Nú er veður til að skapa!" - Hvernig leysum við sköpunarkraft fyrirtækja úr læðingi?

Upptöku af fundinum má nálgast hér: „Nú er veður til að skapa“ var yfirskrift fundar faghóps um stefnumótun og árangursmat í morgun.  Formaður faghópsins Þorsteinn Sigurlaugsson setti fundinn og sagði fyrirsögnina tilvísun í kvæði eftir Tómas Guðmundsson. Öflug nýsköpun er forsendan fyrir kraftmiklu efnahagslífi til framtíðar. En nýsköpun á sér ekki aðeins stað innan sprotafyrirtækja, hún þarf ekki síður að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja á hefðbundnum mörkuðum. Ein lykilforsendan fyrir öflugri nýsköpun er að virkja sköpunargleði starfsfólks. En það er hægara sagt en gert.

Á þessum fundi leituðust þau Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við HR, við að svara tveimur spurningum sem varða miklu í þessu samhengi í tveimur stuttum fyrirlestrum.
Björgvin Ingi Ólafsson: "Hverjir eru lykilþættirnir sem þurfa að einkenna stefnu og menningu fyrirtækisins til að skapa frjóan jarðveg fyrir sköpunargleðina?”

Björgvin byrjaði á að hugleiða af hverju væri oft erfitt að koma hugmyndinni inn í kraftinn og hafa áhrif.  Eru fyrirtæki að setja kraftinn í öndvegi? Í því sambandi ákvað Björgvin að skoða gildi nokkurra fyrirtækja en þau gefa hugmynd um hvað fyrirtæki vilja. Gildin eru oft með tilvísun í rekstur og oft skammtímaávinning.  Dæmi um gildi sem tengjast sköpunarkrafti voru framsækni og sköpunarkraftur og þau fundust hjá Matís og FB.  Það eru því fá fyrirtæki sem setja sköpunargleðina á oddinn.  Áskorunin við að breyta fyrirtækjum er sú sama og að breyta sköpunarkrafti. 

Björgvin spurði hvað er fyrirtæki? Lögformleg eining, teiknuð upp til að bregðast við þeim verkefnum sem þau sinna.  Augljóst er hver gerir hvað. En þeir sem eru skapandi passa ekkert endilega inn þar sem slíkt skipulag er.  Hvernig getum við þá breytt þessu? Og hvað er sköpunarkraftur sem þrífst ekki í svona boxum og hvernig virkjum við hann.  Sköpunarkraftur felur í sér að vilja gera mistök og leyfa þau. Björgvin tók dæmi um Coca Cola sem fór í mikla vinnu til að búa til „new coke“.  Þau bjuggu til nýtt coke og niðurstaðan var sú að fólk var ekki sátt því það saknaði gömlu bragðtegundarinnar.  Þessi herferð kostaði Coke fyrirtækið mikið en til lengri tíma ekki.  Það sem Coke lærði á þessu var að þau ættu að vera trú vörumerkinu og virkja áfram sköpunarkraftinn í fólkinu sínu. Öll fyrirtæki þurfa að skapa til að breytast.  Til að breytingar verði þarftu að hafa skýra framtíðarsýn, rétta fólkið, réttu hvatana, réttu auðlindirnar og afl til að koma hlutunum í verk.  Breytingar eru erfiðar og við þurfum að vilja gera mistök og tilraunir.  Umburðarlyndi er eitthvað sem mikilvægt er að tileinka sér því með umburðarlyndi nærðu meiri árangri.  Meira að segja fyrirtæki eins og Facebook fór af stað með sýn varðandi að hreyfa sig hratt en þau þurfa í dag að leggja áherslu á öryggi. En hvernig verður veður til að skapa? Við þurfum samhent teymi sem er ólíkt, getur rætt saman út frá styrkleikum hvors annars og er sveigjanlegt.  Við verðum að umbera mistök því án mistaka verða ekki framfarir.  Það er því lykilatriði við að búa til eitthvað nýtt og skapa að umbera mistök. 

Birna Dröfn Birgisdóttir: "Hvaða aðferðir geta starfsmenn notað til að nýta og efla sköpunargleði innan fyrirtækisins?"

Birna talaði um hve mikilvægt er að hafa sýn.  Sköpunargleði er svo margt, eitthvað sem er nýtt og nytsamlegt fyrir manneskjuna sjálfa, fyrirtækið, samfélagið eða heiminn.  Hugtakið er vítt og á við svo margt. Það eru litlu atriðin sem hjálpa okkur við að vera meira skapandi eins og að gera tilraunir í eldhúsinu við mataruppskrift. Ótrúlega margt hefur áhrif á sköpunargleði okkar t.d. næsti yfirmaður, umhverfið, líðan.  Einn stærsti rannsakandi á þessu sviði rannsakaði hvað það væri innan fyrirtækja sem stuðlaði að aukningu sköpunargleði innan fyrirtækja. Niðurstaðan var litlu sigrarnir sem ýta undir sköpunargleðina og gera okkur jákvæð og láta okkur hlakka meira til að mæta í vinnuna.  Það er sem sagt eitthvað lítið sem býr til eitthvað stórt. En litlu sigrarnir þurfa að hafa tilgang fyrir viðkomandi. En það koma alltaf bakslög í lífinu og þá veistu aldrei hvort þau eru góð eða slæm.  Alltaf þegar við gerum mistök eigum við að líta á það sem tilraunir rétt eins og Thomas Edison sem gerði ekki 10 þúsund mistök heldur 10 þúsund tilraunir. Hlutverk yfirmanna er gríðarlega mikið og mælt er með að þeir fari yfir gátlista og skoði hvaða eina atriði þeir geti gert næsta dag til að auðvelda litla sigra.  Yfirmenn eiga að einbeita sér að því að stýra litlum sigrum og að sjá til þess að hverjum og einum starfsmanni sé mikilvægt að vita hverju hann áorkar daglega. 

Í lok erinda voru umræður. 
Björgvin Ingi Ólafsson stýrir stjórnenda- og stefnumótunarráðgjöf Deloitte. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management auk hagfræðiprófs frá HÍ. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun og stjórnendaráðgjöf hér á landi og erlendis. Björgvin hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sinnt kennslu bæði við HÍ og HR.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði og þjónandi forystu í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Um viðburðinn

"Nú er veður til að skapa!" - Hvernig leysum við sköpunarkraft fyrirtækja úr læðingi?

(Ath. Fundinum verður streymt. Vegna sóttvarnaráðstafana verður því miður ekki hægt að mæta á staðinn.)
Streymi af fundi hér: https://youtu.be/eDr4IKojHOE

Hægt er að senda inn spurningar í gegnum streymið. Einnig má senda spurningar á netfang: thorsteinn@sjonarrond.is

Öflug nýsköpun er forsendan fyrir kraftmiklu efnahagslífi til framtíðar. En nýsköpun á sér ekki aðeins stað innan sprotafyrirtækja, hún þarf ekki síður að eiga sér stað innan rótgróinna fyrirtækja á hefðbundnum mörkuðum.

Ein lykilforsendan fyrir öflugri nýsköpun er að virkja sköpunargleði starfsfólks. En það er hægara sagt en gert.

Á þessum fundi munu þau Björgvin Ingi Ólafsson, meðeigandi hjá Deloitte, og Birna Dröfn Birgisdóttir, doktorsnemi við HR, leitast við að svara tveimur spurningum sem varða miklu í þessu samhengi í tveimur stuttum fyrirlestrum.

Björgvin Ingi Ólafsson: "Hverjir eru lykilþættirnir sem þurfa að einkenna stefnu og menningu fyrirtækisins til að skapa frjóan jarðveg fyrir sköpunargleðina?”

Birna Dröfn Birgisdóttir: "Hvaða aðferðir geta starfsmenn notað til að nýta og efla sköpunargleði innan fyrirtækisins?"

Að fyrlrlestrum loknum verða umræður um efnið.

Björgvin Ingi Ólafsson stýrir stjórnenda- og stefnumótunarráðgjöf Deloitte. Hann er með MBA gráðu frá Kellogg School of Management auk hagfræðiprófs frá HÍ. Hann hefur áralanga reynslu af stjórnun og stjórnendaráðgjöf hér á landi og erlendis. Björgvin hefur setið í stjórnum fjölmargra fyrirtækja og sinnt kennslu bæði við HÍ og HR.

Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði og þjónandi forystu í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Griffith University í Ástralíu. Einnig er hún stjórnendamarkþjálfi, hefur lært NLP (Neuro-linguistic programming) og mannauðsstjórnun og hefur meðal annars starfað við stjórnun og kennslu.

Fleiri fréttir og pistlar

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Certificate in Diversity Equity and Inclusion (DEI) from Institute of Sustainability Studies

Explore how to integrate DEI into your organisation’s sustainability efforts. Enroll today to acquire data-driven strategies to enhance decision-making and foster an inclusive, equitable, and sustainable business.

Participants will gain a deep understanding of DEI strategies, data-driven approaches, and effective communication techniques. By mastering these skills, organisations can enhance employee engagement, drive innovation, and ensure long-term success. 

Það var vel tekið á móti Stjórnvísifélögum í Starfsafli í morgun í Húsi Atvinnulífsins

Stjórnvísifélagar heimsóttu í dag Starfsafl í Húsi Atvinnulífsins. Það var framkvæmdastjóri Starfsafls Lísbet Einarsdóttir sem tók vel á móti félögum. Í dag eru 2000 fyrirtæki með aðild að SA, 80% fyrirtækjanna eru með 50 starfsmenn eða færri.  Árið 2023 fóru 452 milljónir í styrki til fyrirtækja og einstaklinga. Sjö fræðslusjóðir reka saman vefgáttina Áttan. Með launatengdum gjödum er greitt í sjóðina.  Stéttafélögin afhenda til eindtaklinga og Starfsafl til fyrirtækja.  Öll fyrirtæki eiga rétt á allt að 3milljóna á ári.  Fyrirtæki eiga að styrkja starfsmenn líka til náms.  Lísbet tók dæmi um ávöxtun  hjá fyrirtæki. Fyrirtækið greiddi í iðgjöld 1.276.384 og fékk greidda styrki að upphæð 2.330.60.-  82,5%  ávöxtun. Sum fyrirtæki taka aldrei neitt út úr sjóðnum heldur greiða sjálf alla fræðslu. Væntanlega þekkja mörg fyrirtæki ekki til Starfsafls.  Í fræðslustefnu fyrirtækja  er mikilvægt að komi fram að fyrirtækið greiði fyrir sitt starfsfólk alla starfstengda fræðslu sem haldin er að frumkvæði fyrirtækisins.  Hægt er að óska eftir styrk eða greiðslu vegna eftirfarandi: Náms sem tengist starfstengdum réttindum, s.s. vinnuvéla-og meirapróf, náms sem tengist viðhaldi og endurnýjun á starfstengdum réttindum, námi í íslensku fyrir starfsfólk af erlendum uppruna, annað starfstengt nám sem sýnt er að þörf sé á.  Starfsfólk sem verið hefur í starfi lengur en 12 mánuði getur óskað eftir styrk vegna starfstengts náms sem stundað er utan vinnu en getur talist til starfsþróunar. 

Mikilvægt er að fara í fræðslugreiningu, hvað vantar okkur? Greina núverandi þarfir, horfa til framtíðar, kanna vilja og þarfir stjórnenda og starfsfólks, hver er óska staðan og hvernig komumst við þangað?

Skv. Cranet á starfsmaðurinn oftast frumkvæði að þeirra fræðslu sem er nauðsynleg. Fyrirtæki þurfa að huga að því hvaða fræðslu þurfi til að fyrirtækið sé starfshæft í framtíðinni og hvaða endurmenntun er nauðsynleg t.d. til að endurnýja og viðhalda réttindum. Huga þarf einnig að störfum morgundagsins og hafa fræðslu í takt við það. Atvinnurekandinn ber ábyrgð á vinnuvernd andlegri og líkamlegri.  Öryggis- og brunavarnir eru mikilvægar, fagtengd fræðsla, starfstengd fræðsla, stjórnun/ liðsheild, samskipti, inngilding, einelti á vinnstað o.fl.

Í fræðsluáætlun þarf að forgagnsraða þörfumm, finna hentuga fræðslu og fræðsluleiðir, setja upp áætlun með kostnaði og styrkjum og skilgreina verkferla.  Fyrirtæki eiga að athuga með hvað fer á bókhaldslykilinn ”fræðsla” og fá bókarann eða þann sem er ábyrgur til að sækja um styrki.  

 

 

 

Gervigreind og stefnumótun - “Frá óvissu til árangurs - Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir”

Faghópur um stefnumótun og árangursmat hélt í morgun áhugaverðan fund í Innovation House. Á fundinum fjallaði Þorsteinn Siglaugsson um röklegt umbótaferli og las valda kafla úr bók sinni „Frá óvissu til árangurs: Skýr hugsun og listin að taka betri ákvarðanir“ sem er nýkomin út á vegum Mjaldurs útgáfu. Þorsteinn er vottaður sérfræðingur í röklegu umbótaferli og hefur um árabil starfað við ráðgjöf og þjálfun stjórnenda og sérfræðinga í aðferðafræðinni, sem á rætur að rekja til Dr. Eliyahu M. Goldratt höfundar metsölubókarinnar „The Goal“ sem haft hefur mikil áhrif á stjórnun fyrirtækja allt frá því á níunda áratug síðustu aldar. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?