18
nóv.
2020
18. nóv. 2020
12:00 - 13:00
/
Microsoft TEAMS
Click here to join the meeting.
Margt hefur verið sagt og ýmislegt ritað um vinnslu persónuupplýsinga á Covid tímum. Opinberir aðilar sem og einkaaðilar standa frammi fyrir ólíkum áskorunum hvað varðar persónuvernd og öryggi sem fjallað verður um frá sjónarhóli eftirlitsaðila, sóttvarnaryfirvalda og einkaaðila.
Viðburðurinn fer fram á Microsoft TEAMS. Click here to join the meeting.
Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi landlæknis, fjallar um hvað felist í því að vera góður stóri bróðir. Stórir bræður eiga það til að vera stríðnir og stjórnsamir en þeir passa líka upp á yngri systkini þegar á reynir. Í yfirstandandi faraldri hefur reynt mjög á sóttvarnayfirvöld við að feta hinn gullna meðalveg persónuverndar einstaklinga og almannhagsmuna af báráttunni við farsóttina hins vegar. Í erindinu verður m.a. farið yfir þróun appsins Rakning C-19 og mögulega breytingar á virkni þess á næstunni.
Vigdís Eva Líndal, sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd, mun fjalla um persónuvernd frá sjónarhóli eftirlitsaðilans og hvernig farsóttin hefur sett mikið álag á regluverkið hérlendis sem og í Evrópu vegna þeirrar auknu vinnslu persónuupplýsinga sem baráttin við farsóttina kallar á.
Hörður Helgi Helgason, lögmaður og eigandi lögmannsstofunnar Landslaga, mun fjalla um þær fjölmörgu spurningar sem Kófið vekur, þar á meðal um hversu langt sóttvarnayfirvöldum er heimilt að ganga í smitrakningu. Í erindinu verða nokkrar slíkar skoðaðar af sjónarhóli persónuverndar.
Nánar um fyrirlesara:
Hólmar Örn Finnsson er persónuverndarfulltrúi embættis landlæknis ásamt því að sinna ráðgjöf til fyrirtækja og stofnana á sviði persónuverndar á vegum fyrirtækisins ERA. Hólmar hefur undanfarin 13 ár starfað við lögfræði tengda upplýsingatækni og persónuvernd.
Hörður Helgi Helgason er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslaga en hann hefur á undanförnum 18 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar.
Vigdís Eva Líndal er sviðsstjóri erlends samstarfs og fræðslu hjá Persónuvernd. Vigdís hefur starfað hjá Persónuvernd frá 2010 og tekur m.a. þátt í samvinnu evrópska persónuverndaryfirvalda á vettvangi hins evrópska persónuverndarráðs.
Fundinum stýrir Alma Tryggvadóttir, formaður stjórnar faghóps um persónuvernd.