Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn.  Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja.  Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár.  Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu. 

Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar.  Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður.  Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu.  Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára.  Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt.  Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu.  Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu.  Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing.  Þá er gefið svar já/nei.  Allt þarf að vera mjög skýrt.  Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu.  Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum. 

Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni.  Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur.  Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum.  Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu.  Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð.  Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand. 

 

Um viðburðinn

Þróun vinnuvistar hjá Elkem á Íslandi

Sigurjón Svavarsson, Öryggis- Heilsu- og Umhverfisstjóri Elkem á Íslandi, fjallar um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir.

Viðburðurinn verður haldinn sem fjarfundur og verður hlekkur sendur til þeirra sem skrá sig daginn fyrir viðburðinn. 
Fyrst mun Sigurjón kynna erindið og svo gefst tími fyrir spurningar. 

Endilega muna að skrá sig upp á að fá sendan hlekk til að geta tekið þátt. 

Fleiri fréttir og pistlar

Nýtt o3 gervigreindarmódel frá OpenAI rýfur mörk greindarskala

Næstum því ótrúlegur endir á hröðu gervigreindarári. Ný sería af gervigreindarmódelum frá OpenAI, o3, virðist geta leyst flest huglæg verkefni betur en bestu mannlegu sérfræðingar á hverju sviði - og er með þekkingu flestra sérfræðinga á flestum sviðum!

Þessar breytingar eru fyrst að gerast rólega eins og á árinu sem er að líða, en síðan munu þessar breytingar gerast mjög hratt, kannski of hratt. Skapandi gervigreind er þegar farin að breyta heiminum og mun halda áfram að hafa mikil áhrif, bæði með jákvæðum afleiðingum og með því að skapa krefjandi áskoranir fyrir samfélög, fyrirtæki og stjórnvöld.

https://x.com/OpenAI/status/1870186518230511844

https://www.wired.com/story/openai-o3-reasoning-model-google-gemini/


https://x.com/fchollet/status/1870169764762710376
 


https://arcprize.org/blog/oai-o3-pub-breakthrough

Jólakveðja Stjórnvísi 2024

Stjórn Stjórnvísi óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegra jóla.  Við þökkum samstarfið á árinu og hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með þér á komandi ári.

Stjórn og framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Anna Kristín Kristinsdóttir, Auður Daníelsdóttir, Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri, Haraldur Bjarnason,  Ingibjörg Loftsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Matthías Ásgeirsson, Snorri Páll Sigurðsson og Stefán Hrafn Hagalín

Pallborðsumræður frá ráðstefnunni í Dubai -

Hér eru vefslóðir frá pallborðsumræðunum á árlegri ráðstefnu sem Dubai Future Forum hélt fyrr í mániðnum. Gæti verið áhugavert að renna yfir efnið og vakta áhugaverð atriði:

 https://www.youtube.com/live/b6lguB_vpjs?si=pgePVUxGSHOKdvvc 

 https://www.youtube.com/live/frI9bJSE3ME?si=5ezTPte5DBUC6fMK

Diversity and Inclusion in the Workplace: Disability Inclusion

Join us for an insightful panel discussion on Disability Inclusion, ahead of the International Day of Persons with Disabilities. We will explore the challenges and systemic barriers faced by people with disabilities, and the collective action needed to dismantle them, while identifying opportunities and solutions for creating truly inclusive and equitable spaces—both in the workplace and society at large. We will cover key areas such as:

Faghópur Öryggishóps Stjórnvísi vekur athygli á viðburði

Sjóvá býður til morgunverðarfundar um heita vinnu á Hótel Reykjavík Natura 20. nóvember kl. 9-11 🔥
Morgunverður í boði frá kl. 8:30.

Síðustu misseri hafa komið upp alvarlegir brunar bæði hér á landi og erlendis á bygginga- og framkvæmdasvæðum. Því miður eru brunar tengdir logavinnu of algengir og því vert að spyrja hvort eitthvað megi betur fara í þeim efnum? 

Við fáum til liðs við okkur sérfræðinga á sviði bruna- og tryggingamála sem verða með áhugaverð erindi um málefnið, sjá nánari upplýsingar í meðfylgjandi auglýsingu.

Það gleður okkur sérstaklega að fá Piu Ljunggren, sérfræðing hjá Brandskyddsföreningen (Eldvarnaeftirlitinu í Svíþjóð) til liðs við okkur en hún verður með spennandi erindi um þeirra reynslu.

Brandskyddsföreningen býður upp á þjálfun og vottun fyrir aðila sem fást við heita vinnu á fimm tungumálum víðs vegar um Svíþjóð og hefur þetta fyrirkomulag verið þar við lýði í yfir þrjá áratugi, eða allt frá árinu 1990.

Áhugasöm eru vinsamlega beðin um að skrá mætingu með því að smella á eftirfarandi tengil: Morgunfundur um heita vinnu - Sjóvá

Takmarkaður sætafjöldi, hlökkum til að sjá þig!

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?