Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd verður tvíþættur.
Alma Tryggvadóttir mun flytja erindið "GDPR - 508 dögum síðar. Hugleiðingar um úrskurðarframkvæmd evrópskra persónuverndaryfirvalda".
Talsverður tími er nú liðinn frá því að ný Evrópureglugerð um persónuvernd tók gildi hérlendis. Í kynningunni verður greint frá því hvernig evrópsk persónuverndaryfirvöld hafa túlkað og beitt reglugerðinni og hvaða sviðum rekstrar er mikilvægast að huga að í því sambandi. Sjónum verður beint að sektarákvörðunum evrópskra persónuverndaryfirvalda, hvaða tegundir brota þær varða og hvaða vísbendingar megi finna í nýlegum úrskurðum Persónuverndar um stjórnvaldssektir.
Elfur Logadóttir mun flytja erindið "Tæknikökur? Hvernig kökur eru það? Hún mun fjalla um persónuvernd á sviði markaðsmála. Fjallað verður um notkun tæknikaka, öflun samþykkis og nýlega þróun á vettvangi Evrópusambandsins þeim tengdum.
Alma Tryggvadóttir er persónuverndarfulltrúi Landsbankans og hefur áralanga reynslu af túlkun og beitingu persónuverndarlöggjafar. Alma starfaði áður hjá Persónuvernd frá 2008-2017 sem skrifstofustjóri upplýsingaöryggis og lögfræðingur auk þess sem Alma var settur forstjóri stofnunarinnar hluta árs 2015. Alma er stundakennari í persónurétti í Háskóla Íslands og hjá Háskólanum í Reykjavík og hefur haldið fjölda fyrirlestra um málefni tengd persónuvernd á innlendum og erlendum vettvangi.
Elfur Logadóttir er sérfræðingur í tæknirétti með áherslu á rafræn viðskipti og persónuvernd. Elfur er lögfræðingur og viðskiptafræðingur með framhaldsgráðu í tæknirétti frá Háskólanum í Osló. Elfur starfaði hjá Auðkenni í 8 ár þar til 2015 þegar hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, ERA, sem ráðleggur fyrirtækjum um lögfræðitengda upplýsingatækni, reglustjórn og rafrænum viðskiptum