Háskólinn í Reykjavík, stofa V101 Menntavegi 1, 102 RVK
Upplýsingaöryggi, Persónuvernd,
Í haust taka gildi lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða en með þeim er innleidd svonefnd NIS-tilskipun. Með lögunum eru lagðar víðtækar upplýsingaöryggiskröfur á tiltekinn hóp lögaðila, bæði opinbera og einkaaðila. Mikilvægt er að þeir aðilar nýti tímann fram að gildistöku laganna til að tryggja hlítingu við þau. Á fundinum verður farið yfir hvernig æskilegt sé að slík innleiðing fari fram í raun og hver reynslan hefur verið af sambærilegum innleiðingum lagalegra upplýsingaöryggiskrafna hér á landi á undanförnum árum.
Hörður Helgi Helgason er lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar Landslög. Hörður Helgi hefur á undanförnum 15 árum veitt stofnunum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviði upplýsingaöryggis og persónuverndar, á síðustu árum einkum um innleiðingu nýrra persónuverndarreglna. Hann var settur forstjóri Persónuverndar frá 2013 til 2014.
Viðburður er haldinn í Háskólanum í Reykjavíka, stofa V101, Menntavegi 1, 102 reykjavík.