Fréttir og pistlar
Eins og fram hefur komið var fyrsti stjórnarfundur nýs faghóps um Excel nú í vikunni. Hópurinn var stofnaður með það að markmiði að skapa samfélag þar sem við getum lært hvert af öðru og eflt tengslanetið.
Flest okkar nota Excel í sínum daglegu störfum. Sumum finnst það ágætt, öðrum gaman og enn aðrir eru stundum smá að tapa sér í Excel gleðinni. Þeir sem tilheyra þriðja hópnum eru oft á tíðum þeir einu í sínu fyrirtæki eða stofnun með þennan brennandi áhuga og vantar einhvern til að ræða við um „undur“ þessa frábæra verkfæris sem Excel er. Undirrituð er algjörlega í þeim hópi og hefur oft hugsað hvað það væri frábært ef á Íslandi væri til samfélag Excel áhugafólks eins og til er úti í hinum stóra heimi. Og nú er það að verða að veruleika.
Um 30 manns sóttust eftir því að vera í stjórn hópsins, allt frábærir kandidatar og var úr vöndu að velja. Helst hefðum við viljað hafa alla umsækjendur með í stjórn en hámarkið var 12. Úr varð ótrúlega fjölbreyttur og skemmtilegur hópur með mismunandi áhugasvið. Fyrsta verk nýrrar stjórnar verður að stilla saman strengi og búa til sameiginlega sýn sem mun leiða af sér skemmtilega dagskrá fyrir komandi mánuði. Ég held að þetta sé byrjunin á ótrúlega lærdómsríkri og skemmtilegri ferð. Komdu endilega með í ferðalagið og skráðu þig í hópinn.
Kær kveðja,
Guðlaug Erna Karlsdóttir
Nýr faghópur hefur verið stofnaður um Excel og kom ný stjórn saman í hádeginu í dag. Stjórn faghópsins hvetur alla áhugasama til að skrá sig í faghópinn en það er gert með því að smella hér. Þar er jafnframt að finna allar upplýsingar um markmið og tilgang þessa nýja faghóps. Stjórnin stefnir að því að halda sinn fyrsta fund í mars.
Stjórn þessa nýja öfluga faghóps skipa: Aníka Rós Pálsdóttir Landspítali, Auður Bergþórsdóttir Háskóli Íslands, Andri Þór Skúlason KPMG, Bryndís Björk Ásmundsdóttir A4, Daníel Pálsson Sjóvá, Guðlaug Erna Karlsdóttir Háskóli Íslands formaður, Gunnar Sigurðsson Rapyd.net, Ingi Sturla Þórisson Veitur, Jóhanna Fríða Dalkvist Vínbúðin, Óskar Arason Lýsi, Pálmi Ólafur Theódórsson Securitas og Svava Þorsteinsdóttir Mennta-og menningarmálaráðuneytið.
Kæru félagar í Stjórnvísi.
Nýlega var stefna Stjórnvísi rýnd og uppfærð til að takast á við breyttan veruleika. Því viljum við mæla árangur meginmarkmiða Stjórnvísi og þætti okkur vænt um að þú gætir gefið þér örfáar mínútur og svarað þessari könnun af hreinskilni og einlægni.
Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Gerða Björg Hafsteinsdóttir hélt fyrirlestur um þau atriði sem komu fram í rannsókn sinni um upplifun stjórnenda af jafnlaunavottun. Grein var skrifuð um niðurstöður viðtalana og má sjá hana í heild sinni hér.
Jón Fannar Kolbeinsson lögfræðingur jafréttisstofu fjallaði um ný jafnréttislög og sérstaklega þær breytingar sem urðu á kafla um jafnlaunavottun. Hann fjallaði um jafnlaunastaðfestingu sem er nú í boði fyrir minni fyrirtæki.
Þáttakendur svöruðu spurningum um hvort þau hefðu kynnt sér ný jafnréttislög og má sjá niðurstöður hér fyrir neðan. Vekur athygli að 20% svarenda hafði lesið þau öll í gegn sem er merki um metnað meðal fundargesta. Einnig var spurt almennt um viðhorf gagnvart jafnlaunavottun. Fyrirlesarar sátu því næst fyrir svörum og sköpuðumst skemmtilegar umræður út frá spurningum þáttakenda.
Viðburðuinn var tekinn upp og er hægt að nálgast upptökur á facebook síðu Stjórnvísi
Fyrir lok fundarins benti Gerða á rannsókn sem væri að fara af stað um aðferðir við mat á störfum og vildum við því bæta inn í fréttina hlekka á fund sem var haldinn um verðmæti starfa í apríl 2019.
Ráðgjafarstofa innflytjenda var formlega opnuð á Laugavegi 116. Þar geta innflytjendur sem setjast að hér á landi fengið upplýsingar um allt sem við kemur réttindum þeirra og skyldum sem nýbúar á Íslandi.
Ráðgjafarstofa innflytjenda er tilraunaverkefni á vegum félagsmálaráðuneytisins. Fyrirmyndir að ráðgjafarstofunni eru til víða, meðal annars í Danmörku, Portúgal og Kanada og er þá gjarnan talað um slíkt sem first-stop-shop.
Innflytjendum er bæði boðið að líta við á ráðgjafarstofunni að Laugavegi 116, ræða við ráðgjafa gegnum síma eða í gegnum netspjall á vefsíðunni newiniceland.is. Þar er í boði netspjall á sjö tungumálum; íslensku, ensku, pólsku, spænsku, portúgölsku, litháísku og arabísku.
Styrkir VIRK 2021 - umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar
VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir um styrki sem veittir verða árið 2021 til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfsendurhæfingu og styrki til rannsókna sem stuðla að uppbyggingu og auka við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi.
VIRK er heimilt samkvæmt lögum að styrkja og stuðla með öðrum hætti að rannsóknum, þróun og uppbyggingu í atvinnutengdri starfsendurhæfingu. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar n.k. inn á netfangið styrkir@virk.is.
Sérstaklega verður horft til verkefna og/eða úrræða sem sniðin eru að þörfum einstaklinga af erlendum uppruna í styrkveitingum VIRK árið 2021.
Aðeins umsóknir sem uppfylla allar reglur um styrki VIRK eru teknar til greina. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna hér.
Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar 2021.
Open for grant applications
VIRK Vocational Rehabilitation Fund has started accepting grant applications for projects that will increase the diversity and availability of interventions in vocational rehabilitation and grants for research projects that promote development and greater general knowledge about vocational rehabilitation in Iceland.
Grants are offered once a year for activity projects, research projects and development projects and grant applications must be received by VIRK by 15. of February via the e-mail address styrkir@virk.is
This year VIRK will pay special attention to applications for projects and/or interventions that are tailored to the needs of individuals of foreign origin.
Only applications that meet all regulations set forth by VIRK will be accepted. Further information regarding the application and about olicies and rules as well as the application form can be found on VIRK´s web page here (it can be translated using the Translation button on the top right of the page).
The application deadline is end of day February 15th, 2021.
Rétt fyrir síðustu jól var gefinn út bókin Rannsóknir í viðskiptafræði á vegum Háskólaútgáfunnar. Í einum kafla bókarinnar er grein um viðhorf til sviðsmyndagreiningar, á forsendum rannsókna sem gerðar hafa verið meðal þátttakenda í sviðsmyndaverkefnum og hagaðila þeirra á Íslandi á tímabilinu 2005 til 2019. Sérstaklega er fjallað um rannsókn er tengdist forverkefni um sameiningu þriggja sveitarfélaga. Fjallað er um tengsl sviðsmyndagreiningar við framtíðarfræði og uppruna og fræðilegar forsendur aðferðarinnar.
Hægt er að nálgast greinina á vefslóð Framtíðarseturs Íslands, hér. Bókin, Rannsóknir í viðskiptafræði, hefur að geyma aðra mjög áhugaverðar greinar um fjölbreytt svið rannsókna innan viðskiptafræðinnar.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Fundurinn varði í klukkustund, var líflegur og skemmtilegur og þátttakendur voru tæplega 70.
Fundarstjóri var Jón Gunnar Borgþórsson, formaður faghóps félagsins um góða stjórnarhætti og varaformaður Stjórnvísi.
Agla Eir Vilhjálmsdóttir, lögmaður Viðskiptaráðs Íslands, fór nokkuð ítarlega yfir helstu breytingar í nýrri útgáfu leiðbeininga um stjórnarhætti, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnurekenda og Nasdaq á Íslandi. Í framhaldi fór Dr. Eyþór Ívar Jónsson yfir leiðbeiningarnar á breiðum grunni, úr hvaða jarðvegi þær eru sprottnar, kom inn á ástæður tilveru þeirra og þankagang á bak við þær. Í framhaldi var fyrirspurnartími sem var nýttur til fullnustu. Almenn ánægja virðist hafa verið með fundinn - allavega meðal þeirra sem gáfu honum einkunn.
Vísum aftur á upptöku fundarins sem birt er á Facebook síðu félagsins og hlekkur er á í upphafi þessarar fréttar.
Gefinn hefur verið út kennslubókin, Að hugleiða framtíðir. Bókin er gefinn út á Amazon, sjá vefslóðina og kynningu á bókinni. Bókin er ætluð grunn- og framhaldsskólum til að auka framtíðarlæsi. Einnig fylgja leiðbeiningar með ásamt stuðningsefni, sem sjá má á vef Framtíðarseturs Íslands. Bókin verður kynnt kennurum, seinna í mánuðinum með sérstakri málstofu, þar sem sviðsmynda gúrúinn Peter Bishop, verður með erindi. Hugmyndafræði eða ferli bókarinnar má einnig nota til að ræða framtíðaráskoranir meðal fyrirtækja og stofnanna, með því að aðlaga efnið aðstæðum.
Góður árangur fyrirtækja í Ánægjuvoginni þrátt fyrir COVID ástandið
Þann 29. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2020 kynntar og er þetta tuttugasta og annað árið sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Íslenska ánægjuvogin er í eigu Stjórnvísi og sáu Zenter rannsóknir um framkvæmd rannsóknarinnar.
Að vinna Ánægjuvogina er eftirsóknavert fyrir fyrirtæki. Mikill heiður er að vera hæstur á sínum markaði í Íslensku ánægjuvoginni. Íslenska ánægjuvogin er mælikvarði á ánægju viðskiptavina sem er mæld reglulega yfir árið og gagnast fyrirtækjum sem mælikvarði á þeirra frammistöðu á milli ára og í samanburði við helstu samkeppnisaðila. Þau fyrirtæki sem eru hæst í sínum flokki fá að nota merki Íslensku ánægjuvogarinnar á sínu markaðsefni sem og njóta heiðursins.
37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum voru mæld. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 37 fyrirtæki í 13 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á um 200-1.000 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Sex fyrirtæki marktækt hæst á sínum markaði
Líkt og undanfarin sex ár er viðurkenningarskjal veitt þeim fyrirtækjum sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina í viðkomandi atvinnugrein, þ.e. þar sem segja má með 95% vissu að viðskiptavinir fyrirtækisins með hæstu einkunnina séu að jafnaði ánægðari en viðskiptavinir fyrirtækisins með næsthæstu einkunnina.
Á eldsneytismarkaði fékk eldsneytissala Costco 85,8 stig af 100 mögulegum, Nova fékk 78,5 á farsímamarkaði, Krónan var hæst allra á matvörumarkaði með 74,2 stig, BYKO fékk 68,2 á byggingavörumarkaði, Sjóvá fékk 72,6 stig á tryggingamarkaði og var IKEA hæst allra fyrirtækja á smásölumarkaði með 78,0 stig.
Costco eldsneyti var síðan með marktækt hæstu einkunn allra fyrirtækja sem mæld voru í Ánægjuvoginni þetta árið og eru viðskiptavinir eldsneytissölu Costco þar af leiðandi þeir ánægðustu á Íslandi.
Efstu fyrirtækin á mörkuðum þar sem ekki var marktækur munur á efsta og næstefsta sæti fengu einnig viðurkenningu fyrir góðan árangur; hjá raforkusölum var Orka náttúrunnar hæst með 67,2 stig, Landsbankinn var með 66,3 stig á bankamarkaði, Penninn Eymundsson var með 73,2 stig á ritfangamarkaði, Apótekarinn var með 74,4 stig á lyfsölumarkaði, Heimilistæki með 74,2 stig hjá raftækjaverslunum og Smáralind með 71,6 hjá verslunarmiðstöðum.
Meðfylgjandi eru niðurstöður allra fyrirtækja sem voru mæld á markaði.
Frétt á visir.is um niðurstöður
Myndir af viðburðinum eru væntanlegar og verða birtar á facebooksíðu Stjórnvísi
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi.
Skilvirk valdefling stjórnenda - með aðferð markþjálfunar
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla stjórnendur sína?
Hvað getur stjórnandinn gert til að valdefla undirmenn?
Viljum benda félagsmönnum á að mögulegt er að nálgast nýja handbók um fjarkennslu Sprelllifandi fjarkennsla hjá Gerum betur eftir Margréti Reynisdóttir án kostnaðar á hlekknum HÉR
Dæmi um umsagnir hjá þeim sem rýndu bókina:
- Gott að fá verkfæri og leiðbeiningar til að virkja nemendur
- Kúnst að hafa uppsetninguna svona aðgengilega
- Við lestur handbókarinnar fékk ég fljótt í fingurna hvernig get notað í alskyns kennslu og á námskeiðum
- Góðar hugmyndir og auðvelt að aðlaga að því námsefni sem hef verið með í staðbundinni þjálfun/námskeiðum
- Á mannamáli
Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.
Til að tilnefna fyrir árið 2021 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2021 verða veitt í tólfta sinn þann 25.mars næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-17:30. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 27. janúar 2021.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Hvað er ágreiningur? Okkur greinir á og ágreiningi á alls ekki að útrýma því hann er mikilvægur og hann er hjálplegur við að finna nýjar lausnir og koma okkur lengra. Sigríður Ólafsdóttir hjá Mögnum eflir færnina í að kljást við ágreining. Ágreiningur er óhjákvæmilegt misræmi milli einstaklinga. Ágreiningur liggur í að einstaklingar upplifa að gildum, sjálfsmynd er ögrað eða grafið undan. Rót vandans liggur í því þegar aðrir eru þeim ósammála þegar aðrir eru þeim ósammála og við upplifum vonbrigði eða særindi.
Á fundi með fagráði Stjórnvísi í desember sl. hvatti fagráðið til þess að stefna félagsins yrði rýnd sem fyrst til þess að viðhalda/bæta enn frekar þjónustu við félagsmenn í nýjum veruleika. Það var því eitt af fyrstu verkum stjórnar á nýju ári að hittast til að velta fyrir sér hvernig mögulega hægt væri að þróa stefnu Stjórnvísi áfram m.a.v. raunveruleikann sem mun blasa við okkur eftir Covid. Þórunn M. Óðinsdóttir stjórnunarráðgjafi sem situr í fagráði Stjórnvísi og fyrrverandi formaður félagsins bauð fram krafta sína til þess að leiða þá vinnu og má sjá uppfærða stefnu Stjórnvísi hér.
Hlutverk Stjórnvísi:
Efla gæði stjórnunar á Íslandi með því að skapa hvetjandi vettvang fyrir þekkingarmiðlun, umræður og tengslamyndun.
Framtíðarsýn Stjórnvísi 2020:
Að vera drifkraftur í umræðu um faglega stjórnun auk þess að vera eftirsóttur valkostur í þekkingarleit, miðlun og tengslamyndun.
Gildi Stjórnvísi:
Framsækni: Við sækjum fram af krafti og horfum til nýjustu strauma og stefna í faglegri stjórnun
Fræðsla: Við miðlum fjölbreyttri þekkingu og reynslu
Fagmennska: Við höfum vönduð vinnubrögð að leiðarljósi og sækjum þekkingu til öflugra einstaklinga hverju sinni.
Meginmarkmið:
Framsæknir og hæfir einstaklingar starfa af heilindum fyrir Stjórnvísi
- Stjórn félagsins er í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna
- Framkvæmdastjóri félagsins hefur leiðtogahæfileika, er sýnilegur og virkur
- Stjórnin eflir og viðheldur trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfar skv. stefnu félagsins
- Regluleg endurnýjun þátttakenda er í stjórnum faghópa
Stjórnvísi er leiðandi vettvangur umræðu um faglega stjórnun
- Stjórnvísi er aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu
- Félagar upplifa sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni
- Félagsmenn öðlast aukið tengslanet af þátttöku í félaginu
- Stjórnvísi þróast í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins
Fagmennska er ávallt höfð að leiðarljósi í öllum okkar störfum.
- Virkni allra faghópa sem skráðir eru á vefsíðu félagsins
- Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald skráðir og unnið eftir þeim
- Viðburðir ávallt sýnilegir og auglýstir a.m.k. tveimur vikum fyrir auglýstan tíma
- Ábendingar og hugmyndir eiga sér skýran farveg og stöðugt er unnið að umbótum
Árangur þessara markmiða er mældur árlega af stjórn Stjórnvísi.
Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi var haldinn í morgun og að þessu sinni á Teams. Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir formaður stjórnar fór örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur. Í framhaldi var boðið upp á frábæran fyrirlestur „Töfrarnir í tengslanetinu“. Það voru þær kraftmiklu stöllur Maríanna og Ósk Heiða sem sem sáu um viðburðinn.
Ósk Heiða: „Ég er ekki vön að bíða eftir því að vera boðið upp. Ég held ballið sjálf og býð öðrum að vera með – ef þú spilar til að vinna eru tækifærin endalaus“
Maríanna: „Ég hef ástríðu fyrir breytingum og því að hjálpa fólki að ná árangri. Mín spurning til allra er: Fyrir hverju brennur þú“.
Eitt af því sem þær báðu viðstadda á fyrirlestrinum um var að hugleiða: Af hverju ertu í stjórn faghóps? Hvert er virðið? Þetta er sjálfboðavinna. Er það til að efla tengslanetið og auka þekkingu þína, eða til að valdefla þig og aðra, ertu að hlusta á hvað viðskiptavinurinn (Stjórnvísifélaginn) vill? Ertu að tengjast stjórnendum annarra faghópa? Hver er þinn ásetningur fyrir árið 2021 þannig að þú sjáir þig blómstra og faghópinn þinn? Stjórnvísi er frábær vettvangur til að koma sér á framfæri og til að þroskast sem manneskja.
Ósk Heiða Sveinsdóttir er forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins og hefur unnið markvisst að því undanfarin ár að auka sýnileika sinn á markaði m.a. með greinaskrifum, fyrirlestrum og LinkedIn. Ósk Heiða nýtir sér verkfæri markaðsfræðinnar og reynsluna af uppbyggingu vörumerkja og því að markaðssetja allt frá kjötfarsi til sjálfsafgreiðslulausna, til að skapa tækifæri í bæði starfsframa og leik. www.linkedin.com/in/oskheida
Maríanna er rekstrarverkfræðingur og umbreytingaþjálfari hjá Manino. Hún hefur ástríðu fyrir að hjálpa öðrum að ná árangri með því að umbylta stjórnun og menningu fyrirtækja í atvinnulífinu til að mæta áskorunum framtíðarinnar og skapa sveigjanlega og hamingjusama vinnustaði. www.linkedin.com/in/mariannamagnus
Ágætu Stjórnvísifélagar.
Óskað er eftir tilnefningum til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2021.
Til að tilnefna fyrir árið 2021 smellið hér
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2021 verða veitt í tólfta sinn þann 25.mars næstkomandi við hátíðlega athöfn á Grand hótel, Hvammi, kl.16:00-17:30. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp. Þrír stjórnendur verða verðlaunaðir.
Stjórnvísifélagar eru hvattir til að taka þátt með því að tilnefna og rökstyðja millistjórnendur/yfirstjórnendur/frumkvöðul í fyrirtækjum innan sem utan raða Stjórnvísi sem þeim þykir hafa skarað framúr á sínu sviði. Dómnefnd birtir lista yfir þá sem hljóta lágmarksfjölda tilnefninga.
Frestur til að tilnefna rennur út 27. janúar 2021.
Hver og einn Stjórnvísifélagi getur tilnefnt og rökstutt eins marga og hann vill innan sem utan síns fyrirtækis. Opið er fyrir tilnefningar í öllum faghópum Stjórnvísi sem sjá má á vef félagsins; https://www.stjornvisi.is/is/faghopar
Dómnefnd tekur við öllum tilnefningum, vinnur úr þeim og útnefnir verðlaunahafa.
Viðmið við tilnefningu:
Að stjórnandinn hafi í starfi sínu eða einstöku verkefni sýnt af sér forystu, bæði í stjórnun og nýjum hugmyndum ásamt því að stuðla að auknum árangri í starfsemi þess fyrirtækis eða stofnunar sem hann starfar hjá.
Markmið Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi er að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda, örva umræðu um faglega stjórnun og hvetja félagsmenn til að auka þekkingu sína, hæfni og færni sem stjórnendur. Þannig vill Stjórnvísi stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi.
Dómnefnd.
Það er Stjórnvísi mikið í mun að verðlaunin séu byggð á faglegu mati og því eru viðmið og ferli verðlaunanna vel skilgreind og dómnefnd er skipuð sérfræðingum og reynslumiklum stjórnendum.
Dómnefnd 2021 skipa eftirtaldir:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Friðrik Þór Snorrason, forstjóri Viss ehf.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs.
Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður Festi hf. og fyrrverandi forstjóri Icepharma hf.,
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups.
Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík.
Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi.
Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna á heimasíðu félagsins: https://www.stjornvisi.is/is/stjornunarverdlaun
Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni farsældar á nýju ári og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Megi nýja árið reynast ykkur gæfuríkt.