Þú bókar þig á viðburðinn hér.
Leó Sigurðsson, sem situr í stjórn Vinnís og í stjórn faghóps um öryggisstjórnun og loftlagshóps hjá Stjórnvísi, vekur athygli á mjög áhugaverðum viðburði sem verður þann 25.maí n.k. þegar Andreas Holtermann hjá dönsku rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd (NFA) mun halda hádegisfyrirlestur (12:00-12:45) sem nefnist „Making Work Healthy for All“ sem byggir á nýrri hugmyndafræði innan vinnuvistfræðarinnar „The Goldie Lock Principle“. Í neðangreindum hlekk er hægt að fræðast nánar um þessa hugmyndafræði og þeim rannsóknum sem hún byggir á: https://nfa.dk/GoldilocksWork.
Í framhaldi af fyrirlestrinum verður vinnustofa (13:15-15:15) þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kafa dýpra og ræða hvernig þessi hugmyndafræði getur nýst á íslenskum vinnumarkaði.
Hægt verður að mæta eingöngu á fyrirlesturinn en einnig halda áfram og taka þátt í vinnustofunni.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Verð:
Frítt er fyrir félaga í Vinnís - en annars er gjaldið 3.500 kr.
Ef þið eruð ekki félagar í Vinnís eruð þið hvött til að gerast félagar – þátttökugjaldið að viðburðinum verður þá að árgjaldi í félaginu fyrir tímabilið 2022-2023. Hægt er að ganga frá slíkri skráningu á fundinum.
Staður:
Vinnueftirlitið, Dvergshöfai 2, 2. hæð, 110 Reykjavík
Tími:
Fyrirlestur kl. 12:00-12:45 (2. hæð)
Vinnustofa kl. 13:15-15:15 (8. hæð)