Ágreiningur vesen eða vannýtt tækifæri?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópar um markþjálfun, mannauðsstjórnun og leiðtogafærni héldu í morgun vel sóttan fund á Teams sem bar yfirskriftina „Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt?“

Þóra Björg Jónsdóttir markþjálfi og ráðgjafi stofnandi Stokku byrjaði á að ræða um hvaðan ágreiningur kemur og hversu skemmandi hann getur verið. Orku, tíma og peningum er sóað með ágreiningi. Margir vinna með viðhorf og er eftirsóknarvert að vinna með ágreining. En hvaða virði er ágreiningur og hvaða verkfæri notum við.  Allt snýst um það að fólk leiti lausnanna sjálft því hver og einn þekkir sínar þarfir best. 

Flestir vilja vera lausir við ágreining og vilja halda friðinni því það er átakaminnst.  Ágreiningur er ósamkomulag, það þegar fólk er ekki sammála.  En hvernig er tekið á því þegar fólk er ekki sammála 1. Ósýnilegur ágreiningur 2.skapandi ágreiningur 3.skaðandi ágreiningur.

  1. Varðandi ósýnilegan ágreining það er þegar engin átök eru því allir eru sammála en þá koma ekki ólík sjónarhorn upp og umhverfið er stöðugt en kannski kraumar eitthvað undir því ekki er raunhæft að gera fyrir að enginn skoðunarmunur sé sýnilegur.  Stundum er hópurinn samstilltur og því allir sammála um allt. Þar sem er enginn ágreiningur er hætta á stöðnun.
  2. Í skapandi ágreiningi er talið eðlilegt og jákvætt að fólk sé stundum ósammála. Á slíkum vinnustað skiptist fólk á skoðunum. Málefnalegar og jafnvel snarpar umræður eru áður en ákvarðanir eru teknar. Þarna ríkir virðing og traust og fólk þorir að segja sínar skoðanir, svigrúm skapast til góðra umræðna og gæði ákvarðana eykst.
  3. Í skaðandi ágreiningi snýst allt um samkeppni og hlutir gerast persónulegir.  Á slíkum vinnustað er ósveigjanleiki og skortur á vilja og getu til samvinnu, gagnrýni á allt sem er ákveðið og gert og vanþakklæti fyrir allt sem er gert fyrir starfsfólk. Þar sem skaðandi ágreiningur þrífst eykst starfsmannavelta.

Þóra varpaði fram spurningunni: Hvar viltu vera viðskiptavinur? Alveg örugglega þar sem menningin er skapandi ágreiningur.  Mikilvægt er á vinnustöðum að skoða viðhorf innan hópa hvers til annars og fjölbreytni er kostur. Ekki er allt sem sýnist og því mikilvægt að vera ekki fljótur að draga ályktanir.  Stöðug sjálfsskoðun er því þörf og virðing í samskiptum.  Best að tala beint út og ekki í gátum. Okkar helsta tæki í samskiptum er að hlusta og skilja. Hvað er í gangi, hvers vegna er þetta sett svona fram, hvaða upplýsingar þarf ég. Nota aðferð eins og „Skil ég þig rétt?“ Hvar á samtalið sér stað, í einrúmi eða innan um aðra.  Það er svo mikilvægt að átta sig á hvað er í gangi.  Alltaf er verið að vinna með spurningar og um hvað málið snýst. Sáttamiðlarar eru alltaf að vinna að sameiginlegum skilningi þ.e. fólk skilji hvort annað. Án sameiginlegs skilnings getum við ekki haldið áfram í átt að góðri ákvörðun.  Spurningar eru til þess að fá upplýsingar.  Í grunninn snýst markþjálfun um að vinna með leiðir til að allir hafi skilið hvað er í gangi áður en er svarað.  Sms leiðin er algengust daglega, skilaboð – móttaka – svar. Líklegri leið til að ganga betur er skilaboð – móttaka – hlustun – spurningar – hagsmunir – skilningur – svar.  Markþjálfun og sáttamiðlun ganga út á þessa leið.  Lokaorð Þóru voru þau að við getum alltaf gert betur og haft áhrif.

Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur, og formaður Sáttar formaður sagði mikilvægt og sterkasta verkfærið að setjast niður.  Besta leiðin er að sinna forvörnum og bætt samskipti eru besta vörnin.  Aldrei er hægt að útrýma öllum ágreiningi.  Það á aldrei að vera eitrað að hafa aðra skoðun.  Málin verða stundum þrúgandi ef þau hafa fengið að grassera lengi.  Þegar hlutir eru orðnir óþægilegir þarf að taka þá upp á yfirborðið.  Í sáttamiðlaraskólanum eru teknar æfingar fyrir nemendur þar sem fólk er sett í aðstæður hvernig það getur komist að sameiginlegri niðurstöður.  Sáttamiðlun og markþjálfun setja ábyrgðina á einstaklinginn.  Aðilinn finnur sjálfur lausnirnar.  Viðhorfin á bakvið spurningarnar hafa svo mikil áhrif.  Þær þurfa að vera forvitnilegar og vekja skilning og bíða opinn eftir skilningi. Í lok fundar þakkaði Lilja Gunnarsdóttir formaðu faghóps um markþjálfun fyrirlesurum fyrir góð erindi. 

Um viðburðinn

Ágreiningur - vesen eða vannýtt tækifæri?

Join Microsoft Teams Meeting

Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt? Hvernig getum við nýtt þær til árangurs á vinnustöðum og í samskiptum við viðskiptavini?

Sjónarhorn okkar mótast af mörgum þáttum, meðal annars menntun og starfsreynslu en einnig tilteknum venjum og viðhorfum. Viðhorf okkar til ágreinings er einn þáttur. Sjáum við ólíkar skoðanir sem tómt vesen og skort á getu einstaklinga til samvinnu eða spennandi tækifæri til að finna bestu lausnina og efla samstarfið?

Þóra Björg Jónsdóttir er markþjálfi og ráðgjafi. Hún er einnig lögfræðingur og starfaði um árabil við fagið, meðal annars sem lögmaður, en ákvað svo að róa á ný mið með samskipti og stjórnun í forgrunni.

Þóra lærði markþjálfun í Háskólanum í Reykjavík og stofnaði í kjölfarið eigið fyrirtæki, Stokku. Þar fæst hún við markþjálfun, stjórnendaþjálfun og ráðgjöf og nýtir meðal annars aðferðir sáttamiðlunar í störfum sínum. Þóra hefur lengi haft áhuga á samningatækni og sáttamiðlun og tók sæti í stjórn Sáttar, félags um sáttamiðlun, vorið 2020. 

Í lok erindisins mun Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur, og formaður Sáttar, kynna félagið og námskeiðið Sáttamiðlaraskólann, sem félagið hefur staðið fyrir síðustu misseri, og hlotið hefur góðar viðtökur.

Fundurinn fer fram á Teams.

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?