Faghópur um leiðtogafærni hélt í morgun fund sem bar yfirskriftina „Svona kemstu í gegnum veturinn“. Unnur Magnúsdóttir hjá Dale setti fundinn og sagði ánægjulegt hve margir væru tilbúnir að skoða leiðtogafærni sína. Margir geta tekið undir það hve margt er óljóst og óvissan mikil. Unnur sagði að 80% af þeim þáttum sem við þurfum að kljást við í dag eru soft skills hvernig leiða eigi hópa í gegnum óvissu. Fyrir fundinn var sent leiðtogamat á alla þá sem skráðu sig. Þær Dagný og Pála aðstoðuðu við að leiða Stjórnvísifélag í gegnum 14 þætti.
Pála fór yfir hvernig hægt væri að taka þátt í fundinum og vera virkur þátttakandi. Dagný fór síðan yfir tækniatriðin. T.d. að rétta upp hönd þegar verið væri að spyrja, klappa með höndunum, chatið og kaffibollann til að sýna að við séum fjarverandi. Pála sagði gríðarlegar breytingar hafa orðið á árinu. Hún sjálf hefur þurft að breyta miklu til að halda live vinnustofur og fara langt út fyrir sinn þægindaramma. Hún þurfti að vera jákvæð, sveigjanleg, hugrökk og sýna þrautseigju til að ná árangri. Hún spurði hvað hefði breyst árinu hjá þeim sem voru á vinnustofunni. Margir tóku til máls og það sem m.a. kom fram var að allir þurftu að taka þeirri áskorun að breytast á núll einni. Vinnustaðir þurftu að breyta sér snöggt, allt í einu þurfti að útvega tæki og tól, finna þurfti jafnvægi á nýjan leik því sumir höfðu of mikið að gera og aðrir of lítið því það eru ólíkar áskoranir heima hjá fólki. Nú eru allir búnir að læra ótrúlega mikið og flestir geta unnið heima. Mikilvægt er að hafa það hugarfar að fara ekki fram úr fólki því það er á alls konar stað. Starfsmannastjórar þurftu að koma með nýjar nálganir. Mikilvægt fyrir hópa að hittast reglulega, hittast á morgnana og kveðja í lok dagsins til að eiga spjallið; hvernig gekk dagurinn.
En hvað gerir okkur að þeim leiðtogum sem við erum. Allir voru hvattir til að gera örstutt leiðtogamat og meta hæfnisþætti sína. Í hverju voru þeir hæstir og hvar getum við bætt okkur. Nú er stór áskorun að tjá sig á virkan hátt þannig að aðrir grípi það sem maður er að segja því veruleikinn er allt annar. Þú sérð ekki fólkið þitt og svipbrigðin og verður því að geta þér til um margt. Mikilvægur færniþáttur er að vera jákvæður því nú má ekkert hittast og engin partý á vinnustöðum. En það er enn mikilvægara að ræða um erfiðu hlutina og segja hlutina eins og þeir eru. Áskorunin er að menningin er að detta úr húsinu.