Click here to join the meeting
Fjórða iðnbyltingin felur í sér notkun gagna og mikil nýsköpun á sér stað í ólíkum geirum víða um heim. Dæmi um slíka nýsköpun er vöruþróun í tryggingageiranum hér á landi. Ökuvísir VÍS er ný leið í tryggingum þar sem verðlaunað er fyrir öruggan akstur í þeim tilgangi að minnka líkur á slysum. Ökuvísirinn veitir endurgjöf á aksturinn í gegnum app. Ýmsar vangaveltur hafa komið upp varðandi persónuvernd og friðhelgi einkalífs notenda. Felst einhver persónuverndar-andstaða (e. privacy paradox) í þessari upplýsingagjöf? Eru viðskiptavinir tryggingafélagsins að afhenda persónulegar upplýsingar í stað betri kjara ─ eða eru þetta sjálfsögð þróun í upplýsingatæknisamfélagi nútímans?
Vigdís Halldórsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi VÍS, mun halda erindi um ökuvísi VÍS.