Ágætu félagar í faghóp framtíðarfræða
Aðalfundur hópsins var haldinn mánudaginn 25 síðastliðinn eins og boðað hafði verið. Það var góð mæting, um 25 þátttakendur. Fundurinn byrjaði með stuttu innleggi frá Sævar Kristinssyni, sem hann nefndi Tækifæri í nýju starfsumhverfi. Síðan var farið yfir viðburði síðustu misseri. Í kjölfarið var hugarflug um áhugaverða efni og viðburði fyrir haustönnina. Í viðhenginu, undir ítarefni, eru tvö skjöl, annað um viðburði og atrið er tengjast síðasta starfsári ásamt dagsskrá fundar og svo slæður Sævars, en aftasta slæðan inniheldur niðurstöður hugarflugsins, sem Sveinbjörn Ingi Grímsson frá KPMG tók saman.
Eftirfarandi aðilar voru tekin inn í stjórn hópsins:
- Ollý Björk Sigurðardóttir, deildarstjóri viðskiptasviðs – Terra
- Sólveig Lilja Snæbjörnsdóttir, þjónustusvið/starfsmannamál – VR
- Stefán Kári Sveinbjörnsson, verkefnisstjóri - Jarðvarmi og vindorka- Landsvirkjun
- Theodór Carl Steinþórsson, deildarstjóri, þróun og sérlausna – Securitas
- Guðný Káradóttir – Loftslagsráð
- Gunnar Haugen, CCP games
Hlökkum til nýrra viðburða í haust. Takk fyrir samstarfið á síðustu önn og gleðilegt sumar, Karl Friðriksson