Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í dag fund í OR um eldvarnir fyrirtækja. Ný reglugerð um eldvarnir og eldvarnaeftirlit felur í sér töluverðar breytingar á skipulagi opinbers eldvarnareftirlits og lög nr. 75/2000 kveða á um ábyrgð eigenda og forráðamanna húsnæðis með eldvörnum þess. Reglugerðin kallar á meiri kröfur og var farið yfir á fundinum á greinargóðan hátt hvaða þættir það eru sem eigendur, stjórnendur og starfsfólk þurfa að vita af og tileinka sér. Eigandi hússins er alltaf ábyrgur fyrir að skipa eldvarnafulltrúa en bæði eigendur og forráðamenn bera ábyrgð á eigin eldvörnum og skulu þær skjalfestar þannig að það nái yfir tæknileg atriði og skipulagsþætti. Eldvarnarfulltrúinn skal taka þátt í tilkynntum eftirlitsskoðunum, hafa þekkingu á brunavarnarlöggjöf og öllu eldvarnareftirlit og skipulagi , s.s. möguleikum slökkviliðs til að bregðast við eldi í mannvirkinu.
Einar Bergmann fagstjóri forvarna hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði aðaláherslur Slökkviðliðsins að vernda líf og heilsu, að fólki sé ekki ógnað og allir komist út án verkfæra og hjálpar annarra og að eigendur taki ábyrgð á byggingum. Slökkviliðið er komið með skýra ferla. Ferli slökkviliðsins er að 1. Slökkvilið kemur og spyr spurninga 2. Eigendur eiga að vera með skjalfestingu í lagi. 3. Ef skjalfesting er ekki í lagi er beitt þvingunum samkvæmt lögum.
Íris Guðnadóttir frá Securitas kynnti þjónustu fyrirtækisins varðandi eldvarnarúttekt og úttekt á brunavörnum. Bæði er horft til öryggis fólks og eignaverndar. Securitas er með 43 skoðunaratriði og 306 undirliði. Securitas gengur um húsnæðið og tekur myndir. Síðan er eldvarnarúttektin kynnt fyrir verkkaupa og hann sér hvernig staðan er. Securitas býður upp á tól fyrir stjórnendur varðandi hvað liggur á að gera. Húsnæðið er mappað upp og eftirlit er mánaðarlegt framkvæmt af öryggisvörðum Securitas með Guardtools. Öryggisverðir fá sinn gátlista, taka myndir og senda athugasemdir. Stjórnendur fyrirtækja eru því vel upplýstir um stöðu síns fyrirtækis og verið er að huga að öryggi starfsfólks og eignavernd. Skv. tölum frá Mannvirkjastofnun voru 200 útköll 2018 vegna bruna í byggingum.