Guðmundur Benedikt Þorsteinsson, sérfræðingur í vinnuvernd hjá Alcoa Fjarðaál fór yfir á fundi í Verkís í morgun hvernig Alcoa Fjarðaál hefur breytt um áherslur í heilsu og öryggismálum. Hann kynnti hvernig fyrirtækið tileinkaði sér nýja sýn á heilsu og öryggismál og með því nýja stefnu til framtíðar.Viðburðurinn var samstarf faghópa Stjórnvísi um umhverfi og öryggi, mannauðsstjórnun og Vinnís.
Mikilvægt er að byrja á að skilgreina orðið öryggi, hvað er öryggi? Mikið er talað um að ná betri árangri í öryggismálum. Mælikvarðinn er yfirleitt fækkun slysa. Alcoa byrjaði að vinna með mannlega hegðun, hvernig kennum við fólki að gera ekki mistök. En af hverju þurfti Alcoa að fara að gera eitthvað öðruvísi og hver er þessi nýja sýn? Alcoa vildi ná tökum á banaslysum og fækka þeim. Guðmundur sagði frá því að öll kerfi voru þannig hönnuð að koma í veg fyrir að eitthvað slys myndi gerast. Gamla hugarfarið: Atvikalaus vinnustaður er öruggur vinnustaður var það sem Alcoa byggði allt sitt á og skilaði ekki nógu miklum árangri. Alcoa hefur séð að þrátt fyrir allar öryggisvarnir gerast samt slys. Það sem Alcoa fór í að gera var að skilgreina öryggi uppp á nýtt. Nýja hugarfarið: „Öryggi þýðir ekkki að engin atvik eigi sér stað. Öryggi þýðir að varnarlög séu til staðar. Guðmundur tók dæmi um varnarlög í bíl; við spennum beltið, púðar springa út, bíllinn er hannaður fyrir að lenda í slysi. Markmið Alcoa er að stýra hættunni og þetta er þeirra skýring á hvað öryggi er. Nýjan sýnin er: Hættum að segja „EF“ .... og byrjum að segja „ÞEGAR“. Hætta er allt sem getur valdið skaða. Áhættustigið ræðst af skilvirkni varna. Alcoa var alltaf að búa til reglur um allt mögulegt og ímyndaði sér að þannig myndi slysum fækka. Að framkvæma eitthvað er varnarlag. Skilgreint verklag bjargar engum. Hins vegar að tryggja að því sé framkvæmt er varnarlag. Regla er góð og gild, hún verður að vera til staðar en er aldrei nóg ein og sér. 5 grunnreglur mannelgrar hegðunar: 1.mistök eru eðlileg 2. Það að kenna um lagar ekkert 3. Það að öðlast þekkingu er nauðsynlegt 4. Kerfið drífur hegðun 5. Viðbrögð stjórnenda skipta öllu máli.