Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópar um markþjálfun, mannauðsstjórnun og leiðtogafærni héldu í morgun vel sóttan fund á Teams sem bar yfirskriftina „Hvað eiga aðferðir markþjálfunar og sáttamiðlunar sameiginlegt?“
Þóra Björg Jónsdóttir markþjálfi og ráðgjafi stofnandi Stokku byrjaði á að ræða um hvaðan ágreiningur kemur og hversu skemmandi hann getur verið. Orku, tíma og peningum er sóað með ágreiningi. Margir vinna með viðhorf og er eftirsóknarvert að vinna með ágreining. En hvaða virði er ágreiningur og hvaða verkfæri notum við. Allt snýst um það að fólk leiti lausnanna sjálft því hver og einn þekkir sínar þarfir best.
Flestir vilja vera lausir við ágreining og vilja halda friðinni því það er átakaminnst. Ágreiningur er ósamkomulag, það þegar fólk er ekki sammála. En hvernig er tekið á því þegar fólk er ekki sammála 1. Ósýnilegur ágreiningur 2.skapandi ágreiningur 3.skaðandi ágreiningur.
- Varðandi ósýnilegan ágreining það er þegar engin átök eru því allir eru sammála en þá koma ekki ólík sjónarhorn upp og umhverfið er stöðugt en kannski kraumar eitthvað undir því ekki er raunhæft að gera fyrir að enginn skoðunarmunur sé sýnilegur. Stundum er hópurinn samstilltur og því allir sammála um allt. Þar sem er enginn ágreiningur er hætta á stöðnun.
- Í skapandi ágreiningi er talið eðlilegt og jákvætt að fólk sé stundum ósammála. Á slíkum vinnustað skiptist fólk á skoðunum. Málefnalegar og jafnvel snarpar umræður eru áður en ákvarðanir eru teknar. Þarna ríkir virðing og traust og fólk þorir að segja sínar skoðanir, svigrúm skapast til góðra umræðna og gæði ákvarðana eykst.
- Í skaðandi ágreiningi snýst allt um samkeppni og hlutir gerast persónulegir. Á slíkum vinnustað er ósveigjanleiki og skortur á vilja og getu til samvinnu, gagnrýni á allt sem er ákveðið og gert og vanþakklæti fyrir allt sem er gert fyrir starfsfólk. Þar sem skaðandi ágreiningur þrífst eykst starfsmannavelta.
Þóra varpaði fram spurningunni: Hvar viltu vera viðskiptavinur? Alveg örugglega þar sem menningin er skapandi ágreiningur. Mikilvægt er á vinnustöðum að skoða viðhorf innan hópa hvers til annars og fjölbreytni er kostur. Ekki er allt sem sýnist og því mikilvægt að vera ekki fljótur að draga ályktanir. Stöðug sjálfsskoðun er því þörf og virðing í samskiptum. Best að tala beint út og ekki í gátum. Okkar helsta tæki í samskiptum er að hlusta og skilja. Hvað er í gangi, hvers vegna er þetta sett svona fram, hvaða upplýsingar þarf ég. Nota aðferð eins og „Skil ég þig rétt?“ Hvar á samtalið sér stað, í einrúmi eða innan um aðra. Það er svo mikilvægt að átta sig á hvað er í gangi. Alltaf er verið að vinna með spurningar og um hvað málið snýst. Sáttamiðlarar eru alltaf að vinna að sameiginlegum skilningi þ.e. fólk skilji hvort annað. Án sameiginlegs skilnings getum við ekki haldið áfram í átt að góðri ákvörðun. Spurningar eru til þess að fá upplýsingar. Í grunninn snýst markþjálfun um að vinna með leiðir til að allir hafi skilið hvað er í gangi áður en er svarað. Sms leiðin er algengust daglega, skilaboð – móttaka – svar. Líklegri leið til að ganga betur er skilaboð – móttaka – hlustun – spurningar – hagsmunir – skilningur – svar. Markþjálfun og sáttamiðlun ganga út á þessa leið. Lokaorð Þóru voru þau að við getum alltaf gert betur og haft áhrif.
Lilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari, lögfræðingur, og formaður Sáttar formaður sagði mikilvægt og sterkasta verkfærið að setjast niður. Besta leiðin er að sinna forvörnum og bætt samskipti eru besta vörnin. Aldrei er hægt að útrýma öllum ágreiningi. Það á aldrei að vera eitrað að hafa aðra skoðun. Málin verða stundum þrúgandi ef þau hafa fengið að grassera lengi. Þegar hlutir eru orðnir óþægilegir þarf að taka þá upp á yfirborðið. Í sáttamiðlaraskólanum eru teknar æfingar fyrir nemendur þar sem fólk er sett í aðstæður hvernig það getur komist að sameiginlegri niðurstöður. Sáttamiðlun og markþjálfun setja ábyrgðina á einstaklinginn. Aðilinn finnur sjálfur lausnirnar. Viðhorfin á bakvið spurningarnar hafa svo mikil áhrif. Þær þurfa að vera forvitnilegar og vekja skilning og bíða opinn eftir skilningi. Í lok fundar þakkaði Lilja Gunnarsdóttir formaðu faghóps um markþjálfun fyrirlesurum fyrir góð erindi.