Nýjasta tækni og framtíðin

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Faghópur um tækni hélt sinn fyrsta fund í hádeginu í dag og voru tæplega 100 manns á fundinum. Fyrirlesari var Ólafur Andri Ragnarsson kennari við Háskólann í Reykjavík og fjallaði hann um nýjustu tækni og framtíðina. Ólafur segir að það eina sem við vitum fyrir vissu sé að framtíðin verði alltaf betri.

Ólafur Andri hefur skrifað bók um tækni „Fjórða iðnbyltingin“ og hugur hans er allur í tækni.  Núna er fjórða iðnbyltingin og telur Ólafur Andri að hún hafi byrjað árið 2007 í San Francisco þegar Steve Jobs kynnti nýja snjallsímann. Í dag eru 4 milljarðar snjalltækja og fólk snertir símann sinn mörg hundruð sinnum á dag. Iphone 12 kemur út í dag og er grunnur fyrir næstu byltingu. Einu stóru framfarirnar í símanum eru myndavélarnar. Aðaltekjulind Amazon er gagnahýsing.  „Software eats the world“.  Gervigreindin er löngu komin, allt gerist í rauntíma.  Svakalegar breytingar eru að eiga sér stað í verslun og  fjármálakerfum. Við getum í dag talað við hluti eins og hjólið okkar í gegnum netið. Nú tengist allt netinu snjallúr, bíllinn, húsið, sjónvarpið.  Nú eru komnar verslanir í US „Walk away“ þar sem gervigreind les allar vörur sem þú ert með og skuldfærir. Gervigreindin er alls staðar, í Kína er hægt að sjá með andlitsgreiningu hver er inn í hvaða verslun. Gervigreindin leysir mörg verkefni afskaplega vel. Gervigreind og róbot eru farnir að geta búið til pizzur. Í Reykjavík fljúga róbotar með vörur og matarsendingar heim til fólks. Róbotar 21. aldar sjá, heyra, læra og tjá sig. Þetta eru vélar sem eiga samskipti við mannfólk.  5G mun skipta miklu máli fyrir færanlega róbota. 

Ólafur ræddi um sárafátækt í heiminum sem í dag er undir 10%.  Ungbarnadauði hefur nánast horfið. Ál, timbur og málmar eru minna notaðar.  En hvað með framtíðina?  Framfarir munu halda áfram og aukast á 21.öldinni.  Við lifum lengur og verðum ríkari og fólksfjöldi staðnar. Rosaleg uppbygging verður í Asíu og Afríku þar verða risaborgir framtíðarinnar.   

Störf munu breytast, þau þurfa að verða skemmtilegri, minna stressandi og hættuminni.  Tæknilegt atvinnuleysi er alltaf tímabundin og mun verða.  Við munum vinna minna og vinna frá kl.09:-17:00 er liðin tíð.  Mjög margt spennandi verður á heilsusviðinu. Við þurfum alltaf að vera að læra. Farsíminn verður framtíðin okkar og verður jafnvel í gleraugunum okkar.  Hann veit allt um okkur og gefur okkur öll ráð varðandi næringu, tísku, nám o.fl.  

Um viðburðinn

Nýjasta tækni og framtíðin

Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarna áratugi höfum við séð gríðalegar framfarir í tækni og nýsköpun á heimsvísu. Þessar framfarir hafa skapað mannkyninu öllu aukna hagsæld. Þrátt fyrir veirufaraldur á heimsvísu eru framfarir ekkert að minnka heldur munu bara aukast næstu árum. Gervgreind, róbotar, sýndarveruleiki, hlutanetið og margt fleira er að búa til nýjar lausnir og ný tækifæri. Framtíðin er í senn sveipuð dulúð og getur verið spennandi og ógnvekjandi í senn. Eina sem við vitum fyrir vissu er að framtíðin verður alltaf betri. Í þessu fyrirlestri ætlar Ólafur Andri Ragnarsson kennari við HR að fjalla um nýjustu tækni og framtíðina.

Ólafur Andri Ragnarsson er kennari við Háskólann í Reykjavík og kennir þar námskeið um tækniþróun og hvernig tæknibreytingar hafa áhrif á fyrirtæki. Hann er tölvunarfræðingur (Msc) að mennt frá Oregon University í Bandaríkjanum. Ólafur Andri er frumkvöðull og stofnaði, ásamt fleirum, Margmiðlun og síðar Betware. Þá tók Ólafur Andri þátt í að koma á fót leikjafyrirtækinu Raw Fury AB í Stokkhólmi. Þá situr hann í stjórnum ýmissa fyrirtækja. Hann tók einnig þátt í að stofna samtök tölvuleikjaframleiðenda og sat í stjórn þess um árabil. Ólafur Andri sendi frá sér bókina Fjórða iðnbyltingin: Iðnbyltingar og áhrif þeirra á samfélög árið 2019. Þar fjallar hann um forsendur tækniframfara og þær breytingar sem hafa orðið og munu verða.

Join Microsoft Teams Meeting

 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?