Stjórnvísi bauð í morgun öllum félögum upp á skemmtilegan og hagnýtur fyrirlestur þar sem María Ellingsen leikkona og þjálfari deildi helstu aðferðunum við að semja og flytja áhrifamiklar kynningar. Fundurinn var haldinn á Teams. Stefnt er að því þegar tækifæri gefst aftur til að hittast saman í hópum að bjóða stjórnendum í faghópum Stjórnvísi að skrá sig á námskeið 2x3 tímar (14 aðilar í hverjum hóp). María ræddi m.a. eftirfarandi punkta: Líkamstjáning er 70%, röddin 20%, orðin 10% - vindur í seglinn - ef líkamstjáning og röddin stendur ekki með því sem að maður er að segja þá kemur þetta ekki heima og saman. Fókus út, gerið ykkur tilbúin að senda boltann til áhorfenda – lenda skilaboðin – nær fólk þessu? Maður á að horfa á fólkið ekki punkt í salnum – ná sambandi og koma boltum til þeirra . Hugsa alltaf: " Hvað er ég að gera uppá sviði – ég var beðin um að halda þennan fyrirlestur – minn tilgangur – gera ykkur sterkari – eitthvað sem drífur mig áfram. Byrja á – hvað vil ég að gerist í herberginu?
Strúktúr. Vekja til umhugsunar - Vandamál – Lausn á vandamáli – deila framtíðarsýn – eyða efasemdum – spurningar – endum á lykilorði (skrifa niður og muna) – ekki hafa inngang, meginmál, samantekt – það er leiðinlegur fyrirlestur og gamaldags.
Fyrst strútkúr og svo hvernig ætla ég að koma þessu skila - Hjálpar að vera með eitthvað myndrænt? Stýrum hvenær við erum að sýna og benda þá á og gef aþá fókúsinn á hlutinn eða glærurnar.
María tók dæmi um hvernig hægt er að kynna Rauða krossinn á margvíslegan hátt.
Breytingar innan ft – taka efasemdir uppá borðið – því eftir fundinn þá talar fólk og grefur undan -
Ekki enda á að spyrja hvort það séy einhverjar spurningar – til að enda þetta fyrir mig – nú vil ég fá spurningar frá ykkur –
Standa í báðar lappir – ekki halla höfði – ekki biðjast afsökunar – hafa fókusinn út – opna brjóstið og látið axlir aftur –