Háskólinn í Reykjavík, stofa M215
Persónuvernd,
Faghópur Stjórnvísi um persónuvernd boðar til fyrsta fræðslufundar haustsins.
Fundinum verður streymt á Facebook síðu Stjórnvísi.
Að þessu sinni verður fjallað um rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum, hvað ber að afhenda og sagt frá innleiðingarferli Orkuveitu Reykjavíkur á persónuverndarlögunum og helstu áskorunum í því ferli.
Alma Tryggvadóttir, persónuverndarfulltrúi Landsbankans mun fjalla um aðgangsréttinn en ný persónuverndarlög veita einstaklingum rétt til aðgangs að eigin persónuupplýsingum og afritum af þeim. Rétturinn er þó ekki skilyrðislaus og í undantekningartilvikum er heimilt að halda eftir persónuupplýsingum. Rætt verður um afhendingarskylduna almennt, hvar mörkin liggja og hvenær undantekningar frá aðgangsréttinum eiga við.
Íris Lind Sæmundsdóttir, lögfræðingur hjá Orkuveitu Reykjavíkur mun segja frá innleiðingu OR á nýju persónuverndarlögunum, helstu áskorunum sem mættu þeim á vegferðinni og segja frá stöðu innleiðingarinnar í dag.
Fræðslufundurinn er fyrir alla þá sem koma að afgreiðslu aðgangsbeiðna, persónuverndarfulltrúa sem og aðra er láta persónuverndarmál sig varða. Við hvetjum alla til að mæta hvort sem þeir eru langt komnir í innleiðingarferlinu eða jafnvel að stíga sín fyrstu skref.
Fundurinn verður haldinn í Háskólanum í Reykjavík, 19. september nk. í stofu M215 kl 12:00-13:00