Persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarf persónverndarfulltrúa

Hér er linkur á fundinn: Join Microsoft Teams Meeting

Næsti viðburður á vegum faghóps um persónuvernd snýr að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar verða þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. Fundurinn fer fram á Teams. 

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný mun fara yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig verður farið yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.

"Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum.."

Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga

Bryndís mun fjalla um samstarf persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga en allt frá því að ný lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga tóku gildi hafa persónuverndarfulltrúar innan sveitarfélaga haldið reglulega samráðsfundi þar sem fjallað er um verkefnin og áskoranir er fylgja starfinu. Starfsemi sveitarfélaga nær yfir mjög fjölbreytt svið allt frá félagsþjónustu og leik- og grunnskóla yfir í skipulagsmál, málefni fatlaðra og aldraðra sem og frístundaheimili og félagsmiðstöðvar.

 

Staðsetning: Teams

Skráðir þátttakendur fá sendann hlekk á viðburðinn í tölvupósti. 

 

Um fyrirlesara:

Persónuvernd í æskulýðsstarfi

Erla Bjarný Jónsdóttir er persónuverndarsérfræðingur hjá á Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, áður starfaði hún sem persónuverndarfulltrúi Fjarðabyggðar. Erla hefur áralanga reynslu sem afreksleikmaður, þjálfari og loks formaður blakdeildar íþróttafélagsins Álftanes. Ásamt þessu hefur Erla unnið sem verkefnastjóri og þjálfari fyrir yngri landslið Íslands í blaki.

Bryndís Gunnlaugsdóttir er lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Bryndís vann áður hjá PwC, ríkisskattstjóra og KeyHabits ehf. Hún hefur einnig víðtæka reynslu úr stjórnar- og nefndarstörfum sem forseti bæjarstjórnar í Grindavík, formaður stjórnar ALM verðbréfa hf., stjórnarmaður í úrvinnslusjóði og Lánasjóði sveitarfélaga svo dæmi séu nefnd.

Staðsetning viðburðar

Fréttir af viðburðum

Persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarf persónverndarfulltrúa

Fundurinn var tekinn upp og má nálgast á facebooksíðu Stjórnvísi.
Fyrsti fundur vetrarins á vegum faghóps um persónuvernd var haldinn í hádeginu í dag og sneri hann að persónuvernd í æskulýðsstarfi og samstarfi persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga. Fyrirlesarar voru þær Erla Bjarný Jónsdóttir og Bryndís Gunnlaugsdóttir. 
Persónuvernd í æskulýðsstarfi.  Erla Bjarný fór yfir hvað þarf að hafa í huga varðandi persónuvernd í íþróttastarfi. Hvaða forrit eru notuð við miðlun persónuupplýsinga og hvernig er farsælast að miðla persónuupplýsingum, t.d. ljósmyndum og öðru efni tengdu íþróttaviðburðum, til annarra. Einnig fór hún yfir hvað ber að varast við vinnslu persónuupplýsinga í íþróttastarfi.
Erla Bjarný sagði að þjálfarar væru að fá gríðarlega mikið af persónulegum upplýsingum um börn í gegnum messanger og facebook.  Hvernig er hægt að tryggja öryggi þessara upplýsinga?   Erla Bjarný komst að því að það væri ekki neitt einasta íþróttafélag með persónuverndarfulltrúa. Hún skoðaði blak og fótbolta og það eru rosalega mikið af persónulegum upplýsingum sem foreldrar gefa eins og t.d. er varðar lyfjagjöf.  Erla Bjarný er búin að leggja til að félög sameinist t.d. um persónuverndarfulltrúa.  Erla fór inn á 14 félög í gær og sá hvergi félag sem vísaði í persónuverndarlög.  Hún segir hvergi minnst á persónuvernd eða eitthvað tengt persónuvernd.  Erla Bjarný sagði að næstum allt væri persónugreinanlegt í því félagi sem hún er þjálfari sökum þess hve fáir eru í hennar flokki.  Yfir 100 félög eru að nota Sportabler í dag. Þar er hægt að setja upp heimaæfingar og þar er hægt að aðlaga sitt starf að því.  Hægt er að gera vinnslusamninga við félögin og skoðað hvort verið sé að fara á skjön við persónuverndarlögin.  Mentor íþróttafélaganna í dag er Sportabler.  En utan frá sérðu ekki neitt tengt persónuvernd.  Næst skoðaði hún Facebook sem einnig er mikið notað. Um leið og þú setur eitthvað á facebook þá hefur facebook heimild til að nota þær upplýsingar.  Í skóla-og frístundastarfi hefur verið reynt að færa samskiptin af facebook þar sem þú hefur forræði á upplýsingunum. Google lausnin er mjög sniðug. Þjálfarar eru oft með skjal fyrir hvern og einn og þar er haldið utan um tölfræði fyrir hvern og einn aðila.  Þetta eru risaskjöl og þar eru skráðar heilsufarsupplýsingar.  Google er ekki með vinnslusamning í boði, þú gengst einfaldlega undir þeirra skilmála og þeir nýta upplýsingar til 3ja aðila.  Google lausnin er sniðug en það þarf að vera meðvitaður um í hvað hún er notuð.  Frumkvæðisathugun persónuverndar Arion banka. Persónuvernd sagði ekki heimild til að setja inn á samfélagsmiðil þar sem þeir hefðu ekki eign á gögnunum. Því þurfa allir foreldrar að vera meðvitaðir um hvernig myndum af mótum er stjórnað. Myndir hjá hennar félagi eru t.d. geymdar á GooglePhoto í Írlandi og margir geyma þau í Dropbox.  Guðmundur minntist á Sideline og Nóri sem annrs konar kerfi sem hægt væri að nota.

"Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum.."Samstarf persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga.  Bryndís Gunnlaugsdóttir sagði að hennar fyrsta verk hefði verið að boða persónuverndarfulltrúa til sín. Hvað er svona sérstakt við persónuverndarfulltrúa innan sveitarfélaga.  Af hverju virkar einn hópur en annar ekki?  Bryndís finnur gríðarlega orku í persónuverndarhópnum hjá sveitarfélögunum.  Eitt af lykilatriðunum er að sambandið (hagsmunafélag sveitarfélaga) boðar til fundarins sem gefur ákveðinn status.  Engar risaeðlur eru inn á fundinum því persónuverndarfulltrúar hafa ekki verið til áður.  Því vissi enginn út í hvaða vegferð væri verið að fara.  Flestir upplifðu sig sem eyland á sínum vinnustað.  Jafningjar hittust sem ekki var hægt að finna á vinnustað því eitt persónuverndarnörd er á hverjum vinnustað. Sveitarfélögin eru 77 og því eru fulltrúarnir með mjög ólíka þekkingu. Umræðan varð því kraftmikil og fjölbreytt, leyfilegt var að spyrja kjánalegra spurninga. Strax í upphafi var leyfilegt að spyrja um hvað sem er, fullkomið traust ríkti innan hópsins því allir voru að vinna saman. Deilt var skjölum milli sveitarfélaga og allir voru óhræddir við að deila hálfum hugmyndum. Gagnrýni varð jákvæð upplifun, rýnt var til gagns í ljósi þess trausts sem byggt var á frá upphafi. Það er kúltúrinn sem skiptir öllu máli í svona starfi.  Þeir sem síðar hafa komið inn í hópinn upplifa þessa miklu virðingu.  Saman ná þau að búa til miklu meiri orku en þau gera ein.
Það sem gengur ekki nægilega vel hjá persónuverndarfulltrúum er að hlutirnir ganga frekar hægt hjá stjórnsýslunni.  Sum sveitarfélög eru með sérfræðinga sem persónuverndarfulltrúa. Sama kaffibollaspjallið næst ekki í dag út af Covid, staðan er óljós víða því margir voru ráðnir tímabundið. Nú eru tekjur sveitarfélaga að skerðast og því gæti persónuverndarfulltrúum fækkað.  Bryndís sagði að allir verði að bera ábyrgð á að hópurinn hittist, allir bera ábyrgð á hvað er á fundinum og það sem skiptir mestu máli er að kúltúrinn innan hópsins ræður því hvort hann nær árangri eða ekki og ALLIR eru ábyrgir innan hópsins. Allir munu ekki vera með jafnt framlag en hvert einasta púsl skiptir máli og það eru tíð og góð samskipti sem eru lykillinn að trausti og að gagnrýnin umræða geti átt sér stað. Það eru einstaklingarnir sem sitja við borðið og mæta og eru tilbúnir að deila og koma til borðsins eins og þau eru klædd. 

Tengdir viðburðir

Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Viðburður: Mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)

Á fundinum verður fjallað um mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP) og praktísk atriði sem því fylgja. Við fáum til okkar fulltrúa Persónuverndar, Rebekku Rán Samper, sem mun fjalla um lagalegu kröfurnar og framkvæmd MÁP og persónuverndarfulltrúa Landspítalans, Elínborgu Jónsdóttur, sem mun deila reynslusögum frá spítalanum í tengslum við MÁP. 

Fundurinn verður haldinn í Háskóla Reykjavíkur í stofu M215, 5. desember nk., kl. 9 - 10:30. 

Við í faghópi um persónuvernd hvetjum alla þá sem hafa áhuga á persónuvernd og öryggi persónuupplýsinga til að mæta og taka þátt í umræðunni. 

 

Eldri viðburðir

Kennslulausnir í skólastarfi

Click here to join the meeting

Hvað þarf til að kennslulausn fáist samþykkt til notkunar í skólum?

Á viðburðinum verður fjallað um ferðalag Reykjavíkurborgar um völdundarhús greininga og mats á kennslulausnum til að verja börnin okkar og komast hjá því að brjóta lög. 

Fyrirlesari:

Helen Símonardóttir er verkefnastjóri hjá Stafrænni Reykjavík og sinnir um þessar mundir stóru verkefni er snýr að hraðri innleiðingu á stafrænni tækni í grunnskólum borgarinnar. Hún er með B.Ed. í grunnskólakennarafræðum með 16 ára reynslu á því sviði og útskrifaðist með Master of Project Management frá Háskólanum í Reykjavík. 

Staður og stund: 

Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7, 107 Reykjavík og í streymi.

Þau sem hafa tök á eru hvött til að mæta á staðinn. 

Aðalfundur faghóps um persónuvernd

Aðalfundur faghóps um persónuvernd verður haldinn þriðjudaginn 9. maí klukkan 12. 

Dagskrá:

  • Starfsár gert upp
  • Kosning til stjórnar 
  • Önnur mál

Þeir sem vilja bjóða sig fram í stjórn eru vinsamlegast beðnir um að senda tölvupóst á ragna.palsdottir@islandsbanki.is.

Rafræn vöktun og persónuvernd

Click here to join the meeting

Fyrr á þessu ári tóku gaf Persónuvernd út nýjar reglur um rafræna vöktun, nr. 50/2023. Fjallað verður um þær breytingar sem hinar nýju reglur hafa í för með sér og ýmis álitaefni sem hafa komið upp í tengslum við hlítingu við reglur af þessum toga.

Fundurinn fer bæði fram á Teams og staðfundi hjá IÐUNNI fræslusetri, Vatnagörðum 20, 104 Reykjavík. Hvetjum sem flesta til að mæta á staðinn á meðan húsrúm leyfir.

Dagskrá:

09:00 - 09:05: Formaður faghóps um persónuvernd kynnir faghópinn og stýrir fundinum.

09:05 - 09:25: Bjarni Freyr Rúnarsson, sviðsstjóri öryggis og úttekta hjá Persónuvernd mun fara yfir nýlegar reglur um rafræna vöktun og helstu breytingar.

09:25 - 09:45: Hólmar Örn Finnsson, persónuverndarfulltrúi Mosfellsbæjar og ráðgjafi hjá ERA fjallar um rafræna vöktun hjá sveitarfélögum og helstu áskoranir.

09:45 - 9:50: Bergþóra Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökum iðnaðarins fjallar um samráð við fyrirtæki og atvinnulíf við gerð regluverks.

09:50 - 10:00: Umræður og spurningar

 

Business and Privacy Impact Assessment

Click here to join the meeting

At this event Marel´s Information Security department will give you an insight into its Risk Management Process and share it´s experience in using a Business and Privacy Impact Assessment (BAPIA), where they have combined a Business Impact Analysis (BIA) and a Privacy Impact Assessment (PIA) into one template. The BIA part of the template is used to determine the criticality of business activities and associated resource requirements are determined along with clarifying what the impact is in case of a disruption on specific system functions. The PIA part is used to identify risks and potential effects on collecting, maintaining, and processing Personally Identifiable Information (PII) to meet legislative requirements and protect the PII of Marel employees and third parties. The PIA makes it possible to examine and evaluate alternative processes for handling information to mitigate potential privacy risks. These assessments are an essential component of Marel´s Business Continuity Plan (BCP). 

Ben Strijbosch, is an Information Security Officer at Marel, located in Marel´s facility in Boxmeer, Netherlands. He studied Integral Safety, where he learned a lot about cybersecurity, which made him even more curious about this field. He has applied the acquired knowledge during his internship at Motiv IT Security. He has been working at Marel for a year and a half now implementing the Supply Chain Security process amongst other activities such as research the security risks in the supply chain to strengthen the security posture throughout the whole chain and preparing the organization for the ISO27001 Certification. 

The event will take place online and will be in English.  

 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer, mobile app or room device

Click here to join the meeting

GDPR – úr hræðslu í hlátur

Click here to join the meeting

Í fyrirlestrinum mun Tómas Kristjánsson ræða hvað hefur breyst á þeim fjórum árum sem eru liðin frá því að ný persónuverndarlög tóku gildi hér á landi. Tómas mun ræða um viðhorf fólks, um upplýstan almenning, hlutverk persónuverndarfulltrúa og margt fleira áhugavert.

Tómas hefur áratuga langa reynslu af upplýsingaöryggi og hefur starfað sem persónuverndarfulltrúi og sérfræðingur í upplýsingaöryggi síðan árið 2018. Tómas lagði áherslu á persónuvernd í lögfræðinámi sínu og skrifaði lokaritgerðir um persónuvernd í bæði grunn-og meistaranámi. Árið 2020 lauk Tómas námskeiði í Chryptography frá Stanford háskóla til að skerpa á skilningi á grunneiningum upplýsingaöryggiskerfa og dulkóðunum sem þau nota.

Athugið að fundurinn verður haldinn í HR í stofu M215 sem tekur 40 manns í sæti en honum verður einnig streymt ef fólk á ekki heimangengt eða ef sætin fyllast.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?