Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast ásamt fleiri fundum á facebooksíðu Stjórnvísi.
Lilja Gunnarsdóttir formaður faghópsins setti fundinn og kynnti þá fundi sem eru framundan hjá faghópnum. Allir fundir framundan verða á netinu. Í dag fjallar fundurinn um hvað er teymi og teymisþjálfun. Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu. Lilja brennur fyrir að gera gott betra. Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.  Örn Haraldsson kynnti sig í framhaldi, hann er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til hans er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kennir hann markþjálfun hjá Profectus. Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er hann með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. Lengi vel vann hann í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. Örn hefur mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusar hann mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu. Örn þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í hans andlegu og líkamlegu líðan. Hann er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

Lilja hóf umræðu sína á að spyrja: „Af hverju teymi“.  Vinnan í dag er orðin þvert á fyrirtæki, landshluta og heimshluta og áherslan er á samvinnu.  Teymið er grunneiningin en ekki einstaklingurinn sjálfur. Lilja spurði þátttakendur á fundinum hvað væri teymi og kom fjöldi svara í spjallið á fundinum enda þátttakendur á annað hundrað manns. Teymi er lítill hópur fólks með mismunandi hæfni sem styður hver við aðra, hefur sameiginlegan tilgang, sameiginlega sýn á hvernig uppfylla skuli tilganginn og ber sameiginlega ábyrgð á útkomunni. 

En er einhver munur á hóp og teymi?  Þá er gott að spyrja sig spurninga eins og: Er gagnkvæmur stuðningur milli teymismeðlima, er sameiginleg ábyrgð, er sameiginlegur tilgangur o.fl.?

Í vistkerfi teymisins er samfélagið, birgjar, viðskiptavinir, fjárfestar, eftirlitsaðilar, starfsmenn.  Mikilvægt er að passa upp á alla sem eina heild, ekki einungis að horfa sem dæmi á viðskiptavininn.  Taka þarf tillit til allra þátta.  Algengt er að teymi fari af stað en einn hagsmunaaðilinn gleymist.  Lilja spurði þátttakendur um mismun á teymum sem þeir hefðu verið í og hver sé munurinn á árangursríku teymi og teymi þar sem ekki tekst vel til.  Þegar teymi er árangursríkt þá verður heildarútkoman stærri en þegar tveir einstaklingar vinna í sitt hvoru lagi.  Kraftur leysist úr læðingi þegar þeir koma saman. En hvað styður við að teymi verði árangursríkt?  Örn talaði um 5 þætti sem Google komst að hjá sér: 1. Sálrænt öryggi var lykilatriði og var stoð fyrir hina fjóra.  Það er þegar teymið þorir að spyrja asnalegra spurninga, benda á hvað má betur fara, gefa endurgjöf og setja mínar spurningar að borðinu.  Í slíku teymi er hægt að takast á á heilbrigðan hátt.  Þegar ótti eða reiði er til staðar þá missum við getuna til að hugsa rökrétt og einnig missum tengingu við minni.  2. Samvinna. Teymismeðlimir eru háðir hver öðrum og þurfa að upplifa að þeir þurfi á hvor öðrum að halda og virði það. 3. Skipulag og skýrleiki. 4. Meining og tilgangur. Er ég að þroskast á þann hátt sem ég vil. 5. Áhrifin út á við.  Eru teymismeðlimir að upplifa að það skipti máli út á við.  Einnig minntist Örn á þætti sem gera teymi óstarfshæf. Vöntun á trausti, hrædd við ágreining, engin skuldbindingin, ekki næg ábyrgð og útkomunni ekki fylgt eftir.

En hvað er teymisþjálfun?  Hvað felst í henni?  Teymisþjálfun er markþjálfun á sterum. Grunnkjarni teymisþjálfunar er að þjálfa allt teymið sem samvinnuferli. Hjálpa teyminu að ræða það sem þarf að ræða á hverjum tíma og hafa sameiginlegan tilgang. Og hvað þarf til að vera góður teymisþjálfari? Hjálpa teyminu að taka á erfiðu málunum, búa til hópdýnamík, finna lausnir og að stíga inn í óttann. Við vitum ekki svörin fyrir fram. Góður teymisþjálfi þarf að vera góður markþjálfi, hjálpa fólki að ræða það sem er erfitt, vera leiðandi í að leiða fólk í gegnum ákveðið ferli.  Okkur er tamt að vera með ráð, út með ráðgjafann en hins vegar að hafa skýrar ráðleggingar við spurningum sem krefjast þess.  Það er meira rými fyrir ráðgjöf í teymisþjálfun en markþjálfun.  Mikilvægt er fyrir markþjálfann að fara ekki djúpt í ráðgjafann því þá er markþjálfinn orðinn ábyrgur. 

Leiðtogi býr til rými sem aðrir eru tilbúnir að stíga inn í.  "Stjórnandi" er gildishlaðið orð og tengt eldri stjórnarháttum, segja hvað eigi að gera.  Teymið þarf að fá að taka ábyrgð. Með því að ýta ábyrgðinni á teymið fær leiðtoginn meira rými til að hugsa fram í tímann.  Góðir stjórnendur þurfa að hafa markþjálfunarfærni og teymisþjálfun. Að lokum hvatti Örn alla til að hugsa hvaða virði er verið að framleiða fyrir hvern og einn hagsmunaaðila.  Ef þú ert leiðtogi hversu mikið ef þinni vinnu gæti teymið unnið?   

 

 

Um viðburðinn

Hvað er teymisþjálfun og hvernig nýtist hún stjórnendum?

Fundurinn fer fram á Teams.
Join Microsoft Teams Meeting

Undanfarin ár hefur vinna margra breyst þannig að þeir eru sífellt meira að vinna í teymum án þess í raun að hafa fengið þjálfun í teymisvinnu.

Farið verður yfir hvað teymi er og hverju þarf að huga að til að teymi nái árangri. Skoðum svo hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur nýst stjórnendum og teymum og þar með fyrirtækjum, stofnunum og umhverfinu í heild.

 

Fyrirlesarara:

Lilja Gunnarsdóttir er teymisþjálfari (team coach),  ACC vottaður markþjálfi, viðskiptafræðingur MSc í stjórnun og með diplóma í opinberri stjórnsýslu. Hún starfar á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.  Mottó: Lengi getur gott batnað.

 

Örn Haraldsson heiti ég og er sjálfstætt starfandi teymisþjálfari og markþjálfi (PCC) - ornharaldsson.is. Annað sem kemur inn á borð til mín er leiðtogaþjálfun og kúltúrmótun teyma og fyrirtækja/stofnana, sem og erindi og námskeið. Einnig kenni ég markþjálfun hjá Profectus.

Auk teymisþjálfaranáms, markþjálfanáms og PCC vottunar frá ICF í þeim efnum er ég með B.Sc. í tölvunarfræði frá HÍ, jógakennari og með kennsluréttindi frá HÍ. 

Lengi vel vann ég í hugbúnaðargeiranum, hérlendis og erlendis, sem starfsmaður og sjálfstætt starfandi, við hin ýmsu verkefni. Frumkvöðlastarf hefur einnig látið á sér kræla og er fyrirtækið Arctic Running (arcticrunning.is) eitt af afsprengjum þess. 

Ég hef mikinn áhuga á mannlegri tilvist, sér í lagi samskiptunum og tengslunum okkar á milli og við okkur sjálf, og í teymisþjálfuninni fókusa ég mikið á að hjálpa teymum að efla traust þannig að teymismeðlimir geti komið með öll sín gæði að borðinu.

Ég þarf talsverða hreyfingu og hún spilar lykilhlutverk í minni andlegu og líkamlegu líðan. Ég er almennt frekar jákvæður og opinn, og allajafna stutt í húmorinn - njótum ferðalagsins!

 Fundurinn fer fram á Teams.

 Join Microsoft Teams Meeting

Fleiri fréttir og pistlar

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Upptaka frá viðburðinum: Can your dreams improve your leadership skills.

Í gær fjallaði Michael Rohde, sérfræðingur í draumum hvernig við getum nýtt draumana okkar til að skilja djúpvitund eða ómeðvitaða greind okkar og hvernig við getum nýtt þessa vitneskju í okkar daglega lífi til að auka persónulegan þroska. 

Michael hefur helgað feril sinn því að kanna djúpstæð áhrif drauma á líf okkar í vöku, sérstaklega á sviði leiðtoga og persónulegs þroska. 

Hægt er að horfa á upptöku af viðburðinum næstu vikuna og hlekk á hana og glærurnar má finna á síðu viðburðsins hér

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?