25. október 2018 20:07
Faghópurinn kostnaðarstjórnun hélt kynningu í Háskóla Íslands þar sem Einar Guðbjartsson hélt fyrirlestur um fjárfestingar og árangursmælingar. Fjárhæð hefur ekkert upplýsingargildi fyrr en þú prjónar önnur hugtök við þetta hugtak. Talan 900.000 eru einungis tala - bættu við krónur og þá skilurðu töluna betur – bættu við laun- bættu við á mánuði – bættu við strætóbílstjóri á Íslandi – og strætóbílstjóri í Noregi. Tölugildi fær ekki meiningu fyrr en öðrum upplýsingu er bætt við.
Einar kynnti módel sem sýnir x/y ás, á Y-ás er inntakið og X-ás er úttakið. Lítið/mikið hátt/lágt. Innput er óþekkt en output er þekkt t.d. þegar búin er til bíómynd. Á fyrstu helgi sést strax hvort mynd mun slá í gegn eða ekki. Hægt er að setja inn í módelið alla mögulega starfsemi. Einar ræddi um mælikvarða: Hvað er teygja löng Hvernig skal mæla lengd á teygju? Í innput og output skal passa sig að nota sömu kvarðana ekki t.d. pund í innput og dollara í output. NPV er núvirði á vöru. Í ársreikningum er notað kostnaðarverð. Einar sýndi mun á greiðslugrunni og rekstrargrunni. Eins árs mæling segir lítið til um hvernig fyrirtæki gengur. Sá sem á eign upp á 100millj. og skuldar 90millj. er hann betur eða verr settur en aðili sem á heima hjá sér 10millj.? Erfitt að segja fyrr en þú færð betri upplýsingar en sá seinni sefur örugglega betur.