Öryggið borgar sig - tækifæri í kreppu Grein e.Gísli Níls Einarsson Forvarnarfulltrúa VÍS

Öryggið borgar sig - tækifæri í kreppu
Við núverandi efnahags- og rekstraraðstæður hefur sjaldan reynt eins mikið á stjórnendur að hlúa að og efla öryggisþáttinn í starfsemi fyrirtækjanna. Stjórnendur fyrirtækja hafa iðulega í mörg horn að líta og á stundum leiðir það til þess að þeir einblína fyrst og fremst á kjarnastarfsemina sem hefur bein áhrif á vöxt fyrirtækisins og fyrir vikið sitja öryggismálin hugsanlega á hakanum.
Há dánartíðni og tugmilljarða tap vegna slysa og heilsutjóns

Í ársskýrslu Vinnueftirlitsins fyrir árið 2010 kemur fram að undanfarin ár hafa að jafnaði 4 - 5 einstaklingar látist við vinnu sína á ári hverju og um 7 - 8000 þurft að leita læknisaðstoðar vegna vinnuslysa. Algengast er að vinnuslys verði við fall á jafnsléttu t.d. á verkpöllum og hálu yfirborði. Sömuleiðis kemur fram í skýrslunni að rannsóknir bendi til þess að allt að jafnvirði 3-5% landsframleiðslu vestrænna ríkja glatist vegna slysa og heilsutjóns við vinnu. Þetta svarar til 40-50 milljarða króna á ári hérlendis. Stór hluti kostnaðarins leggst beint á eða óbeint á íslensk fyrirtæki.

Auðvelt er fyrir fyrirtæki að meta beinan kostnað vegna vinnuslysa svo sem lækniskostnað, fjarvistir og viðgerðarkostnað. Hins vegar getur reynst erfiðara fyrir fyrirtæki að greina óbeinan kostnað vegna slysanna. Til dæmis vegna glataðrar framleiðslu, aukins rekstrarkostnaðar og lakari gæða í kjölfar þess að þurfa að ráða inn eða þjálfa upp nýjan starfsmann. Annar óbeinn kostnaður getur verið töpuð viðskipti í kjölfar vinnuslyssins, sködduð ímynd fyrirtækisins og hugsanleg skaðabótamál.
Tækifæri til efla öryggismál
Þrátt fyrir ríka kröfu eigenda að draga úr rekstrarkostnaði má það alls ekki vera á kostnað öryggismála íslenskra fyrirtækja. Þar er átt við allt sem snýr að öryggi starfsfólks, vinnuumhverfi og framleiðslu. Því miður eru dæmi um að fyrirtæki freistist til að draga úr almennu viðhaldi á húsnæði, starfsumhverfi og framleiðslubúnaði sem getur leitt til þess að öryggi og heilbrigði starfsfólks sé ógnað. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar verða eigendur og stjórnendur fyrirtækja að hafa í huga að það er ekki aðeins skylda þeirra samkvæmt Vinnuverndarlögunum að sinna öryggismálum, heldur einnig siðferðileg og samfélagsleg skylda.
Í erfiðu rekstrarumhverfi og harðnandi samkeppni þurfa fyrirtæki að leita allra leiða til að viðhalda og bæta samkeppnisstöðu sína og framleiðni. Erlendar rannsóknir sýna að starfsfólk á Vesturlöndum hefur aldrei verið eins reiðubúið og nú til að taka þátt í breytingum og innleiða nýjar áherslur í starfsemi fyrirtækja. Óvissa um rekstrarhæfni þeirra og hugsanlegan starfsmissi gerir þetta meðal annars að verkum. Stjórnendur hafa því kjörið tækifæri til að breyta og hagræða þar sem upplagt er að gera öryggismál að ríkum þætti í kjarnastarfsemi fyrirtækisins.
Afhverju eru öryggismál hluti af kjarnastarfsemi?
Reynslan hérlendis og erlendis hefur marg oft sýnt að þegar æðstu stjórnendur leggja áherslu á að öryggismál séu hluti af kjarnastarfsemi fyrirtækisins stuðlar það ekki einungis að öruggari vinnustað heldur líka að stöðugri og öruggari rekstri og þjónustu. Samkvæmt skráningum tryggingafélaga er minna um slys á starfsfólki og tjón á tækjum, búnaði og húsnæði hjá þeim fyrirtækjum sem sinna öryggismálunum vel en hjá þeim fyrirtækjum sem gera það ekki. Annar ávinningur af því að leggja áherslu á öryggismál er að viðskiptavinir upplifa að þeir skipti við öruggt og áreiðanlegt fyrirtæki. Ímynd fyrirtækisins verður betri og jafnframt verður það eftirsóknarverðari vinnustaður.
Í ljósi þess tuga milljarða kostnaðar sem hlýst af slysum og heilsutjóni við vinnu á Íslandi er ljóst að eftir miklu er að slægjast og í flestum tilfellum má draga úr rekstrarkostnaði með því að efla öryggismálin. Það er áskorun fyrir æðstu stjórnendur að þróa öruggt vinnuumhverfi sem er áhugavert, spennandi og arðbært. Þar sem starfsmenn líta jafnframt á öryggismál sem hagnýt, gagnleg og spennandi í stað hindrunar og kostnaðar við að sinna starfi sínu. Ef forysta og frumkvæði stjórnenda í öryggismálum er sterk þá er hægt að ná miklum árangri í lækka rekstarkostnað fyrirtækja.
Í næstu viku verður fjallað um hagnýtar aðferðir og aðgerðir sem stjórnendur geta ráðist í til að efla öryggismál á sínum vinnustað.

Fleiri fréttir og pistlar

Meginstraumar hnattrænna breytinga

Komin er skýrsla frá Dubai Future Foundation sem lýsir 10 meginstraumum sem munu móta heiminn okkar í náinni framtíð. Framlag skýrslunnar býr okkur undir það sem framundan er og grípa tækifærin sem hugsanlega koma í kjölfar þessara breytinga. Skýrslunni er ætlað að kynda undir nýsköpun, hvetja til ákvarðanna og knýja stjórnvöld, stofnanir og einstaklinga að vera virk í að móta sínar framtíðir. Hægt er að nálgast skýrsluna hér: https://framtidarsetur.is/2025/04/01/meginstraumar-hnattraena-breytinga/

Alþjóða dagur framtíðar, 2025. Hnattræn umræða um betri framtíð fyrsta mars næstkomandi

Frá faghópi framtíðarfræða

Þann fyrsta mars mun Millennium Project, sem Framtíðarsetur Íslands er aðili að, ásamt fimm öðrum alþjóðlegum samtökum halda upp á 12. árlega Alþjóða dag framtíðar — einstakt 24 tíma netsamtal um allan heim þar sem möguleikar sameiginlegrar framtíðar okkar verða til umræðu.

Dagurinn hefst klukkan 12 á hádegi í Nýja-Sjálandi. Þetta viðburðarríka samtal mun færast vestur á við klukkutíma fyrir klukkutíma og ljúka 24 klukkustundum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að taka þátt hvenær sem er til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig megi skapa betri framtíð ásamt framtíðarfræðingum. Hugsuðum og virkum samfélög um allan heim.

Frekari upplýsingar og skráning er á eftirfarandi vefslóðum:

Read the announcement.

Register to attend

Watch the video promo

 

Tólf hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2025

Smelltu hér til að sjá myndir frá afhendingunnimyndband, umsagnir og þá sem voru tilnefndir. Tólf einstaklingar hlutu Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi árið 2025 sem veitt voru í dag við hátíðlega athöfn á Grand Hótel að viðstöddum forseta Íslands. Verðlaunin voru veitt í þremur flokkum auk þess sem veitt voru sérstök hvatningarverðlaun en þetta er í sextánda sinn sem Stjórnunarverðlaunin eru afhent.
Handhafar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 eru eftirtaldir:  Í flokki yfirstjórnenda Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innnes, í flokki millistjórnenda þær Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu, rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins og Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs, menningar og vellíðunar hjá Bláa Lóninu. Í flokki frumkvöðla stofnendur Good Good þeir Jóhann Ingi Kristjánsson, Agnar Tryggvi Lemacks og Garðar Stefánsson. Stofnendur Indo, Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson og stofnendur Evolytes þau Íris Eva Gísladóttir og Mathieu G. Skulason. Þessar þrjár ólíku lausnir eiga það allar sameiginlegt að snúa að bættum lífsgæðum og árangri fyrir fjölskyldur og rekstur heimila. Auk þess voru veitt sérstök hvatningarverðlaun fyrir frumkvölastarf innan rótgróinna fyrirtækja, þau hlutu Bjargey Harðardóttir meðeigandi og stjórnandi hjá 66 Norður og Eyjólfur Pálsson stofnandi Epal.   
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi eru árlega veitt stjórnendum fyrirtækja sem þykja hafa skarað fram úr á sínu sviði. Yfirlýst markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku á sviði stjórnunar á Íslandi. Einnig er þeim ætlað að vekja athygli á framúrskarandi starfi stjórnenda og frumkvöðla auk þess að örva umræðu um faglega stjórnun. 

Í dómnefnd sátu

Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar

Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár

Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs

Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma og stjórnarkona

Salóme Guðmundsdóttir, ráðgjafi og stjórnarkona

Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi

 

 

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Hér má sjá alla þá sem tilnefndir eru til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025.
Útnefnt verður í þremur flokkum: Yfirstjórnendur - millistjórnendur - frumkvöðlar auk þess sem veitt verða sérstök hvatningarverðlaun.  
Forseti Íslands Frú Halla Tómasdóttir mun afhenda verðlaunin á Grand Hótel Háteigi  þann 10. febrúar nk.
Allir eru velkomnir á hátíðina sem einnig verður í beinu streymi og hefst kl.16:00. 
Þú bókar þig hér. 

Stjórnvísi óskar öllum þeim sem tilnefndir eru innilega til hamingju.  

Listi yfir þá sem eru tilnefndir til Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2025 - Innilegar hamingjuóskir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?