Stjórn faghóps um Umhverfi og öryggi vekur athygli á eftirfarandi ráðstefnu:
VÍS og Vinnueftirlitið bjóða þér að sitja árlega ráðstefnu um öryggismál fyrirtækja og öryggi á vinnustöðum. Ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 11. febrúar kl 13-16 á Hilton Reykjavík Nordica og um leið verða Forvarnarverðlaun VÍS 2015 afhent.
Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður.
Text Box: Skráðu þig á forvarnaráðstefnuna
http://www.vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-2015/
Dagskrá er sem hér segir
· 13.00 Setning ráðstefnu - Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS
· 13.10 Við berum öll ábyrgð á örygginu - Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
· 13.30 Öryggi erlendra starfsmanna - Guðmundur Þór Sigurðsson, verkefnastjóri hjá fræðsludeild Vinnueftirlitsins.
· 13.50 Stjórn efnamála hjá fyrirtækjum - Jóhannes Loftsson, efnaverkfræðingur hjá Verkís.
· 14.05 Kemur mér þetta við? - Öryggismál í ferðaþjónustu - Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna ferðmanna hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
· 14.25 Kaffi
· 14.45 Gæða- og öryggismál á sjúkrahúsum - leið til framfara og samfélaglegrar ábyrgðar - Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
· 15.05 OiRA - Rafrænt áhættumat framtíðarinnar - Guðmundur I. Kjerúlf, aðstoðardeildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins.
· 15.20 Skeifubruninn, staðreyndir og lærdómur - Karl Á. Hjartarson, byggingafræðingur og vörustjóri hjá VÍS.
· 15.40 Forvarnarverðlaun VÍS
· 16.00 Samantekt á ráðstefnu og ráðstefnulok - Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Fundarstjóri: Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu
Undanfarin ár hafa færri komist að á ráðstefnurnar en vildu og fyrir áhugasama má benda á að erindi fyrri ráðstefna er að finna á vef VÍS.
Líkt og í fyrra verður ráðstefnan haldin á Reykjavík Hilton Nordica hótelinu og hvetjum við ykkur til þess að skrá ykkur tímanlega.
Skráðu þig á forvarnaráðstefnuna
http://www.vis.is/fyrirtaeki/forvarnir/radstefnur/forvarnaradstefna-vis-2015/