Fréttir og pistlar

Aðferðafræðin við að breyta fræðsluefni þínu í tölvuleik

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Christian Erquicia Degnan, Global Business Develeopment hjá Gamelearn fræddi okkur um hvernig við getum notað tölvuleiki í fræðslu til að ná dýpri þekkingu og gera þetta skemmtilegt.  Viðburðinn var á vegum faghóps um stafræna fræðslu.

Hve mikið hefur vinnumenning þróast á 100 árum? Minna en þú heldur!

Steinar Þór Ólafsson samskiptafulltrúi Viðskiptaráðs var í morgun með hugvekju um 100 ára gamla vinnumenningu.  Fundurinn var á vegum faghóps um mannauðsstjórnun. Hildur Vilhelmsdóttir í stjórn faghópsins opnaði fundinn, kynnti Stjórnvísi og Steinar Þór.

Hvað getum við gert til að breyta þessari menningu og hver eru fyrstu skrefin í rétta átt?  Steinar hefur skrifað pistla og flutt hugvekjur á Rás 1 um þessi málefni ásamt því að halda fjöldamörg erindi, nú síðast á haustráðstefnu Advania. Síðast en ekki síst er hann duglegur að skrifa á Linkedin vangaveltur um vinnustaði sem að flestir hugsa en enginn segir. Í morgun reifaði hann rannsóknir og setti fram sínar vangaveltur um þessi mál. 

Steinar Þór er íþróttafræðingur í grunninn, nam lögfræði um tíma og fór seinna í listnám. hann sér vinnumenningu með óhefðbundnum gleraugum.  Hvar eru tækifæri til að staldra við og sjá nýja hluti? Hann hvetur alla til að vera hugaðir og prófa nýjar leiðir.

Á dögum iðnbyltingarinnar fyrir 203 árum var ákveðið af Robert Owen að vinnudagurinn væri 8 klukkustundi, 8 klukkustunda svefn og 8 klukkustunda frítími. Steinar Þór segir virkar klukkustundir í vinnu séu í dag 7,44 mínútur þannig að hann hefur styst um 16 mínútur á öllum þessum tíma og þremur iðnbyltingum.  Reykjavíkurborg og Hugsmiðjan hafa stytt vinnuvikuna með góðum árangri.  Hjá Hugsmiðjunni mæta allir kl.09:00 og hætta 15:30. Í dag gerist skrifstofuvinna meira og minna öll í skýinu og ekki lengur þörf á að allir sitji saman í sama rými.  Fyrir 100 árum sat fólk saman á nákvæmlega sama hátt og gert er í dag. 

Allar rannsóknir sem Steinar hefur fundið styðja ekki aukin afköst þegar fólk situr saman.  Það sem kemur í veg fyrir góð afköst eru oft á tíðum spjall í vinnunni sem veldur truflun.  Enginn notar útirödd á bókasafni eða talar hátt.  Eitt það síðasta sem fólk gerir á kvöldin og það fyrsta á morgnana er að skoða póstinn og slíkt er streituvaldandi. Því má velta fyrir sér af hverju er ekki meira um samskiptareglur um hvernær megi ná í starfsmenn og hvenær ekki.  Sum fyrirtæki slökkva á póstþjónum frá kl.17:00 á kvöldin til 09:00 á morgnana. 

Tækifærin á vinnumarkaði í Covid

Andrés eigandi Góðra samskipta hvatti í upphafi fundarins alla fundargesti til að skoða Derek Sivers á Youtube. Fundurinn var á vegum faghópa um mannauðsstjórnun og þjónustu-og markaðsstjórnun. Derek hefur helgað líf sitt því að tengjast fólki. Hann setti allan sinn auð í sjóð sem styrkir ungt fólk í tónlistarnámi.  Derek skrifaði bókina „Anything you want“. Boðskapurinn hans er að það sé tillitssemi að láta vita af því sem þú ert að gera. Mörg okkar eru spéhrædd að láta af okkur.

En hverju erum við að leita að með því að vera strategisk á vinnumarkaði?  Flest erum við að leita að lífsgæðum og því að gera það sem við erum best í, að verða besta útgáfan af sjálfum okkur.

Andrés fjallaði um að í dag er ekki eins flott og það var að vera ríkur. Andrés sagði þetta sína kenningu.  Markmiðið í dag er að hafa alla möguleika, geta valið.  Mikilvægt er að vera alltaf að sá fræjum og loka engum dyrum.  Fólk er ekki lengur í vinnu til að eiga í sig og á. Heldur vill fólk í dag láta gott af sér leiða og eru með hliðarverkefni.

Andrés fjallaði um hvernig ásýnd okkar er, hvernig sjá aðrir okkur, hvernig birtumst við þ.e. hvernig er LinkedIn prófíllinn okkar. Mikilvægt er að þrengja stefnuna sína og greina umhverfið. Öll samskipti eru tækifæri og öll tækifæri koma í gegnum fólk.

Í lok erindisins var boðið upp á spurningar.  

 

Það sem markaðsfólk veit ekki um vörumerki

Upptaka af fundinum er aðgengileg hér. Guðmundur Arnar frá Akademias var í morgun með erindi um Ehrenberg Bass stofnunina í Ástralíu og kynnti lögmálin þeirra sem öll fyrirtæki, í öllum geirum og af öllum stærðum geta hagnýtt sér. Fundurinn var á vegum faghóps um þjónustu-og markaðsstjórnun.

Ehrenberg Bass stofnunin í Ástralíu er sú stærsta í heimi með fókus á markaðsfræði og vörumerki. Byron Sharp er forstöðumaður stofnunarinnar og er í dag án efa sá fræðimaður sem er að hafa mestu áhrifin á fræðin. Stofnunin vinnur fyrir fyrirtæki eins og P&G, Google, Facebook, Diageo, Nestle, General Mills, LinkedIn o.fl. leiðandi markaðsfyrirtæki heims.

Í gegnum áratugina hefur stofnunin véfengt mikið af mýtum um hvernig fyrirtæki geta látið vörumerkin sín vaxa. Mýtur sem margar hverjar eru fyrirferðamiklar í flestum markaðsfræðikennslubókum. Þau hafa kynnt markaðslögmál, sem eru marg vísindalega sönnuð, sem auka mikið líkur á árangursríku markaðsstarfi.

Stofnunin hefur gefið út tvær bækur með samantekt á rannsóknunum sínum. Þær eru báðar metsölubækur og án efa áhrifamestu markaðsfræðibækur síðustu 10-15 ára. Þær heita How Brands Grow: What Marketers Don't Know og How brands grow: Part 2. Íslandsvinir eins og Mark Ritson, Les Binet og Rory Sutherland segja Byron Sharp vera merkilegasta og áhrifamesta fræðimann á sviði markaðsmála í dag. 

Trausti Haraldsson í stjórn faghóps um þjónustu og markaðsstjórnun kynnti Guðmund Arnar framkvæmdastjóra Akademías.  Guðmundur hefur lengst af verið markaðsstjóri í ferðageiranum WOW, Icelandair og einnig verið hjá NOVA og Íslandsbanka.  Fræðin í Ehrenberg-Bass ræðst á mikið af því sem við tökum sem víðteknum venjum í markaðsfræðunum.

Í 2000 ár var lausn á næstum öllum vanda blóðtaka.  Það eru svo margar góðar hugmyndir í markaðsfræðunum en þær eru ekki nóg, þær er eins og blóðtaka en þarf að staðfesta af vísundunum.   Guðmundur kynnti nokkur einstaklega áhugaverð lögmál markaðsfræðinnar.  Dæmi voru tekin um hvaða hópur kaupir hvaða bíla og þar sást að það er nákvæmlega sami hópur sem kaupir flest alla bíla utan Range Rower.  Einnig að við kaupum sjaldan vörumerki sem við þekkjum.  50% af jákvæðni til vörumerkis snýst um frægð og að komast upp í hugann.  Öll vörumerki í vöruflokki deila viðskiptavinum með öðrum vörumerkjum í samræmi við markaðshlutdeild.

Mikilvægast af öllu er að auka markaðshlutdeild til að auka tryggð.  Varðandi auglýsingar þá hafa þær áhrif í gegnum minnið. Sá sem er frægastur er fyrstur.  Auglýsingar eiga að snúast um að við omum upp í hugann þegar fólk hugsar til vörunnar sem við erum með.  Auglýsingar þurfa að hafa áhrif til lengri tíma. Þorðu að vera öðruvísi eins og NOVA!  Vertu eftirtektarverður.  Það er ekki nóg að vera þekkt merki heldur þarf líka að vera auðvelt að kaupa okkur.  Af hverju kaupir fólk vöruna okkur, hvenær, hvar, með hverjum og með hverju öðru?

Fundurinn er aðgengilegur á heimasíðu Stjórnvísi.

Ferlavæðing Landsnets með einföldun stjórnunarkerfis í huga

Engilráð Ósk Einarsdóttir, verkefnastjóri gæðamála og samfélagsábyrgðar hjá Landsneti, fjallaði í morgun um hvernig stjórnunarkerfi Landsnets hefur þróast og orðið einfaldara með aukinni ferlavæðingu. Fundurinn var á vegum faghópa um gæðastjórnun og ISO staðla og stjórnun viðskiptaferla (BPM).

Farið var yfir ferðalagið sem felst í að gera ávallt betur í dag en í gær og hvernig umbótatækifæri finnast alls staðar, líka þegar verið er að keppa um Evrópumeistaratitilinn í Mýrarbolta.

María Hedman formaður faghóps um gæðastjórnun og ISO staðla bauð Stjórnvísifélaga velkomna á fundinn og kynnti félagið og faghópinn af sinni alkunnu snilld. 

Landsnet er þjónustufyrirtæki sem þrífst af umbótum og þar starfa 120  manns í dag. Gríðarleg áhersla er lögð á áhættustjórnun og „Allir heilir heim“ er þemað þeirra.  Stjórnstöðin hefur þróast mikið sem og nú er komið app.  Þau flytja rafmagn frá virkjunum til stórnotenda. Dreifiveitur sjá svo um að flytja rafmagn til heimilanna.  Landsvirkjun sér alltaf tækifæri til að gera betur og öllu er stjórnað út frá áhættu.

Engilráð er fædd og uppalin á Ísafirði og dýrkar vinnuna sína. Landsnet er með samþætt stjórnunarkerfi. Öll gæðaskjöl eru innan sama kerfisins. Þannig ná allir að vinna í takti og stöðugar umbætur eiga sér alltaf stað.  Þeirra leiðarljós er að hámarka ánægju viðskiptavina og hver einasti starfsmaður er gæðastjóri síns starfs. Þau eru með ISO 9001, ISO45000, ISO27001, IST85, Rösk og ISO14001.  BSI sér um allar vottanir Landsnets.  Margir aðilar koma að stjórnunarkerfinu og því getur þetta verið flókið. 

Engilráð sagði frá ótrúlega skemmtilegu ferðalagi ofurkvenna frá Ísafirði að Evrópumeistaratitli OK.  Þær greindu stöðugt hvar þær getu gert betur og tókst því að bæta sig stöðugt.

Varðandi BPM fór Engilráð yfir hvernig Landsnet ferlamiðaði kerfi sitt. BPM má rekja til Sig sigma aðferðafræðinnar. Markmiðið er að stuðla að umbótum innan fyrirtækja sem byggjast á gögnum, mælingum og greiningu. Viðskiptalíkanið lýsir hvernig fyrirtækið skapar verðmæti fyrir viðskiptavini og skipuleggur starfsemina svo þeir fái það sem þeir sækjast eftir. Af hverju BPM? 1. Greina hverjir eru meginferlar 2. Hvert er sambandið milli ferlanna sem unnið er að 3. Væntanleg ferli túlkuð eins og þau eru í gæðahandbók 4. Nánari greining á hvernig ná skal markmiðum.  BPM aðstoðar við að keyra ferlin rafrænt inn og er teikniferli eða ákveðið tungumál sem veitir myndræna framsetningu. Mjög auðskilið myndform.   

Gæðaskjölum hefur fækkað mikið sem og verklagsreglum á síðastliðnum þremur árum.

Hvað er eiginlega þessi markþjálfun? Er þetta eitthvað í jólagjöf?

Faghópur Markþjálfunar heldur viðburð um nýtingu markþjálfunar.

Fyrirlesarar eru þau Arnór Már Másson, Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir og Ragnheiður Aradóttir, öll PCC vottaðir markþjálfar frá ICF Global og brenna þau öll fyrir fyrirfagmennsku í fagi markþjálfunar. Þau ætla að rýna í hvað gerir okkur að fagmönnum og hvernig er hægt að nýta markþjálfun?

Stjórnvísis viðburður hér.

Facebook viðbuður hér.

Hlökkum til að sjá ykkur.

Kveðja, faghópur markþjálfunar Stjórnvísi

Stafræn hagræðing í sölu- og markaðsstarfi

 

Hreiðar Þór Jónsson og Tryggvi Freyr Elínarson frá Datera kynntu hvaða ávinning er hægt að ná út úr sölu- og markaðsstarfinu með sjálfvirkni og stafrænum lausnum. Fundurinn var tekin upp og má finna upptökuna hér á Facebook síðu Stjórnvísi. 

Þeir fjölluðu örstutt hvatingu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum frá SVÞ og VR. Þar kom fram í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni ríkja árið 2019, er Ísland í 27. sæti af 63. ríkjum og fellur úr 21. sæti árinu áður. Til samanburðar má nefna að Svíþjóð er í 3. sæti á listanum, Danmörk í 4., Finnland í 7. og Noregur í 9.

Farið var yfir hvar helstu tækifærin liggja, hvernig þeir fremstu eru að nýta tækni og hverju það skilar. Þar má nefna: Betri og hraðari ákvarðanatöku, minni handavinnu hjá starfsfólki, betri og skilvirkari þjónustu og aukningu í viðskiptum. Mælt er með að setja viðskiptavinininn í öndvegi og kortleggja ferla ferðalagsins. 

Auk þess voru frábær sýnidæmi ásamt upplýsingum um helstu tækni, tól og þjálfun sem fyrirtæki geta nýtt sér. Alltof fá fyrirtæki fara sjálf í gegnum ferli viðskiptavina og koma þá ekki auga á tækifærin hvort sem það er á vefnum eða í símanum sínum en ferlið er oft brotið án þess að fyrirtækð geri sér grein fyrir því. Einnig gleyma fyrirtæki oft að hugsa um grunnatriði sem að viðskiptavinir leita oft að. 

Það var afar áhugavert að sjá dæmi um bílasölu fyrirtækin Toyota, B&L, KIA og Honda en vefsíður fyrirtækjanna vöru allar misjafnlega vel staddar. 

Minnst var á Smartly tól fyrir markaðsfólk til að nýta að gera sjálfvirkar auglýsingar og þá hvernig er hægt að skala herferðir og efni. Einfaldara kaupferli getur leitt til 300% söluaukningu. Hægt að nýta Google Data Studio til smíða mælaborð þar sem góð gögn eru gulls í gildi. 

Að lokum var farið yfir hver heildarávinningurinn er fyrir fyrirtækin sem nýta sér tækni til hagræðingar og hverju sú sókn skilar. 

Mælt var með að byrja á eftirfarandi skrefum:
Skref

Hluttekning og nánd á tímum fjarlægðar

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á Facebooksíðu Stjórnvísi.
Glærur má nálgast hér.
Þessi viðburður á vegum faghóps um leiðtogafærni fjallaði um hluttekningu og nánd á tímum fjarlægðar. Áhersla á hluttekningu (e. Compassion), velvild og góð félagsleg tengsl í stjórnun og menningu vinnustaða hefur aldrei verið mikilvægari en nú. Slíkar áherslur geta reynst öflugt mótsvar við álagi , streitu, kulnun og þeim gríðarlegu breytingum sem við stöndum frammi fyrir. Þegar stjórnendur beita þessari tegund af tilfinningagreind og styrkleika, taka eftir fólkinu sínu, upplifun þeirra og sýna einlægan vilja til að gera eitthvað í málunum t.d. þegar á móti blæs getur ávinningurinn verið mikill.  

Í þessu erindi var farið yfir hvað hluttekning er, helstu einkenni hennar og ávinning. Þá var skoðað hvað getur staðið í vegi fyrir því að hluttekning nái að þrífast í stjórnun og menningu vinnustaða. Og að lokum hvernig megi vinna með hagnýtum og strategískum hætti með hluttekningu svo að við komumst sífellt nær hinum mannlega vinnustað. 

En hvernig gerum við vinnustaðinn manneskjulegri?  Ylfa sagði mikilvægt að hver og einn hugsaði með sér hvað nærir okkur sjálf sem manneskjur.  Þegar við erum nærð eigum við svo gott með að gefa af okkur.  Hluttekning er að sýna fólki áhuga og samkennd, hlusta og huga að. Hluttekning einskorðast ekki við ákveðnar stéttir heldur á hluttekning við alls staðar. Hluttekning er að standa vörð um mannleg réttindi. Mikilvægt er að við séum góð hvort við annað því við vitum aldrei hvað sá sem við hittum er að kljást við.  Er í lagi að versta stund dagsins sé sú þegar þú hittir yfirmann þinn eða er í lagi að mánudagurinn sé versti dagur vikunnar?  Ylfa sagði mikilvægt að sýna hluttekningu og vera mannlegur.  Hluttekning er skilgreind sem næmni á sársauka eða þjáningu.  Lífið er upp og niður, gleði og sorg.  Ef þú ert á vinnustað þá er mikilvægt að tekið sé eftir hvað vel er gert og að við séum til staðar fyrir hvort annað og getum fagnað saman.

En hvað ýtir undir og hindrar að við notum hluttekningu markvisst?  Við höfum öll þennan grunn að sýna hluttekningu.  En stundum veljum við að loka á aðstæður.  Þegar við sýnum hluttekningu þá erum við meðvitað að sýna tengsl.  Við erum ekki alltaf að taka eftir t.d. að bjóða fólki sæti í strætó. Stundum veljum við líka að líta til hliðar. 

Það er gríðarlega mikilvægt að huga að því fyrir vinnustaði hvað þeir eru að gera núna. Að fanga árangurssögur er mikilvægt.  Einnig er áhugavert að halda fundi og hreinlega allir tjái sig hvernig þeim líður.

Ef við klæðumst eins eða erum í takt þá erum við í takt og samkennd myndast. Rannsóknir Gallup sýna að það sem fólk vill sjá í fari leiðtoga er hluttekning, umhyggja, vinátta og kærleikur. Það sem meira er að það eru jákvæð tengsl á milli fjárhagslegrar afkomu fyrirtækja og leiðtoga sem bera þessa eiginleika. Á vinnustöðum þar sem sýnd er hluttekning er minni kvíði, aukin skuldbinding og starfsmenn eru fljótari að jafna sig.

Ylfa fjallaði að lokum um hagnýtar leiðir fyrir leiðtoga út frá McKinsey skýrslu. Við verðum að byrja á að beina athyglinni að okkur sjálfum og verða meðvituð um okkur þá fyrst sjáum við það sem er að gerast í kringum okkur. Æfa þakklæti og vera í núvitund.  Þá fyrst getum við farið að ná fólki saman og skapa „við“.  Setja niður varnirnar og sýna auðmýkt.

Skrefið tekið og þjónustuverið stofnað

Heimir Guðmundsson sviðsstjóri vinnuvélasviðs hjá Vinnueftirlitinu og stjórnarmaður í stjórn faghóps um stefnumótun og árangursmat bauð gesti velkomna og kynnti Evu Helgadóttur. Öryggismiðstöðin var stofnuð árið 1995 og er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum. Árið 2012 var ákveðinn vendipunktur hjá fyrirtækinu. Starfsemi Öryggismiðstöðvarinnar hafði vaxið verulega undanfarin ár. Bæði starfsfólk og ferlar voru farin að finna fyrir vaxtaverkjum og löngunin til að veita betri þjónustu ýtti okkur af stað í nýja átt. Í kjölfar stefnumótunar var sú ákvörðun tekin að stofna þjónustuver sem myndi sameina krafta starfsmanna og straumlínulaga ferla með það að markmiði að veita markvissari þjónustu. Eva Helgadóttir deildarstjóri Þjónustuvers leiddi gesti fundarins í gegnum þá vegferð sem farið var í árið 2012 og sagði frá því hvernig tókst til og hvernig staðan er í dag.

Eva hóf störf hjá Öryggismiðstöðinni 2001 og hefur tekið þátt í fjölmörgum störfum og verkefnum á þessum tíma auk þess að bæta við sig námi í viðskiptafræði og viðurkenndum bókara. Öryggismiðstöðin rekur fjölbreytta þjónustu víðsvegar og því er þjónustuver mikilvægt. Fyrirtækið var stofnað 1995 og enn starfa þar nokkrir af fyrstu starfsmönnum. Mikill vöxtur hefur verið á undanförnum árum og eru í hópi framúrskarandi fyrirtækja og þar starfa í dag 400 manns. Í dag hefur þeirra fólk tekið 250.000 Covis sýni. Snjallöryggi er ný kynslóð öryggis og er þeirri lausn vel tekið. T.d. sagði Eva frá snjalllás sem er í símanum og hægt að hleypa sem dæmi börnum sem gleyma lyklunum sínum inn í gegnum símann.

Í ársbyrjun 2012 var tekin ákvörðun um að veita betri þjónustu og stofna þjónustuver. Gildi voru endurskoðuð forysta – umhyggja – traust.Allir starfsmenn hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllu því sem þeir gera í sínum störfum og í samskiptum hvort við annað. Farið var í markvissa hugmyndavinnu þar sem tryggt var að þekking færi milli manna og veitt heimild til athafna.  Þannig gæti hver og einn starfsmaður klárað sín mál með umboði. Farið var í heimsóknir til annarra fyrirtækja og valið það besta frá hverjum og einum.  Farið var markvisst í að starfsmenn leiðbeindu hvorir öðrum þannig að hópurinn gæti unnið saman og breitt út þekkingu. 

Þegar þjónustuverið var stofnað var það gert mjög sýnilegt og haldið partý fyrir alla starfsmenn.  Í þjónustuverinu á þessum tíma voru 5 manns. Í dag eru starfsmenn þjónustuvers 8 manns.  Við innleiðingu á þjónustuverinu var farið í mikla vinnu og boðið upp á mörg námskeið eins og námskeið í símsvörun og samskiptum við viðskiptavini. Með rafrænni fræðslu er tryggt að allir fá sömu fræðslu.

Markmiðið með stofnun þjónustuvers var að bæta þjónustu við viðskiptavini og veita hraðari svörun erinda. Markmiðið var að hægt væri að ganga frá 80% erinda í fyrstu snertingu.  Ekki senda símtalið áfram.  Fylgst er með meðallengd símtala og fjölda. Öll svið settu sér markmið og er öllum tölvupósti svarað samdægurs.

En hvaða verkefnum eru þau að sinna?  Stjórnstöð er opin allan sólarhringinn. Símtöl eru 170-200 á dag og erindi berast frá heimasíðu og með tölvupósti.  Viðskiptavinurinn vill í dag geta lokið sínum málum sjálfur og því er stöðug þróun í gangi.  Einnig er veitt tækniaðstoð og bókaðir tímar, sendar upplýsingar varðandi endurnýjanir, hnappa, reikningagerð (13000 á mánuði) o.m.fl.  Ábyrgð og þekking er alltaf á höndum fleiri en eins starfsmanns. 

Starfsþróun hefur aukist til muna og vaxa og dafna starfsmenn.  En hvað skiptir máli í ferlinu?  1. Stuðningur frá topnnum  2. Fá aðstoð frá þeim sem þekkja vel til 3. Þátttaka starfsmanna þ.e. þeir eigi hlutdeild í verkefninu 4. Starfsmenn fái svigrúm til að sinna innleiðingu 5. Búta niður fílinn og 6. Hafa gaman og fagna litlum sigrum. 

Eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi – Samkaup

Viðburðurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Gunnur Líf Gunnarsdóttir stýrir mannauðssviði Samkaupa og hóf störf þar 2018.  Þegar hún hóf störf var stofnað nýtt svið mannauðssvið og var þá ákveðið að setja mikinn kraft í mannauðinn. Samskip var stofnað 1998 og eru þar 1400 starfmenn sá yngsti 14 ára og elsti 83 ára og unnu þau menntasprotann 2020.  Af 1400 starfsmönnum vinna 40 í stoðsviðum á skrifstofu. Kjarninn eru verslanirnar.  

En hvert stefnir Samkaup? Hlutverk – gildi og framtíðarsýn er skýr. Framtíðarsýn mannauðssviðs er skýr en það er að vera eftirsóknarverðasti vinnustaður á Íslandi. Leiðarljósið er að hugsa vel um starfsfólkið og Samkaup er samfélagslega ábyrgt fyrirtæki. Helsta auðlindin er mannauðurinn og lykill þess að Samkaup nái árangri. Starfsmenn fá tækifæri til að þroskast sem manneskjur og í starfi.  Samkaup vill að starfsmenn láti gott af sér leiða, mæti á staðinn, hlusti og taki þátt. Þau vilja vera með rétta fólkið og réttu færnina.  Þau vilja heilsteypt samskipti.  Samkaup er með samskiptakort og upplýsingaflæði er tryggt. Þau nota Workplace.  Á stjórnendadögum eru sett verkefni í takt við stefnu. Í hverri einustu verslun eru sett markmið og hvað ætlar hver og einn að gera til að ná markmiðinu.  Þannig nær Samkaup að virkja hvern einasta starfsmann.  En hvernig mæla þau þetta allt saman?

Mælikvarðarnir í verslunum eru fjárhagslegir mælikvarðar, gæði og þjónusta og mannauður og menning. Stærsti mælikvarðinn er fjöldi þeirra sem mæta á árshátíð sem er næstum 1000 manns.  Í dag hefur hver einasti starfsmaður sýn á hvernig hans verslun stendur “Árangursvog verslana Samkaupa”.  Markmiðin byggja á metnaði. En hvað er framundan? Haldinn er Teams stjórnendadagurinn, vinnustofur 2021, lykilfundir mars 2021 o.m.fl.  Það sem drífur þau áfram er metnaðarfullt starfsfólk.

Tenglar á Stjórnvísiviðburði eru alltaf fremst í viðburðarlýsingu

Tenglar á alla viðburði Stjórnvísi eru fremst í lýsingu á viðburðinum á www.stjornvisi.is
Þeir eru því ekki sendir sérstaklega rétt fyrir fund.  
Upptökur af fundum eru á facebooksíðu Stjórnvísi 

Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar?

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Í morgun var haldinn fundur á vegum faghóps um samfélagsábyrgðar hjá Stjórnvísi og FKA sem bar yfirskriftina „Af hverju eru ekki fleiri konur forstjórar og framkvæmdastjórar? Á þriðja hundrað manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Halldóra Ingimarsdóttir hjá Sjóvá. Kreditinfo birti nýlega könnun sem sýndi hversu fáar konur hlutfallslega eru enn í stjórnum íslenskra fyrirtækja.
Markmið fundarins var að varpa ljósi á ástæðurnar sem gætu legið að baki og hvernig við getum saman unnið meðvitað að auknu jafnrétti þannig að konur og karlar raðist með jafnari hætti í stjórnendastöður.

Jafnrétti – er þetta ekki bara komið?
Ágústa Bjarnadóttir, mannauðsstjóri Sjóvá, fór yfir helstu aðgerðir í jafnréttismálum síðustu ára og hver séu næstu skref. Sjóvá er eitt þeirra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi sem látið hefur jafnrétti sig varða svo um munar. Þjóðarspegill HÍ var nýlega með fund þar sem kom fram að konur kæmust síður að borðinu og þar var rætt hvaða reynsla er mikilvæg.  Eftir að hafa starfað við ráðningar í 16 ár sagði Ágústa að mikilvægt væri að hafa lokahópinn sem fjölbreyttastan.  Við eigum frábæra aðila bæði karlkyns og kvenkyns.  Tengslanet kvenna og karla er ólíkt kom fram í þessari rannsókn.  En hver er staðan hjá Sjóvá?  Lengi hefur verið yfirlýst markmið að hafa jafnt kynjahlutfall í stjórn og framkvæmdastjórn og í nefndum Sjóvá eru 60% konur. Í framkvæmdastjórn Sjóvá eru nú 2 konur 1 karl og síðan forstjóri. Árið 2019 var kynntur kynjakvarði fyrir íslenskan hlutabréfamarkað og þar er Sjóvá með hæstu einkunn.  En það er mikilvægt að hafa jafnréttismenningu og vísaði Ágústa í VR mælingu ársins þar sem kemur fram að upplifun starfsmanna er sú að konur og karlar fái sömu tækifæri. 

Valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi
Ólöf Júlíusdóttir, doktor í félagsfræði frá Háskóla Íslands varði doktorsritgerð sína haustið 2019 en ritgerðin fjallaði um valdaójafnvægi í stjórnendastöðum í íslensku efnahagslífi. Í erindinu verður fjallað um nokkrar af þeim skýringum sem settar hafa verið fram um valdaójafnvægi kvenna og karla í áhrifastöðum og þær settar í samhengi við stöðuna hér á landi. Varpað verður ljósi á hvers vegna karlar eiga auðveldara með að halda völdum í efnahagslífinu á meðan að konum er síður treyst fyrir sömu völdum. Rannsóknin byggir bæði á spurningalista sem sendur var til æðstu stjórnenda í 249 fyrirtækjum á Íslandi og 61 viðtali við stjórnendur. Á Íslandi er hátt hlutfall kvenna á vinnumarkaði. Kynjakvótar hafa verið settir á í stjórnum fyrirtækja, jafnlaunastaðall, konur eru meira menntaðar en karlar en þó eru greinar eins og verkfræði og hagfræði þar sem hlutfall útskrifaðra karla er hærra. Það eru því mótsagnir í því hvers vegna svo fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. 

Í viðtölunum sem Ólöf tók við æðstu stjórnendur í viðskiptalífinu mátti greina lífsseiga orðræðu þar sem konum er frekar kennt um að komast ekki til áhrifa í stað þess að benda t.d. á hvers vegna karlar séu svona þaulsetnir í sínum forstjórastólum. Það að konur: vilji síður vinna langan vinnudag, vilji ekki sleppa hendinni af heimilinu, hleypa ekki makanum í heimilisstörfin eins og undirbúning afmæla, í þvottinn og almenn heimilisverk eru ekki sannfærandi skýringar. Vafalaust þætti þeim ágætt að sleppa við þessi skylduverk. En þær hafa síður þennan stuðning sem karlar hafa heima fyrir því konur í stjórnendastöðum eiga frekar maka sem vinna lengri vinnudaga en þær sjálfar.

Mikið af kerfislægum hindrunum hafa verið unnar en varðandi vinnu á heimili er hægt að gera miklu betur. Þar þurfa karlarnir að taka sig á og vinnumarkaðurinn þarf að taka mið af því að karlar eru líka feður og eiga og vilja taka þátt í uppeldi barna sinna. Vísbendingar um þetta má sjá i tölum yfir karla sem taka fæðingarorlof. Konur eru frekar ráðnar í ábyrgðastöður þegar fyrirtæki ganga ekki vel og tók Ólöf dæmi eins og að Birna Einarsdóttir tók við Íslandsbanka eftir hrun árið 2008 og að í fyrsta sinn varð kona biskup Íslands eftir mikla ádeilu á kirkjuna. Varðandi tengslanet þá er sú umræða mjög áhugaverð því tengslanet karla og kvenna eru um margt ólík og virðast karlar hafa meira gagn af sínum netum en konur þar sem karlar ráða frekar karla, jafnvel þó það sé ómeðvitað. En Creditinfo greindi frá því á dögunum að konur eru líklegri til að taka við af konum. Karlar í stjórnendastöðum eru líklegri til að eiga maka sem vinnur færri stundir en hann sjálfur og þannig hafa þeir ákveðna forgjöf þegar kemur að sýnileika í stafi því makar karlanna taka meiri fjölskylduábyrgð og þeir fá þá meiri tíma fyrir sig. Þar sem við erum lagalega jöfn, hvers vegna er staðan þá ekki betri? Getur skýringin verið ástarkraftur kvenna. Þá að karlar græða meira á ást kvenna en öfugt. Praktískar hugsanir eru einnig ekki konum í hag ef þær snúast um það að ráða ekki konur til starfa sem eru á barnseignaaldri, gera skal ráð fyrir því að karlinn líkt og konan geti dottið út af vinnumarkaði ef hann er á barnseignaaldri. Þess vegna ætti þessi ,,praktíska hugsun“ að ráða ekki konu á barnseignaaldri að fjara út. Því hún er ekki lengur praktísk ef karlar detta líka út til jafns við konur. Konur hafa áhuga og eru vel menntaðar, hvað er þá til ráða?  Auka gagnsæi í ráðningum, skoða hvernig umsækjendur eru metnir, hvað er hæfni og reynsla, skapa vinnumenningu sem hentar konum og körlum, markvissar jafnréttisstefnur svo eitthvað sé nefnt. 

Jafnrétti er ákvörðun!
Hildur Árnadóttir, stjórnarmaður og talsmaður Jafnvægisvogar FKA sagði frá verkefni FKA,-  Jafnvægisvoginni og fór yfir nýjustu tölur af mælaborði jafnréttismála. Hildur sagði að jafnrétti væri ákvörðun og Ísland er í 1.sæti hjá World Economic Forum. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni og beitir jákvæðri hvatningu. Markmiðið er að íslenskt viðskiptalíf verði fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir. Jafnvægisvogin fær fyrirtæki til að skrifa undir viljayfirlýsingu og veitir viðurkenningar til fyrirtækja sem ná markmiðunum. En eitt af fyrstu verkefnum var að taka saman yfirlit og búa til mælaborð jafnréttis.  Hjá fyrirtækjum í Kauphöll Íslands hefur einungis ein kona verið forstjóri á Íslandi.  Kauphallarfyrirtækin uppfylla öll rétt kynjahlutfall í stjórn en ekki í framkvæmdarstjórn.  Það eru sterk jákvæð tengsl á milli frammistöðu fyrirtækja og kynjajafnvægi í framkvæmdastjórn. Að lokum sagði Hildur að Melinda Gates væri búin að setja háa upphæð til þessa verkefnis.

Í lok erinda voru áhugaverðar umræður.  Þar kom m.a. fram að mikilvægt væri fyrirtækin að hafa góðar jafnréttisstefnur með mælikvörðum sem væri fylgt eftir.

Markþjálfun við stjórnun mannauðs

Á annað hundrað manns sóttu fund á vegum faghóps um markþjálfun í morgun. Fyrirlesari var Íris Sigtryggsdóttir fræðslustjóri Advania og markþjálfi og gaf hún innsýn í það hvernig Advania nýtir markþjálfun sem stuðning við stjórnendur og teymi innanhúss ásamt því að segja frá því hvernig stjórnendur hafa hlotið þjálfun í þeim hluta markþjálfunar sem snýr að samtölum og virkri hlustun til þess að efla frammistöðu síns starfsfólks enn frekar.

Aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum

Fundurinn er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og ætla má að stjórnendur fyrirtækja muni í auknum mæli þurfa að takast á við loftslagstengd mál í störfum sínum á komandi árum. Í aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum eru stefna og aðgerðir stjórnvalda í loftslagsmálum settar fram. Á fundinum fóru Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, sérfræðingur loftslagsmálum hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, yfir áætlunina, áform um kolefnishlutleysi og svöruðu spurningum þátttakenda. Anna Sigurveig situr í stjórn faghóps um loftslagsmál, hún kynnti Stjórnvísi og faghóp um loftslagsmál og hvatti alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn. Mikill áhuga var fyrir fundinum sem 130 manns sóttu. Guðmundur Ingi sagði að búið væri að stórauka fjárframlög til loftslagsmála.  Mikið stökk hefur orðið í notkun hreinorkubíla sem eru nú 7,7% af bílaflota landsmanna.  Í dag eru hreinorkubílar 50% af öllum innflutningi á bílum.  Varðandi nýjar aðgerðir þá eru dæmi um ívilnanir fyrir virka ferðamáta. Í dag er sexföldun á innflutningi rafhlaupahjóla.  Það er ótrúlega áhugavert að sjá þessa þróun.  Hlutur Íslands í sameiginlegum efndum er að ná 29% samdrætti frá 2005 í losun.  Öll ESB ríkin fara í gegnum sömu skoðunina.  Markmiðið er að fara upp í 40% fyrir árið 2030.  Fjörugar fyrirspurnir urðu í lok fundar sem er eins og áður sagði aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi.

velvirk(.is)ir stjórnendur

Fundurinn var tekinn upp og aðgengilegur á Facebooksíðu Stjórnvísi. Ingibjörg Loftsdóttir og Sara Lind Brynjólfsdóttir kynntu gagnlegan fróðleik og ráð fyrir stjórnendur á velvirk.is sem er vefsíða forvarnarverkefnis VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Rúmlega 100 manns mættu á fundinn sem var einstaklega fróðlegur.

Við lifum í samfélagi þar sem sífellt fleiri virðast hellast úr lestinni vegna tímabundinna eða langvarandi veikinda. Svo virðist sem hluti af þessum veikindum sé til kominn vegna langvarandi álags bæði í starfi og einkalífi. Velvirk-síðunni er ætlað að halda utan um upplýsingar og gagnleg ráð fyrir starfsmenn og stjórnendur í forvarnarskyni. Síðan fór í loftið í lok árs 2018 og nýtt efni hefur bæst við reglulega síðan. 

Í þessari kynningu var farið yfir það efni síðunnar sem einkum snýr að stjórnendum. Nefna má efni sem talar til ástandsins vegna COVID-19 svo sem upplýsingar og ráð til stjórnenda um fjarvinnu, hvernig taka eigi á óöryggi og áhyggjum á vinnustað, hvernig virkja megi fólk á fjarfundum og bregðast við fjarfundaþreytu. Einnig var rætt um breytingar sem reikna má með að verði á skrifstofunni í kjölfar faraldursins. 

Sagt var frá umfjöllun um stjórnunarhætti, traust, merkingu, viðurkenningu og virðingu, lífshættulega stjórnun, streitu stjórnandans, óréttlæti, opin vinnurými, hamingju, teymisvinnu og „Streitustigann“ - svo fátt eitt sé nefnt. Einnig bent á stutt viðtöl við stjórnendur sem hafa verið að fara nýjar leiðir á sínum vinnustöðum.

Hvernig geta stjórnendur stutt erl. starfsfólk sem lendir í uppsögnum?

Faghópar um mannauðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og málefni erlendra starfsmanna stóðu fyrir fundi í dag þar sem rætt var um hvernig stjórnendur geti stutt erlent starfsfólk sem lendir í uppsögnum. Alma Sigurðardóttir Ístak í stjórn faghóps um málefni erlendra starfsmanna kynnti faghópinn og fyrirlesara fundarins. Síðustu mánuði hefur atvinnuleysi farið stöðugt hækkandi. Um 40% einstaklinga á atvinnuleysiskrá eru af erlendum uppruna. Ýmis atriði flækja stöðu þessa hóps, meðal annars skortur á  tengslaneti á Íslandi,  slakari íslenskukunnátta og meiri hætta við að lenda í fordómum og  í félagslegum einangrun. Það fer ekki á milli mála að öll þessi atriði flækja atvinnuleitina.

Það er mikilvægt að atvinnurekendur hugi sérstaklega að þessum hóp þegar hann lendir í uppsögnum og stundum þarf að ganga skrefinu lengra við að leiðbeina þeim um möguleikana sem til eru í boði við atvinnumissi.

Í viðburðinum var varpað ljósi á stöðu einstaklinga af erlendum uppruna í atvinnuleysi og einnig var reynt að koma með góð ráð fyrir stjórnendur sem neyðast til að segja starfsmönnum sínum upp. Leitast var við að svara eftirfarandi spurningum:
Hvernig geta atvinnurekendur stutt starfsfólk af erlendum uppruna sem lendir í uppsögnum?
Hvaða þjónusta er í boði fyrir starfsfólk af erlendum uppruna sem verður atvinnulaust?

Fyrirlesarar voru Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir - sérfræðingur í málefnum útlendinga og flóttafólks á vinnumarkaði hjá ASÍ. 

Guðrún Margrét sagði atvinnuleysi útlendinga langt umfram aðra á Íslandi þar sem þeir starfa í þeim greinum sem Covid hefur haft mest áhrif á.  Mikilvægt er að hvetja þá til dáða sem misst hafa vinnuna af erlendum uppruna.

Fjöldi innflytjanda tvöfaldaðist á sjö árum og eru þau ár lengsta hagvaxtarsekið Íslandssögunnar. Góðærið átti skuggahliðar.  ASÍ hefur fengið góða innsýn þar.  Skipulagður launaþjófnaður, mannsal og nauðungarvinna.

Ásdís Guðmundsdóttir – deildarstjóri alþjóðadeildar Vinnumálastofnunar sagði að markmið deildarinnar væri að aðstoða alla af erlendum uppruna við úrræði.  Starfsmenn deildarinnar eru frá Spáni, Rúmeníu, Póllandi o.fl.  Vinnumálastofnun vill koma öllum í starf eða nám og vinna í samstarfi við atvinnulífið.  Vinnumálastofnun er með fólk frá 110 þjóðernum á skrá. Ráðgjöfin miðast við að finna leiðir út úr atvinnuleysi hvort heldur er í gegnum íslenskunámskeið, tvö eru veitt ókeypis á ári eða í gegnum nám eða störf.  Ásdís hvatti fyrirtæki til að nýta sér úrræði Vinnumálastofnunar sem eru fjölmörg m.a. til nýksöpunarfyrirtækja. 

Vegferð og ávinningur með Lean Six Sigma svarta beltis vottun

Glærur af fundinum eru aðgengilegar undir ítarefni.
Erla Einarsdóttir Marel formaður faghóps um BPM setti fundinn, kynnti stjórn faghópsins Stjórnvísi og Magnús.  Stjórn faghóps um BPM er stór stjórn sem heldur bæði smærri lokaða fundi einungis fyrir stjórn faghópsins sem og stærri opna fundi. Erla sagði að þar sem tíminn væri það mikilvægasta sem við ættum þá væri mikilvægt að faghópar héldu sameiginlega fundi. Að lokum kynnti Erla dagskrá faghópsins framundan og hvatti að lokum alla til að skrá sig í faghópinn og vera meðlimir í Stjórnvísi. 

Magnús Ívar Guðfinnsson sem var vottaður með svart belti í Lean Six Sigma fyrr á árinu, kynnti á morgunverðarfundi á vegum faghópa Stjórnvísi um lean, gæðastjórnun, verkefnastjórn og stjórnun viðsptaferla (BPM) hvaða námskeið og áfanga er hægt að sækja til að bæta við Lean Six Sigma (LSS) þekkingu á vefnum, ásamt því að fara í umgjörð um vottunina, vegferðina og sjálft verkefnið sem þarf að skila skv. ákveðnum skilyrðum fyrir svarta beltis vottun. Verkefnið sem Magnús Ívar vann úrbótaverkefni á alþjóðlegu teymi sem vinnur úr og metur ábyrgðarkröfum frá viðskiptavinum Marel víðs vegar um heiminn. Farið er yfir DMAIC nálgunina við úrlausn mála sem upp koma í starfseminni. Alþjóðlaga viðurkenndar LSS vottanir á gula, græna og svarta beltinu er afar áhrifarík leið til að ná bættum árangri í rekstri og innhalda og hafa breiða skírskoðun í Lean, Six Sigma, ISO gæðastjórnun, stjórnun viðskiptaferla (BPM) og breytingastjórnun.

 

EFTIRLÝST/UR - leiðtogi, í breyttum heimi

Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur í 1-2 vikur á facebooksíðu Stjórnvísi. Faghópur um leiðtogafærni hélt hádegisfund í dag og mættu á þriðja hundrað manns á fundinn.  Fyrirlesari var Hrund Gunnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Festu - miðstöðvar um samfélagsábyrgð og sjálfbærni.  Hrund fjallaði um samtíma-, alþjóðlegar- og innlendar áskoranir og hvernig eiginleika þær áskoranir kalla á í fari leiðtoga. Hún reifaði á helstu einkennum sem leiðtogar í dag þurfa að búa yfir, m.a. samkvæmt rannsókn alþjóðlega ráðgjafafyrirtækisins Accenture og Alþjóðaefnahagsráðsins (e. World Economic Forum) sem byggð er á könnun og samtölum við fjölda ungra og eldri leiðtoga víðsvegar um heim. 

Berglind Björk Hreinsdóttir hjá Hafrannsóknarstofnun sem situr í stjórn faghóps um leiðtogafærni bauð alla velkomna á fundinn og kynnti Hrund Gunnsteinsdóttur. Hrund sagði að það sem er að gerast í heiminum er okkur alltaf viðkomandi, við erum eitt stórt vistkerfi. Fyrirlesturinn má nálgast í heild sinni á facebooksíðu félagsins.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?