Öryggisstjórnun: Fréttir og pistlar
Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.
Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum?
Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.
Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.
Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.
Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá
Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!
Klukkan:17:00
1) Kosning fundarstjóra og fundarritara
2) Skýrsla stjórnar
3) Skýrsla gjaldkera
4) Kosning tveggja meðstjórnenda til tveggja ára
5) Kosning formanns til eins árs
6) Kosning tveggja varamanna til eins árs í senn
7) Kosning tveggja endurskoðenda til eins árs
Ákvörðun félagsgjalds
9) Önnur mál
Auglýst er eftir framboðum til stjórnarsetu. Vinnís og NES eru að ganga í gegnum heilmiklar breytingar og mjög spennandi framundan. Vinnís er hluti af NES (Nordic Ergonomic and Human factor Society) og er því seta í stjórn aukið tækifæri til norrænnar samvinnu, þátttöku í ráðstefnum og útvíkkunar tengslanets í faginu.
Málefni: Fréttatilkynning frá stjórn faghóps um öryggisstjórnun hjá Stjórnvísi um viðburð hjá VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) – Aðalfundur og kynning á ÖHU Stjórnun Marel.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 26.apríl n.k. þegar VINNÍS (Vinnuvistfræðifélag Íslands) mun halda aðalfund. Á fundinum verður einnig boðið uppá kynningu á ÖHU málum (Öryggi-Heilsa-Umhverfi) hjá Marel ásamt léttri kynningargöngu um Marel með áherslu á framleiðslusvæði.
Í meðfylgjandi hlekk er linkur á viðburðinn: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.
Staður:
Marel á Íslandi. Austurhraun 9, 210 Garabær.
Tími:
Kl. 17 – 18:30
Skráning á viðburð:
Skráning fer fram á facebook síðu Vinnís: https://facebook.com/events/s/a%C3%B0alfundur-vinnis-2023/921541962387940/
Þú bókar þig á viðburðinn hér.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 25.maí n.k. þegar Andreas Holtermann hjá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd (NFA) mun halda hádegisfyrirlestur (12:00-12:45) sem nefnist „Making Work Healthy for All“ sem byggir á nýrri hugmyndafræði innan vinnuvistfræðarinnar „The Goldie Lock Principle“. Í neðangreindum hlekk er hægt að fræðast nánar um þessa hugmyndafræði og þeim rannsóknum sem hún byggir á: https://nfa.dk/GoldilocksWork.
Í framhaldi af fyrirlestrinum verður vinnustofa (13:15-15:15) þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kafa dýpra og ræða hvernig þessi hugmyndafræði getur nýst á íslenskum vinnumarkaði.
Hægt verður að mæta eingöngu á fyrirlesturinn en einnig halda áfram og taka þátt í vinnustofunni.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Verð:
Frítt er fyrir félaga í Vinnís - en annars er gjaldið 3.500 kr.
Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar – þátttökugjaldið að viðburðinum verður þá að árgjaldi í félaginu fyrir tímabilið 2022-2023. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.
Staður:
Vinnueftirlitið, Dvergshöfai 2, 2. hæð, 110 Reykjavík
Tími:
Fyrirlestur kl. 12:00-12:45 (2. hæð)
Vinnustofa kl. 13:15-15:15 (8. hæð)
Þann 24. febrúar síðastliðinn fór fram málstofa hjá Vinnueftirlitinu um vinnuvernd á hönnunar- og undirbúningsstigi í mannvirkjagerð.
Sjónum var beint að kröfum til verkkaupa, hönnuða og verktaka vegna öryggis- og vinnuverndarmála á hönnunarstigi mannvirkja og hvernig hægt er að framfylgja þeim. Einnig var fjallað um hvaða áhættuþætti ætti að skoða við hönnun til að tryggja aukið öryggi í notkun mannvirkja. Fram kom að mikill ávinningur er af því að hafa vinnuverndarsjónarmið í huga við hönnun og þannig koma í veg fyrir kostnað við að lagfæra og endurhanna mannvirki sem komin eru í notkun.
Leó Sigurðsson, viðurkenndur sérfræðingur í vinnuvernd hjá ÖRUGG verkfræðistofu fjallaði um samanburð og hæfni við útboð og hönnun.
Fundurinn sem var á vegum faghóps um öryggi var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Fjóla Guðjónsdóttir í stjórn faghóps um öryggi kynnti fyrirlesarann. Eyrún Viktorsdóttir sérfræðingur á brunavarnasviði Húsnæðis og mannvirkjastofnunar var með eldvarnarhugvekju fyrir Stjórnvísifélag stuttu fyrir jól. Farið var yfir Eldklár – eldvarnarátak HMS -Brunavarnir vinnustaðarins almennt-Brunavarnir og C-19: vinna heima. Einnig var erindi um reynslu slökkviliðsmanna vegna bruna á vinnustöðum.
Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur á facebooksíðu Stjórnvísi. Faghópur um öryggisstjórnun hélt í morgun fund vel sóttan fund sem bar fyrirsögnina „Áhættumat og hvað svo? Dagmar I. Birgisdóttir í stjórn faghópsins stjórnaði fundinum og hvatti alla til að taka þátt í facebooksíðu faghópsins og setti linkinn á hana inn á spjallið á fundinum. Þar er tilvalið að koma á framfæri efni sem félagar vilja að tekið sé fyrir á fundum.
Hallgrímur Smári Þorvaldsson öryggisstjóri HS Orku og Vilborg Magnúsdóttir öryggisstjóri Isavia Innanlandsflugvalla ehf veltu upp þessum spurningum: Hvernig vitum við hvort áhættustig eftir stýringar sé raunveruleikinn? Getum við fengið meiri upplýsingar út úr áhættumati? Hvernig færum við stýringar / varnarlögin inn í verklag? Hvernig getum við hjálpað stjórnendum að vita hvað þarf að vakta? Hvernig hjálpum við stjórnendum að efla öryggissamtalið? Hvers vegna skipta góð samskipti máli fyrir öryggismálin?
Faghópur um öryggisstjórnun hélt í morgun fund þar sem Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hélt stutta kynningu um lífið með Covid-19 hjá fyrirtækjum og í framhaldi var opnað á samtal og spurningar. Mörg okkar standa nú í þeim sporum að vinna að aðgerðum innan okkar fyrirtækja sem snúa að Covid 19. Jafnframt sjáum við fram á það að lifa með veirunni í talsverðan tíma. Öll erum við á svipuðum stað með sömu áskoranir.
Að vera óhræddur við að gera mistök og halda áfram er lykilatriði í Covid baráttu. Miklu máli skiptir að treysta sínu samstarfsfólki og fela því ábyrgð. Þá eru góðar líkur á að ná árangri. Samhæfing verkefna skiptir líka miklu máli og að allir stefni í sömu átt. Við þurfum áttavita. Stefna þríeykisins er að upplýsa allt. Þetta er stærsta verkefni almannavarna frá upphafi. Við erum stödd í krísu og samstaða í heiminum skiptir öllu máli. Bill Gates birti grein í gær og þar kom fram að heimurinn verður að standa saman. Heimsfaraldrar koma annað slagið. Nú eru takmarkanir á ferðalögum gríðarlegar, fólk er að veikjast, atvinnuleysi að aukast og áhrifin að verða þyngri og þyngri og að mörgu þarf að huga. Nú þarf að fara að meta langtímaáhrifin og hver verða verkefnin t.d. efnahagslegu næstu 5-10 árin. Eru í þessari krísu tækifæri til að endurskoða og gera hluti betur?
Í vor var mikilvægasta hlutverkið að sveigja kúrfuna og geta veitt öllum almenna heilbrigðisþjónustu. Mikilvægt er að halda uppi þjónustu á öryggisstigi. Skilaboð hafa gengið út á að sóttvarnartillögur toppi allt. Stjórnvöld hafa fylgt tillögum í einum og öllu. Spálíkanið sem horft er á núna er að við verðum í 20-30 smitum langt inn í október. Nú er að fjölga á spítölunum í innlögnum og hvað er hægt að gera til að komast fyrr í gegn og halda uppi heilbrigðisþjónustu. Staðan er sú í dag að 11 eru inniliggjandi og 3 á gjörgæslu. En hvað er hægt að gera? Ábyrgðin þarf að vera á hreinu, dreifa ábyrgðinni, hreyfa sig hratt og vera lausnamiðaðir. Mikilvægt er að skilja heildarferlið. Eitt smit í leikskóla eða skóla þýðir að allt lokar og samfélagsáhrifin eru gríðarlega mikil. Samstaðan í samfélaginu er mikilvæg. Allar skoðanir eiga að koma upp á borðið og samstaðan þarf að lifa það af.
Mikilvægt er að skoða innviði fyrirtækja. En hvað erum við að fást við núna? Ábyrgð einstaklinga og fyrirtækja. Verið er að horfa á einstaklingsbundið áhættumat. Í samvinnu við hvert svæði er gert hættumat og því eru viðbrögð mismunandi eftir landssvæðum. Hver og einn er hvattur til að skoða sitt nærumhverfi og við hverja hann er að hafa samskipti við. Nú eru nýttir litakóðar grár – gulur – appelsínugulur og rauður. Miðað við þróun síðustu daga er verið að gefa út rauða viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið. Þessar litaviðvaranir verða kynntar fljótlega og vonandi gagnast til að leggja mat á ástandið.
Í dag ríkir mikil óvissa og samfélagssmit of mörg. Verið er að leggja mat á getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við ástandið eins og það er í dag. Hvort aðgerðirnar duga eða ekki. Í lokin voru fyrirspurnir og kom fram mikil ánægja með áhættumatið og litakóða sem verið er að gera. Aðilar tjáðu sig varðandi að mörg fyrirtækið eru að hvetja aðila til að vinna heima á meðan aðrir gera það alls ekki. Nú eru fyrirtæki ekki eins samstíga og erfitt að horfa á hve reglur eru mismunandi milli manna. Þetta er munurinn á að standa frammi fyrir reglum og tilmælum. Margir hafa beint því til sinna starfsmanna að fara ekki erlendis og fannst mörgum slíkt hart. Tilmæli til starfsmanna er eitthvað sem allir eiga rétt á og er mjög skynsamlegt. M.a. var rætt um áhafnir fiskiskipa en um þær gilda sérstakar reglur og mikilvægt að þeir komist aðeins í land, noti grímur o.fl. Víðir sagði að lokum að mikilvægt væri að allir settu sér mælanleg markmið og með samstöðunni tekst okkur að fá það út úr þessu sem við viljum.
Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn. Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja. Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár. Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu.
Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar. Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður. Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu. Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára. Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt. Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu. Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu. Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing. Þá er gefið svar já/nei. Allt þarf að vera mjög skýrt. Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu. Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum.
Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni. Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur. Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum. Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu. Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð. Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand.
Gríðarlegur fjöldi alls staðar úr heiminum var á þessum fundi í gær og mikið var ánægjulegt að sjá Íslendinga á meðal þeirra. Það var faghópur um framtíðarfræði sem vakti athygli Stjórnvísifélaga á þessum fundi sem nálgast má hér.
Í dag hittust Stjórnvísifélagar í ISAVIA og voru það faghópar um umhverfi og öryggi, gæðastjórnun og ISO staðla sem stóðu að vibðurðinum. Síðastliðna mánuði hefur tækni- og eignasvið Isavia á Keflavíkurflugvelli unnið að undirbúningi og innleiðingu vinnuöryggisstaðalsins ISO 45001. Jón Kolbeinn Guðjónsson, verkefnastjóri tækni- og eignasviðs Keflavíkurflugvallar og María Kjartansdóttir, verkefnastjóri staðla- og gæðadeildar Isavia fóru yfir undirbúning vinnunnar, vinnuna við gerð kerfisins, innihald staðalsins sem og helstu áskoranir og lausnir sem komið hafa upp..
ISAVIA er þjónustufyrirtæki í flugvallastarfsemi, stofnað 2010 og þar starfa í dag 1.500 manns, heildarveltan var 42 milljarðar 2018 og heildareignir 80 milljarðar. Nýlega var kynnt nýtt skipurit fyrir samstæðu ISAVIA. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á samfélagsábyrgð í starfsemi sinni og vinnuverndin skipar stóran þátt. Hagaðilar félagsins vilja leggja mikla áherslu á vinnuvernd. Byggt er á þremur gildum, öryggi, samvinnu og þjónustu. Árið 2010 fóru rúmlega 2milljónir farþega um Keflavíkurflugvöll, 2020 voru þeir 7milljónir en 9 milljónir árið 2018.
Verkefnið fór í gang í desember 2018 og markmiðið var að klára vottun í ágúst 2019. Jón Kolbeinn sagði mjög mikilvægt að hafa skuldbindingu æðstu stjórnenda í verkefninu. ISAVIA var með 9001 vottun og mikla reynslu af sambærilegu kerfi, einnig 14001 á einni einingu fyrirtækisins. Skjölun kerfisins byggir á númeraröð Áttavitans, rekstrarhandbókar Isavia. Númeraröðin 100 er t.d. svokölluð yfirskjöl og eru á ábyrgð æðstu stjórnenda. Þegar farið var í þessa vinnu var mótuð vinnuvernd fyrir allt fyrirtækið. Markmið voru sett með áherslu á að stuðla að menningu þar sem öryggi er í aðalhlutverki og starfsmenn leitist við að koma auga á, meta og stjórna áhættum í vinnuumhverfinu, að stuðla að góðri heisu, vellíðan starfsmanna og slysalausri starfsemi, fara lengra en lög og reglugerðir gera ráð fyrir, vinna að stöðugum umbótum í vinnuverndarmálum o.fl.
Næstu skref voru að kanna hvaða áhrifaþættir í ytra og innra umhverfi og lög og reglugerðir geta haft áhrif á starfsemina. Næst var farið í áhættumatið sem var stærsti og mikilvægasti hluti vinnunnar. Ferillinn fyrir áhættumatið var teiknaður upp út frá ISO 31000 staðlinum. Labbað var um svæðin og rætt við starfsmenn á vettvangi og í framhaldi gerð aðgerðaráætlun til að milda áhættu. Fjöldi starfsmanna tók þátt í áhættumatinu og út frá því var verkefnum forgangsraðað eftir litum; gulur, rauður, grænn. Í framhaldi var t.d. gefin út handbók um merkingar í flugstöðinni. Áhættumatið varð grunnurinn að þjálfunaráætlun starfsmanna, vinnuverndarvitund 1, 2 og 3 (sértæk þjálfun fyrir verktaka). Jón Kolbeinn sagði að hagkvæmast væri að að huga að öryggi og heilsu starfsmanna strax á hönnunarstigi fjárfestingaverkefna. Mikilvægt er að hafa sameiginlega sýn, stefnu og markmið verktaka og ISAVIA. Lokaúttekt fór fram í byrjun desember, þrettán athugasemdir bárust og ekkert frávik. Athugasemdirnar voru allar minniháttar og snerust aðallega um að skerpa á ákveðnum ferlum innan kerfisins. Vottun fékkst 23.12.2019.
Helstu áskoranirnar voru 1. Umfang vottunarinnar 2. Breytingar í umhverfinu (lykil skjöl á hæsta leveli hjálpar til við allar breytingar, skipurit, stjórnendum, ný svið), 3. Fá réttu aðilana að borðinu (mikilvægt að skoða hvaða fólk þarf að taka að borðinu, mikill tími sem fór til spillis vegna þess að hópurinn var of þröngur, stjórnskipulag verkefnisins var ekki nógu skýrt og það vantaði að virkja stýrihóp 4. Fá þátttöku hjá starfsfólki (viðhorf starfsfólks breyttist, mikil vinna á gólfinu sem voru mjög sýnileg, þátttaka frá lykil stjórnendum mikil.
Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun einstaklega áhugaverðan fund þar sem Bjarni G. Hjarðar, yfirverkfræðingur hjá SORPU, fræddi Stjórnvísifélaga um stöðu og horfur varðandi byggingarúrgang.
Mannvirkjagerð fylgir gríðarlegt magn marvíslegs úrgangs og ætti því að vera nægt svigrúm til að gera betur, endurnýta efni og draga úr sóun.
Bjarni byrjaði á að sýna hvað kemur inn á endurvinnslustöðina og móttökuna. Hvernig verður byggingaúrgangur til og hvar? Sorpa fylgist með neysluhegðun heimila. Á höfuðborgarsvæðinu eru 87832 heimili og 132714 fjölskyldur. Það eru því fleiri en ein fjölskylda á hverju heimili. Bílar, föt og klæði fara ekki í gegnum endurvinnslustöðvar. Pappír og plast kemur heldur ekki til Sorpu.
Húsasorprannsókn er skipt í 28 flokka m.a. plast, kerti, málmar, timbur, garðúrgangur o.fl. Sorpa er með vottun skv. ISO9001, 14001 o.fl. Sorphirða á höfuðborgarsvæðinu var 31676tonn árið 2019. Í fyrra var hent í ruslið 8 milljón umbúðum af gosdrykkjum sem er 10% allra seldra umbúða. Endurvinnslurnar lifa á þeim tekjum sem koma af gosumbúðum. Sorpa tekur á móti böggum sem er blandaður úrgangur þ.m.t. byggingaúrgangur. Fyrirtæki eru misgóð að bagga pappír. Um 50% úrgangs í orkutunnu eru matarleifar eða um 67% kíló/íbúa. Bjarni sagði að heimilin væru að standa sig einstaklega vel í flokkun á orkutunnu, blárri tunnu og plasti. Sorpa hóf starfsemi 1991. Í dag fara 300 tonn í gegnum gas-og jarðgerðarstöð Sorpu í Álfsnesi. Markmiðið er að urðun á lífrænum og brennanlegum úrgangi verði hætt árið 2020.
Fram til þessa hefur lítið verið vitað um byggingaúrgang því mest hefur verið fókusað á heimilin. Hvert er því umfangið? Óbagganlegur úrgangur til urðunar 2019 voru 5000 tonn á 17,82 ca 90 milljón króna. Grófur úrgangur frá framkvæmdum til urðunar 2019 var 3200 tonn á 24,46 ca 110 milljónir, óflokkaður úrgangur til urðunar 2019; 50% af 5.300tonn á 25,15 ca 100 milljón krónur eða samtals um 20.000 tonn á ári og um 300 milljón króna á ári. Þegar verið er að byggja í dag ætti að vera í tilboðinu frá byggingaraðilanum að flokka úrganginn. Árið 2019 voru urðuð um 125þúsund tonn eða rétt rúm 50%. Þarna liggja heilmikil tækifæri. Í dag er rekjanleikakrafa á úrgang er varðar að skilgreina uppruna eftir póstnúmeri. Í dag er töluvert endurunnið á Íslandi t.d. kertavax og landbúnaðarplast. Önnur efnavinna er lítil sem engin. Ólitað timbur er hakkað niður og Kísilmálmverksmiðjan nýtir það. Endurnýting er því þó nokkur en endurvinnslan lítil.
Sá einstaki viðburður gerðist í morgun að fundur á vegum faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn á sjó. Þvílík ró og fegurð að sitja í skólaskipinu Sæbjörgu á meðan skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Hilmar Snorrason kynnti skipulag og starfsemi skólans. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en á árunum 1970-1985 fórust að meðaltali 18 manns á ári á sjó.
Með því að hafa skólann í skipi er auðvelt að fara með hann hvert á land sem er. Árið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin opnuðu fékk Slysavarnarfélagið gömlu Akraborgina. Skipið er í góðu lagi í dag en hefur ekki verið siglt síðan 2015. Þessi skip sem skólinn á hefur verið siglt á 25 hafnir. Kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands hafa verið miklir boðberar varðandi forvarnir og fræðslu. Á tímabilinu 1984-1997 fækkaði slysum niður í 8 á ári en árið 1986 var eitt af stærstu slysaárunum. Lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru sett 1991 og skv. þeim er það skylda að sjómenn fari í skólann. Slys á sjómönnum hafa verið nokkuð tíð í gegnum árum. Í dag kemst enginn á sjó án þess að hafa pappíra upp á að hann sé með alla pappíra í lagi. Slys á sjómönnum 1984-1997 voru á bilinu 400-631. Í dag eru tilkynnt atvik í kringum 200 á ári og var meðaltalið 260 á árunum 1998-2018. Taka þarf tillit til þess að sjómönnum hefur fækkað mjög mikið. Í dag eru í kerfinu 6.000 kennitölur sjómanna. Hagstofan hélt utan um fjöldann hér á árum áður en Samgöngustofa heldur utan um þetta í dag. Fækkun slysa er meiri en fækkun sjómanna og ekki hafa orðið banaslys síðan í maí 2016. Slysavarnaskóli Sjómanna kennir fjölda námskeiða á ári. Nýir ungir einstaklingar eru undir verndarvæng annarra og þeir mega vera 180 daga á sjó án þess að hafa farið í skólann. Flest slys verða fyrstu fimm árin á sjó og síðan eru það þeir elstu sem lenda í slysum.
Hilmar segir að það sé ekki hægt að útskrifast í öryggi og því mæta allir á eldvarnir, öryggismál, skyndishjálp o.fl. Í dag er 5 ára endurmenntunarkrafa á sjómenn. Skólinn kemur ákveðinni þekkingu til sjómanna en það eru þeir sem nýta hana. Slysavarnarskóli sjómanna er í samstarfi við tryggingafélögin og hefur verið framkvæmt áhættumat. Meðalaldur sjómanna hefur farið hækkandi og var nefnt að nú eru hjartastuðtæki í 97% fiskiskipa. Með nýjum skipum eru breytingar, aðbúnaðurinn hefur batnað mjög mikið og tæknin aukist til að gera störfin léttari. Menn nota tæki miklu meira en áður. Hilmar vonar að skólinn fái áfram að vera um borð í skipi og horfir nú til Herjólfs. Hilmar nefndi að lokum að allt starfið í Slysavarnaskóla sjómanna er til þess að auka hæfni og getu sjómanna.
Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun fund í Marel. Fyrirlesarinn var Herdís Storgaard en hún er frumkvöðull á sviði í slysavörnum barna og hefur hlotið viðurkenningu sem slík. Hún hefur verið í samstarfi við IKEA síðustu ár varðandi forvarnir á heimilum og öryggi barna. Ferill hennar í öryggismálum og þekking á slysavörnum hefur verið afar spennandi og fór Herdís yfir feril sinn og helstu verkefni síðustu ára.
Herdís er með samning við Heilsugæsluna á Íslandi þannig að þeir dreifa boðsbréfi til verðandi foreldra á 28.viku meðgöngu www.msb.is Þetta námskeið er frítt fyrir alla og afar og ömmur eru hvött til að koma. Hægt er að senda fyrirspurnir til Herdísar í gegnum heimasíðuna. Fræðslan fer fram í heimilisumhverfi um öryggi á heimilinu. Herdís talar við fólk en ekki yfir það. Með fræðslunni er ekki verið að segja foreldrum hvað þeir eigi að gera heldur er þetta byggt upp á því að þau eru með eitt stykki barn sem ekki er fært um að forðast hættur fyrr en eftir 12 ára aldur. Markmiðið er að fólk átti sig á þessu og breyti hegðun sinni. Sérstaklega er lögð áhersla á svefnumhverfi barna. Áhrifavaldar eins og Instagram hafa haft skelfileg áhrif sem valdið hafa slysum. Foreldrum er bent á mikilvægi áhættumats á heimilinu með notkun gátlista. Hluti af lífinu eru skrámur og skurðir en verið er að fyrirbyggja stórslys. Einnig er rætt á námskeiðinu um grundvallaratriði um öryggi í bílum.
Herdís kynnti app sem er á heimasíðu Ikea. Ikea.is/oruggaraheimili Foreldrar setja inn í appið aldur barnsins og þannig kemur áminning um hvað er mikilvægast að skoða á hverju aldursstigi fyrir sig. Getan eykst og eykst, hver og einn býr til sinn gátlista. Appið er hægt að nálgast í Appstore. Mjög góðar viðtökur eru á appinu í Ástralíu og verið að setja það upp í Kanada og US.
Skipulagðar slysavarnir barna hófust árið 1991 á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ákvað að setja fé í málaflokkinn á þessum tíma. Mikill árangur hefur náðst á þessum tíma og hefur alvarlegum slysum fækkað um 50% og dauðaslysum um 65%. Málaflokkar sem hafa tekist vel er: fræðsluefni fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga, drukknanir, öryggi á sund og baðstöðum, öryggi í grunn-og leikskólum, öryggi barna í bílum, öryggi á leiksvæðum barna, öryggi dagforeldra og almenn vitundarvakning.
Framtíðin er sú að stjórnvöld verða að átta sig á að barna-slysavarna verkefni er nauðsynlegt og samsetning þjóðfélagsins er breytt, það er minni þekking á öryggi meðal ákveðinna hópa.
Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í OR um eldvarnir fyrirtækja. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess. Reglugerðin kallar á meiri kröfur og var farið yfir á fundinum á greinargóðan hátt hvaða þættir það eru sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér. Eigandi hússins er alltaf ábyrgur fyrir að skipa eldvarnafulltrúa en bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu.
Einar Bergmann fagstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðaláherslur Slökkviðliðsins að vernda líf og heilsu, að fólki sé ekki ógnað og allir komist út án verkfæra og hjálpar annarra og að eigendur taki ábyrgð á byggingum. Slökkviliðið er komið með skýra ferla. Ferli slökkviliðsins er að 1. Slökkvilið kemur og spyr spurninga 2. Eigendur eiga að vera með skjalfestingu í lagi. 3. Ef skjalfesting er ekki í lagi er beitt þvingunum samkvæmt lögum.
Íris Guðnadóttir frá Securitas kynnti þjónustu fyrirtækisins varðandi eldvarnarúttekt og úttekt á brunavörnum. Bæði er horft til öryggis fólks og eignaverndar. Securitas er með 43 skoðunaratriði og 306 undirliði. Securitas gengur um húsnæðið og tekur myndir. Síðan er eldvarnarúttektin kynnt fyrir verkkaupa og hann sér hvernig staðan er. Securitas býður upp á tól fyrir stjórnendur varðandi hvað liggur á að gera. Húsnæðið er mappað upp og eftirlit er mánaðarlegt framkvæmt af öryggisvörðum Securitas með Guardtools. Öryggisverðir fá sinn gátlista, taka myndir og senda athugasemdir. Stjórnendur fyrirtækja eru því vel upplýstir um stöðu síns fyrirtækis og verið er að huga að öryggi starfsfólks og eignavernd. Skv. tölum frá Mannvirkjastofnun voru 200 útköll 2018 vegna bruna í byggingum.
Mikill áhugi var fyrir fundi um Kolefnisspor fyrirtækja sem haldinn var í Eflu verkfræðistofu í morgun á vegum faghópa um umhverfi-og öryggi og samfélagsábyrgð fyrirtækja.
Helga Jóhanna Bjarnadóttir sviðsstjóri Umhverfissviðs Eflu verkfræðistofu hóf erindi sitt á spurningunni: Hvað er kolefnisspor? Kolefnisspor er mælikvarði sem notaður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mælikvarðinn er samnefnari á áætluðum heildaráhrifum losunar gróðurhúsalofttegunda(GHL) annað hvort fyrir rekstur eða vöru.
Ísland ætlar sér að vera kolefnishlutlaust 2040. En hvað þýðir að vera kolefnishlutlaus? Þá er búið að draga alla losun frá mínus bindingu. Þær lofttegundir sem verið er tala um eru annars vegar þessar náttúrulegu: koldíoxíð, metan og tví-nituroxíð og hins vegar þær manngerðu: vetnisflúorkolefnis, klórflúorkolefni, PFC efni og SF. Stærsti valdurinn í þessum málum eru kol, olía, gas, sement, landnotkun við framleiðslu votlendis, skógar og sjór. Heimsbyggðin er að skilja í dag að hitahækkun heimsins er af mannavöldum. Á Global Carbon Project er að finna mikið af ítarefni. Frá árinu 2000-2018 er verið að losa 40 gígatonn og í Parísarsamkomulaginu er verið að tala um að ná hitanum niður um eina gráðu. Búið er að tala um þetta frá því fyrir síðustu aldamót og því er komið að ákveðnum vendipunkti núna. Við höfum 11 ár til að ná niður í gildið sem var árið 2000. Allar aðgerðir sem gerðar eru núna skipta miklu máli. Kína og Indland framleiða mikið fyrir alla heiminn og þar verður mikið kolefnisspor. Þessar vörur eru aðallega seldar til Evrópu og USA. Evrópa tekur inn mikið kolefnisspor.
En hvernig gera fyrirtæki upp sitt kolefnisfótspor. 1. Vörur og þjónusta til fyrirtækis (rafmagn hiti) – 2. fyrirtæki (bílar, húsnæði)- 3. vörur og þjónusta frá fyrirtækinu. Kolefnisspor Eflu árið 2018 var 416 tonn CO2 ígildi. Bílar í rekstri Eflu 16%, bílar starfsmanna á vegum Eflu 15%, flugferðir erlendis 32% flugferðir innanlands 31%. Þarna er aðalmálið augljóst sem er flugferðir og bílar. Byrjað er að vinna í þessu með rafmagnsbílum og fjarfundarbúnaði í stað flugferða. Varðandi kolefnisspor vörunnar sjálfrar þá þarf að horfa á vistferils vörunnar; hvaðan koma auðlindirnar, framleiðsla, flutningur til Íslands, rekstur viðhald og endurvinnsla eða förgun.
Miklu máli skiptir með hvaða orku vara er framleidd. Dæmi um aðgerðir til að lækka kolefnissport er að nota t.d. kísilryk í stað sements í útisteypu og 15% flugösku í stað sements í innisteypu. Einnig að spá í hvort sami styrkleiki þurfi að vera í steypunni alls staðar.
En hvað losar hver íbúi eftir löndum, hvert er kolefnisspor á íbúa í mismunandi löndum? Á heimasíðu Umhverfisstofnunar er hægt að fá allar upplýsingar um slíkt. Ísland skorar mjög ofarlega út af álverunum okkar og í efsta sæti eru Bandaríkin.
Eru umhverfismál markaðsmál?
Umhverfismál eru að verða áleitnara efni um allan heim og hér á Íslandi er mikil vakning um þessar mundir. Við erum að verða meðvitaðri sem neytendur og hægt, kannski of hægt erum við að breyta hegðun okkar í átt að umhverfisvænari lífstíl. En erum við að fara of hægt – getum við markaðsfólk lagt okkar á vogaskálarnar. Leitað var svara við þessum spurningum á fundi faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, þjónustu-og markaðsstjórnun, samfélagsábyrgð fyrirtækja og kostnarstjórnun í Háskólanum í Reykjavík í morgun.
Fyrirlesarar voru þau Ólafur Elínarsonar, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallups sem kynnti Umhverfiskönnun Gallup og Silja Mist Sigurkarlsdóttir, markaðsstjóri Nóa Sirius.
Ólafur talaði um mikilvægi þess að skilja viðskiptavininn. Ekki halda eitthvað, skoðaðu það með tölum. Skv. rannasóknum í dag telja flestir að loftslagsbreytingar séu af mannanna völdum. Mikilvægt er að kynna sér hvað fólki finnst og það er meirihluti allra á Íslandi sem hafa áhyggjur af loftslagsmálum og telja þær af manna völdum. 75% þeirra sem eru á aldrinum 18-29 ára telja að hlýnun jarðar muni hafa alvarlegar afleiðingar. Þegar við vitum hvernig fólki líður getum við í framahaldi haft áhrif. Góð greining skilar árangri. Níu af hverjum Íslendingum segjast vera að breyta hegðun sinni hvort heldur þeir trúa á loftslagsbreytingar af manna völdum eða ekki. En hefur fólk breytt venjum sínum? Spurt var hvort þú gætir hugsað þér að kaupa rafmagnsbíl og/eða hlaðanlegan blendingsbíl? Flestir gátu hugsað sér það. Spurt var: Hefurðu gert eitthvað á síðustu 12 mánuðum til að draga úr þeim áhrifum sem þú hefur á umhverfis-og loftslagsbreytingar? 89% voru farnir að flokka sorp, 76% hafa minnkað plastnotkun, 45% hafa keypt umhverfisvænar vörur. Fleiri skila plasti og gleri til endurvinnslu skv. forstjóra Sorpu. En hvað fær fólk til að breyta hegðun? Konur eru stærstur meirihluti þeirra sem kaupa vörur. En hvað vilja Íslendingar fá frá fyrirtækjum? 86% telja að fyrirtæki eigi að gera eitthvað sem hefur jákvæð áhrif. En hvað einkennir þá hópa sem eru tilbúnir að breyta sér? Ólafur vísaði í nýja erlenda rannsókn frá USA sem sýnir að 41% eru sammála að borga meira ef varan er lífræn, 30% ef hún tekur á samfélagsábyrgð, 38% ef hún er úr sjálfbærum efnum. En hverjir eru hvatarnir til að kaupa? Treysta vörumerkinu, hún þarf að hafa góð áhrif á heilsuna, fersk náttúruleg og lífræn hráefni, vörumerki sem er umhverfisvænt. www.nielsen.com er góð síða til að veita upplýsingar um hvert heimurinn er að fara. Þeir greiða ekki einungis US markað heldur einnig aðra markaða.
Silja Mist hjá Nóa Síríus sagði að sterk tengsl væru á milli umhverfis-og markaðsmála. Silja Mist velti upp spurningunni: Hver ber ábyrgðina á samfélagsábyrgð? Stjórnendur stjórna neyslu neytenda. Mikilvægt er að vera einlægur. Árið 2017 ætlaði Nói Síríus að sleppa öllu plasti innan í páskaeggjunum og tóku því plastumbúðir af piparmintumola sem leiddi til þess að út af uppgufun inn í egginu þá kom piparminntubragð af súkkulaðinu í eggjunum mörgum til lítillar ánægju. Þegar útskýrt var af einlægni hver upphaflegi tilgangurinn var þá var neytandinn fljótari að fyrirgefa þessi mistök. Núna er öllu suðusúkkulaði pakkað í pappír sem var góð fjárfesting. Að innleiða breytingar tekur tíma? Hugsaðu til þess hver þinn markhópur er og hvað gefur þínum neytendum mesta virðið. Mont – má það? Já segir Silja. Nói er í samstarfi við kakóbændur þar sem er verið að stuðla að hreinu vatni og aukinni menntun. Palmkin olía hefur smátt og smátt verið tekin úr framleiðslunni. Mikilvægt er að treysta neytandanum Ikea treystir neytandanum til að taka rétta ákvörðun og auglýsir aldrei lágt verð. Dominos fékk alla starfsmenn til að fara út og tína rusl sem var frábært framtak, en það koma alltaf einhverjir með athugasemdir. Pressan til að breyta kemur að utan t.d. frá Whole Foods. Aldrei segja að neitt sé vonlaust, til að ná fram breytingu þarf fólk að taka ákvörðunina sjálft og hvert lítið skref skiptir máli.
Aðalfundur faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn 15. maí hjá EFLU verkfræðistofu. Nýja stjórn skipa:
- Dagmar I. Birgisdóttir - Verkís, nýr formaður
- Erlingur E. Jónasson - Jarðboranir
- Gísli Níls Einarsson - VÍS
- Jóhanna Hreiðarsdóttir - Kynnisferðir
- Michele Rebora - 7.is
- Oddrún Lilja Birgisdóttir - Marel
- Erna Sigfúsdóttir - Securitas
- Harpa Þrastardóttir - Hlaðbær Colas
- Anna Kristín Hjartardóttir - EFLA
- Snæfríður Einarsdóttir - HSE Consulting
Á fundinum voru einnig sett fram tillögur að spennandi dagskrá fyrir starfsárið 2019-2020 sem mun hefjast strax í maí með fundi um kolefnisbókhald hjá EFLU.
Guðmundur Benedikt Þorsteinsson, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Alcoa Fjarðaál fór yfir á fundi í Verkís í morgun hvernig Alcoa Fjarðaál hefur breytt um áherslur í heilsu og öryggismálum. Hann kynnti hvernig fyrirtækið tileinkaði sér nýja sýn á heilsu og öryggismál og með því nýja stefnu til framtíðar.Viðburðurinn var samstarf faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, mannauðsstjórnun og Vinnís.
Mikilvægt er að byrja á að skilgreina orðið öryggi, hvað er öryggi? Mikið er talað um að ná betri árangri í öryggismálum. Mælikvarðinn er yfirleitt fækkun slysa. Alcoa byrjaði að vinna með mannlega hegðun, hvernig kennum við fólki að gera ekki mistök. En af hverju þurfti Alcoa að fara að gera eitthvað öðruvísi og hver er þessi nýja sýn? Alcoa vildi ná tökum á banaslysum og fækka þeim. Guðmundur sagði frá því að öll kerfi voru þannig hönnuð að koma í veg fyrir að eitthvað slys myndi gerast. Gamla hugarfarið: Atvikalaus vinnustaður er öruggur vinnustaður var það sem Alcoa byggði allt sitt á og skilaði ekki nógu miklum árangri. Alcoa hefur séð að þrátt fyrir allar öryggisvarnir gerast samt slys. Það sem Alcoa fór í að gera var að skilgreina öryggi uppp á nýtt. Nýja hugarfarið: „Öryggi þýðir ekkki að engin atvik eigi sér stað. Öryggi þýðir að varnarlög séu til staðar. Guðmundur tók dæmi um varnarlög í bíl; við spennum beltið, púðar springa út, bíllinn er hannaður fyrir að lenda í slysi. Markmið Alcoa er að stýra hættunni og þetta er þeirra skýring á hvað öryggi er. Nýjan sýnin er: Hættum að segja „EF“ .... og byrjum að segja „ÞEGAR“. Hætta er allt sem getur valdið skaða. Áhættustigið ræðst af skilvirkni varna. Alcoa var alltaf að búa til reglur um allt mögulegt og ímyndaði sér að þannig myndi slysum fækka. Að framkvæma eitthvað er varnarlag. Skilgreint verklag bjargar engum. Hins vegar að tryggja að því sé framkvæmt er varnarlag. Regla er góð og gild, hún verður að vera til staðar en er aldrei nóg ein og sér. 5 grunnreglur mannelgrar hegðunar: 1.mistök eru eðlileg 2. Það að kenna um lagar ekkert 3. Það að öðlast þekkingu er nauðsynlegt 4. Kerfið drífur hegðun 5. Viðbrögð stjórnenda skipta öllu máli.
Faghópar og umhverfi og öryggi og Lean – straumlínustjórnun héldu þann 15. nóvember síðastliðinn fund þar sem fjallað var um öryggismál og umbætur tengdar byggingarframkvæmdum. Á fundinum fjallaði Guðmundur Ingi Jóhannesson öryggisstjóri verktakafyrirtækisins Munck Íslandi um það hvernig öryggismálum er háttað hjá fyrirtækinu, fór yfir helstu áskorunum ÖHU mála byggingariðnaðarins og hvernig fyrirtækið nýtir og miðlar mælingum í gæðakerfi til stöðugra umbóta í öryggis, umhverfis og heilsumálum. Guðmundur sagði frá Procore skráningarkerfi sem fyrirtækið nýtir til að halda m.a. utan um ÖHU mál í verkefnum og sagði frá hvernig unnið er að því að koma nýjum lausnum í öryggismálum inn á markaðinn. Vel var mætt á fundinn og sköpuðust góðar umræður meðal fundargesta, meðal annars um nýja reglugerð um vinnupalla.
Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi vill vekja athygli á áhugaverðu málþingi um vinnuvernd sem haldið verður mánudaginn 25. júní. Málþingið mun fara fram á ensku hjá Vinnueftirlitinu Dvergshöfða 2, 2.hæð í fundarsalnum Esju. Boðið verður upp á léttar veitingar. Þar munu fimm mjög áhugaverð erindi fara fram.
Timi: 9:00-11:00
Dagskrá:
Kl.9:00 Jakob Uglevig Christiansen, Chefkonsulent Arbejdsmiljö, Dansk Byggeri - ’MSD evaluation criterias for heavy manual handling – a critical look at guidelines’
Kl.9:20 Ingrid Svensson og Ulla Holmgren, H&S Arbetsmiljö AB – SARA, Summary of Accumulated Risk Assessment
Kl.9:40 Kirsten Olsen, Massey University - WHAT MAKES ‘MOVING AND HANDLING OF PEOPLE GUIDELINES’ WORK?
Kl.10:00 Short brake
Kl.10:15 Kersti Loren, Swedish OHS Authorities- How to inspire employers to add a gender perspective to their systematic work environment management
Kl.10:35 Kersti Loren, Swedish OHS Authorities - Organise for a Gender Equal Work Environment
Mikilvægt er að skrá sig hjá hafdis@ver.is fyrir föstudaginn 22.júní.
Endilega nýtið ykkur þetta frábæra tækifæri til að hitta flott fagfólk á sviði vinnuvistfræði.
Með kveðju,
Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi
Glímt við matarsóun var yfirskrift fundar í morgun á vegum faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og umhverfis og öryggi. Á fundinum var farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala á matarsóun.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Nýleg greining Umhverfisstofnunar bendir til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.
Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallaði um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Arion banki undirritaði loftslagsstefnu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt 103 öðrum fyrirtækjum árið 2015. Í framhaldi setti bankinn sér markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs fyrir lok júní 2016. Sett voru markmið um að draga úr losun um 2% á ári næstu tvö árin, draga úr óflokkuðum úrgangi og innleiða umhverfishugbúnaðinn KGS. Starfsfólk hefur verið duglegt við að koma með hugmyndir og ein þeirra var að draga úr matarsóun. Farið var af stað í byrjun apríl og vissi starfsfólk ekki af mælingunum fyrstu þrjá mánuðina. Átakið var síðan kynnt í lok júní og starfsfólk hefur orðið meðvitaðra.
Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans sagði síðan frá aðferðum eldhússins og hvernig verkefnið hefur gengið. Byrjað var á að setja upp merkingar í mötuneytinu til að skilaboðið kæmu fram á jákvæðan hátt. Verið er að hvetja en ekki skamma. Starfsfólk getur farið fram fyrir röðina ef það vill fá sér aftur á diskinn. Hver og einn leggur sitt af mörkun. Átakið byggist á að vigta þann mat sem er hent í kílóum. Nýlega var gerð könnun og nú segjast 59% starfsfólks í höfuðstöðvum fá sér minna á diskinn til að klára af oum. En næstu skref eru þau að halda boltanum á lofti. Skoða þarf betur forsendur mælinga. Hvað með beinamáltíðir og afskurð? Einnig þarf að passa upp á að verðlauna starfsfólk reglulega fyrir góðan árangur. Öll frávik eru skráð t.d. beinamáltíð. En allir eru háðir umbun; hvað fæ ég fyrir að klára af disknum mínum? Á matarsóun.is eru upplýsingar. Ábending kom í umræðum í framhaldi af erindi að skoða hver sparnaðurinn er í krónum. Í dag er flokkað lífrænt, pappi o.fl. og starfsfólk hefur tekið einstaklega vel í átakið. Eldhúsið sér um veitingar fyrir fundarherbergi og er að setja viðmið fyrir þá sem panta. Mikilvægt er að þetta sé einfalt og aðgengilegt og mælanlegt.
Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri yfir eldhúsi Landspítala sem er stærsta framleiðslueldhús á landinu sagði frá því hvað verið er að gera á spítalanum varðandi matarsóun. Á Landspítalanum vinna 3.500 manns sem eru út um allan bæ. U.þ.b. 5000 máltíðir eru framreiddar á dag. Í eldhúsi og matsölum starfa 1114 manns í 97 stöðugildum. Veltan er 1,4milljarðar og þar af fara 630 milljónir í matvæli. 15-20 matseðlar eru matreiddir fyrir ca 700 sjúklinga og matsalirnir eru 9. Byrjað var á lífrænni flokkun 2009, 2011 var byrjað að mæla markvisst lífrænan úrgang frá eldhúsi, 2012 matur sem ekki er seldur, 2013 af diskum starfsmanna og 2014-2015 af diskum starfsmanna í öðrum matsölum. Landspítalinn er með umhverfisstefnu og stendur sig vel í að flokka. Eldhús og matsalir fengu svansvottun 2015 en þar kveður á um vistvæn innkaup o.m.fl. 2012 var mjög góður árangur í að nýta matarafganga. Landspítali fókusar mest á matsali núna en minna á lager en næg eru verkefnin. Gerðar hafa verið mælingar til að sjá árangurinn. Það sem kemur mest til baka af diskum er soðið grænmeti. Þetta er góð vísbending til eldhússins um að skoða hvað megi betur fara. Að minnka matarsóun hjá stóru fyrirtæki/stofnun er langhlaup, tekur tíma því virkja þarf alla og horfa á heildarmyndina. Ekki eyða heldur deila ást og mat voru lokaorð Vigdísar.
Líflegar umræður urðu á fundinum og í lok hans. Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.
Aðalfundur faghóps um umhverfi-og öryggi var haldinn í Eflu að loknum fundi í faghópnum. Kosin var ný stjórn fyrir starfsárið 2016-2017:
Heimir Þór Gíslason, Verkís
Erlingur E. Jónasson, LNS Saga
Gísli Níls Einarsson, VÍS
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, EFLA verkfræðistofa
Jóna Bjarnadóttir, Landsvirkjun
Magnús Matthíasson, EFLA verkfræðistofa
Matthildur B. Stefánsdóttir, Vegagerðin
Michele Rebora, 7.is
Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í Eflu sem fjallaði um hvað efnastjórnun er mikilvægur þáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Strax að loknum fundi var haldinn aðalfundur faghópsins og kosin ný stjórn.
Eva Yngvadóttir, efnaverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu fór á fundinum yfir þær kröfur sem gerðar eru til íslenskra fyrirtækja í efnamálum og hvernig EcoOnline hugbúnaðurinn getur nýst við að framfylgja þeim kröfum.
Það hefur sýnt sig að fyrirtækjum hefur reynst erfitt að halda utan um efnamál og mikill tími fer í að afla öryggisblaða á íslensku og halda utan um réttar útgáfur og hafa upplýsingar tiltækar fyrir starfsmenn.
Þróuð hafa verið efnastjórnunarkerfi til að búa til og halda utan um öryggisblöð og efnalista. Þau auðvelda auk þess gerð efnaáhættumats og uppfylla þannig kröfur REACH reglugerðarinnar. EcoOnline er eitt slíkt kerfi.
Í dag eru einungis ein efnalög á Íslandi lög nr.61/2015 en margar reglugerðir sem tengjast efnamálum á Íslandi. Dæmi um þær eru flokkun og merking efna, öryggisblöð, vinuverndarstarf - áhættumat.
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir verkfræðingur á samgöngusviði Eflu fjallaði um hjólreiðar og umferðaröryggi hjá faghópi um umhverfi og öryggi í Eflu í dag. Guðbjörg Lilja fjallaði um rannsóknir á umferðaröryggi en einnig um praktískari hliðar málefnisins eins og það hvernig við aukum líkurnar á því að við komumst heil á leiðarenda á hjólinu. Hjólreiðar eru áhugamál Guðbjargar og hjólar hún mikið. En af hverju að hjóla og ganga? Þetta er jafnréttismál til að velja þann fararmáta sem hentar og ekki hafa allir bílpróf, þetta er einnig heilbrigðismál, umhverfismál og spurning um hvers konar borg/bæ við viljum búa í. Við fáum fleira fólk á göturnar og mannlífið verður líflegra. Fólk þarf að upplifa öruggar hjólaleiðir og fá öryggistilfinningu. WHO metur að fækka megi banaslysum í umferðinni í vestur Evrópu um 25% með því að lækka meðalhraða umferðar um 5 km/klst. Miklu máli skiptir að hraðatakmörk séu virt. Hraði hjólreiðamanna skiptir líka miklu máli því þeir bremsa hægar en bílar. Í Danmörku og Hollandi eru flestir hjólreiðamenn, flestir hjólaðir kílómetrar og fæst slys. Öryggi næst með því að tryggja 30 km/klst hraða, aðskilja gangandi og hjólandi eins og hægt er, tryggja útsýni og vanda uppeldið. Í Reykjavík vantar tilfinnanlega talningu á hjólum. Öll slys eiga að vera skráð af Samgöngustofu en vanskráning á óhöppum er mikil. Ástæðan er skortur á skráningu á slysum sem eru þegar bíll er ekki annars vegar heldur hjól og gangandi vegfarandi o.fl. Skráning Samgöngustofu og spítalanna stangast mjög á.
Stjórn faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun vill vekja athygli á þessari áhugaverðu ráðstefnu sem haldin verðurfimmtudaginn 4. febrúar á Grand Hótel Reykjavík og um leið verða Forvarnarverðlaun VÍS 2016 afhent. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður. Nú þegar eru 250 skráðir en sæti eru fyrir 300 manns. Skráning er á http://www.vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/forvarnaradstefna/forvarnaradstefna-vis-og-vinnueftirlitsins-2016/
Dagskrá:
· Kl. 13.00 Setning ráðstefnu - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
· Kl. 13.10 Áskoranir atvinnulífsins - Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu
· Kl. 13.30 Fjárfesting í forvörnum - Ásgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku
· Kl. 13:55 Á straumlínustjórnun og öryggismenning samleið í mannvirkjaiðnaði? - Jónas Páll Viðarsson, LEAN leiðtogi hjá LNS Saga
· Kl. 14.15 Forvarnarverðlaun VÍS
· Kl. 14.30 Kaffi
· Kl. 14.50 Kostnaður vinnuslysa á Íslandi - Þóra Birna Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs og umbóta hjá Elkem Ísland
· Kl. 15:15 Áskoranir og tækifæri í öryggismálum í ferðaþjónustu - Guðrún Lísa Sigurðardóttir, öryggis- og gæðastjóri Bláa Lónsins
· Kl. 15.35 Af hverju núllslysastefna - Kristján Kristinsson, öryggisstjóri Landsvirkjunnar
· Kl. 16.00 Samantekt á ráðstefnu og ráðstefnulok - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins
Fundarstjóri: Ásta Snorradóttir, Phd fagstjóri rannsókna og heilbrigðisdeildar hjá Vinnueftirlitinu.
Með kveðju,
Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi.
Fimmtudaginn 5. nóvember var haldinn vel sóttur fundur um hugmyndafræði, fræðslu og framkvæmd öryggismála hjá Landsvirkjun með áherslu á framkvæmdir á Þeistareykjum. Um 40 gestir mættu auk þess sem 7 voru með í fjarfundi frá Þeistareykjum.
Kristján Kristinsson öryggisstjóri fyrirtækisins fjallaði almennt um stefnu landsvirkjunar í öryggismálum, en þar eru öryggismál forgangsmál og stefnt að slysalausri starfsemi. Sýnd voru tvö áhugaverð myndbönd sem notuð eru við þjálfun og fræðslu hjá fyrirtækinu. Valur Knútsson verkefnisstjóri kynnti stöðu framkvæmda á Þeistareykjum en þar er unnið að uppbyggingu 90 MW jarðvarmavirkjunar. Í máli hans kom fram rík áhersla Landsvirkjunar á umhverfis- og öryggismál og þann ávinning sem það hefur fyrir framkvæmdina. Að lokum kynnti Björn Halldórsson öryggis- og umhverfisfulltrúi Landsvirkjunar hvernig unnið er með öryggismál við uppbyggingu Þeistareykjavirkjun. Meðal þess sem hann kynnti var að allir sem vinna á framkvæmasvæðinu þurfa að sækja öryggis- og umhverfisnámskeið með það að markmiði að auka vitund um málaflokkana og vekja öryggisbrag á svæðinu. Á árinu hafa 275 sótt námskeiðið en um ræðir stafsmenn Landsvirkjunar, LNS Saga, undirverktakar og þjónustuaðilar.
Matthildur Stefánsdóttir í stjórn faghóps um umhverfi og öryggi bauð alla velkomna í Vegagerðina þar sem tekið var á móti Stjórnvísifélögum með rjúkandi kaffi, nýjum rúnnstykkjum og vínarbrauði. Þá tóku við Halldóra við Hreggviðsdóttir, ráðgjafafyrirtækinu Alta og Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri svæðisgarðs.
Halldóra sagði að best tækist til þegar þeim tækist að fá alla til að vinna saman. Svæðisgarður er samfélag þar sem sveitarfélag, atvinnufélag og íbúar hafa ákveðið að starfa saman að uppbyggingu. Þetta eru grasrótarsamfélög sem ganga út á að nýta sérstöðuna í samfélaginu. Svona módel var lagt upp með fyrir Snæfellsnes þar sem 5 félög vinna saman. Sú leið var farin að nota grunnstefnu þ.e. svæðisskipulag. Samtökin voru stofnun 1.apríl 2014. Til að breyta samfélagi þarf að vinna á mörgum sviðum.
Ragnhildur Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri svæðisgarðs sagði frá því hve gott væri að nýta skipulagsmálin. Þau ætla að vera hreyfiafl, vernda og nýta arfinn, styrkja sjálfsmynd, verða samstarfsvettvangur o.fl. Eigendaráðið fjármagnar verkefnið sem samanstendur af sveitarfélögunum fimm og öðrum félögum. Þau tvinna saman atvinnugreinar og farið var í landslagsgreiningu. Það var t.d. tryggt að í Arnarstapa væri bæði falleg og góð höfn. Búið er að skapa skýra mynd af svæðinu sem heild og staðaranda þess. Búðarkirkja er mjög vinsæl, þar er vinsælt að gifta sig og kirkjan er mikið notuð í kvikmyndum. Skemmtiferðaskip streyma til Snæfellsness og þá er kirkjan skoðuð. Búið er að merkja á kort hvar þjóðsögur gerast, selt er beint frá býli á fimm stöðum og sóknarfæri eru hvar sem litið er. Búið er að flokka fræðin og hnýta netið, framtíðin kemur ekki bara við sköpum hana. En hvert eru þau að fara og hvernig nálgast þau það? Ragnhildur kynnti það á skeleggan hátt. Reiðleiðir, gönguleiðir og vegir hafa verið skráðir.
Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður vorið 2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Eitt af markmiðunum með stofnun garðsins er að vera samstarfsvettvangur sem stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi.
Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Svæðisgarðs mun halda erindið.
Skráning hér: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/671
Svæðisgarður er samstarfsvettvangur þar sem byggt er á sérstöðu svæðis og hún nýtt á markvissan hátt til verðmætasköpunar. Svæðisgarðurinn Snæfellsnes var stofnaður vorið 2014 af sveitarfélögum og félagasamtökum í atvinnulífi á Snæfellsnesi. Eitt af markmiðunum með stofnun garðsins er að vera samstarfsvettvangur sem stuðlar að efnahagslegum, umhverfislegum og félagslegum ávinningi.
Ragnhildur Sigurðardóttur umhverfisfræðingur og framkvæmdastjóri hins nýstofnaða Svæðisgarðs mun halda erindið.
Skráning hér: http://www.stjornvisi.is/vidburdir/671
Stjórn faghóps um Umhverfi og öryggi vekur athygli á eftirfarandi ráðstefnu:
VÍS og Vinnueftirlitið bjóða þér að sitja árlega ráðstefnu um öryggismál fyrirtækja og öryggi á vinnustöðum. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar kl 13-16 á Hilton Reykjavík Nordica og um leið verða Forvarnarverðlaun VÍS 2015 afhent.
Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður.
Text Box: Skráðu þig á forvarnaráðstefnuna
http://www.vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-2015/
Dagskrá er sem hér segir
· 13.00 Setning ráðstefnu - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
· 13.10 Við berum öll ábyrgð á örygginu - Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
· 13.30 Öryggi erlendra starfsmanna - Guðmundur Þór Sigurðsson, verkefnastjóri hjá fræðsludeild Vinnueftirlitsins.
· 13.50 Stjórn efnamála hjá fyrirtækjum - Jóhannes Loftsson, efnaverkfræðingur hjá Verkís.
· 14.05 Kemur mér þetta við? - Öryggismál í ferðaþjónustu - Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðmanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
· 14.25 Kaffi
· 14.45 Gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum - leið til framfara og samfélaglegrar ábyrgðar - Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
· 15.05 OiRA - Rafrænt áhættumat framtíðarinnar - Guðmundur I. Kjerúlf, aðstoðardeildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins.
· 15.20 Skeifubruninn, staðreyndir og lærdómur - Karl Á. Hjartarson, byggingafræðingur og vörustjóri hjá VÍS.
· 15.40 Forvarnarverðlaun VÍS
· 16.00 Samantekt á ráðstefnu og ráðstefnulok - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Fundarstjóri: Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Undanfarin ár hafa færri komist að á ráðstefnurnar en vildu og fyrir áhugasama má benda á að erindi fyrri ráðstefna er að finna á vef VÍS.
Líkt og í fyrra verður ráðstefnan haldin á Reykjavík Hilton Nordica hótelinu og hvetjum við ykkur til þess að skrá ykkur tímanlega.
Skráðu þig á forvarnaráðstefnuna
http://www.vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-2015/
Þau Reynir Sævarsson verkefnisstjóri og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir sérfræðingur í neyðarstjórnun hjá EFLU voru fyrirlesarar fundarins í morgun hjá faghóp um umhverfis-og öryggismál. Ferðaþjónustugreinin á Íslandi vex mjög hratt. Frá árinu 2010-2013 hefur orðið 70% aukning ferðamanna. Í 2.563 af 4.817 útköllum björgunarsveita á tímabilinu okt.2013-okt.2014 komu ferðamenn við sögu. Ef hvert útkall kostaði 200 þúsund krónur eru þetta rúmlega 512 milljónir króna. Þóra Kristín segir að núna sé tíminn til að tryggja öryggi meira. Þóra Kristín kynnti Almannavarnahringrásina. Ef við erum vel undirbúin styttum við viðbragðshlutann og drögum þá úr áhrifum þess atburðar sem gerist. Í hvert skipti og eitthvað gerist þá þurfum við að læra og í framhaldi betrumbæta. Upplýsingagjöf á neyðartímum skiptir miklu máli. Hún róar fólk, hafa þarf í huga starfsfólk, samstarfsaðila, fjölmiðla, fólk af erlendum uppruna, heyrnarlausa og aðra minnihlutahópa. Áhættustjórnunarkerfið sem EFLA hefur verið að nota er ISO 31000. En hvað er í boði á Íslandi? Safe Travel - safetravel.is , VAKINNN sem er gæðaþjónustukerfi innan ferðaþjónustunnar. Auglýsa þarf safetravel.is miklu betur og kenna öllum að keyra yfir íslenskar ár. Allir eru hvattir til að hafa 112 Iceland Appið ásamt því að hvetja alla til að nýta þessa síðu sem ætla að ferðast um Ísland. Björgunarsveitir gera áhættumat og fór Þóra Kristín yfir áhættumatið. Allir þurfa skýr hlutverk, einungis það dregur úr áhættu. Hvernig er gengið um svæðið? Klæðnaður, skyndihjálp, öryggiskröfur á staðnum, farartæki, útbúnaður bíla, fara tvíbíla, staðsetning kunn. Áhættumat þarf að vinna með þeim sem eru á staðnum t.d. leiðsögumönnunum, þeir verða að taka þátt.
Inni í göngum þarf að hafa gasmæla því það geta myndast pollar. Klæðnaður skiptir líka miklu máli. Inn í göngum er mesta hættan á að ökutæki keyri yfir fólk. Farið var yfir hve atvikaskýrsla skiptir máli því við lærum svo mikið af henni. Næstum því slys er svo mikilvægt af því lærum við mikið.
Reynir fór yfir gerð ísganganna. Ísinn er alltaf við 0 gráður, mikið er loftræst og fer hitinn 4 gráður. Í dag eru göngin 20 metrar undir yfirborði. Trukkarnir eru tveir sem eru á jöklinum, þeir eru það stórir að litlar líkur eru á að þeir falli í sprungur. Bandaríkjamenn skráðu verkfræðiskýrslur um verkefni sem þeir gerðu á Grænlandsjökli fyrir 70 árum síðan og hægt er að læra af þeim. Jökulís er þannig efni að það hnígur með tímanum en hrekkur ekki í sundur og því lítil hætta á hruni. Í sumar var 6-7 metra bráðnun á snjó í Langjökli.
stjórn faghópsins hvetur alla til að fylgjast með áhugaverðri dagskrá í vetur.
Stjórn faghóps um umhverfi og öryggi vill vekja athygli á eftirfarandi:
Mánudaginn 27. október nk. boðar VÍS í samstarfi við Samgöngustofu til opins fundar um öryggismál í landflutningum.
Fjallað verður um skipulag öryggismála hjá flutningafyrirtækjum, björgunaraðgerðir Landsbjargar þegar koma þarf fólki til aðstoðar yfir veturinn og ríkari kröfur ferðaþjónustunnar um aðgengi að ferðamannastöðum og náttúruperlum yfir vetrartímann. Einnig verða kynntar áhugaverðar niðurstöður úr svefnskimun flutninga- og hópferðabílstjóra en þar má ýmislegt betur fara.
Ekki láta þennan áhugaverða fund fram hjá þér fara. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður svo það er um að gera að hafa snör handtök að skrá sig.
http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/oryggismal-i-landflutningum/
Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar sagði frá og kynnti umhverfisskýrslu Landsvirkjunar, Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 síðan 2006 fyrir Orkusvið og síðan 2007 fyrir Landsvirkjun í heild. Þau eru með umhverfisstefnu og markmið. Stefna þeirra er að Landsvirkjun ætlar að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, stuðla að sjálfbærri þróun í samfélaginu,. Landsvirkjun er með fimm yfirmarkmið í umhverfismálum.
Tvær meginleiðir eru til miðlunar; umhverfisskýrsla og ytri vefur. Á ytri vef eru almennar upplýsingar. Árið 2010 var ákveðið að fara í 3ja ára verkefni og gera skýrslunni hærra undir höfð. Hún yrði efnismeiri 90 bls., og ekki einungis tölulegar upplýsingar. Aukin áhersla var sett á myndræna framsetningu og að spyrja viðskiptavininn/lesandann hvað hann vill sjá. Stigið var það skref í ársbyrjun 2014 að setja fram rafræna útgáfu fyrir árið 2013. Markmiðið er að skýrslan verði áhugaverðari. Skýrslan stendur á vefnum og er alltaf til staðar. Sigurður hjá Landsvirkjun kynnti skýrsluna. Alls staðar í skýrslunni er vísað í tölulegt bókhald. Hægt er að vísa á vefnum í einstaka þætti innan skýrslunnar sem er algjör nýjung. Skýrslan er í raun vefsíða. (unnið í kerfi sem heitir Dísill). Landsvirkjun vill fá endurgjöf og gera betur, vera í fararbroddi í vinnu að umhverfismálum og vera í takt við vísindin. Helsti lærdómurinn er að hafa heildar yfirsýn yfir umhverfisáhrif starfseminnar, gegnsæi, allt upp á yfirborðið, góð efnis-og textavinnsla, gott mál bæði íslenska og enska. Í tölulegu bókhaldi er vísað í pdf.skjal.
Til þess að kynna umhverfisskýrsluna var send út fréttatilkynning á 600 vefföng. Skýrslan hefur náð til erlendra aðila og vitnað í hana í OECD skýrslunni. Megin áskorunin er að ná til fólks, þ.e. að koma upplýsingum um umhverfismál Landsvirkjunar til sem flestra. Hvaða leið á að fara til að ná til almennings? Meginmarkmiðið er að ná til þeirra sem stafar ógn af starfsemi fyrirtækja og draga úr áhyggjum þeirra.
Landsvirkjun hefur brotið blað í að miðla umhverfisupplýsingum, stóra áskorunin er að ná til almennings. Þetta eru upplýsingar sem ættu að skipta þjóðina miklu máli. Skýrslan er umfangsmikil því það er mikilvægt að sleppa engu. Ragnheiður og Sigurður hvöttu félaga til umræðu um hvernig hægt væri að koma skýrslunni á framfæri og spunnust áhugaverðar og stórskemmtilegar umræður.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.763337097067576.1073741936.110576835676942&type=1
Stjórn Umhverfis-og öryggishóps vekur athygli á að VÍS og Vinnueftirlitiðvhalda sameignlega Forvarnaráðstefnu um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja fimmta ári í röð.
Ráðstefnan er nú orðin fjölsóttasta ráðstefnan á Íslandi um þennan málaflokk og koma um 200 fulltrúar frá fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, verkalýðs- og sveitarfélögum.
Það væri frábært ef þið gætum sett tilkynningu um ráðstefnuna á heimasíðu ykkar og ef hægt er, senda tilkynningu um hana á félagalista ykkar.
Okkur hjá VÍS og Vinnueftirlitinu er mikið í mun að ná til sem flestra aðila í atvinnuvinnulífinu, þá sérstaklega stjórnenda, um mikilvægi forvarna og öryggismála hjá fyrirtækjum/atvinnugreingum sem er öllum aðilum til hagsbóta.
Hér fyrir neðan er texti um ráðstefnuna til að setja á heimasíðuna og/eða senda á félagsmenn ykkar. Í fylgiskjalinu er einnig banner um ráðstefnuna ef þið viljið nota hann.
Á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins 6. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica nk. verður fjallað um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja frá mörgum hliðum ( sjá dagskrá) undir yfirskriftinni Skipulag og stjórn öryggismála.
Að stjórna eða fórna er beinskeytt ádrepa til stjórnenda um þeirra hlutverk í öryggismálum. Vilborg Arna Gissurardóttir valkyrja og fjallgöngukona verður nýkominn af toppi Aconcagua í Suður-Ameríku og messar yfir ráðstefnugestum; Með lífið að veði - árangur, áhætta og ákvarðanataka. Þá verður spurt hvort vinnuslys séu starfsfólki að kenna, fjallað um hve mikill skaðvaldur streita og þreyta geta verið, notkun svefnlyfja, helstu orsakir vinnuslysa og margt fleira.
Ekki láta þessa eftirtektarverðu ráðstefnu fram hjá þér fara. Aðgangur er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi svo það er um að gera að hafa snör handtök að skrá sig.
Vinnuvernd til fyrirmyndar hjá VÍS
Evrópska vinnuverndarstofnunin bendir á vinnuverndarstarf VÍS og heilsueflingu starfsfólks sem fyrirmynd að góðum starfsháttum meðal evrópskra fyrirtækja.
Á heimasíðu stofnunarinnar https://osha.europa.eu/data/case-studies/safety-and-health-promotion-in-insurance-company-in-iceland/view er fjallað um hvernig VÍS stuðlar að sem bestum félagslegum og andlegum aðbúnaði starfsmanna, starfsumhverfi og heilsueflingu á vinnustaðnum. Góð og opin samskipti eru lykilatriði í að skapa vinnustaðamenningu sem byggist á trausti, umhyggju og vellíðan starfsmanna. Þau fela meðal annars í sér reglulega upplýsingagjöf frá æðstu stjórnendum um starfsemi og rekstur fyrirtækisins, árleg starfsmannasamtöl og hvatningu til starfsmanna um opinská samskipti við stjórnendur.
Sömuleiðis er komið inn á hvernig VÍS hefur frá árinu 1999 nýtt sér niðurstöður úr árlegri vinnustaðagreiningu sem mælitæki fyrir stjórnendur í að efla heilsu- og vinnuverndarstarf fyrirtæksins. Þar er líðan starfsmanna í vinnu könnuð, ánægja með starfsumhverfi, starfsálag og samskipti milli deilda innan fyrirtækisins.VÍS leggur ríka áherslu á að skapa gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs, stuðla að þróun í starfi og heilsueflingu starfsmanna. Til dæmis með reglulegri fræðslu um líkamlegt og andlegt heilbrigði, mataræði og streitustjórnun.
Sem tryggingafélag er VÍS öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar í öryggismálum og vinnuvernd starfsmanna. Að lokum tiltekur Evrópuska vinnuverndarstofnunin ávinninginn af vinnuverndarstarfinu og heilsueflingu starfsmanna; jákvæður og góður vinnustaður, gott vinnuumhverfi, góð öryggis- og forvarnarmenning og síðast en ekki síst ánægt og öruggara starfsfólk.
„Þetta er auðvitað flott viðurkenning á því starfi sem við höfum unnið með það fyrir augum að vera öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar þegar kemur að vinnuverndarmálum. Okkur hefur tekist að skapa hér menningu sem styður vel við forvarnir og vinnuvernd og hefur öryggisnefndin okkar verið ein mikilvægasta driffjöðrin í þeim efnum,“ segir Anna Rós Ívarsdóttir framkvæmdastjóri mannauðssviðs VÍS.
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, þetta á svo sannarlega við þegar litið er til þess hvað einstaklingar og fyrirtæki geta gert til að stuðla að umhverfisvænna samfélagi.
Þann 15. mars n.k.| klukkan 08:25 - 10:00 hjá N1, Dalvegi 10-14, 201 Kópavogur. 3 hæð ætlar Elva Rakel Jónsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, að fræða okkur á lifandi og áhugaverðan hátt hvernig við getum sjálf verið drifkraftar breytinga í átt að umhverfisvænna samfélagi.
Hverjum vantar ekki „Road-map“ í gegnum umhverfismerkjafrumskóginn? Elva leiðir okkur í gegnum hann og kynnir einnig umhverfismerkið Svaninn.
Ekki missa af þessum áhugaverða fyrirlestri.
Öryggið borgar sig - tækifæri í kreppu
Við núverandi efnahags- og rekstraraðstæður hefur sjaldan reynt eins mikið á stjórnendur að hlúa að og efla öryggisþáttinn í starfsemi fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrirtækja hafa iðulega í mörg horn að líta og á stundum leiðir það til þess að þeir einblína fyrst og fremst á kjarnastarfsemina sem hefur bein áhrif á vöxt fyrirtækisins og fyrir vikið sitja öryggismálin hugsanlega á hakanum.
Há dánartíðni og tugmilljarða tap vegna slysa og heilsutjóns
Í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2010 kemur fram að undanfarin ár hafa að jafnaði 4 - 5 einstaklingar látist við vinnu sína á ári hverju og um 7 - 8000 þurft að leita læknisaðstoðar vegna vinnuslysa. Algengast er að vinnuslys verði við fall á jafnsléttu t.d. á verkpöllum og hálu yfirborði. Sömuleiðis kemur fram í skýrslunni að rannsóknir bendi til þess að allt að jafnvirði 3-5% landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna slysa og heilsutjóns við vinnu. Þetta svarar til 40-50 milljarða króna á ári hérlendis. Stór hluti kostnaðarins leggst beint á eða óbeint á íslensk fyrirtæki.
Auðvelt er fyrir fyrirtæki að meta beinan kostnað vegna vinnuslysa svo sem lækniskostnað, fjarvistir og viðgerðarkostnað. Hins vegar getur reynst erfiðara fyrir fyrirtæki að greina óbeinan kostnað vegna slysanna. Til dæmis vegna glataðrar framleiðslu, aukins rekstrarkostnaðar og lakari gæða í kjölfar þess að þurfa að ráða inn eða þjálfa upp nýjan starfsmann. Annar óbeinn kostnaður getur verið töpuð viðskipti í kjölfar vinnuslyssins, sködduð ímynd fyrirtækisins og hugsanleg skaðabótamál.
Tækifæri til efla öryggismál
Þrátt fyrir ríka kröfu eigenda að draga úr rekstrarkostnaði má það alls ekki vera á kostnað öryggismála íslenskra fyrirtækja. Þar er átt við allt sem snýr að öryggi starfsfólks, vinnuumhverfi og framleiðslu. Því miður eru dæmi um að fyrirtæki freistist til að draga úr almennu viðhaldi á húsnæði, starfsumhverfi og framleiðslubúnaði sem getur leitt til þess að öryggi og heilbrigði starfsfólks sé ógnað. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar verða eigendur og stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga að það er ekki aðeins skylda þeirra samkvæmt Vinnuverndarlögunum að sinna öryggismálum, heldur einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda.
Í erfiðu rekstrarumhverfi og harðnandi samkeppni þurfa fyrirtæki að leita allra leiða til að viðhalda og bæta samkeppnisstöðu sína og framleiðni. Erlendar rannsóknir sýna að starfsfólk á Vesturlöndum hefur aldrei verið eins reiðubúið og nú til að taka þátt í breytingum og innleiða nýjar áherslur í starfsemi fyrirtækja. Óvissa um rekstrarhæfni þeirra og hugsanlegan starfsmissi gerir þetta meðal annars að verkum. Stjórnendur hafa því kjörið tækifæri til að breyta og hagræða þar sem upplagt er að gera öryggismál að ríkum þætti í kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
Afhverju eru öryggismál hluti af kjarnastarfsemi?
Reynslan hérlendis og erlendis hefur marg oft sýnt að þegar æðstu stjórnendur leggja áherslu á að öryggismál séu hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins stuðlar það ekki einungis að öruggari vinnustað heldur líka að stöðugri og öruggari rekstri og þjónustu. Samkvæmt skráningum tryggingafélaga er minna um slys á starfsfólki og tjón á tækjum, búnaði og húsnæði hjá þeim fyrirtækjum sem sinna öryggismálunum vel en hjá þeim fyrirtækjum sem gera það ekki. Annar ávinningur af því að leggja áherslu á öryggismál er að viðskiptavinir upplifa að þeir skipti við öruggt og áreiðanlegt fyrirtæki. Ímynd fyrirtækisins verður betri og jafnframt verður það eftirsóknarverðari vinnustaður.
Í ljósi þess tuga milljarða kostnaðar sem hlýst af slysum og heilsutjóni við vinnu á Íslandi er ljóst að eftir miklu er að slægjast og í flestum tilfellum má draga úr rekstrarkostnaði með því að efla öryggismálin. Það er áskorun fyrir æðstu stjórnendur að þróa öruggt vinnuumhverfi sem er áhugavert, spennandi og arðbært. Þar sem starfsmenn líta jafnframt á öryggismál sem hagnýt, gagnleg og spennandi í stað hindrunar og kostnaðar við að sinna starfi sínu. Ef forysta og frumkvæði stjórnenda í öryggismálum er sterk þá er hægt að ná miklum árangri í lækka rekstarkostnað fyrirtækja.
Í næstu viku verður fjallað um hagnýtar aðferðir og aðgerðir sem stjórnendur geta ráðist í til að efla öryggismál á sínum vinnustað.
Frumkvæði og forysta í öryggismálum
Reynslan sýnir að öflugir stjórnendur ná árangri jafnt í góðæri sem í hallæri og þeir bestu láta til sín taka á öllum sviðum og þar eru öryggismálin ekki undanskilin. Til að ná árangri í þeim þurfa æðstu stjórnendur að sýna frumkvæði, leiðtogahæfni og vera öðrum starfsmönnum til fyrirmyndar.
Líttu í eigin barm
Áður en stjórnendur hefja vegferð sína í öryggismálum verða þeir að líta í eigin barm og svara nokkrum einföldum spurningum eins og:
Hvernig haga ég mínum eigin öryggismálum í og utan vinnu?
Er ég góð fyrirmynd?
Ábyrgðin er mikil og athafnir hafa bein áhrif á starfsemi, starfsfólk og ímynd fyrirtækisins. Móta þarf stefnu um hvernig stuðla skuli að öruggum vinnustað og rekstri. Sífellt fleiri fyrirtæki á Íslandi starfa eftir svokallaðir „núllsýn“. Samkvæmt henni eru öll slys og tjón óviðunandi og litið svo á að unnt sé að koma í veg fyrir þau öll. Skýr sýn og áherslur æðstu stjórnenda fyrirtækja í öryggismálum auðvelda millistjórnendum og starfsmönnum að vinna og breyta samkvæmt þeim, hafa raunhæfar væntingar og sinna starfi sínu með ábyrgum og öruggum hætti.
Mynda traust
Til að fyrirtæki geti starfað í samræmi við eigin sýn í öryggismálum og náð settum markmiðum þarf að vera traust á milli starfsmanna og stjórnenda. Það myndast og vex eftir því hvernig starfsmenn skynja ásetning stjórnenda, samræmi í aðgerðum og eftirfylgni varðandi öryggisáherslur fyrirtækisins. Þetta krefst þess að stjórnendur mæti þörfum starfsmanna fljótt og örugglega, svari spurningum um öryggismál og bregðist vel við beiðnum. Þannig má senda skýr skilaboð um að öryggismál fyrirtækisins séu þeim hugleikin og mikilvæg.
Stundum er sagt að góðir leiðtogar búi ekki til fylgjendur, þeir búi frekar til aðra leiðtoga. Leiðtogar í öryggismálum fá samstarfsmenn sína til að temja sér það viðhorf að allir beri ábyrgð. Hver og einn sé „sinn eigin öryggisstjóri“ hvort sem er í vinnu eða heima fyrir. Einstrengingslegar reglur settar af stjórnanda og fylgt eftir með hálfum huga starfsmanna eru ekki vænlegar til árangurs. Starfsfólk þarf að fá tækifæri til að vera með í hugmyndavinnu um hvernig haga skuli öryggismálum og taka virkan þátt í þeim. Allir eiga að upplifa að þeir séu í sama liði og hafi sömu sýnina.
Athygli, samskipti og hvatning
Til ná árangri, hvort sem það er í íþróttum eða rekstri fyrirtækis þarf einbeitingin að vera 100% á viðfangsefnið. Því þurfa allir að skynja að öryggismálin séu í öndvegi. Sömuleiðis þarf að stuðla að opinni umræðu á vinnustaðnum um þessi atriði og hvetja starfsmenn til þátttöku.
Markvisst þarf að takast á við þær áskoranir og hindranir sem upp koma þegar ný sýn í öryggismálum er innleidd. Lykilatriðið er að ræða öll vafamál strax og leysa sem fyrst í samvinnu við starfsfólk. Sömuleiðis er nauðsynlegt að meta reglulega hvort fjármunir og tíma sem eytt er í öryggismálin skili sér í öruggari vinnustað, betri rekstri og bættri öryggismenningu. Meðal annars þarf að gera innri kannanir sem meta viðhorf, getu og upplifun starfsmanna á öryggismálum, halda reglulega öryggisfundi um stöðu mála og ræða við þá sem eru ekki enn sannfærðir.
Sýnileiki stjórnenda
Æðstu stjórnendur þurfa að sýna forystu og leiðtogahæfni í öryggismálum með einlægum, persónulegum áhuga og skuldbindingu gagnvart þeim. Þeir þurfa að vera sýnilegir á viðburðum sem tengjast öryggismálum vinnustaðarins, nýta öll tækifæri bæði innan og utan fyrirtækisins til að tjá sig um mikilvægi öryggismála og leggja sig fram við að hrósa starfsmönnum fyrir að vera öðrum til fyrirmyndar. Sannir leiðtogar geta stuðlað að bættri öryggismenningu og viðhaldið henni. Það getur þú líka.
Stjórn Umhverfis-og öryggishóps vekur athygli á áhugaverðugri ráðstefnu
Forvarnir í fyrirrúmi - opin ráðstefna VÍS og Vinnueftirlitsins
Fimmtudaginn 2. febrúar 13:00 -16:00
Aðalskrifstofa VÍS, Ármúla 3, 5. hæð
Aðgangur ókeypis, takmarkaður sætafjöldi
Smeltu hér til að skrá þig og sjá dagskrá
http://vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnir-i-fyrirrumi-2012/
Með góðri kveðju,
starfsfólk VÍS