Nýr faghópur hefur verið stofnaður um tækni. Smelltu hér til að skrá þig í faghópinn. Fjöldi áhugaverðra aðila sýndi áhuga á að koma í stjórn faghópsins og úr varð níu manna stjórn sem hittist á Kringlukránni í hádeginu í dag og ræddi hugsanlegar áherslur faghópsins. Stjórnina skipa: María Björk Ólafsdóttir Mementopayments formaður, Fjalar Sigurðarson Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Guðmundur Arnar Intellecta, Ragnhildur Ágústsdóttir Eldvirkni, Sigríður Hjörleifsdóttir ORF Genetics, Sigrún María Ammendrup Háskólanum í Reykjavík, Sigurjón Hákonarson Ozio, Valþór Druzin Icelandair og Víðir Ragnarsson Orkuveitu Reykjavíkur.