Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 29.ágúst nk. í Nauthól kl.08:45-10:00
Kick off fundur stjórna faghópa Stjórnvísi verður haldinn miðvikudaginn 29.ágúst nk. í Nauthól kl.08:45-10:00
Tilgangur fundarins er að starta nýju starfsári af krafti. Farið verður yfir ýmis atriði sem létta stjórnendum faghópa starfið í vetur, búinn verður til vettvangur fyrir faghópana til að sameinast um viðburði, rýnt verður í helstu áskoranir faghópastarfsins en umfram allt fá innblástur til þess að gera komandi starfsár enn öflugra en þau síðustu.
Stjórnir faghópa eru hvattar til að hittast sem fyrst, borða saman hádegisverð í boði félagsins og huga að dagskrá starfsársins. Á tímabilinu júní-ágúst er oft best að bóka fyrirlesara. Stjórn vekur athygli á að stjórnum faghópa gefst tækifæri tvisvar á starfsárinu að hittast í hádegisverði í boði félagsins, hægt er að setja í reikning á Nauthól. Ef annar staður er valinn er afrit af reikningi sent á Stjórnvísi og reikningurinn greiddur samdægurs.
Mikilvægt er að senda drög að dagskrá faghópanna til framkvæmdastjóra Stjórnvísi gunnhildur@stjornvisi.is fyrir 28.ágúst. Þegar allir hópar eru búnir að senda inn dagskrána verður hún sameinuð í eitt skjal og send út til ykkar allra fyrir fundinn þann 29.ágúst nk.
Stefnt er að því að senda út drög að dagskrá haustsins til félaga þann 4.september.
Einnig er mikilvægt að skoða hvort stjórnir séu rétt skráðar inn á vefinn þ.e. allar breytingar hafi skilað sér. Þið hafið öll aðgang og formenn faghópa geta breytt hverjir eru í stjórn.
Munið eftir að skrá ykkur á fundinn ef þið eruð ekki þegar búin að því.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Allir velkomnir
Stjórn Stjórnvísi.