Stjórn Umhverfis-og öryggishóps vekur athygli á að VÍS og Vinnueftirlitiðvhalda sameignlega Forvarnaráðstefnu um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja fimmta ári í röð.
Ráðstefnan er nú orðin fjölsóttasta ráðstefnan á Íslandi um þennan málaflokk og koma um 200 fulltrúar frá fyrirtækjum, stofnunum, samtökum, verkalýðs- og sveitarfélögum.
Það væri frábært ef þið gætum sett tilkynningu um ráðstefnuna á heimasíðu ykkar og ef hægt er, senda tilkynningu um hana á félagalista ykkar.
Okkur hjá VÍS og Vinnueftirlitinu er mikið í mun að ná til sem flestra aðila í atvinnuvinnulífinu, þá sérstaklega stjórnenda, um mikilvægi forvarna og öryggismála hjá fyrirtækjum/atvinnugreingum sem er öllum aðilum til hagsbóta.
Hér fyrir neðan er texti um ráðstefnuna til að setja á heimasíðuna og/eða senda á félagsmenn ykkar. Í fylgiskjalinu er einnig banner um ráðstefnuna ef þið viljið nota hann.
Á forvarnaráðstefnu VÍS og Vinnueftirlitsins 6. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica nk. verður fjallað um vinnuvernd og öryggismál fyrirtækja frá mörgum hliðum ( sjá dagskrá) undir yfirskriftinni Skipulag og stjórn öryggismála.
Að stjórna eða fórna er beinskeytt ádrepa til stjórnenda um þeirra hlutverk í öryggismálum. Vilborg Arna Gissurardóttir valkyrja og fjallgöngukona verður nýkominn af toppi Aconcagua í Suður-Ameríku og messar yfir ráðstefnugestum; Með lífið að veði - árangur, áhætta og ákvarðanataka. Þá verður spurt hvort vinnuslys séu starfsfólki að kenna, fjallað um hve mikill skaðvaldur streita og þreyta geta verið, notkun svefnlyfja, helstu orsakir vinnuslysa og margt fleira.
Ekki láta þessa eftirtektarverðu ráðstefnu fram hjá þér fara. Aðgangur er ókeypis en takmarkaður sætafjöldi svo það er um að gera að hafa snör handtök að skrá sig.