Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP.
Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30.
Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni.