Persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarf persónverndarfulltrúa

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Fyrsti fundur vetrarins á vegum faghóps um persónuvernd var haldinn í hádeginu í dag og sneri hann að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar voru þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. 
Persónuvernd í æskulýðsstarfi.  Erla Bjarný fór yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig fór hún yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.
Erla Bjarný sagði að þjálfarar væru að fá gríðarlega mikið af persónulegum upplýsingum um börn í gegnum messanger og facebook.  Hvernig er hægt að tryggja öryggi þessara upplýsinga?   Erla Bjarný komst að því að það væri ekki neitt einasta íþróttafélag með persónuverndarfulltrúa. Hún skoðaði blak og fótbolta og það eru rosalega mikið af persónulegum upplýsingum sem foreldrar gefa eins og t.d. er varðar lyfjagjöf.  Erla Bjarný er búin að leggja til að félög sameinist t.d. um persónuverndarfulltrúa.  Erla fór inn á 14 félög í gær og sá hvergi félag sem vísaði í persónuverndarlög.  Hún segir hvergi minnst á persónuvernd eða eitthvað tengt persónuvernd.  Erla Bjarný sagði að næstum allt væri persónugreinanlegt í því félagi sem hún er þjálfari sökum þess hve fáir eru í hennar flokki.  Yfir 100 félög eru að nota Sportabler í dag. Þar er hægt að setja upp heimaæfingar og þar er hægt að aðlaga sitt starf að því.  Hægt er að gera vinnslusamninga við félögin og skoðað hvort verið sé að fara á skjön við persónuverndarlögin.  Mentor íþróttafélaganna í dag er Sportabler.  En utan frá sérðu ekki neitt tengt persónuvernd.  Næst skoðaði hún Facebook sem einnig er mikið notað. Um leið og þú setur eitthvað á facebook þá hefur facebook heimild til að nota þær upplýsingar.  Í skóla-og frístundastarfi hefur verið reynt að færa samskiptin af facebook þar sem þú hefur forræði á upplýsingunum. Google lausnin er mjög sniðug. Þjálfarar eru oft með skjal fyrir hvern og einn og þar er haldið utan um tölfræði fyrir hvern og einn aðila.  Þetta eru risaskjöl og þar eru skráðar heilsufarsupplýsingar.  Google er ekki með vinnslusamning í boði, þú gengst einfaldlega undir þeirra skilmála og þeir nýta upplýsingar til 3ja aðila.  Google lausnin er sniðug en það þarf að vera meðvitaður um í hvað hún er notuð.  Frumkvæðisathugun persónuverndar Arion banka. Persónuvernd sagði ekki heimild til að setja inn á samfélagsmiðil þar sem þeir hefðu ekki eign á gögnunum. Því þurfa allir foreldrar að vera meðvitaðir um hvernig myndum af mótum er stjórnað. Myndir hjá hennar félagi eru t.d. geymdar á GooglePhoto í Írlandi og margir geyma þau í Dropbox.  Guðmundur minntist á Sideline og Nóri sem annrs konar kerfi sem hægt væri að nota.

"Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum.."Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga.  Bryndís Gunnlaugsdóttir sagði að hennar fyrsta verk hefði verið að boða persónuverndarfulltrúa til sín. Hvað er svona sérstakt við persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga.  Af hverju virkar einn hópur en annar ekki?  Bryndís finnur gríðarlega orku í persónuverndarhópnum hjá sveitarfélögunum.  Eitt af lykilatriðunum er að sambandið (hagsmunafélag sveitarfélaga) boðar til fundarins sem gefur ákveðinn status.  Engar risaeðlur eru inn á fundinum því persónuverndarfulltrúar hafa ekki verið til áður.  Því vissi enginn út í hvaða vegferð væri verið að fara.  Flestir upplifðu sig sem eyland á sínum vinnustað.  Jafningjar hittust sem ekki var hægt að finna á vinnustað því eitt persónuverndarnörd er á hverjum vinnustað. Sveitarfélögin eru 77 og því eru fulltrúarnir með mjög ólíka þekkingu. Umræðan varð því kraftmikil og fjölbreytt, leyfilegt var að spyrja kjánalegra spurninga. Strax í upphafi var leyfilegt að spyrja um hvað sem er, fullkomið traust ríkti innan hópsins því allir voru að vinna saman. Deilt var skjölum milli sveitarfélaga og allir voru óhræddir við að deila hálfum hugmyndum. Gagnrýni varð jákvæð upplifun, rýnt var til gagns í ljósi þess trausts sem byggt var á frá upphafi. Það er kúltúrinn sem skiptir öllu máli í svona starfi.  Þeir sem síðar hafa komið inn í hópinn upplifa þessa miklu virðingu.  Saman ná þau að búa til miklu meiri orku en þau gera ein.
Það sem gengur ekki nægilega vel hjá persónuverndarfulltrúum er að hlutirnir ganga frekar hægt hjá stjórnsýslunni.  Sum sveitarfélög eru með sérfræðinga sem persónuverndarfulltrúa. Sama kaffibollaspjallið næst ekki í dag út af Covid, staðan er óljós víða því margir voru ráðnir tímabundið. Nú eru tekjur sveitarfélaga að skerðast og því gæti persónuverndarfulltrúum fækkað.  Bryndís sagði að allir verði að bera ábyrgð á að hópurinn hittist, allir bera ábyrgð á hvað er á fundinum og það sem skiptir mestu máli er að kúltúrinn innan hópsins ræður því hvort hann nær árangri eða ekki og ALLIR eru ábyrgir innan hópsins. Allir munu ekki vera með jafnt framlag en hvert einasta púsl skiptir máli og það eru tíð og góð samskipti sem eru lykillinn að trausti og að gagnrýnin umræða geti átt sér stað. Það eru einstaklingarnir sem sitja við borðið og mæta og eru tilbúnir að deila og koma til borðsins eins og þau eru klædd. 

Um viðburðinn

Persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarf persónverndarfulltrúa

Hér er linkur á fundinn: Join Microsoft Teams Meeting

Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd snýr að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar verða þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Fundurinn fer fram á Teams. 

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig verður farið yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.

"Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum.."

Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga

Bryndís mun fjalla um samstarf persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga en allt frá því að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi hafa persónuverndarfulltrúar innan sveitarfélaga haldið reglulega samráðsfundi þar sem fjallað er um verkefnin og áskoranir er fylgja starfinu. Starfsemi sveitarfélaga nær yfir mjög fjölbreytt svið allt frá félagsþjónustu og leik- og grunnskóla yfir í skipulagsmál, málefni fatlaðra og aldraðra sem og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.

 

Staðsetning: Teams

Skráðir þátttakendur fá sendann hlekk á viðburðinn í tölvupósti. 

 

Um fyrirlesara:

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný Jónsdóttir er persónuverndarsérfræðingur hjá á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, áður starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar. Erla hefur áralanga reynslu sem afreksleikmaður, þjálfari og loks formaður blakdeildar íþróttafélagsins Álftanes. Ásamt þessu hefur Erla unnið sem verkefnastjóri og þjálfari fyrir yngri landslið Íslands í blaki.

Bryndís Gunnlaugsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bryndís vann áður hjá PwC, ríkisskattstjóra og KeyHabits ehf. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr stjórnar- og nefndarstörfum sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík, formaður stjórnar ALM verðbréfa hf., stjórnarmaður í úrvinnslusjóði og Lánasjóði sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd.

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?