-

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

Fagráðsfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórn Stjórnvísi fundar árlega með fagráði félagsins til að fá góð ráð og stuðning við stefnu félagsins.

Fagráð skipa eftirtalin:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Lykilspurningarnar í lífi og starfi - Edda Jónsdóttir leiðtogamarkþjálfi. Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi 2022

Click here to join the meeting

Allir velkomnir - Nýársfagnaður stjórna faghópa Stjórnvísi verður að þessu sinni á Teams og er fundurinn opinn öllum Stjórnvísifélögum.  Sigríður Harðardóttir formaður stjórnar mun fara örstutt yfir hvernig stuðningi við stjórnir faghópa hefur verið háttað í vetur.  Í framhaldi verður boðið upp á frábæran fyrirlestur með Eddu Jónsdóttur leiðtogamarkþjálfa „Lykilspurningarnar í lífi og starfi.“. 

Mörg erum við alin upp við hugmyndina um að forvitni sé óæskileg en fyrirlesari dagsins hefur komist að því að forvitni getur verið gulls ígildi. Sífellt fleiri rannsóknir sýna fram á að spurninganálgun gefur góðan árangur í stjórnun. En hvernig getum við nýtt okkur spurninganálgun í lífi og starfi?  

  • Hvernig getum við nýtt spurningar til að hjálpa okkur að vaxa sem einstaklingar og leiðtogar? 
  • Með hvaða hætti við getum notað spurninganálgun til að valdefla teymið okkar í heild sinni og einstaklingana innan þess?
  • Getum við notað spurninganálgun til að leysa ósætti eða átök á vinnustað?  

„Ég hef komist að því að spurninganálgunin er nokkurs konar leynivopn. Þú getur alltaf fundið nýtt sjónarhorn og það einfaldar lífið til mikilla muna – bæði sem leiðtogi og sem einstaklingur. Ég hlakka til að deila lykilspurningunum með ykkur.“  

Edda Jónsdóttir er leiðtogamarkþjálfi hjá Póstinum og hefur unnið við markþjálfun frá árinu 2010. Áður starfaði hún við fjölmiðlun svo hún hefur haft atvinnu af því að spyrja spurninga alla sína starfsævi. Auk alþjóðlegs markþjálfunarnáms er Edda með meistaragráðu í ábyrgri stjórnun, aðra í mannréttindafræði auk B.A. gráðu í fjölmiðlafræði og ítölsku. Hún hefur sérhæft sig í leiðtogamarkþjálfun og þá sérstaklega í fjármálahegðun og viðhorfsbreytingum. Edda er gestafyrirlesari við bandarískan háskóla og pistlahöfundur á Smartlandi mbl.is. Sjá LinkedIn: https://www.linkedin.com/in/eddajonsdottir/

"Heilsa er ekki heppni" - Hvernig má nota aðferðir breytingastjórnunar til að ná persónulegum árangri til frambúðar

Click here to join the meeting

Dagskrá:

09:00 – 09:05: Sigurður Arnar Ólafsson, stjórnarmeðlimur faghóps um breytingastjórnun kynnir faghópinn og dagskrá fundarins.

09:05 – 09:20: Ágúst Kristján Steinarrson, ráðgjafi hjá Viti ráðgjöf og formaður faghóps um breytingastjórnun, segir frá hvernig hugmyndafræði "Six sources of influence" getur nýst vel við persónulegar umbætur.

09:20 – 09:50: Kynning Greenfit "Heilsa er ekki heppni" með áherslu á hvernig einstaklingur getur nýtt aðferðir breytingastjórnunar til að ná og viðhalda góðri heilsu til langframa. 

Greenfit er heilsubætandi fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að aðstoða fólk við að bæta heilsuna á varanlegan hátt.

Hjá Greenfit starfar hópur fólks sem hefur gríðarlegan áhuga og þekkingu á heilsutengdum málefnum og persónulega reynslu af því að setja sér markmið, finna bestu leiðina að þeim og ná mælanlegum árangri. ​

09:50 – 10:00: Umræður og spurningar

Hlökkum til að sjá ykkur !

Sjálfstæði - færni - framfarir

Linkur á teams viðburð hér

Á næsta viðburði hjá faghópi markþjálfunar mun Bragi Þór Svavarsson, skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar vera með rafrænan fyrirlestur um nýtt þróunarverkefni sem Menntaskólinn Borgarfjarðar er að innleiða og starfa eftir.

Bragi hyggst fjalla um þann góða grunn sem starf Menntaskóla Borgarfjarðar byggir á og ekki síst um það þróunarverkefni sem nú er í gangi. Áhersla skólans hefur frá stofnun verið að líta til hvers nemanda sem einstaklings sem þarf mismunandi leiðir í námi til að efla sig sem best.

Bragi Þór Svavarsson

Bragi Þór lauk prófi frá kennaradeild Háskólans á Akureyri árið 1999 og meistaraprófi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2017. Hann tók við sem skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar í upphafi árs 2020 en þar áður starfaði hann  hjá Íslandsbanka,  frá árinu 2007, fyrst um fjögurra ára skeið sem þjónustustjóri en frá árinu 2011 sem breytingastjóri og deildarstjóri í tækniþjónustu bankans. Áður var Bragi Þór kennari við Grunnskólann á Varmalandi og síðan vefstjóri og umsjónarmaður kennslukerfis við Háskólann á Bifröst um sex ára skeið.

Menntaskóli Borgarfjarðar

Menntaskóli Borgarfjarðar er einkahlutafélag sem var formlega stofnað árið 2006. Frá upphafi undirbúnings Menntaskóla Borgarfjarðar var lögð á það áhersla að skólinn færi ótroðnar slóðir í starfsháttum og yrði í fremstu röð framhaldsskóla í uppeldi og kennslu. Meðal nýjunga í skólastarfi við stofnun skólans má nefna að stúdentsprófi luku nemendur að jafnaði á þremur árum, áhersla  lögð á leiðsagnarmat  í stað hefðbundinna prófa og nemendum skylt að nota fartölvu við nám sitt.  Við skólann er nú rekið skólaþróunarverkefnið „Menntun fyrir störf framtíðar“ það er liður í því markmiði skólans að fara ótroðnar slóðir og vera í fararbroddi þegar kemur að nái og kennslu.

Linkur á teams viðburð hér

 

FRESTUN: Tilfinningar og tilfinningalegt öryggi á vinnustað - ný dagsetning væntanleg!

Hrannar mun fara yfir sína reynslu af því að skapa tilfinningalegt öryggi á vinnustað og mikilvægi þess að eiga heiðarleg og heilbrigð samskipti um tilfinningar innan fyrirtækis og verkefna.

Starfsmennt býður gestum upp á léttar kaffiveitingar.

Vinsamlega athugið að þessi fundur verður eingöngu í fundarsal Starfsmenntar, Skipholti 50b (www.smennt.is) og að salurinn tekur aðeins 24 manns í sæti. Áhugasamir eru því beðnir að skrá sig sem allra fyrst!

Uppfært 6. jan. 2022: ATH. Ný dagsetning væntanleg!

Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson
Verkefnastjóri – Marel
Hópstjóri – Sorgarmiðstöð
MBA 2023

Greining Hagstofunnar á launamuni karla og kvenna

Hlekkur á fundinn hér.
Margrét Kristín Indriðadóttir deildarstjóri hjá Hagstofu Íslands og Kristín Þóra Harðardóttir, lögfræðingur skrifstofu jafnréttismála hjá Forsætisráðuneytinu halda erindi um nýlega rannsókn Hagstofunnar um launamun karla og kvenna.  

Fjallað verður um helstu niðurstöður og áhrif jafnlaunavottunar á launamun. Einnig rýnt í aðra mælikvarða til að meta árangur í jafnlaunamálum og framtíð jafnréttismála á Íslandi.

Fundurinn verður sendur út í gegnum Teams. Hlekkur á fundinn hér.

Dagskrá 

9:00 Kynning á faghópi og erindi dagsins 

9:10 Margrét Kristín Indriðadóttir – Greining Hagstofunnar og ólíkar mælingar 

9:30 Kristín Þóra Harðardóttir – Markmið jafnlaunavottunar, væntingar, árangur og hvað er framundan 

9:50 Spurningar og umræður 

Hvað er upplýsingaöryggi

Click here to join the meeting

Umhverfi fyrirtækja og stofnana er sífellt að breytast, með nýjum löggjöfum hafa komið auknar kröfur á fyrirtæki og stofnanir að huga að upplýsingaöryggi með því að innleiða stjórnkerfi upplýsingaöryggis sem felur m.a. í sér stefnu, áhættumat og öryggisráðstafanir. En með þessum auknu áherslum er vert að staldra við og velta fyrir sér hvað er í raun og veru upplýsingaöryggi og hvað felst í því? 

Sérfræðingar með mismunandi reynslu í upplýsingöryggi munu fara yfir hvað upplýsingaöryggi er og hvað felist í því. 

Lára Herborg Ólafsdóttir er lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu. Hún lauk LL.M. gráðu í tæknirétti frá UC Berkeley í Bandaríkjunum og starfaði um skeið á tækni- og hugverkadeild alþjóðlegrar lögmannsstofu í Lúxemborg. Lára hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði net- og upplýsingaöryggis, þ.m.t. við gerð viðbragðsáætlana og eftirfylgni. Þá sinnir Lára stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í tölvurétti og hefur haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis á sviði tækni- og hugverkaréttar. 

Guðrún Valdís Jónsdóttir starfar sem öryggisráðgjafi hjá Syndis. Hún er útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Princeton Univerity árið 2018 og hefur unnið við netöryggi síðan. Áður en hún hóf störf hjá Syndis vann hún sem öryggisráðgjafi Hjá Aon í New York.

Hvað skapar öryggi?

Click here to join the meeting

Vörumerkið Volvo er þekkt fyrir gæði og öryggi sem oftast er það fyrsta sem fólk tengir við sænska farartækjaframleiðandann. Hjá Volvo eru gæði og öryggi ekki eingöngu tengt framleiðsluafurðinni heldur er horft til öryggi bílstjórans, farþega, vegfaranda sem og öryggi starfsmanna á vinnustað.

Volvo Trucks er í hópi stærstu vörubílaframleiðenda í heimi og er framarlega á sviðum vörubílahönnunar og framleiðslu. Volvo framleiðir breiða línu öflugra, sparneytinna og vistmildra vörubíla. Í verksmiðjum Volvo Trucks eru öryggismál forgangsatriði þar sem unnið er eftir ferlum og reglum til þess að tryggja öryggi starfsmanna. Ferlar og reglur ná samt bara ákveðnum árangri, það sem er einna mikilvægast er umhverfi sem ýtir undir öryggishugarfar og öryggismenningu.

Auður Ýr Bjarnadóttir hefur undanfarin ár unnið hjá Volvo og mun fjalla um hvernig Volvo Trucks vinnur kerfisbundið að því að skapa þetta umhverfi.  Einnig fer hún yfir hvernig hún hefur í starfi sínu tekið þátt og fengið tækifæri til að móta og framfylgja öryggisstöðlum innan fyrirtækisins.

Auður starfar sem Manager Logistics Engineering í vörubílaverksmiðju Volvo Trucks í Gautaborg í Svíþjóð. Hún hóf störf 2015 sem framleiðsluverkfræðingur í straumlínustjórnun og hefur lengst starfað sem framleiðslustjóri í samsetningu vörubílaog dreifingu aðfanga í verksmiðjunni. Hún er með mastersgráðu í Aðfangastjórnun frá Chalmers University of Technology eftir útskrift úr Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2013.

Íslenska ánægjuvogin - uppskeruhátíð 21. janúar 2022 í beinu streymi.

Smelltu hér á streymið.  Kynning á niðurstöðum mælinga 2021 og afhending viðurkenninga.  Vegna 10 manna   takmarkana verður einungis einum aðila frá þeim fyrirtækjum sem eru hæst á sínum markaði boðið á viðburðinn. 

Föstudaginn 21. janúar 2022, kl. 8:30 -09:15
Grand Hótel - Háteigi- Sigtúni 38, 105 Reykjavík

Dagskrá
8:30 Fundarsetning
Fundarstjóri er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi og stjórnarformaður Íslensku ánægjuvogarinnar.   
Dagskrá:
08:30 Kynning á helstu niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2021.
Trausti Haraldsson framkvæmdastjori Prósent kynnir niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2021, m.a. niðurstöður einstakra fyrirtækja og markaða og breytingar frá fyrri árum.

08:40 Viðurkenningar Íslensku ánægjuvogarinnar árið 2021 veittar.
Allir verðlaunahafar sem skora hæst á sínum markaði fá afhentan blómvönd í viðurkenningarskyni.  Að auki er afhent viðurkenningarskjal til þeirra fyrirtækja sem eru með tölfræðilega marktækt hæstu einkunnina á viðkomandi markaði. 

Nánari upplýsingar um Íslensku ánægjuvogina: http://www.stjornvisi.is

Skráning fer fram á http://www.stjornvisi.is

HS Veitur bjóða heim til sín

Sviðsstjóri Rekstrarsviðs verður með almenna kynningu á fyrirtækinu og gæðastjórinn verður með kynningu á gæðakerfinu.

Teamsfundur

Heilsueflandi vinnustaður - Áfengi og önnur vímuefni og Starfshættir

Viðburðurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér

Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október 2021. 

Að þessu sinni er komið að þriðja viðburði vetrarins þar sem fjallað verður um viðmiðin sem snúa að „Áfengi og öðrum vímuefnum" og „Starfsháttum"

Við höfum fengið til liðs við okkur Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóra Samhjálpar, markþjálfa og ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, til að fara yfir fyrra viðmiðið: áfengi og önnur vímuefni, tengt vinnustaðamenningu.

Líney Árnadóttir hjá VIRK mun jafnframt fjalla almennt um viðmiðin tvö og gefa okkur frekari innsýn í hvaða þættir í vinnuumhverfinu snúa að viðmiðunum tveimur.

Við fáum einnig til okkar Heiðrúnu Hreiðarsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Marel á Íslandi, sem segir okkur frá reynslu fyrirtækisins út frá gátlistanum um starfshætti. 

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári - dæmisögur úr atvinnulífinu og áhrif COP26 á framþróun 

Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirtækin keppast nú við að setja sér markmið og stefnu í átt a kolefnishlutleysi enda þörf á að taka þennan málaflokk föstum tökum.

COP26 snerist ekki síst um fyrirtæki og hvernig einkamarkaðurinn er að koma inn í loftslagsmálin. Það sem við sjáum helst er hvernig þessi áhugi fyrirtækja og almennings á loftslagsmálum er loksins að skila sér inn í samningaherbergin og í ákvarðanatökur sem eru nú eftir COP 26 mun beinskeyttari en nokkurn tímann áður.

Hvað þýða niðurstöður COP26 fyrir stefnu og aðgerðir í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðar? Hvaða áhrif hafa þær á atvinnulífið? Hverjar eru væntingar almennings og ungs fólks til atvinnulífsins? 

Við fáum að heyra frá fulltrúum úr atvinnulífinu, þeirra vegferð og afstöðu auk þess að heyra frá fulltrúa ungs fólks.

Fyrirlesarar eru Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Egill Örnuson Hermannsson, varaformaður í félagi Ungra umhverfissinna.

 Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér

Fundarstjóri er Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.

Stjórnarfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptist á Teams og á vinnustöðum stjórnarmanna. Þema ársins er „ Nýtt jafnvægi“. Stjórn gerði með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. Stjórn félagsins á samræður á Facebook undir: „stjórn Stjórnvísi“ og á Teams.

Í byrjun starfsárs skipti stjórn með sér verkum og eru þrjú áhersluverkefni starfsárið 2021-2022 1. Markaðsmál og sýnileiki 2. Stuðningur við stjórnir faghópa og 3. Útrás . Stjórn skiptir með sér þessum áhersluverkefnum og fundar um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða.  Formaður félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði á skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi haldinn 6. maí 2021 voru kosin í stjórn félagsins:

Sigríður Harðardóttir, mannauðs-og gæðastjóri Strætó, formaður (2021-2022)
Baldur Vignir Karlsson, verkefnastjóri á menntadeild Landspítala (2021-2023)
Falasteen Abu Libdeh, framkvæmdastjóri og eigandi hjá Ráði ehf (2021-2023)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2021-2023)
Jón Gunnar Borgþórsson, alþjóðlega vottaður stjórnendaráðgjafi (CMC), (2021-2022).   
Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Áfangastaðaáætlunar Suðurlands hjá Markaðsstofu Suðurlands. (2021-2023)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022). 
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Fagráð:

Guðfinna S. Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri LS ráðgjöf (2021-2023)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022)
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsstjóri BL (2020-2022)
Þorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur (2021-2023)
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022) 

Skoðunarmenn:

Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022)
Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2021-2022)

Áhersluverkefni stjórnar 2021-2022

Valin voru þrjú áhersluverkefni – í hverju felast þau? – hverjir eru mælikvarðar?

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

 

  1. Markaðsmál og sýnileiki: Ábyrgðaraðilar eru  Ósk Heiða, Stefán Hrafn, Haraldur.
  • Fjölgun fyrirtækja  oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  • Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
  • Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
  • Fjölgun virkra félaga oo
  • Fjölgun nýrra virkra félaga oo
  • Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
  • Fjölgun nýrra háskólanema oo
  • Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo
  • Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
  • Stjórnvísi sé aðlaðandi og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
  • Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
  • Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
  • Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé sýnilegur og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa: Ábyrgðaraðilar eru: Falasteen, Baldur Vignir og Steinunn
  • Fjölgun viðburða oo
  • Fjölgun félaga á fundum oo
  • Aukning á virkni faghópa oo
  • Aukning á félagafjölda í faghópum oo
  • Aukning á virkum fyrirtækjum oo
  • Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo
  • Hækkun á NPS skori oo
  • Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
  • Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
  • Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
  • Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
  • Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.
  • Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
  • Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
  • Myndbönd
  • Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás:   Ábyrgðaraðilar: Laufey, Sigríður og Jón Gunnar

 

  • Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
  • Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
  • Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
  • Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

 

 

The Team Coaching Revolution Is here. Are YOU ready?

Linkur á viðburð: https://us04web.zoom.us/j/73699155617?pwd=iUeubM4fjwM9YxxgEFE6GApAS7uD4V.1

 

Viðburðurinn er á ensku


Lausnir dagsins í dag voru ekki hannaðar til að leysa áskoranir morgundagsins.

David Clutterbuck prófessor er einn af brautryðjendum markþjálfunar (coaching) og teymisþjálfunar (Team Coaching). David mun gefa okkur innsýn inn í hvað teymisþjálfun er og hvernig hún getur skilaði fyrirtækjum árangri ásamt því að svara fyrirspurnum í lokin.  

Today's solutions were not designed to solve tomorrow's challenges. Companies are facing a new set of obstacles and are struggling to solve them using yesterday's solutions.

Few organizations are prepared for the transition from the "heroic CEO" model to the cohesive team approach needed in an increasingly VUCA world.

A new model of leadership is needed. One that can deliver swift results and remove the limits of traditional organizational development.

Team coaching requires a significantly different set of additional skills compared to one-to-one coaching. David will give us insight into what team coaching is and explores how it differs from team building, team facilitation and other interventions and how organization can benefit from team coaching.

 

About Professor David Clutterbuck

David is an international pioneer of coaching and mentoring. He is the author of 70 books, and is well-known internationally as a keynote speaker.

Named No. 1 Influencer on European Coaching, David is one of Marshall Goldsmith’s Global 100 leading coaches. He is also Co-Founder and Special Ambassador of the European Mentoring & Coaching Council (EMCC).

David is Practice Lead of Coaching & Mentoring International, a global educational network, and one of the international pioneers of coaching and mentoring.

David is visiting coaching & mentoring Professor at over 4 universities, including Henley Business School & Oxford Brookes.

https://davidclutterbuckpartnership.com/

Linkur á Teamsviðburð hér

Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir. Framtíðir í febrúar.

„Mikilvægar umbreytingar og sviðsmyndir.“/Horizon 2025 - Critical Shifts and Scenarios.

Hverjir eru mikilvægustu drifkraftarnir sem móta næstu árin og hvaða sviðsmyndir gætu komið upp þegar þessir kraftar samþættast eða rekast á?

Um er að ræða samstarfsverkefni Faghóps framtíðarfræða hjá Stjórnvísi, Framtíðarseturs Íslands, Fast Future í Bretlandi og samstarfsvettvang framtíðarfræðinga Milliennium Project. 

Erindið er eitt af fimm erindum sem boðið er upp á í febrúar. Gjaldfrjáls. Nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Nóg er að skrá sig einu sinni. Við skránngu birtist Zoom slóð. Skráningin er á https://fastfuture.com/events/

Frekari upplýsingar veitir Karl Friðriksson, karlf@framtidarsetur.is og Sævar Kristinsson, skristinsson@kpmg.is

Hin erindin eru kynnt sérstaklega sem sjálfstæðir viðburðir á vefsvæði Stjórnvísi, en um er að ræða eftirfarandi erindi: 

February 10th, 2022 - Crypto and Blockchain - Hype or Foundations for an Economic Revolution?

This session will introduce the core components of the crypto economy, the core issues and opportunities, and its potential to transform individual lives, business, government, and society.

Rohit’s guest - sharing his perspectives on the topic - will be Kapil Gupta - a technology and crypto analyst, commentator, enthusiast, and investor and the founder of Nibana Life.

February 17th, 2022 - Exponential Technologies - a Ten Year Perspective

Drawing on a ten year deep dive of over 400 technologies, this session will examine how technologies such as AI, blockchain, computing platforms, and  communications architectures might evolve and the transformational opportunities they could enable.

February 24th, 2022 - Cities of the Future - Pathways to 360 Degree Sustainability

The session will provide an exploration of proven practices and powerful new ideas on how to ensure a sustainable future for our cities from community, health, education, and environment through to economy, infrastructure, business, and employment.

Kynning á Rohit Talwar

Rohit Talwar is a global futurist who focuses on the intersection between society, economy, business, and emerging technologies and how they could impact our lives, society, the environment, and government. His latest book Aftershocks and Opportunities 2 provides a deep dive into emerging shifts, opportunities, and risks; the evolving geopolitical, economic, and societal landscape; the crypto economy; and  over 400 technologies that could come to market in the next decade. His report on the future of the crypto economy for corporates and individuals will be published in February 2022.

Sértæk kynning á rannsóknaniðurstöðum um framtíð dulritunarhagkerfisins

February 15th, 2022 - The Future of the Crypto Economy – Presentation of Research Findings

18.30-19.30 UK / GMT (19.30-23.00 CEST / 13.30-14.30 EST)

 In the third of three sessions on the future of the crypto economy, delivered in partnership with Fire on the Hill and Future Industries Australia, Rohit Talwar and Kapil Gupta will present and discuss the results of our Future in Focus study, covering our key findings on current and planned crypto holdings by individuals and corporates, attractions and barriers to adoption, future individual and corporate investment strategies and preferred asset classes, broader blockchain adoption strategies, attractions and drawbacks of Central Bank Digital Currencies (CBDCs), and countries’ use of crypto as legal tender.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?