Svona kemstu í gegnum veturinn

Faghópur um leiðtogafærni hélt í morgun fund sem bar yfirskriftina „Svona kemstu í gegnum veturinn“.  Unnur Magnúsdóttir hjá Dale setti fundinn og sagði ánægjulegt hve margir væru tilbúnir að skoða leiðtogafærni sína.  Margir geta tekið undir það hve margt er óljóst og óvissan mikil. Unnur sagði að 80% af þeim þáttum sem við þurfum að kljást við í dag eru soft skills hvernig leiða eigi hópa í gegnum óvissu. Fyrir fundinn var sent leiðtogamat á alla þá sem skráðu sig. Þær  Dagný og Pála aðstoðuðu við að leiða Stjórnvísifélag í gegnum 14 þætti. 

Pála fór yfir hvernig hægt væri að taka þátt í fundinum og vera virkur þátttakandi.  Dagný fór síðan yfir tækniatriðin.  T.d. að rétta upp hönd þegar verið væri að spyrja, klappa með höndunum, chatið og kaffibollann til að sýna að við séum fjarverandi.  Pála sagði gríðarlegar breytingar hafa orðið á árinu.  Hún sjálf hefur þurft að breyta miklu til að halda live vinnustofur og fara langt út fyrir sinn þægindaramma.  Hún þurfti að vera jákvæð, sveigjanleg, hugrökk og sýna þrautseigju til að ná árangri. Hún spurði hvað hefði breyst árinu hjá þeim sem voru á vinnustofunni.  Margir tóku til máls og það sem m.a. kom fram var að allir þurftu að taka þeirri áskorun að breytast á núll einni.  Vinnustaðir þurftu að breyta sér snöggt, allt í einu þurfti að útvega tæki og tól, finna þurfti jafnvægi á nýjan leik því sumir höfðu of mikið að gera og aðrir of lítið því það eru ólíkar áskoranir heima hjá fólki.  Nú eru allir búnir að læra ótrúlega mikið og flestir geta unnið heima.  Mikilvægt er að hafa það hugarfar að fara ekki fram úr fólki því það er á alls konar stað.  Starfsmannastjórar þurftu að koma með nýjar nálganir.  Mikilvægt fyrir hópa að hittast reglulega, hittast á morgnana og kveðja í lok dagsins til að eiga spjallið; hvernig gekk dagurinn. 

En hvað gerir okkur að þeim leiðtogum sem við erum.  Allir voru hvattir til að gera örstutt leiðtogamat og meta hæfnisþætti sína.  Í hverju voru þeir hæstir og hvar getum við bætt okkur. Nú er stór áskorun að tjá sig á virkan hátt þannig að aðrir grípi það sem maður er að segja því veruleikinn er allt annar.  Þú sérð ekki fólkið þitt og svipbrigðin og verður því að geta þér til um margt.   Mikilvægur færniþáttur er að vera jákvæður því nú má ekkert hittast og engin partý á vinnustöðum. En það er enn mikilvægara að ræða um erfiðu hlutina og segja hlutina eins og þeir eru. Áskorunin er að menningin er að detta úr húsinu. 

Um viðburðinn

Svona kemstu í gegnum veturinn

Hvaða færniþættir eru það sem mun reyna hvað mest á næstu misserin? 
 
Á þessari LIVE ONLINE vinnustofu munu þáttakendur fá sent sjálfsmat sem gerir okkur keift að meta hvar við stöndum gagnvart 14 færniþáttum leiðtoga sem samkvæmt rannsókn á vegnum Dale Carnegie eru þeir þættir sem skipta mestu máli til að takast á við þær áskoranir sem framundan eru, hvort sem það er VUCA (Volality, Uncertainty, Complexity og Ambuguity), fjórða iðnbyltingin eða þörfin fyrir að vera snarpari en nokkru sinni áður.  
 
Fyrirlesarar eru þær Pála Þórisdóttir og Unnur Magnúsdóttir.

 

 

Fleiri fréttir og pistlar

Aðalfundur faghóps um góða stjórnarhætti 2025

Aðalfundur faghóps Stjórnvísi um góða stjórnarhætti var haldinn á TEAMS fundi í dag (30. apríl '25)

Rætt var vítt og breitt um starfið og kosið í nýja stjórn sem verður eftirfarandi:

Hrönn Ingólfsdóttir, ISAVIA (formaður)
Jón Gunnar Borgþórsson, stjórnendaráðgjafi
Rut Gunnarsdóttir, KPMG
Sigurjón Geirsson, HÍ

Skammtatækni og Dagur jarðar

Skammtatækni og Dagur jarðar

Alþjóða efnahagsráðið gefur reglulega út fréttabréf, Forum Stories sem hefur að geyma upplýsingar og fróðleik um breytingar sem eru að valda umbreytingum í þróun á tækni og í samfélögum. Nýjasta fréttabréfið er áhugavert og fjallar um skammtatækni og hvernig sprotafyrirtæki eru að hagnýtta sér þá tækni og svo Dag jarðar, sem eru haldinn reglulega á alþjóðavísu 22 apríl en í kjölfar hans er haldinn hinn íslensku Dagur umhverfisins 25 apríl. Njótið fréttabréfsins og hugsanlega gerist áskrifendur!

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?