Microsoft Teams meeting
Click here to join the meeting
______________________
Örar breytingar í umhverfi fyrirtækja fela í sér aukna áhættu í rekstri, því er mikilvægt að fyrirtæki séu meðvituð um þá hættu sem ógnað getur starfsemi þeirra. Þá þurfa fyrirtæki einnig að hlíta við kröfum laga og reglugerða hvað varðar áhættustjórnun. Fyrirtæki þurfa að greina, meta, stýra, hafa eftirlit með og endurskoða áhættu í starfsemi sinni en til þess þarf að vera til staðar skýrt og skilgreint ferli.
Fyrirtækin CreditInfo og Orkuveita Reykjavíkur munu miðla reynslu sinni m.a. hvaða aðferðir og umgjörð þau hafa skapað sér við áhættustjórnun ásamt því hvaða ljón hafa orðið á vegi þeirra í vegferðinni.
Sigríður Laufey Jónsdóttir, persónuverndarfulltrúi og forstöðumaður Þjónustu- og lögfræðingasviðs Creditinfo. Laufey er lögfræðingur frá Háskóla Íslands með héraðsdómslögmannsréttindi. Áður starfaði hún sem sviðsstjóri hjá Umboðsmanni skuldara, sem sviðsstjóri hjá Motus og Lögheimtunni og sem forstöðumaður í Búnaðarbanka Íslands. Laufey hefur starfað hjá Creditinfo frá árinu 2015 og tekið þátt í að innleiða nýju persónuverndarlöggjöfina í starfsemi félagsins.
Ábyrg meðferð og vinnsla upplýsinga er hornsteinninn í starfsemi Creditinfo. Félagið hefur innleitt og fengið vottaðan ISO 27001 staðalinn um stjórnun upplýsingaöryggis. Persónuverndarfulltrúi og upplýsingaöryggisstjóri hafa unnið náið saman að gerð áhættumats. Hafin er vinna við að samþætta og samræma gerð áhættumats á upplýsingaöryggi og persónuvernd. Farið verður yfir það af hverju Creditifno telur slíkt vænlegt og hvaða skref hafa verið tekin í þá átt.
Olgeir Helgason, sérfræðingur í stjórnunarkerfum og upplýsingaöryggisstjóri Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Olgeir er með BS í rafmagnstækifræði frá Odense Teknikum (nú SDU í Danmörku). Lauk viðskipta- og rekstrarfræði frá HÍ. Hóf störf árið 1984 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sem síðar varð að Orkuveitu Reykjavíkur og hefur gegnt 3 mismunandi störfum innan samstæðunnar á öllum þessum árum.
Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélögin Veitur, Orka náttúrunnar, Gagnaveita Reykjavíkur og Carbfix hafa innleitt og fengið vottuð eða viðurkennd átta stjórnunarkerfi. Flest kerfanna eru lögbundin stjórnunarkerfi sem byggja á vottuðum stjórnunarkerfum og er áhættu grunduð hugsun komin inn í öll stöðluðu stjórnunarkerfin. OR reyndi að meðhöndla og skrá áhættur allra stjórnunarkerfanna eftir einu og sama kerfinu og vinna með áhættur á sama hátt hvort sem um var að ræða áhættur vegna gerlamengunar í köldu vatni, nýtingaráætlunar gufu á Hellisheiði eða bilunar í afritunarþjarki fyrir UT - Sjáum hvernig fór!