Þau Sigurjón og Ása Karín Hólm hafa undanfarnar vikur átt í miklum samskiptum við fólk sem er að vinna við breyttar aðstæður. Efnið af fundinum er aðgengilegt hér:
Í fyrsta hluta fer Sigurjón yfir þá áskorun sem nú blasir við okkur. Þá ræðir hann hvað VUCA tími er og hvernig skuli komast í gegnum slíkan tíma og eins hvað það þýðir fyrir stjórnendur til að átta sig á bæði sjálfum sér sem og starfsfólki sínu.
Í 2. hluta fer Ása yfir það sem einkennir VUCA tíma. Í dag er það veiran sem ógnar and-, félags-, og fjárhagslegri heilsu okkar og finnum við öll fyrir óöryggi. Vinnan er komin heim og þar með tilefni til að átta sig á eigin aðstæðum og ná að skapa í samtali við stjórnendur nýjar sálfræðilegan samning og virða hann, gagnvart okkur sjálfum sem og öðrum fjölskyldumeðlimum. Þá ræðir Ása að lokum um tækifærið í tækninni annars vegar og hugarfarinu hins vegar. Hvaða hlutverk ætlum við að taka að okkur?
1 og 2 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja/
Í þriðja hluta fer Sigurjón yfir hlutverk stjórnenda og stjónun á þessum tímum. Á meðan heilsa og öryggi fólks er í forgangi er einnig nauðsynlegt að halda áfram en þó með breyttum áherslum. Nándin þarf að vera meiri á sama tíma og fjarlægðin eykst og þarfir starfsfólk breytast mikið.
Sigurjón útskýrir aðstæðubundna stjórnun þegar vinnustaðurinn er orðinn gestur á heimili fólks. Þá fer hann yfir hvernig hver vídd færist Í fjórða hluta talar Ása um starfsmanninn sjálfan en óvissa og óöryggi fer mismunandi í fólk. Áskoranirnar felast í að vinnuaðstaðan er heima og mörkin milli heimilis og vinnu óljós eða horfin, ástandið er orðið langvarandi og það tekur á ásamt því að hvatningin í umgengni við samstarfsfólk er ekki lengur til staðar. Lausnin fyrir starfsfólkið sjálft er að sækja upplýsingar til stjórnenda, spyrja spurninga og ræða möguleikana. Huga þarf að heilsunni og sinna öllum grunnþörfum en einnig þarf að velja vel fólk í kringum sig, að það sé fólk sem hefur jákvæð áhrif á mann en líka að velja hvaða áhrif þú hefur á annað fólk. Ása fer yfir áhrifahringinn og ætti það að geta hjálpað okkur að átta okkur á eigin áhrifum við þetta ástand og hvernig samtal sé lausnin við annars flóknum aðstæðum.
3 og4 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-3-og-4/
Hvað gerum við þegar frændi hefur verið lengur í heimsókn en hann sagðist ætla að vera og við vitum ekki alveg hvenær hann fer?
Í fimmta hluta fyrirlestrar Ásu og Sigurjóns hjá Stjórnvísi fáum við að heyra frá Sigurjóni um hvernig verkefni hafa breyst að undanförnu og hvernig vinnustaðurinn er orðinn gesturinn sem ætlar að staldra við lengur en við hefðum kært okkur um. Á sama hátt og fjölskyldur þurfa að gera með sér samning um vinnutíma, þurfa stjórnendur líka að aðlaga stýringu verkefna að nýjum aðstæðum. Lítið þýðir að stýra fólki en áherslan þarf að vera á verkefnin og að hjálpa fólki að uppfylla vinnuskyldu sína.
5 https://capacent.com/is/about/news/2020/tholinmaedi-og-thrautseigja-hluti-5/