Stjórnvísifélagar á sjó í morgun.

Sá einstaki viðburður gerðist í morgun að fundur á vegum faghóps um umhverfi og öryggi var haldinn á sjó.  Þvílík ró og fegurð að sitja í skólaskipinu Sæbjörgu á meðan skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna Hilmar Snorrason kynnti skipulag og starfsemi skólans. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður 1985 en á árunum 1970-1985 fórust að meðaltali 18 manns á ári á sjó. 

Með því að hafa skólann í skipi er auðvelt að fara með hann hvert á land sem er.  Árið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin opnuðu fékk Slysavarnarfélagið gömlu Akraborgina.  Skipið er í góðu lagi í dag en hefur ekki verið siglt síðan 2015.  Þessi skip sem skólinn á hefur verið siglt á 25 hafnir.  Kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands hafa verið miklir boðberar varðandi forvarnir og fræðslu.  Á tímabilinu 1984-1997 fækkaði slysum niður í 8 á ári en árið 1986 var eitt af stærstu slysaárunum.  Lög um Slysavarnaskóla sjómanna voru sett 1991 og skv. þeim er það skylda að sjómenn fari í skólann.  Slys á sjómönnum hafa verið nokkuð tíð í gegnum árum.  Í dag kemst enginn á sjó án þess að hafa pappíra upp á að hann sé með alla pappíra í lagi. Slys á sjómönnum 1984-1997 voru á bilinu 400-631.  Í dag eru tilkynnt atvik í kringum 200 á ári og var meðaltalið 260 á árunum 1998-2018.   Taka þarf tillit til þess að sjómönnum hefur fækkað mjög mikið.  Í dag eru í kerfinu 6.000 kennitölur sjómanna.  Hagstofan hélt utan um fjöldann hér á árum áður en Samgöngustofa heldur utan um þetta í dag.  Fækkun slysa er meiri en fækkun sjómanna og ekki hafa orðið banaslys síðan í maí 2016.  Slysavarnaskóli Sjómanna kennir fjölda námskeiða á ári.  Nýir ungir einstaklingar eru undir verndarvæng annarra og þeir mega vera 180 daga á sjó án þess að hafa farið í skólann.  Flest slys verða fyrstu fimm árin á sjó og síðan eru það þeir elstu sem lenda í slysum. 

 Hilmar segir að það sé ekki hægt að útskrifast í öryggi og því mæta allir á eldvarnir, öryggismál, skyndishjálp o.fl.  Í dag er 5 ára endurmenntunarkrafa á sjómenn.  Skólinn kemur ákveðinni þekkingu til sjómanna en það eru þeir sem nýta hana.  Slysavarnarskóli sjómanna er í samstarfi við tryggingafélögin og hefur verið framkvæmt áhættumat. Meðalaldur sjómanna hefur farið hækkandi og var nefnt að nú eru hjartastuðtæki í 97% fiskiskipa.  Með nýjum skipum eru breytingar, aðbúnaðurinn hefur batnað mjög mikið og tæknin aukist til að gera störfin léttari.  Menn nota tæki miklu meira en áður.  Hilmar vonar að skólinn fái áfram að vera um borð í skipi og horfir nú til Herjólfs.  Hilmar nefndi að lokum að allt starfið í Slysavarnaskóla sjómanna er til þess að auka hæfni og getu sjómanna. 

Um viðburðinn

Kynning á starfi og skipulagi slysavarnarskóla sjómanna

Kynning á skipulagi og starfssemi Slysavarnaskóla sjómanna. Skólinn var stofnaður árið 1985 til að sinna öryggisfræðslu fyrir sjómenn.

Frá því að skólinn tók til starfa hefur slysum á sjó fækkað jafnt og þétt og í dag er óhætt að segja að sjómannastéttin er núna öðrum til fyrirmyndar hvar varðar öryggismál og starf.

Hilmar Snorrason skólastjóri fer yfir skipulag og starfsemi skólans og hvað hann telur lykilinn að þeim árangri sem náðst hefur í öryggisstarfi sjómanna.

Bent er á bílastæðin í Hörpu.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?