Ekki eyða heldur deila ást og mat.

Glímt við matarsóun var yfirskrift fundar í morgun á vegum faghópa um samfélagsábyrgð fyrirtækja og umhverfis og öryggi. Á fundinum var farið yfir nálgun Arion banka og Landspítala á matarsóun.
Samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) endar um þriðjungur þess matar sem framleiddur er í heiminum í ruslinu. Nýleg greining Umhverfisstofnunar bendir til þess að Ísland sé engin undantekning. Matarsóun er ekki bara óþarfa sóun heldur hefur hún líka neikvæð áhrif á losun gróðurhúsalofttegunda. Síðustu misseri hefur matarsóun verið töluvert í umræðunni og er almennur samhljómur um að draga þurfi úr henni. Hjá Landspítalanum og Arion banka er unnið að því að draga úr matarsóun.
Hlédís Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptasviði Arion banka, fjallaði um hvernig það kom til að Arion banki fór að mæla matarsóun í mötuneyti starfsfólks í höfuðstöðvum. Arion banki undirritaði loftslagsstefnu Festu og Reykjavíkurborgar ásamt 103 öðrum fyrirtækjum árið 2015. Í framhaldi setti bankinn sér markmið um minnkun gróðurhúsalofttegunda og úrgangs fyrir lok júní 2016. Sett voru markmið um að draga úr losun um 2% á ári næstu tvö árin, draga úr óflokkuðum úrgangi og innleiða umhverfishugbúnaðinn KGS. Starfsfólk hefur verið duglegt við að koma með hugmyndir og ein þeirra var að draga úr matarsóun. Farið var af stað í byrjun apríl og vissi starfsfólk ekki af mælingunum fyrstu þrjá mánuðina. Átakið var síðan kynnt í lok júní og starfsfólk hefur orðið meðvitaðra.
Alfreð Ómar Alfreðsson, yfirmatreiðslumaður bankans sagði síðan frá aðferðum eldhússins og hvernig verkefnið hefur gengið. Byrjað var á að setja upp merkingar í mötuneytinu til að skilaboðið kæmu fram á jákvæðan hátt. Verið er að hvetja en ekki skamma. Starfsfólk getur farið fram fyrir röðina ef það vill fá sér aftur á diskinn. Hver og einn leggur sitt af mörkun. Átakið byggist á að vigta þann mat sem er hent í kílóum. Nýlega var gerð könnun og nú segjast 59% starfsfólks í höfuðstöðvum fá sér minna á diskinn til að klára af oum. En næstu skref eru þau að halda boltanum á lofti. Skoða þarf betur forsendur mælinga. Hvað með beinamáltíðir og afskurð? Einnig þarf að passa upp á að verðlauna starfsfólk reglulega fyrir góðan árangur. Öll frávik eru skráð t.d. beinamáltíð. En allir eru háðir umbun; hvað fæ ég fyrir að klára af disknum mínum? Á matarsóun.is eru upplýsingar. Ábending kom í umræðum í framhaldi af erindi að skoða hver sparnaðurinn er í krónum. Í dag er flokkað lífrænt, pappi o.fl. og starfsfólk hefur tekið einstaklega vel í átakið. Eldhúsið sér um veitingar fyrir fundarherbergi og er að setja viðmið fyrir þá sem panta. Mikilvægt er að þetta sé einfalt og aðgengilegt og mælanlegt.
Vigdís Stefánsdóttir deildarstjóri yfir eldhúsi Landspítala sem er stærsta framleiðslueldhús á landinu sagði frá því hvað verið er að gera á spítalanum varðandi matarsóun. Á Landspítalanum vinna 3.500 manns sem eru út um allan bæ. U.þ.b. 5000 máltíðir eru framreiddar á dag. Í eldhúsi og matsölum starfa 1114 manns í 97 stöðugildum. Veltan er 1,4milljarðar og þar af fara 630 milljónir í matvæli. 15-20 matseðlar eru matreiddir fyrir ca 700 sjúklinga og matsalirnir eru 9. Byrjað var á lífrænni flokkun 2009, 2011 var byrjað að mæla markvisst lífrænan úrgang frá eldhúsi, 2012 matur sem ekki er seldur, 2013 af diskum starfsmanna og 2014-2015 af diskum starfsmanna í öðrum matsölum. Landspítalinn er með umhverfisstefnu og stendur sig vel í að flokka. Eldhús og matsalir fengu svansvottun 2015 en þar kveður á um vistvæn innkaup o.m.fl. 2012 var mjög góður árangur í að nýta matarafganga. Landspítali fókusar mest á matsali núna en minna á lager en næg eru verkefnin. Gerðar hafa verið mælingar til að sjá árangurinn. Það sem kemur mest til baka af diskum er soðið grænmeti. Þetta er góð vísbending til eldhússins um að skoða hvað megi betur fara. Að minnka matarsóun hjá stóru fyrirtæki/stofnun er langhlaup, tekur tíma því virkja þarf alla og horfa á heildarmyndina. Ekki eyða heldur deila ást og mat voru lokaorð Vigdísar.
Líflegar umræður urðu á fundinum og í lok hans. Þess má geta að Umhverfisverðlaun Norrænu ráðherranefndarinnar féllu þetta árið í skaut fyrirtækis sem hannaði app sem leiðir saman afganga veitingastaða og mötuneyta og kaupendur að ódýrum mat.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?