Faghópur um umhverfi og öryggi hélt í morgun fund í Marel. Fyrirlesarinn var Herdís Storgaard en hún er frumkvöðull á sviði í slysavörnum barna og hefur hlotið viðurkenningu sem slík. Hún hefur verið í samstarfi við IKEA síðustu ár varðandi forvarnir á heimilum og öryggi barna. Ferill hennar í öryggismálum og þekking á slysavörnum hefur verið afar spennandi og fór Herdís yfir feril sinn og helstu verkefni síðustu ára.
Herdís er með samning við Heilsugæsluna á Íslandi þannig að þeir dreifa boðsbréfi til verðandi foreldra á 28.viku meðgöngu www.msb.is Þetta námskeið er frítt fyrir alla og afar og ömmur eru hvött til að koma. Hægt er að senda fyrirspurnir til Herdísar í gegnum heimasíðuna. Fræðslan fer fram í heimilisumhverfi um öryggi á heimilinu. Herdís talar við fólk en ekki yfir það. Með fræðslunni er ekki verið að segja foreldrum hvað þeir eigi að gera heldur er þetta byggt upp á því að þau eru með eitt stykki barn sem ekki er fært um að forðast hættur fyrr en eftir 12 ára aldur. Markmiðið er að fólk átti sig á þessu og breyti hegðun sinni. Sérstaklega er lögð áhersla á svefnumhverfi barna. Áhrifavaldar eins og Instagram hafa haft skelfileg áhrif sem valdið hafa slysum. Foreldrum er bent á mikilvægi áhættumats á heimilinu með notkun gátlista. Hluti af lífinu eru skrámur og skurðir en verið er að fyrirbyggja stórslys. Einnig er rætt á námskeiðinu um grundvallaratriði um öryggi í bílum.
Herdís kynnti app sem er á heimasíðu Ikea. Ikea.is/oruggaraheimili Foreldrar setja inn í appið aldur barnsins og þannig kemur áminning um hvað er mikilvægast að skoða á hverju aldursstigi fyrir sig. Getan eykst og eykst, hver og einn býr til sinn gátlista. Appið er hægt að nálgast í Appstore. Mjög góðar viðtökur eru á appinu í Ástralíu og verið að setja það upp í Kanada og US.
Skipulagðar slysavarnir barna hófust árið 1991 á Íslandi. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra ákvað að setja fé í málaflokkinn á þessum tíma. Mikill árangur hefur náðst á þessum tíma og hefur alvarlegum slysum fækkað um 50% og dauðaslysum um 65%. Málaflokkar sem hafa tekist vel er: fræðsluefni fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga, drukknanir, öryggi á sund og baðstöðum, öryggi í grunn-og leikskólum, öryggi barna í bílum, öryggi á leiksvæðum barna, öryggi dagforeldra og almenn vitundarvakning.
Framtíðin er sú að stjórnvöld verða að átta sig á að barna-slysavarna verkefni er nauðsynlegt og samsetning þjóðfélagsins er breytt, það er minni þekking á öryggi meðal ákveðinna hópa.