Fjarfundur
Öryggisstjórnun, Upplýsingaöryggi, Gæðastjórnun og ISO staðlar, Verkefnastjórnun, Persónuvernd,
Click here to join the meeting
Undanfarin misseri hefur reynt á margar viðbragðsáætlanir, hvort sem það er vegna alheimsfaraldurs eða ofsaveðurs. Góð áætlun getur verið afgerandi þegar kemur að því að bregðast við þannig að vel sé og mikilvægt að vel sé staðið að verki.
Bæring Logason Gæða- og öryggisstjóri Vodafone mun fara yfir hvernig utanumhaldi viðbragðsáætlana er háttað hjá félaginu. Vodafone er fjarskiptafyrirtæki sem margir reiða sig á og skiptir því miklu máli að viðbragðsáætlanir félagsins séu við hæfi. Bæring er með meistaragráðu í gæðastjórnun frá Florida Tech og einnig með CBCI vottun frá Business Continuity Institute í Bretlandi ásamt því að vera ISO 27001 Lead auditor.
Elva Tryggvadóttir er verkefnastjóri í neyðarviðbúnaði hjá Isavia. Isavia sér um rekstur flugvalla á landinu auk flugleiðsögu á flugvöllum og flugstjórnarsvæðinu. Fyrirtækið telst til mikilvægra innviða landsins og þurfa viðbragðsáætlanir að vera í takt við eðli starfseminnar. Elva situr í Neyðarstjórn Isavia og mun segja okkur frá hvernig þau vinna sínar viðbragðsáætlanir og tengingu þeirra við aðra hagsmunaaðila. Elva er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur unnið í mannauðsmálum til margra ára þar til hún færði sig yfir í neyðarviðbúnað Isavia árið 2018. Elva er einnig aðgerðastjórnandi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og hefur komið að ýmsum störfum tengt neyðarviðbúnaði undanfarna áratugi.