Háskólinn í Reykjavík Háskólinn í Reykjavík, Menntavegur, Reykjavík
Persónuvernd,
Staðlar eru tæki sem geta hjálpað til við að sýna fram á hlítingu við persónuverndarlög og persónuverndarreglugerðina (GDPR). Hver er þýðing ISO27701 staðalsins, um stjórnkerfi persónuupplýsinga, með tilliti til upplýsingaöryggis? Hvernig geta fyrirtæki og stofnanir unnið að hlítingu við persónuverndarlög með staðlinum? Hverjir eru kostir og gallar staðlanálgunar við reglufylgni og eru aðrar leiðir færar fyrir þá sem ekki vinna innan ISO-staðlarammans?
Fyrirlesarar eru Ásbjörn Unnar Valsteinsson, sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Persónuvernd og Hörður Helgi Helgason, lögmaður á Landslögum.