Á aðalfundi 6.maí 2020 sem haldinn var í dag á Teams voru kosin í stjórn félagsins:
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, deildarstjóri viðskiptalausna hjá Advania, formaður (2020-2021).
Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í HR (2020-2021).
Guðný Halla Hauksdóttir, forstöðumaður þjónustuvers-og innheimtu Orkuveitu Reykjavíkur (2019-2021).
Ingi Björn Sigurðsson, fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins (2019-2021).
Jón Gunnar Borgþórsson, vottaður stjórnendaráðgjafi CMC – Certified Management Consultant (2019-2021)
Ósk Heiða Sveinsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins (2020-2022).
Sigríður Harðardóttir, mannauðsstjóri Strætó (2019-2021).
Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala (2020-2022).
Steinunn Ketilsdóttir, ráðgjafi hjá Intellecta og formaður faghóps um stafræna fræðslu (2020-2022).
Kosin voru í fagráð félagsins:
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís og stjórnarformaður Vottunar hf. (2020-2022).
Einar Snorri Einarsson framkvæmdastjóri stjórnunarsviðs Landsnets (2019-2021).
Nótt Thorberg, forstöðumaður loyalty hjá Icelandair (2019-2021).
Sigurjón Andrésson, forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá (2020-2022).
Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra ráðgjafar (2020-2022).
Kosnir voru tveir skoðunarmenn til 2ja ára:
Oddný Assa Jóhannsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2020-2022).
Guðný Helga Guðmundsdóttir, sviðsstjóri endurskoðunarsviðs KPMG (2020-2022).
Fundarstjóri aðalfundar var Sigríður Harðardóttir og ritari Ásdís Erla Jónsdóttir.
Hér má sjá Ársskýrslu Stjórnvísi 2020. Ársskýrslan hefur að geyma myndir frá starfsárinu, reikninga félagsins, yfirlit yfir viðburði faghópa o.fl.
Dagskrá aðalfundar
Venjuleg aðalfundarstörf:
- Kjör fundarstjóra og ritara.
- Skýrsla formanns.
- Skýrsla framkvæmdastjóra.
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
- Breytingar á lögum félagsins.
- Kjör formanns.
- Kjör stjórnarmanna til næstu ára
- Kjör fagráðs.
- Kjör skoðunarmanna reikninga.
- Önnur mál.
Tillaga verður lögð fram að lagabreytingu á 6.gr til þess að tryggja að þekking haldist í stjórn félagsins og var hún samþykkt. Áður voru 7 aðalmenn og 2 varamenn og gátu varamenn þá boðið sig fram 2svar.
6.grein hljóðar svo í dag:
6. gr. Í stjórn Stjórnvísi eru níu stjórnarmenn. Á aðalfundi er formaður kosinn sérstaklega til eins árs í senn, og getur hann setið í tvö ár sem formaður, að hámarki. Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til tveggja ára í senn og geta að hámarki setið í tvö ár. Meginreglan skal vera sú að á hverju ári láti fjórir stjórnarmenn af störfum. Ef atkvæði eru jöfn skal hlutkesti ráða úrslitum. Leitast skal við að halda kynjahlutfalli sem jöfnustu innan stjórnar. Á aðalfundi skal einnig kjósa tvo skoðunarmenn til tveggja ára í senn, þó þannig að árlega gangi annar þeirra út og nýr komi inn. Á fyrsta stjórnarfundi skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann og ritara til eins árs í senn. Stjórnin tekur ákvarðanir varðandi stjórnun félagsins og daglegan rekstur, þ.m.t. nýjungar í starfseminni og eftirfylgni, í samstarfi við framkvæmdastjóra. Þá setur stjórnin félaginu markmið og ber ábyrgð á skuldbindingum félagsins.
eftir breytingu:
"Aðrir stjórnarmenn eru kosnir til eins eða tveggja ára í senn með möguleika á framlengingu án þess að kosið sé um þá og geta að hámarki setið í 4 ár".