Hér er linkur á fundinn: Join Microsoft Teams Meeting
Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd snýr að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar verða þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Fundurinn fer fram á Teams.
Persónuvernd í æskulýðsstarfi
Erla Bjarný mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig verður farið yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.
Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga
Bryndís mun fjalla um samstarf persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga en allt frá því að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi hafa persónuverndarfulltrúar innan sveitarfélaga haldið reglulega samráðsfundi þar sem fjallað er um verkefnin og áskoranir er fylgja starfinu. Starfsemi sveitarfélaga nær yfir mjög fjölbreytt svið allt frá félagsþjónustu og leik- og grunnskóla yfir í skipulagsmál, málefni fatlaðra og aldraðra sem og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.
Staðsetning: Teams
Skráðir þátttakendur fá sendann hlekk á viðburðinn í tölvupósti.
Um fyrirlesara:
Persónuvernd í æskulýðsstarfi
Erla Bjarný Jónsdóttir er persónuverndarsérfræðingur hjá á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, áður starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar. Erla hefur áralanga reynslu sem afreksleikmaður, þjálfari og loks formaður blakdeildar íþróttafélagsins Álftanes. Ásamt þessu hefur Erla unnið sem verkefnastjóri og þjálfari fyrir yngri landslið Íslands í blaki.
Bryndís Gunnlaugsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bryndís vann áður hjá PwC, ríkisskattstjóra og KeyHabits ehf. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr stjórnar- og nefndarstörfum sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík, formaður stjórnar ALM verðbréfa hf., stjórnarmaður í úrvinnslusjóði og Lánasjóði sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd.