Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka

Faghópur um stafræna fræðslu hélt fund í morgun sem bar yfirskriftina Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka. Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.
Það voru þau Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka sem deildu með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau fóru yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra. 
Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau komu einnig inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.

Hörður og Freyja hófu erindið sitt á því að segja frá hvernig allt byrjaði hjá Arion banka.  Þau einsettu sér að vera í fararbroddi banka, verða besti stafræni bankinn.  Vegferðin hófst haustið 2016. Byrjað var á að 1.velja kerfi 2.innleiða 3.velja búnað 4.setja upp fyrsta fyrirlesturinn.

Í upphafi þegar verið var að velja kerfið var farið í að skoða hvaða eiginleika kerfin þurftu að hafa. Annars vegar námsumsjónarkerfi og hins vegar framleiðslukerfi. Námsumsjónarkerfi þurfti að hafa gott notendaviðmót, vera einfalt í notkun, geta haldið utan um áhorf, hýst mismunandi framsetningarform og hægt að setja upp kannanir. Varðandi framleiðslukerfin var horft til að það þurfti að geta búið yfir upptöku af skjá, unnið með hljóð, útbúa spurningakannir við fyrirlestur. En hvaða kerfi völdu þau?  Articulate 360.  En kerfið mætti ekki þeim þörfum sem þau voru að sækjast eftir. Kerfið bjó yfir ágætis tölfræði en uppfylli ekki aðrar þarfir.  Eloomi varð næst fyrir valinu og mætti öllum þeirra þörfum. Endalaust er til af kerfum.  Vyond er notað til að búa til grafík. Í office365 eru frábær forrit, Teams o.fl. 

Helstu áskoranirnar í innleiðingunni voru að tryggja að allir myndu byrja að nota kerfið þannig að það skilaði sínum tilgangi. Þetta var breyting á því hvernig upplýsingum var miðlað innanhúss. Einnig að sannfæra innanhússaðila til að framleiða stafrænt efni. Þetta var erfitt í byrjun en það sem hjálpaði mikið var breytingin í samfélaginu.  Nú eru allir orðnir vanir því að tala í myndavél og mike. T.d ef það var tal í fyrirlestrinum þá þurfti að ákveða hver ætti að tala.  Á t.d. að nota alltaf sömu röddina þ.e. rödd bankans? Þau ákváðu að fara þá leið að sérfræðingar á ákveðinni vöru væri rödd vörunnar. Nú er því engin ein rödd heldur margar.  Þetta varð því kúltúrbreyting.  En hvaða búnað þurfa starfsmenn?  Svarið var að byrja með það sem þú hefur þ.e. tölvuna og heyrnartól.  Í dag eru þau með upptökuherbergi með teppi á veggjunum og hafa fjárfest í útvarpsmíkrófón.  Þar með voru komin stúdíógæði.   Þetta var mikill munur því komin var föst stöð fyrir upptökuna.  Varðandi innri markaðssetningu þá fannst eldra starfsfólkinu þetta afskaplega spennandi og gaf sér lengri tíma til að sækja sér þekkingu.  Mikil markaðssetning var á innranetinu og var t.d. send kaka á þau útibú sem voru duglegust að horfa.

Einn þátturinn í mannauðsstefnu Arion er stöðug fræðsla, því er alltaf tengt við hana í stafrænni fræðslu.  Þannig innleiðist mannauðsstefnan enn frekar við fræðsluna og tengist. En hvernig var innri markaðssetningin notuð til að styðja við fræðsluna? Þau eru í reglulegu samstarfi við markaðsdeildina og eru alltaf með sömu litina. Fræðslan hefur brand innávið. Appelsínuguli liturinn er fræðslan til að fá fólk til að tengja við hlutinn.  Vörumerkið fræðsla er því tengd við þennan appelsínugula lit á bláum grunni.  En hvaða áskorun standa þau alltaf frammi fyrir?  Hvað þarf stöðugt að hugsa um?  Það er að það þarf stöðugt að vera að framleiða nýtt efni. Passa sig á í fyrirlestri að hafa hann eins tímalausan og hægt er, vísa ekki í myndir af fólki eða tala um daginn í dag bara til að einfalda vinnuna. Því betra sem handritið er því betri verður fyrirlesturinn.  Skrifa í Word skjal það sem á að segja. 

Í dag eru í fræðslu notuð leikin myndbönd, kannanir/próf, lesefni, greinar, fréttabréf, glærushow með voiceover, upptaka af skjá, grafísk myndbönd/animated cartoons, hlaðvörp, glærushow með interactive þátttöku, hljóðbækur, fjarfundir, umræðuhópar, fjarfundur á Teams og allt hitt.  En af hverju er verið að setja fram fræðsluefni á svona marga mismunandi vegu?  Það er vegna þess að markhópurinn er ólíkur og fræðsluefnið einnig.   

Ekki eru allir fyrirlestrar skylda heldur einungis hluti fræðslunnar.  Að lokum mæltu þau með að hafa frekar færri en fleiri skyldufyrirlestra.  Saman látum við góða hluti gerast voru lokaorðin í þessum flotta fyrirlestri.   

Um viðburðinn

Tæknilega hliðin og mismunandi leiðir í framsetningu stafræns fræðsluefnis hjá Arion banka (Teams)

Join Microsoft Teams Meeting
Sífellt fleiri eru að átta sig á mikilvægi stafrænnar fræðslu og standa nú í innleiðingu eða hafa nýlokið við hana. Ýmsar hindranir verða þá í vegi fyrirtækja því að mörgu er að hyggja.

 

Á þessum morgunfundi ætla Hörður Bjarkason og Freyja Fanndal Sigurjónsdóttir hjá Arion banka að deila með okkur sinni upplifun í innleiðingu á stafrænni fræðslu hjá bankanum. Þau ætla að fara yfir hvaða leiðir þau hafa farið í framsetningu á fræðsluefni og hvaða tæknilegu hindranir hafa orðið á vegi þeirra. 

 

Í mannauðsstefnu Arion banka hefur stöðug þróun og fræðsla verið stórt áhersluatriði en þau ætla einnig að koma inn á hvernig þau hafa lagt sig fram við að gera fræðsluna þægilegri og aðgengilegri fyrir starfsfólk bankans.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Teams.
 

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?