Í morgun fjallaði Sigurjón Svavarsson, öryggis- heilsu- og umhverfisstjóri Elkem á Íslandi um hvernig öryggismenningin hefur þróast þar á sl. 10 árum m.t.t. breytinga í umhverfi og þekkingu starfsmanna á vinnuvistfræði, helstu áskoranir og lausnir. Viðburðurinn sem var haldinn sem fjarfundur var vel sóttur og var hlekkur sendur til þeirra sem skráðu sig daginn fyrir viðburðinn. Nálgast má ítarefni af fundinum undir viðburðinum.
Sigurjón hóf erindi sitt á að setja frá því að fyrirtækið Elkem hefur verið starfandi í meira en 100 ár, var í eigu Norðmanna og er í dag í eigu Kínverja. Verksmiðjan sjálf hefur verið starfandi í rúmlega 40 ár. Mikil áhersla hefur verið lögð undanfarin ár á öryggismál og vinnuvistfræði þar sem verið er að horfa á að hafa skýr lykilatriði eins og líkamsástand, rétta líkamssöðu, vinnuskipulag, hámarksþyngdir, stoðkerfi og einhæfa vinnu.
Sem dæmi um þær aðgerðir sem Elkem hefur farið í á undanförnum árum er að sjúkraþjálfari heimsækir starfsstöðvar. Elkem setti sér skýr markmið varðandi eldri starfsmenn til að fyrirbyggja langtímaveikindi vegna heilsubrests. Núllstaða var skilgreind mjög vel til að vita hvar Elkem er í dag. Hvert ætla þau að fara, ákveða þarf réttar aðgerðir, mæla þær og skila árangri. Helstu áskoranir sem komu út úr áhættumati var að hjá Elkem er unnið með þung verkfæri og verkfæri sem starfsmenn höfðu jafnvel aldrei séð áður. Varðandi að opna og loka gámum þá þarf að beita réttri líkamsbeitingu. Sigurjón sagði að þegar horft væri til síðustu fimm ára. Helstu orsakir atvika hjá Elkem á síðustu fimm árum stafa af því að starfsmenn voru að beita líkamanum rangt. Erfiðast er að ákveða hvort atvikið má rekja beint til vinnustaðarins eða til líkamsástand vegna samhliða vinnu. Er kvillinn kominn frá hliðarvinnu, fyrri vinnu eða núverandi vinnu. Til að fá rétta mynd af stöðunni er samtal við trúnaðarlækni og hjúkrunarfræðing. Þá er gefið svar já/nei. Allt þarf að vera mjög skýrt. Varðandi úrbætur þá ákvað Elkem að fara meira út í fræðslu. Í framhaldi komu starfsmenn með áhugaverðar nýjar lausnir og nefndi Sigurjón dæmi því tengt sem drógu úr líkum á atvikum.
Fræðsla er reglubundin á fræðslufundum og síðan er dagleg fræðsla sem tekin er á vaktinni. Þá er ákveðinn fókus í hverjum mánuði og nú í september er fókusinn á “hífingar”. Sjúkraþjálfari er fenginn á staðinn, sér hvernig starfsmenn vinna og kemur með úrbætur. Þetta hefur hjálpað Elkem mest því starfsmenn taka þetta virkilega til sín og finna sjálfir lausnir. Fjöldi umbóta hefur komið frá starfsmönnum. Nýjar áskoranir er unga kynslóðin, unnið er með aukna áherslu á að hafa störfin léttari og öryggi og bæði kyn í vinnu. Að lokum sagði Sigurjón að þetta væri samspil stjórnenda og starfsmanna og sameiginleg ábyrgð. Hver og einn verður að passa vel upp á sitt líkamlega ástand.