Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar sagði frá og kynnti umhverfisskýrslu Landsvirkjunar, Landsvirkjun er með vottað umhverfisstjórnunarkerfi ISO 14001 síðan 2006 fyrir Orkusvið og síðan 2007 fyrir Landsvirkjun í heild. Þau eru með umhverfisstefnu og markmið. Stefna þeirra er að Landsvirkjun ætlar að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála, stuðla að sjálfbærri þróun í samfélaginu,. Landsvirkjun er með fimm yfirmarkmið í umhverfismálum.
Tvær meginleiðir eru til miðlunar; umhverfisskýrsla og ytri vefur. Á ytri vef eru almennar upplýsingar. Árið 2010 var ákveðið að fara í 3ja ára verkefni og gera skýrslunni hærra undir höfð. Hún yrði efnismeiri 90 bls., og ekki einungis tölulegar upplýsingar. Aukin áhersla var sett á myndræna framsetningu og að spyrja viðskiptavininn/lesandann hvað hann vill sjá. Stigið var það skref í ársbyrjun 2014 að setja fram rafræna útgáfu fyrir árið 2013. Markmiðið er að skýrslan verði áhugaverðari. Skýrslan stendur á vefnum og er alltaf til staðar. Sigurður hjá Landsvirkjun kynnti skýrsluna. Alls staðar í skýrslunni er vísað í tölulegt bókhald. Hægt er að vísa á vefnum í einstaka þætti innan skýrslunnar sem er algjör nýjung. Skýrslan er í raun vefsíða. (unnið í kerfi sem heitir Dísill). Landsvirkjun vill fá endurgjöf og gera betur, vera í fararbroddi í vinnu að umhverfismálum og vera í takt við vísindin. Helsti lærdómurinn er að hafa heildar yfirsýn yfir umhverfisáhrif starfseminnar, gegnsæi, allt upp á yfirborðið, góð efnis-og textavinnsla, gott mál bæði íslenska og enska. Í tölulegu bókhaldi er vísað í pdf.skjal.
Til þess að kynna umhverfisskýrsluna var send út fréttatilkynning á 600 vefföng. Skýrslan hefur náð til erlendra aðila og vitnað í hana í OECD skýrslunni. Megin áskorunin er að ná til fólks, þ.e. að koma upplýsingum um umhverfismál Landsvirkjunar til sem flestra. Hvaða leið á að fara til að ná til almennings? Meginmarkmiðið er að ná til þeirra sem stafar ógn af starfsemi fyrirtækja og draga úr áhyggjum þeirra.
Landsvirkjun hefur brotið blað í að miðla umhverfisupplýsingum, stóra áskorunin er að ná til almennings. Þetta eru upplýsingar sem ættu að skipta þjóðina miklu máli. Skýrslan er umfangsmikil því það er mikilvægt að sleppa engu. Ragnheiður og Sigurður hvöttu félaga til umræðu um hvernig hægt væri að koma skýrslunni á framfæri og spunnust áhugaverðar og stórskemmtilegar umræður.
Hér má sjá myndir af fundinum: https://www.facebook.com/media/set/?set=a.763337097067576.1073741936.110576835676942&type=1