér til samskiptastefnu sem inniheldur hvenær má hafa samband við starfsmenn, hvenær má senda póst o.þ.h. Í Frakklandi er skylda að móta samskiptastefnu á vinnustöðum þar sem eru yfir 50 manns og fleiri.  Sum fyrirtæki loka póstþjónum fyrirtækjanna hálftíma eftir lokun og opna fyrir hann hálftíma fyrir opnun.  Misræmi væntinga og veruleika er mikið varðandi vinnuna því 87% Bandaríkjamanna segjast ekki tengja sig við vinnuna sína.  En er ástríða meðfædd eða áunnin.  Ástríða er eitthvað sem þú þroskar með þér.  Hjá flestum kemur ástríðan á dýptina þ.e. taka að sér verkefni og finna ástríðuna í því sem þú ert að gera. 

Eldvarnir fyrirtækja

Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í OR um eldvarnir fyrirtækja. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess. Reglugerðin kallar á meiri kröfur og var farið yfir á fundinum á greinargóðan hátt hvaða þættir það eru sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér. Eigandi hússins er alltaf ábyrgur fyrir að skipa eldvarnafulltrúa en bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu. 

Einar Bergmann fagstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðaláherslur Slökkviðliðsins að vernda líf og heilsu, að fólki sé ekki ógnað og allir komist út án verkfæra og hjálpar annarra og að eigendur taki ábyrgð á byggingum. Slökkviliðið er komið með skýra ferla. Ferli slökkviliðsins er að 1. Slökkvilið kemur og spyr spurninga 2. Eigendur eiga að vera með skjalfestingu í lagi. 3. Ef skjalfesting er ekki í lagi er beitt þvingunum samkvæmt lögum.

Íris Guðnadóttir frá Securitas kynnti þjónustu fyrirtækisins varðandi  eldvarnarúttekt og úttekt á brunavörnum. Bæði er horft til öryggis fólks og eignaverndar. Securitas er með 43 skoðunaratriði og 306 undirliði.   Securitas gengur um húsnæðið og tekur myndir.  Síðan er eldvarnarúttektin kynnt fyrir verkkaupa og hann sér hvernig staðan er.  Securitas býður upp á tól fyrir stjórnendur varðandi hvað liggur á að gera.  Húsnæðið er mappað upp og eftirlit er mánaðarlegt framkvæmt af öryggisvörðum Securitas með Guardtools.  Öryggisverðir fá sinn gátlista, taka myndir og senda athugasemdir.  Stjórnendur fyrirtækja eru því vel upplýstir um stöðu síns fyrirtækis og verið er að huga að öryggi starfsfólks og eignavernd.  Skv. tölum frá Mannvirkjastofnun voru 200 útköll 2018 vegna bruna í byggingum. 

 

 

 

Viðskiptavinurinn í öndvegi - ávinningurinn með skráningu á vegferð og upplifun viðskiptavinarins

Faghópur um stjórnun viðskiptaferla (BPM) ásamt þjónustu- og markaðsstjórnarhópi á vegum Stjórnvísi var í morgun með spennandi kynningar um skráningu á vegferð viðskiptavinarins og ávinning með slíkri vinnu í að bæta þjónustu. Fundurinn var haldinn í Eimskip. Áhersla var lögð á að sýna hvernig slík skráning nýtist í að bæta viðskiptaferla í rekstrinum. Rætt var hvernig fyrirtæki geta nýtt yfirlitið ásamt endurgjöf frá markaði í að bæta þjónustu sérstaklega þeim snertiflötum sem snúa að viðskiptavinum.

Vilborg Þórðardóttir, sérfræðingur í Global Customer Experience hjá Marel, fjallaði  um skráningu á vegferð viðskiptavina Marel. Vilborg sýndi yfirlit sem sýnir þjónustuvegferð viðskiptavina fyrirtækisins og hvernig Marel nýtir slíkar upplýsingar í að bæta þjónustu. Marel hefur lagt aukna áherslu á þjónustuna við viðskiptavininn.  Marel er í dag í 30 löndum út um allan heim og starfa 6000 manns hjá fyrirtækinu.  30% af tekjum koma frá upphaflegri sölu á tækjum en 40% koma af þjónustu við tækin og 30% af aukasölu við tækin.  Viðskiptavinurinn er í öndvegi og þar skiptir máli að öll yfirstjórn standi saman og að þjónusta skipti jafnvel meira máli en sala á tækjum.  Samband við viðskiptavininn er oft einungis í höndum eins aðila og aðrir fá ekki upplýsingar um stöðuna því er mikilvægt að hafa kerfi þar sem aðrir starfsmenn geta haft aðgengi að upplýsingum um viðskiptavininn. NPS skor er notað til að varpa sýn á viðskiptavinaupplifun hjá Marel ásamt Customer jurney.  Vilborg skipti fyrirlestri sínum upp í eftirfarandi þætti: Customer focused leadership -understanding the customer -design the experience-empower the front line- measure what matters- feedback drives contiinous improvement.  Stefnan skiptir öllu máli þegar verið er að hanna þjónustu við viðskiptavininn.  Fókusað er á hjá Marel að það sé ein menning alls staðar.  Til þess að skilja viðskiptavininn notar Marel NPS, kannanir, og önnur kerfi. Eftir hverja heimsókn til viðskiptavinar er mælt NPS skor.  „Hversu líklegt er að þú mælir með þjónustu Marel við vini þína?“ á skalanum 1-10.  Hringt er í alla sem gefa skorið 0-6.  Svör eru skoðuð í rauntíma og sést strax hvað viðskiptavinurinn er ánægðastur með eða óaánægður með.  Hægt er að greina skorið niður á lönd og vélar. En hvað er gert við öll svörin sem koma bæði gagnvart viðskiptavininum og starfsmanninum.  Customer Journy mapping hefur reynst vel til að átta sig á heildarmyndinni.  1. Hver ber ábyrgð á samskiptum 2. Hverjar eru væntingar viðskiptavinarins o.fl. Í grunninn ertu að mappa vegferðina, hverjar eru tilfinningar viðskiptavinarins á hverjum stað og mæla hvert skref í ferlinu. „Selja-söluferli-kaupa vél-uppsetning-notkun-þjónustuver“.  Þetta gefur heildarupplifun viðskiptavinarsins í hverju skrefi.  Er þjónustan í gegnum síma eða vef?  Hvað vill þitt fyrirtæki vera að mæla?  Dæmi vélin bilar, hvað gerist þá? En hvað er á bakvið? – Vilborg mælir með Service Blueprint. Það er heildarupplifunin sem skiptir öllu máli og að vita hvað skiptir öllu máli. 

Magnús Ívar Guðfinnsson, Global Service Excellence Manager hjá Marel, fylgdi á eftir og sýndi fram á mikilvægi þess að tengja ferla og skipulag við snertifleti við viðskiptavininn. Þættir sem styðja við Service Blueprinting eru 1.áskoranir í að veita góða þjónustu og umbætur sem stuðla að bættri vegferð viðskiptavinarins.  

Í dag eru mælingar að verða miklu mikilvægari en áður og verðmætasta auðlind fyrirtækja gögn.   Gögnin liggja í kerfunum.  1. Quality management (ISO Quality system (ISO Quality system, quality handbbok ..) 2. Business Processs management (end to end process, process repository ..) 3. Digital Process Automation (DPA) 1. Servicce blueprint, agile process solution, wide processes, great customer experience via digital process automation, design apps and web applications, application. Yfirleitt eru fyrirtæki góð í að koma vörum frá sér en erfiðara að fá upplýsingar sem styðja síðan við starfsfólkið.  Viðskiptavinurinn hefur ákveðna kanala inn í fyrirtækið t.d. í gegnum 1. Vefsíðu 2. Sölu. 3. NPS skorið 4. Endurgjöf í þjónustukönnunum. 

Hvað geturðu gert við of mikið magn af upplýsingum?  Það er afskaplega erfitt og betra að fá reglulega endurgjöf, strax sést hvar má bæta sig.  Mikilvægt er að skrá ferla alveg sama hve fyrirtækið er lítið því þá sést strax hvar kreppir að.  Af hverju virkar ekki salan nægilega vel? Hvað heldur aftur af okkur að gera betur?  Nýir viðskiptavinir tilheyra kynslóð sem vill fá svör strax.  Einfaldleikinn skiptir öllu máli í þjónustu og að standa við það sem við segjum að við ætlum að gera.  Mikilvægt er að halda þjónustustigi við viðskiptvininn svo heildarupplifunin sé góð.  En hverjar eru áskoranirnar við að veita góða þjónustu? 1. Fólk (stjórnandinn)– 2. ferli (óljóst hver á ferlana) – 3. tækni (er hún í lagi). Moments of Truth er samtalið við viðskiptavininn, mikilvægt er að passa upp á að allt heildarferlið sé gott þ.e. einnig reikningagerðin.  Má þjónustuver fella niður reiking, passa að gera framlínunni kleift að klára verkefnið.  Passa sig á flöskuhálsum (ráða fleiri starfsmenn, fá aðra í verkefnið, eða sjálfvirknivæða). Mikilvægt er að skoða flæði í flöskuhálsum í mínútum.  En hvað er hægt að gera til að bæta sig gagnvart viðskiptavininum?  Horfa á NPS skor og hafa strax samband við þá sem eru á bilinu 0-3.  Mikilvægt er að hringja í óánægða viðskiptavini, ekki senda þeim tölvupóst.  Ganga í gegnum ferlið og sjálfvirknivæða eins mikið og hægt er til að auðvelda viðskiptavininum.    

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, Director Service & Customer Experience, kynnti stofnun nýrrar Customer Experience deildar hjá Icelandair og talaði um áskoranirnar og tækifærin. Hún  sýndi einnig vegferð í bætingu á ferlum er varðar upplifun viðskiptavina Icelandair. Ingibjörg fékk það verkefni að stofna þjónustudeild 2017 því vörurnar vantaði eiganda.  Áhafnir Icelandair fá frábæra endurgjöf en taska getur veitt neikvæða upplifun þ.e. ef taska týnist.  Það vantaði að fylgja eftir heildarupplifun, fara úr sílóum yfir í heildarþjónstu.  Búinn var til algjörlega nýr ferill „engagement journey´s og NPS er aðalscore hjá Icelandair, ef vél er sein fer allt af stað þ.e. lakari endurgjöf á alla aðra þjónustu.  Customer Support er ný deild sem tekur á málum sem er ekki hægt að leysa á staðnum af framlínustarfsmönnum.  Mikilvægasta sem þau gera er að hlusta á viðskiptavininn.  NPS er mælt á hverja einustu vél til að sjá nákvæmlega hvað það er sem er að.  Ekki flækja málið, þetta á að vera einfalt.   Icelandair ákvað að taka sérstaklega 2 ferli fyrir þ.e. börn sem ferðast ein og fatlaða – röktu ferlið frá a-ö með þessum hópum og löguðu ferlið.  Customers experience kemur fyrst, síðan koma tekjurnar.  Árangurinn hefur verið gríðarlegur og seinkanir hafa farið niður um meia en 50% frá því í fyrra.  Ingibjörg endaði erindi sitt á að skilgreina hvað er þjónustustefna? Það er að vera með eitthvað ákveðið sem farþegar tengja við t.d. gildi sem allir starfsmenn skilja eftir þeirri þjónustu sem þeir veita,

 

 

Fullur salur hjá Origo þegar fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Origo tók á móti gestum þar sem fjallað var um ferli jafnlaunavottunar frá A-Ö.

Anna Beta Gísladóttir eigandi Ráðar og stjórnarmeðlimur faghóps um jafnlaunastjórnun sérhæfir sig í ráðgjöf í tenglsum við jafnlaunastaðal. Hún fjallaði á viðburðinum um snertifleti jafnlaunastjórnunar og ISO stjónunarkerfa ásamt því að veita yfirlit
yfir helstu verkefni við innleiðingu Jafnlaunastaðals.

Kristín Björnsdóttir sérfræðingur hjá Origo veitti yfirsýn yfir reynslu Origo af innri úttektum með CCQ og hvernig beita má kerfinu við framkvæmd og skipulag úttekta.

Gná Guðjónsdóttir vottunarstjóri hjá Versa vottun fjallaði um hvernig hægt er að lágmarka óæskilega ákvarðanatöku vegna ofnotkunar á einföldunarreglum og huglægra skekkja með vottuðum stjórnunarkerfum.

Fundinum var streymt af Facebook síðu Stjórnvísi og er aðgengilegur þar. Ítarefni fundarins má finna hér.

Þökkum fundargestum fyrir komuna og fyrirlesurum fyrir áhugaverð erindi.

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á námskeiði Staðlaráðs þann 18. september um jafnlaunastaðalinn og innleiðingu:

JAFNLAUNASTAÐALLINN ÍST 85 - Lykilatriði og notkun

Stefnir fyrirtækið að jafnlaunavottun? Námskeiðið er ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem eru að undirbúa fyrstu skref í innleiðingu jafnlaunastaðalsins og vilja fá yfirsýn yfir uppbyggingu hans og notkun, helstu verkefni framundan og hvernig best er að hefja  innleiðingarvegferðina.

Markmið námskeiðisins er að þátttakendur þekki meginatriði og helstu ferla jafnlaunastaðalsins ÍST 85 Jafnlaunakerfi - Kröfur og leiðbeiningar og geti beitt staðlinum við jafnlaunastjórnun og launaákvarðanir.

Nánari upplýsingar og skráning >>

Þróun og uppbygging Keflavíkurflugvallar - Áætlun og stefnumótun til framtíðaðar.

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í dag fjölmennan fund í ISAVIA þar sem þeir Pálmi Freyr Randversson og Brynjar Vatnsdal fjölluðu um þróun og uppbyggingu Keflavíkurflugvallar til framtíðar og áætlanir sem unnar eru til lengri og styttri tíma.  Einnig hvernig stefnumótun Isavia endurspeglast í þróunar- og uppbyggingaráætlunum Keflavíkurflugvallar og hvernig áætlanir flugvallarins hafa áhrif á stefnumótun félagsins.

Gildi ISAVIA eru öryggi, samvinna og þjónusta og snerti ISAVIA 10 milljónir farþega sem fara í gegnum Keflavíkurflugvöll 2018.  ISAVIA er í samkeppni við aðra flugvelli í Evrópu og er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki.  Fjórtán hundruð manns starfa hjá ISAVIA þar af 280 hjá dótturfélögum.  ISAVIA er með starfsstöðvar um allt land og halda utan um alla flugvelli á Íslandi.  Ísland er með eitt stærsta flugstjórnarsvæði heims 5,4milljónir ferkílómetra.  Árið 2018 voru yfir 700 þúsund farþegar árið 2018 innanlands.  Starfsemi hefur vaxið gríðarlega á síðasta ári. Heildarfjöldi beinna starfa tengt Keflavíkurflugvelli eru 8000, fyrir hverja 10% aukningu í flugtengingum eykst þjóðarframleiðsla um 0,5%.  Um 19.700 störf eru tengd flugvöllum á Íslandi. ISAVIA gaf út þróunaráætlun, masterplan fyrir flugvöllinn 2014 sem er breytt í takt við stækkun flugvallarins. Árið 2014 var farið í hönnunarsamkeppni sem hjálpar til við að mæta auknum fjölda farþega og leggur línurnar fyrir að flugstöðin stækki á allan hátt þ.e. flugbrautir o.fl.  Einnig var unnin umhverfisáætlun til framtíðar um sjálfbæra þróun flugvallarins.  Með þróunaráætlun til 2040 er búið að leggja línurnar og allir vita í hvaða átt er verið að fara. Alltaf er verið að horfa til lengri tíma og valkosti innan þróunaráætlunarinnar.Mikil vinna hefur verið unnin í að skilgreina stefnu ISAVIA í hönnun þar sem sett er stefna um hvernig hönnun, stemming og upplifun flugstöðin á að halda. Nýjar reglugerðir kalla á stækkun flugvallarins á biðsvæðum. 

Engar hindranir - Nýsköpunarhádegi Gulleggsins.

Nýsköpunarhádegi Gulleggsins var haldið í samstarfi við Stjórnvísi í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Yfirskrift fundarins var „Engar Hindranir“ sem er átak sem Icelandic Startups stendur fyrir til þess að hvetja konur til þátttöku í nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi með því að sýna sterkar fyrirmyndir úr sprotaumhverfinu. Í pallborðsumræðum voru að þessu sinni þær Ágústa Johnson, stofnandi Hreyfing Heilsulind,  Hrönn Margrét Magnúsdóttir, stofnandi Feel Iceland og
Sandra Mjöll Jónsdóttir, vöru- og markaðsstjóri Florealis.  Umræðustjóri pallborðsins var Helga Valfells frá fjárfestingasjóðnum Crowberry Capital
Átakið hefur nú þegar skilað sér í jafnara kynjahlutfalli í verkefnum sem Icelandic Startups stendur fyrir, þar á meðal Gullegginu.

 

Er öldrun tækifæri eða kvöð? Sviðsmyndir öldrunar 2020 -2040

Faghópur um framtíðarfræði hélt í dag einstaklega áhugaverðan fund í Íslenskri erfðagreiningu þar sem David Wood, fram´tiðarfræðingur, London Futurists fjallaði um sviðsmyndir öldrunar í framtíðinni.  Fyrirlesturinn var einstaklega áhugaverður og sjá má glærur af viðburðinum inn á facebooksíðu félagsins. 

Áhugaverð alþjóðleg ráðstefna um innleiðingu stefnu

Faghópur um stefnumótun og árangursmat vekur athygli á alþjóðlegu ráðstefnunni um innleiðingu stefnu sem verður haldin 23. september næstkomandi. Þá gefst stjórnendum og leiðtogum fyrirtækja og stofnana, ásamt stjórnendaráðgjöfum, einstakt tækifæri til að kynna sér helstu strauma við innleiðingu á stefnu. Þetta er í fyrsta sinn sem svo umfangsmikil ráðstefna um innleiðingu stefnu er haldin á Íslandi. Á ráðstefnunni munu koma saman margir helstu frumkvöðlar heims í stafrænni innleiðingu stefnu og ræða hvernig brúa megi bilið á milli stefnumótunar og innleiðingar með tæknibyltinguna að leiðarljósi. Ráðstefnan er á vegum ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins Decideact sem sérhæfir sig í stafrænni innleiðingu á stefnu og í samstarfi við Strategíu. Hér má nálgast dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar um fyrirlesara. Vakin er sérstök athygli á því að 20% afsláttur er að miðaverði út ágústmánuð.“

Ráðstefna - Áskorunin: Minni vinna, bætt heilsa - aukinn árangur

Faghópur um mannauðsstjórnun vekur athygli á ráðstefnu sem á erindi til allra sem koma að mannauðsmálum.

Áskorunin: Minni vinna

Bætt heilsa – aukinn árangur…

4.september kl. 8:30-11:45 - Á Grand Hótel

Heilsuvernd, Attentus og Sálfræðingarnir

 

Ráðstefnan á erindi til mannauðsstjóra, stjórnenda skipulagsheilda og aðila sem koma að stjórnunarlegum og heilsufarslegum þáttum starfsmanna

Á ráðstefnunni verða flutt erindi þar sjónum er beint að áhrifum langs vinnutíma á heilsufar en streita og álagstengd veikindi eru æ algengari og kulnun í starfi er víðtækt vandamál. Stjórnendur skipulagsheilda eru því í auknum mæli farin að huga að heilsufari starfsmanna sinna, leita lausna til að draga úr streitu og bæta líðan starfsmanna.

Með tilkomu nýrra kjarasamninga er nú lögð aukin áhersla á sveigjanleika og styttingu vinnuvikunnar án launaskerðinga. Í lífskjarasamningnum er samið um 45 mínútna styttingu á vinnutíma á viku frá og með 1. janúar 2020. Útfærsla styttingarinnar er í höndum hvers vinnustaðar fyrir sig.

Með styttingu vinnutímans má mögulega draga úr áhrifum langs vinnutíma á heilsufar starfsmanna, stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs og þar með auka lífsgæðin. Þetta eru stjórnunarlegar og krefjandi áskoranir sem kalla á útsjónarsemi og hæfni stjórnenda.

Tólin og tækin. Hvaða lausnum og aðferðum er hægt að beita við slíka innleiðingu? Hvað segja mælingar og kannanir þegar horft er til veikindafjarvista, yfirvinnustunda, skilvirkni og árangurs. Hver eru jákvæðu áhrifin og í hverju er ávinningur fólginn varðandi andlega líðan og starfsánægju?

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu á vefsíðu Heilsuverndar

 

TRAUST er þema stjórnar Stjórnvísi 2019-2020

Í morgun hittust stjórnir faghópa  og stjórn Stjórnvísi á Nauthól á Kick off fundi.  Frábær mæting og mikill kraftur verður í félaginu í vetur því kynnt voru drög að 120 fundum veturinn 2019-2020  Drögin eru í Excel-skjali undir "ítarefni" með fundinum.  Farið var yfir ýmis atriði á fundinum sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur auk þess sem óskað var eftir umbótahugmyndum sem stjórn mun vinna úr.  Á vef félagsins eru góðar leiðbeiningar á myndbandi um hvernig stofna á fund, setja nýja aðila í stjórn, aðalfund faghóps o.fl. Allt efni af fundinum er undir ítarefni og myndir á facebook síðu Stjórnvísi. 

Vinnufundur nýkjörinnar stjórnar Stjórnvísi

Í dag hélt nýkjörin stjórn Stjórnvísi sinn fyrsta vinnufund.  Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður Stjórnvísi fór yfir dagskrá og markmið dagsins.  Þá kynnti Aðalheiður  framtíðarsýn félagsins, gildi, lög og siðareglur. Mikilvægt er að gæta að fjölbreytni í stjórn Stjórnvísi og er mikilvægt að skoða lögin fyrir næsta aðalfund 6.gr og 9.gr.  Stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „TRAUST“.  Aðalheiður kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2019-2020 þar sem m.a. var rætt um að sammælast um að 1.mæta undirbúin 2.tímalega 3.taka ábyrgð á verkefnum 4.hafa uppbyggilega gagnrýni. Allar fundargerðir stjórnar Stjórnvísi má sjá á vef Stjórnvísi

 

Samfélagsskýrsla ISAVIA útnefnd besta skýrslan 2019

Hér má sjá myndir frá afhendingunni á Nauthól í hádeginu í dag.
Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu í dag í annað sinn verðlaun fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Í ár hlaut Isavia verðlaunin, sem voru afhend við hátíðlega athöfn.
Markmiðið með viðurkenningunni er að hvetja fyrirtæki til að setja sér mælanleg markmið og birta reglulega opinberlega, með vönduðum hætti, upplýsingar um hvernig samfélagsábyrgð og sjálfbærni í rekstri fyrirtækja skilar þeim og samfélaginu auknum ávinningi.
Alls bárust 29 tilnefningar um 16 fyrirtæki. Í dómnefnd voru Katrín Olga Jóhannesdóttir formaður Viðskiptaráðs Íslands, Kjartan Sigurðsson við Háskólann í Reykjavík og Jóhanna Harpa Árnadóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, sem var jafnframt formaður dómnefndar.

Í mati dómnefndar kemur fram að skýrslan er unnin í samráði við hagaðila og fjölda starfsfólks Isavia, frá öllum sviðum fyrirtækisins. Einnig var fenginn utanaðkomandi ráðgjafi til að yfirfara og tryggja gæði upplýsinganna.
Samfélagsskýrslan fylgir alþjóðlegum stöðlum GRI standards, hún er skrifuð í samræmi við árangur fyrirtækisins í að ná settum, mælanlegum markmiðum fyrir árið 2018 sem eru ennfremur tengd lengri tíma markmiðum, svo sem sjálfbærniáherslum stjórnvalda og alþjóðlegum viðmiðum: UN Global Compact, GRI, Heimsmarkmiðunum  og Air Transport Action Group.
Ábendingum um innihald skýrslunnar er fagnað af hálfu skýrsluhöfunda og þannig leitast við að tryggja stöðugar umbætur. Fjallað er um á gagnsæjan hátt hvernig til tókst að ná markmiðum, en einnig hvað gekk ekki eftir og hvernig unnið verður áfram með þau atriði.

Þá er skýrslan sett fram á myndrænan og aðgengilegan hátt, er gefin út rafrænt sem vefsíða og hana má einnig nálgast í gagnagrunni GRI í gegnum vefsíðu GRI-samtakanna.
Í niðurlagi í mati dómnefndar segir enn fremur að „með því að fylgja sérákvæðum GRI er verið að horfa sérstaklega til þeirra áskoranna og tækifæra sem flugvellir standa frammi fyrir þegar kemur að sjálfbærni.  Niðurstaða dómnefndar er að árs- og samfélagsskýrsla Ísavía sé til fyrirmyndar og hljóti viðurkenningu sem besta skýrslan árið 2019.“

 Frétt á ISAVIA

 

Snerpa mannauðsins - Samkeppnisforskot á tímum sjálfvirkni og gervigreindar

 

Dale Carnegie í samvinnu við faghópa Stjórnvísi um mannauðsstjórnun og stefnumótun kynnti í morgun í Innovation House niðurstöður nýrrar rannsóknar sem mældi viðhorf stjórnenda og starfsmanna til sjálfvirkni og gervigreindar á Íslandi og í 11 samanburðarlöndum.

Til þess að vera snörp og skörp þá þurfa starfsmenn að vita tilgang fyrirtækisins síns.  Unnur framkvæmdastjóri Dale Carnegie talaði um hve mikilvægt væri fyrir alla að vita DNA fyrirtækisins sín.  Steve Jobs vildi sem dæmi búa til „fallega“ tækni sem fólk elskar að nota.  Starbucks hefur þann tilgang að auðga mannshugann með einum bolla af kaffi.  Oft er gott að spyrja sig hver er rauntilgangur okkar, af hverju erum við til?.  Hjá Lego er t.d. óskað eftir hugmyndum frá fólki og ef hún fær 10 þúsund atkvæðum þá fer hún í framleiðslu.  DHL er búið að halda 6000 vinnustofur um allan heim til að bæta aðstöðuna sína. Mikilvægt er í dag að fá upplýsingar frá viðskiptavinum og takast á við mannskapinn á tímum við breytilegar aðstæður. Átta atriði einkenna frábæra stjórnendur skv. reglum Google og fóru þeir í framhaldi markvisst að sinna þessum mikilvægustu þáttum.  Núna eru þættirnir orðnir 10 í stað 8 í síðustu mælingu.  Skapa þarf umhverfi þar sem í lagi er t.d. að spyrja spurninga þ.e. að samskipti séu opin og eðlileg.  Í slíku andrúmslofti eykst sköpunargleði og fólki líður vel. En hvernig vitum við hvort fólki líður vel í vinnunni?  Er það bros starfsmannsins? Góður stjórnandi spyr og spyr.  Hvernig getum við hjálpað fólki að vera jákvætt áfram?  76% allra sem svöruðu í rannsókninni sögðu mikilvægt að ef þeir vita hvað er að fara að gerast þá verði þeir jákvæðir.  Traust er einn af þremur helstu þáttum sem þarf til að starfsmenn treysti stjórnendum.  Skv. skýrslu Stjórnarráðs Íslands telst mjög líklegt að 50 þúsund störf verði sjálfvirknivædd næstu 10-15 árin.  Þeir sem treysta sínum stjórnum eru 3svar sinnum líklegri til að vera talsmenn gervigreindar og breytinga.  En hver er þá færnin sem þarf til að láta þetta gerast of hvað geta stjórnendur gert í dag?  1. Greina stöðuna í fyrirtækinu 2. Meta í framhaldi hversu tilbúin við erum í gervigreindina, hlusta á fólkið 3. Kynna fyrir öllum tilgang fyrirtækisins. Allir geta farið á www.dale.is/stjornun og sótt rannsóknina og séð niðurstöðurnar. 

Erla Ósk Pétursdóttir mannauðsstjóri Vísis hf. í Grindavík sagði frá reynslu þeirra af innleiðingu aukinnar sjálfvirkni en undanfarin ár hefur framleiðsla á hvern starfsmann margfaldast. Við innleiðingu sjálfvirkni vakna eðlilegar margar spurningar hjá starfsfólki og nýjar áskoranir verða til. Vísir gerði sér ljóst árið 2014 að sjálfvirkar skurðarvélar voru að koma.  Með þessari nýju tækni er hægt að vinna fyrir marga viðskiptavini í einu og til þess að slíkt væri hægt þá var í samstarfi við Marel hönnuð vél sem sett var upp í Grindavík.  Haustið 2014 þegar hún er tekin í notkun fór framleiðslan á dag úr 40 tonnum með 60 starfsmenn í 60 tonn með sama mannskap.  Í dag eru unnin 70 tonn með 85 starfsmönnum.  Í dag er erfitt að manna fiskvinnsluna og af 85 manns eru 2 Íslendingar. Erla segir lykil að þeim árangri sem Vísir hefur náð sé 1.skýr stefna 2. gott upplýsingaflæði og 3.góð samskipti.

Fundinum verður streymt af facebook síðu Stjórnvísi.

 

Kolefnisspor fyrirtækja – hvað getum við gert?

Mikill áhugi var fyrir fundi um Kolefnisspor fyrirtækja sem haldinn var í Eflu verkfræðistofu í morgun á vegum faghópa um umhverfi-og öryggi og samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Eflu verkfræðistofu hóf erindi sitt á spurningunni: Hvað er kolefnisspor?  Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar.  Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda(GHL) annað hvort fyrir rekstur eða vöru. 

Ísland ætlar sér að vera kolefnishlutlaust 2040.  En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? Þá er búið að draga alla losun frá mínus bindingu.  Þær lofttegundir sem verið er tala um eru annars vegar þessar náttúrulegu: koldíoxíð, metan og tví-nituroxíð og hins vegar þær manngerðu: vetnisflúorkolefnis, klórflúorkolefni, PFC efni og SF. Stærsti valdurinn í þessum málum eru kol, olía, gas, sement, landnotkun við framleiðslu votlendis, skógar og sjór.  Heimsbyggðin er að skilja í dag að hitahækkun heimsins er af mannavöldum.  Á Global Carbon Project er að finna mikið af ítarefni.  Frá árinu 2000-2018 er verið að losa 40 gígatonn og í Parísarsamkomulaginu er verið að tala um að ná hitanum niður um eina gráðu.  Búið er að tala um þetta frá því fyrir síðustu aldamót og því er komið að ákveðnum vendipunkti núna. Við höfum 11 ár til að ná niður í gildið sem var árið 2000.  Allar aðgerðir sem gerðar eru núna skipta miklu máli.  Kína og Indland framleiða mikið fyrir alla heiminn og þar verður mikið kolefnisspor. Þessar vörur eru aðallega seldar til Evrópu og USA. Evrópa tekur inn mikið kolefnisspor. 

En hvernig gera fyrirtæki upp sitt kolefnisfótspor.  1. Vörur og þjónusta til fyrirtækis (rafmagn hiti) – 2. fyrirtæki (bílar, húsnæði)- 3. vörur og þjónusta frá fyrirtækinu.  Kolefnisspor Eflu árið 2018 var 416 tonn CO2 ígildi.  Bílar í rekstri Eflu 16%, bílar starfsmanna á vegum Eflu 15%, flugferðir erlendis 32% flugferðir innanlands 31%.  Þarna er aðalmálið augljóst sem er flugferðir og bílar.  Byrjað er að vinna í þessu með rafmagnsbílum og fjarfundarbúnaði í stað flugferða.  Varðandi kolefnisspor vörunnar sjálfrar þá þarf að horfa á vistferils vörunnar; hvaðan koma auðlindirnar, framleiðsla, flutningur til Íslands, rekstur viðhald og endurvinnsla eða förgun. 

Miklu máli skiptir með hvaða orku vara er framleidd.   Dæmi um aðgerðir til að lækka kolefnissport er að nota t.d. kísilryk í stað sements í útisteypu og 15% flugösku í stað sements í innisteypu.  Einnig að spá í hvort sami styrkleiki þurfi að vera í steypunni alls staðar. 

En hvað losar hver íbúi eftir löndum, hvert er kolefnisspor á íbúa í mismunandi löndum? Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hægt að fá allar upplýsingar um slíkt.  Ísland skorar mjög ofarlega út af álverunum okkar og í efsta sæti eru Bandaríkin. 

 

Á 1000 km hraða inn í framtíðina

Í morgun var haldinn fjölmennur fundur í Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu á vegum nokkurra faghópa Stjórnvísi þar sem Fjóla María Ágústsdóttir frá Stafrænu Íslandi deildi þekkingu sinni og gaf innsýn í verklag og tól „notendamiðaðar þjónustuhönnunar (e. design thinking)“. Fjóla hefur fengið umfangsmikla þjálfun í notendamiðaðri þjónustuhönnun frá Design Thinkers Academy í London og lauk nýlega viku námskeiði í Harvard Kennedy School í Digital Transformation for Government: Innovating Public Policy and Service. 
Fjóla María byrjaði á að kynna hönnunarhugsunina„Design Thinking“ sem byggir á notendamiðaðri nálgun, samvinnu við lausnaþróun þar sem áhersla er lögð á virka skoðun og greiningu, hugmyndaríki, ítranir, hraðan lærdóm og skjóta vinnslu frumgerða (prototypa).   Margir þekkja hönnunahugsun, en upphaflega voru það hönnuðir.  Um aldamótin fer hönnunarhugsun að koma meira inn í atvinnulífið.  Fyrirtæki voru að taka þetta inn til að sjá heildarskipulag í fyrirtækjum.  Uppúr 2012 fóru ráðgjafafyrirtækin að nota þessa aðferðafræði mjög mikið.  Nú eru komnar inn deildir í fyrirtækjum og hjá ríkinu og í Bretlandi er þetta orðið að venju.  Íslenska ríkið er á fullri ferð í stafrænt Ísland og starfa í deildinni 9 manns í dag.  Markmiðið er að aðstoða ríkið í þessari þróun og byrja þarf í grunninum.  Mikil vinna er lögð í stafræna þjónustugátt www.island.is  Fjóla María kynnti vefinn www.stafraentisland.is  þar sem allir geta farið inn á og nýtt sér þá þekkingu sem þar safnast saman.  Hönnunarhugsun fer í gegnum fimm stig: 1. Setja sig í spor annarra, skoða og greina, t.d. taka upp video og sjá hvar vandinn liggur. 2. Afmarka og skilgreina áskoranirnar þannig að við áttum okkur á hverju við ætlum að breyta, laga það sem er mest áríðandi og sjá tækifærin. 3. Hugmyndasöfnun þar sem allt er leyfilegt og allt hugsað upp á nýtt frá grunni.  4. Út frá hugmyndunum sem koma eru þróaðar hugmyndir/frumgerðir þ.e. prototypa sem er ódýr en þær skipta miklu máli. Spyrja sjálfan sig: hvað myndi Arion gera í þessu máli? Disney? Munkur?   5. Frumgerðirnar eru lagðar fyrir notendur, ítraðar og prófaðar þ.e. síendurteknar lagaðar og bættar og fara síðan í framleiðslu.  Fjóla María tók sem sýnidæmi fyrirlesturinn sem hún var að halda í dag hjá Stjórnvísi. Hún ákvað að heyra í nokkrum aðilum fyrir fundinn og spyrja: „Hvað viltu heyra“ og svarið var að þeir sem haft var samband við vildu vita  hvaða tól er verið að nota. Þarna var sem sagt verið að „uppgötva“. 1. Uppgjötva. Sá sem kemur á fund hjá Stjórnvísi vill: 1. Læra eitthvað nýtt, fá hagnýtan fyrirlestur, hlusta á dæmi, hafa einfaldar glærur, finna ástríðu frá fyrirlesaranum, fá upplýsingar um tól o.fl.fl.

En hvenær er hönnunarhugsun notuð? Þegar búa á til öpp, þegar búa á til hugbúnað, skipulagsbreytingar o.fl.  Upphafsfarsinn er mjög mikilvægur.  Þá þarf að greina þær betur og ávinningsmeta þær.  Hver er fjárhagslegi ávinningurinn, hvað er þetta mikil auknum á þjónustu? Hve marga starfsmenn snertir þetta verkefni? Hve marga notendur snertir þessi breyting? Þegar búið er að ákveða hvað eigi að skoða er farið í hönnunarsprett og út frá því kemur frumgerð.  Þarna koma lagaleg málefni sem skoða þarf með tilliti til hvað er til.  Þarna er erfiðasti punkturinn það er að hugmynd og þarfir notenda fylgi í framleiðsluna.  Okkar venja er að laga allt út frá því sem við þekkjum en þarna er notað út frá notendanum og inn.  Þess vegna þarf sama fólkið að fylgja verkefninu alla leið.  Svona verkefni eru Agile verkefni ekki Waterfall.  Í upphafi er ferlið mjög erfitt því það er kaótísk og yfir það þarf að komast þ.e. hvað á að vinna með. 

En hverjir þurfa að koma að gerð stafrænna lausna? 1. Vörueigandi (product owner), vörustjóri (product manager) , verkefnastjóri (project manager)hann tryggir að þjónustan passi inn í þjónustuna, það sem verið er að kaupa inn, gagnagrunna o.fl. , þjónustueigandi (getur verið sá sami og verkefnastjóri), markaðsgreinandi, skilastjóri, prófari og notendarýnir (passar að frumgerðir séu lagðar fyrir), efnishönnuður (content designer) hvernig alllt er framsett, vefhönnuður og forritari.  Einnig þurfa að koma að lögfræðingur, markaðsfólk, aðrir sérfræðingar, tækni, arkitektrú og fulltrúar þeirra sem reka hugbúnað. Það er svo mikilvægt að setja sig í spor annara til að fá dýpri innsýn: sjá hvernig upplifun notenda er á núverandi lausn, skrá hjá sér upplifun, nýta myndbandsupptöku, taka viðtöl við fólk, spyrja af hverju, finna snertifleti, veri skuggi einhvers. 

Allir í teyminu ættu að taka þátt í að setja sig í spor notenda.   Taka svo allar niðurstöður og sjá hvað er að gerast.  Búa til mynd sem er hringur og greina út frá miðju mikilvægi hvers og eins.  Varðandi skilgreiningu á persónu þá er mikilvægt að skilgreina fleiri en eina persónu.  Skoða tiltölulega tæknivæddan einstakling, taka flækjustig þar sem manneskjan lendir í vandræðum, búa til samyggðarkort til að setja sig í spor viðkomandi í þessum aðstæðum eins og „Úff við hvern á ég að tala“ hvar finn ég upplýsingar, hringja í mömmu og pabba, finna borgaraþjónustuna.  Með því að búa til persónuna saman þá hugsum við hvernig er týpan og þetta þarf að gera áður en ferillinn er búinn til.  Hvar koma stresspunktarnir upp?  Passa að hafa textann einfaldan og góðan.  Hvar eru óþægindapunktarnir? Flokka þá saman og finna út úr þeim.  Varðandi gerð prototypa þá er hún alls konar.  (t.d. teikna upp skjámynd, legóa, leika,) allt á að vera sett myndrænt fram og þetta á að vera ódýrt og fljótlegt.  Á þessu stigi er fólk oft hrætt og um að gera að hafa nóg af fylgidóti, alls kyns dóti.  Síðan þarf að fá fólk til að prófa og ítra.  Mikilvægt að fara í framendann og laga og laga þar til þetta fer í framleiðslu.  Fjóla mælti með „This is service design thinking og Sprint bókunum og fleiri bókum.  www.mrthinkr.com  og www.servicedesigntools.org  eru frábærar síður til að nýta sér.

Fjölþjóðlegur vinnustaður – auður og áskoranir

Fyrsti fundur nýstofnaðs faghóps um málefni erlendra starfsmanna var haldinn í dag í húsakynnum Reykjavíkurborgar í Borgartúni.  Fundurinn bar yfirskriftina Fjölþjóðlegur vinnustaður – auður og áskoranir og var streymt af Facebooksíðu Stjórnvísi. Fyrirlesari dagsins var Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðingur og framkvæmdastjóri Mirru, fræðslu og rannsóknarseturs. 

Hallfríður sagði að mestur núningur í samskiptum væri í tímaskynjun, mismunandi skilningi á umhverfi og tíma.  Helstu áskoranirnar væru að aðlagast og mætast á miðri leið, árekstrar í samskiptum, þekkingarleysi og ólíkur skilningur, fordómar og mismunun eru oft fylgifiskar margbreytileikans, fordómar og mismunun ekki náttúrulögmál og að mannfólkið er meira líkt en ólíkt. Mikilvægt er að spyrja sig stöðugt hvaðan okkar eigin hugmyndir koma.  Á Íslandi ríkir mikil einsleitni. Vinnustaðir endurspegla þjóðfélagið sem við búum í.  Innflytjendum hefur fjölgað um 80% frá árinu 2000.  Í dag er 5 hver manneskja á vinnumarkaði af erlendum uppruna.  Þetta hefur gerst á 20 árum á meðan það gerist á 60-80 árum annar staðar.  Þetta eru því gríðarlegar breytingar á stuttum tíma. 

Menning er manngerð, lærð og lifandi.  Ef hún væri það ekki gætum við engu breytt.  Viðhorf breytast og við erum stöðugt að breyta menningunni t.d. til kvenna með kvennabaráttunni.  Við sjáum ekki breytinguna fyrr en við berum saman eitt tímabil við annað. 

 

 

Samfélagsskýrsla ársins verður afhent 13. júní nk. í Nauthól

Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð veita viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins 2019 þann 13.júní nk. Óskað var eftir tilnefningum í maí og rann frestur út þann 28.maí sl.  Viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins hlýtur fyrirtæki eða stofnun sem birtir upplýsingar um samfélagsábyrgð sína með markvissum, vönduðum og nútímalegum hætti í skýrslum sem geta verið í formi vefsíðna, rafrænna skjala eða öðrum hætti sem hentar þeim sem áhuga hafa, s.s. fjárfestar, viðskiptavinir, samstarfsaðilar, yfirvöld og/eða almenningur.Dómnefnd skipuð fulltrúum félaganna þriggja metur allar tillögur sem berast og getur einnig byggt val sitt á eigin frumkvæði. Fyrirtækjum og stofnunum er frjálst að tilnefna eigin skýrslu.
Við mat á samfélagsskýrslu ársins er horft til eftirfarandi þátta:

- Fjallar skýrslan um samfélagsábyrgð (SÁ) og tekur hún bæði á félagslegum-, umhverfisþáttum og stjórnarháttum?

-  Hversu vel er fyrirtækið að fjalla um þætti sem teljast verða mikilvægir miðað við starfsemi fyrirtækisins (t.d. ef augljóst er að starfsemin raskar náttúrunni á tiltekinn hátt, er fyrirtækið með markmið um minna rask á því sviði)?

- Hefur fyrirtækið birt mælanleg markmið um SÁ í skýrslu sinni?

- Hefur fyrirtækið lagt mat á árangur sinn út frá settum markmiðum um SÁ?

- Er jafnvægi milli þeirra jákvæðu upplýsinga sem fyrirtækið segir frá og þeirra áskorana sem það stendur frammi fyrir?

- Hefur fyrirtækið náð raunverulegum árangri í starfi sínu um SÁ?  (Er breyting milli ára t.d. dregið úr losun GHL, aukið kynjajanfrétti eða öðrum áskorunum SÁ.)

- Hefur fyrirtækið lagt sig fram við að kynna skýrsluna sína opinberlega?

Fresturinn til að senda inn tillögur rann út þann 29. maí 2019.

Viðurkenningin verður afhent við hátíðlega athöfn þann 13. júní 2019.

Farið verður með nöfn þeirra sem tilnefna sem trúnaðarmál, eingöngu aðgengileg dómnefnd.

Eru umhverfismál markaðsmál?

Eru umhverfismál markaðsmál?  

Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.

Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.  

Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn.  Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum.  Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum.  Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum.  75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára  telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar.  Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki.  En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar?  89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur.  Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu.  En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur.  En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif.  En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér?  Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum.  En hverjir eru hvatarnir til að kaupa?  Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt.  www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara.  Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.

Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála.  Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð?  Stjórnendur stjórna neyslu neytenda.  Mikilvægt er að vera einlægur.  Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju.  Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting.  Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið.  Mont – má það?  Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun.  Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð.  Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir.  Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.  

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?