Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu fyrr í dag viðurkenningu fyrir Samfélagsskýrslu ársins. Þetta er í þriðja sinn sem viðurkenningin eru veitt. Myndir af hátíðinni má nálgast hér og hér er nánari frétt af viðburðinum ásamt frétt í Viðskiptablaðinu.
Í ár var það Krónan sem dómnefnd taldi eiga eftirtektarverðustu skýrsluna og hlaut viðurkenninguna
Að þessu tilefni hélt Magnús Harðarson forstjóri Nasdaq Iceland erindi þar sem meðal annars kom fram að aukin áhersla á útgáfu samfélagsskýrslna eru svar við auknum kröfum fjárfesta og stjórnvalda.
Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að Krónan lítur á sig sem mikilvægan þátttakanda í samfélaginu og gerir sér grein fyrir því að í krafti stærðar sinnar geti fyrirtækið haft áhrif til góðs. Í því samhengi hefur umhverfisvernd, lýðheilsa og upplýst val verið skilgreind sem mikilvægustu málefnin.
„Við erum gríðarlega þakklát fyrir að hljóta viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu Krónunnar því við leggjum áherslu á að hafa áhrif til góðs og sýna samfélagslega ábyrgð í verki – alltaf" - Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir markaðsstjóri Krónunnar.
Alls bárust 27 tilnefningar og voru það 19 skýrslur sem hlutu tilnefningu - skýrslurnar má allar nálgast hér: https://samfelagsabyrgd.is/samfelag…/samfelagsskyrslur-2019/