Click here to join the meeting
Umhverfi fyrirtækja og stofnana er sífellt að breytast, með nýjum löggjöfum hafa komið auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir að huga að upplýsingaöryggi með því að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem felur m.a. í sér stefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir. En með þessum auknu áherslum er vert að staldra við og velta fyrir sér hvað er í raun og veru upplýsingaöryggi og hvað felst í því?
Sérfræðingar með mismunandi reynslu í upplýsingöryggi munu fara yfir hvað upplýsingaöryggi er og hvað felist í því.
Lára Herborg Ólafsdóttir er lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu. Hún lauk LL.M. gráðu í tæknirétti frá UC Berkeley í Bandaríkjunum og starfaði um skeið á tækni- og hugverkadeild alþjóðlegrar lögmannsstofu í Lúxemborg. Lára hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði net- og upplýsingaöryggis, þ.m.t. við gerð viðbragðsáætlana og eftirfylgni. Þá sinnir Lára stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í tölvurétti og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis á sviði tækni- og hugverkaréttar.
Guðrún Valdís Jónsdóttir starfar sem öryggisráðgjafi hjá Syndis. Hún er útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton Univerity árið 2018 og hefur unnið við netöryggi síðan. Áður en hún hóf störf hjá Syndis vann hún sem öryggisráðgjafi Hjá Aon í New York.