Febrúar 2024

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
29
  •  
30
  •  
31 01
  •  
02 03 04
  •  
05
  •  
06 07 08 09
  •  
10
  •  
11
  •  
12 13
  •  
14
  •  
15
  •  
16 17
  •  
18
  •  
19
  •  
20
  •  
21 22
  •  
23 24
  •  
25
  •  
26
  •  
27
  •  
28
  •  
29 01 02
  •  
03
  •  

Aðfangakeðja á háhraða, áskoranir ferskvöru ( lifandi, deyjandi vara ) frá bónda á disk neytenda á Íslandi

Click here to join the meeting  
Jóhanna Jónsdóttir framkvæmdastjóri Banana fer yfir aðfangakveðju fyrirtækisins. Hvaða áskoranir fyrirtækið þarf að takast á við í ferskvöru. 

Innovation House er á Eiðistorgi Seltjarnarnesi.  Best er að ganga beint inn á Eiðistorg, þaðan upp á 2.hæð og á móti Bókasafni Seltjarness er gengið upp á 2.hæð og þar er Innovation House. 

 

Click here to join the meeting  

The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity

2 febrúar, Eldborg kl. 8:45 -9:03 Harpa

Einn af aðalfyrirlesurum á UTmessunni er José Cordeiro sem mörg okkar kannast við. Erindið hans nefnist: The Future of the Future: Transhumanism, Immortality and the Technological Singularity. Ekki missa af þessum viðburði. José, verður síðan á ráðstefnunni að árrita á nýlega bók sína Death of the Death.

Frekari upplýsingar, skráning og greiðsla ráðstefnugjalds, sjá hér:

https://utmessan.is/heildardagskra/fostudagur.html

Hér er greinarkorn til fróðleiks. Gert af fingrum fram :)

Ástríðan fyrir ódauðleikanum

José Cordeiro, einn af aðalráðumönnum á UTmessunni.

Stutt lýsing – Að fingrum fram

José Cordeiro er vel þekktur og virtur innan senu framtíðarfræða, og þá ekki síst, að vera einn of megintalsmönnum þeirra sem telja að það sé ekki langt í það að maðurinn nái að lækna dauðan, samanber nýjustu bók hans og David Wood, The Death of death. Jose, tilheyrir vaxandi fjölda fræðimanna á þessu sviði, en líklega er Ray Kurzweil, þróunarstjóri Google, þeirra þekktasti. Hann og José hafa starfað að framþróun þessarar hugmyndafræði, sérstaklega innan Singularity háskólans í Silicon Vallay, í Bandaríkjunum.

Innan framtíðarfræða, eins og öðrum greinum, eru ólíkir aðilar með ólíkar áherslur. Á meðan hinn hefðbundni framtíðarfræðingur vinnur að að stoða fyrirtæki og samfélög að greina framtíðaráskoranir þá eru aðrir að vinna af ástríðu og skapa æskilega framtíð, að þeirra mati. José Cordeiro og félagar að lækna dauðann, Elon Musk, að gera Mars að hýbýli manna.

En er hugmyndin að lækna dauðann, hugmyndafræði eða raunverulegur möguleiki? Vísindarannsóknir á þessu sviði fleygir fram. Nokkuð ljóst er að líftími okkar hefur lengst. Einnig hefur verið sýnt fram á að hægt er að draga úr öldrun, plantna og dýra, og að einhverju leiti mannsins. Eldri menn þurfa ekki að vera eins og menn voru vanur að vera! Vegna rannsókna á sviði læknavísinda, þá getur maður verið með ígrædd líffæri af ólíkustu tegundum. Örtæki til að aðstoða grunnatriði lífs, eins og öndun, hjartslátt og notkun lyfja, svo eitthvað sé nefnt. Þessi þróun hefði þótt vísindaskáldskapur fyrir nokkrum áratugum síðan. Að undanförnu hefur orðið veldisvöxtur í tækniframförum á sviði erfða-og líftækni. Sama má seiga um önnur tæknisvið, eins og efna- og nanótækni, eða stafrænar þróunar, eins og á sviði gervigreindar.

Færumst við nær ódauðleikanum? Erum við að nálgast það sem nefnt hefur verið transhúmanisma, þar sem vél og maður sameinast og gerir okkur ódauðleg? Margar vísbendingar er um að slíkt sé í þróun, og þá sérstaklega á sviði erfðarþróunar og þeirra þróunar sem á sér stað á sviði -líftækni og taugalækninga.

Hvaða afleiðingar mun slík þróun hafa? Margir þeir sem vinna að þessari vegferð, hafa ekki áhyggjur af afleiðingum þróunarinnar og benda á að maðurinn hafi hingað til leyst þau viðfangsefni sem fylgja þróun mannsins.

Aðrir gagnrýna þessa viðleitni og benda meðal annars á eftirfarandi:

  • Breyting á manninum, erfðafræðilega, eða með öðru inngripi, hafi verulegar siðferðislegar afleiðingar.
  • Ódauðleik mannsins, ef slíkt gæti raungerst, yllu verulegum samfélagslegum breytingum, á öllum stigum þjóðlífs.
  • Allar líkur eru á að slík þróun myndi skapa óreiðu milli ólíkra þjóðfélagshópa. Ójöfnuð í samfélögum og frekari misskiptingu  á auði.
  • Það að gera tilraunir í þessa veru séu ekki hluta af mannlegu eðli og gæti alið af sér óskapnað.

Margir hafa gagnrýnt þróunina að ódauðleika. Bent hefur verið á að slík þróun þjóni ríkjandi valdastétt, auðjöfrum sem sækjast eftir ódauðleikanum. Á meðan við getum ekki læknað sjúkdóma eins og krabbamein, þá sé fé varið í slík verkefni, til óþurftar. Slíkri gagnrýni hefur verið svarað meðal annars á þann hátt og ef við læknum dauðan, þá læknum við flesta sjúkdóma, þar sem flestir sjúkdómar komi í kjölfar öldrunar.

https://www.humanityplus.org/

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

Ástríða fyrir ódauðleikanum - Getur tæknin læknað dauðann?

Erindi frá Jose Cordeiro framtíðarfræðingi og Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar ásamt eldheitum umræðum um ódauðleikann. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Enginn aðgangseyri. Sjá nánar: https://utmessan.is/heildardagskra/laugardagur.html

Jose Cordeiro

Futurist and author of the international bestseller "The Death of Death". 

Kári Stefánsson
Geneticist, founder and CEO of deCODE genetics. A student of human diversity.

 Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir stýrir umræðum.

Ný hugsun fyrir nýjar kynslóðir

Örfyrirlestrar í samstarfi við Framtíðarsetur Íslands. Viðburðurinn er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir. Gjaldfrjáls viðburður.

 Áhugaverð verkefni til valdeflingar ungu fólki

Eyjólfur Brynjar Eyjólfsson, forstöðumaður á Menntasviði HÍ

 Tækni sem ræktar framtíðir

Þóra Óskarsdóttir, Forstöðukona Fab Lab Reykjavíkur

 Að hugleiða um framtíðir

Karl Friðriksson, Framtíðarsetur Íslands

 F-in 8 fyrir framtíðarleiðtoga. Frá baráttu til gleði og árangurs

Rúna Magnúsdóttir

 Hugmyndasmiðir - framtíðin kallar á öfluga frumkvöðla

Svava Björk Ólafsdóttir, Hugmyndasmiður og sérfræðingur í nýsköpun

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

 

Heilbrigði, öryggi og vinnuvernd samkvæmt ISO 45001 staðlinum, hverjum gagnast staðallinn?

Click here to join the meeting

Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur mun fjalla um heilbrigði, öryggi og vinnuvernd út frá sínum störfum og hvernig ISO 45001 getur gagnast til notkunar á vinnustöðum.

Eyþór hefur víðtæka reynslu af vinnuvernd og forvörnum; sem öryggisstjóri Samskipa, öryggisráðgjafi í 17 ár og núna sem öryggisstjóri vinnuverndar hjá Reykjavíkurborg.

Eyþór er menntaður  öryggis- og löggæslufræðingur.

Upp með Soccana! - Öryggisvöktun upplýsingatæknikerfa (SOC) - Hverjir þurfa og hvernig á að gera?

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Mörg fyrirtæki hafa annað hvort innleitt SOC þjónustu eða eru að íhuga það. En er þetta fyrir alla og hverju mega fyrirtæki vænta að fá með svona þjónustu?

Við fáum Robby Perelta til að deila af reynslu sinni með okkur, fjalla um hverjir ættu helst að íhuga að notast við lausnir sem þessar og hvað sé mikilvægt að hafa í huga. KYNNING FER FRAM Á ENSKU

Eftir kynningu frá Robby verður tími fyrir umræður og vonum við að sem flest taki þátt. 

Um Robby: 

Robby Peralta is the host of the mnemonic security podcast, as well as an individual who has worked 8 years within the SOC space.

During those years, Robby has worked with a variety of organizations, private and governmental, all across Europe with their security monitoring efforts.

Robby will share his experiences and knowledge on who should consider a SOC service, and the most common ways of implementing it these days.

 

Hentar vinnurýmið öllum jafnvel?

Click here to join the meeting

Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks? 

Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?

Við fáum fulltrúa frá bæði ADHD samtökunum og Einhverfusamtökunum til að fjalla um áskoranir sem skynsegin einstaklingar standa frammi fyrir og lausnir sem vinnustaðir gætu hugað að. 

Guðni Rúnar Jónasson er verkefnastjóri hjá ADHD Samtökunum. Guðni hefur starfað til margra ára innan félagsmálageirans en hefur þar af auki lokið námi í Umhverfisskipulagi (B.Sc) og stundar nám í Skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif byggðs umhverfis á sálræna endurheimt og hvernig neikvæð áhrif þeirra geta verið streitumyndandi.

 

Skynrænt umhverfi.

Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og hefur starfað hjá samtökunum í yfir 20 ár. Sigrún sat í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar í 8 ár og hefur setið í nefndum og hópum hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Sigrún hefur setið ýmiss námskeið og ráðstefnur um einhverfu og tekið þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi. 

 

Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 12.febrúar 2024

Í tilefni afhendingar Stjórnunarverðlauna Stjórnvísi 2024 þann 12.febrúar nk. býður Stjórnvísi til hátíðarmóttöku á Grand Hótel, Háteigi kl. 16.00 til 17:15.  Hátíðinni er einnig streymt og er streymislinkur hér. 

Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.

Veitt verða verðlaun í þremur flokkum.  

Dagskrá:
Setning hátíðar: Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar Stjórnvísi. 

Borghildur Erlingsdóttir formaður dómnefndar gerir grein fyrir vali dómnefndar á stjórnendum ársins 2024

Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin og flytur stutt ávarp.
Félagsfólk Stjórnvísi er sérstaklega hvatt til að fylgjast með hátíðinni ásamt öllu fag- og áhugafólki um stjórnun.

Dómnefnd 2024 skipa eftirtalin:
Borghildur Erlingsdóttir, formaður dómnefndar og forstjóri Hugverkastofunnar.
Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár. 
Katrín S. Óladóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Hagvangs. 
Margrét Guðmundsdóttir, fyrrverandi forstjóri Icepharma hf. og stjórnarkona. 
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. 
Þröstur Olaf Sigurjónsson, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.

Ritari dómnefndar er Gunnhildur Arnardóttir framkvæmdastjóri Stjórnvísi.

Nánari upplýsingar um Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi er að finna hér.

Með kærri kveðju,
Gunnhildur Arnardóttir
Framkvæmdastjóri Stjórnvísi

Alþjóðleg staða stefnumótunar um gervigreind - Framtíðarnefnd Alþingis

Við viljum vekja athygli á málstofu framtíðarnefndar Alþingis um alþjóðlega stöðu stefnumótunar um gervigreind á morgun, föstudaginn 16 febrúar kl. 10:30 Sjá nánar á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/902436878285786/?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[%7B%22mechanism%22%3A%22your_upcoming_events_unit%22%2C%22surface%22%3A%22bookmark%22%7D]%2C%22ref_notif_type%22%3Anull%7D

Einnig viljum við koma á framfæri upptöku af morgunfundi í vikunni hjá Advanía. Fróðleg erindi þar. Bendi meðal annars á fyrirlestur Láru Herborgu Ólafsdóttur, Lex, þar sem hún fjallar um hugsanlegt regluverk Evrópusambandsins um gervigreind.

Sjá vefslóðina:  Hagnýt gervigreind: Nýjar leiðir til vaxtar og nýsköpunar | Velkomin

 

Framtíðarþróun lýðræðis - Futures Democracies

21 til 23 febrúar verður alþjóðleg ráðstefna um framtíðarþróun lýðræðis, Futures Democracies, á vegum Framtíðarseturs Íslands og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), sjá nánar á vefnum https://framtidarsetur.is/futures-of-democracy-reykjavik-2024/

Bætum samfélagið með virkri þátttöku við að móta æskilegasta form lýðræðis.

Eftirfarandi er grein sem birtist fyrir stutt sem kynnir viðfangsefnið að hluta.

Er lýðræðið meira berskjaldaðar nú en áður?

Bent hefur verið á að lýðræðið sé eins og hvert annað mannanna verk, þarf endurmat og sífelldrar umræðu, til að það sé skilvirkt og þjóni samfélögum, í takt við væntingar á hverjum tíma. Alþjóðleg ráðstefna Framtíðarseturs Íslands, og Alþjóðasambands framtíðarfræðinga (WFSF), Futures of Democarcies, dagana 21. til 23. febrúar næstkomandi er ætlað að vera vettvangur slíkra umræðna.

Lýðræðið er ekki sjálfgefið

Sagan segir okkur að lýðræðið eigi oftar en ekki erfitt uppdráttar. Lýðræði getur breyst í einræði, og er þannig ekki sjálfgefið eins og við viljum stundum halda. Í dag eru blikur á lofti um að lýðræðisleg þróun sé stöðnuð og eigi erfitt með að takast á við breyttar framtíðaráskoranir.

Sem dæmi um áskoranir má nefna:

  • Breytt fjölmiðlaumhverfi og skautun í stjórnmálaumræðu
  • Samfélagslega þreytu, þegar fólk upplifir áhrifaleysi
  • Ásælni í auðlindir og misskipting auðs
  • Vanhæfni við að takast á við langtímaþróun svo sem á sviði umhverfismála og grænna umskipta
  • Stigvaxandi tækniþróun, svo sem þróun gervigreindar, erfða- og líftækni
  • Skort á að takast á við ný viðhorf er tengjast siðferði og félagslegum breytingum

Samkvæmt The Global State of Democracy 2023, virðist lýðræði á fallanda fæti í næstum helmingi ríkja heims þó svo mörg landanna eigi langa lýðræðishefð. Í þessu sambandi hefur verið bent þróun stjórnmála í Bandaríkjunum, breyttar áherslur í mörgum Evrópuríkjum þegar kemur að réttingum fjölmiðla og dómstóla og síðan ekki síst nýlega þróun í mörgum Afríkuríkjum.

Lýðræðið er margskonar

Á alfræðivef er lýðræðið skilgreint sem vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá þegnum þess. Lýðræðisleg þátttaka er lagskipt. Rætt er um lýðræði á sveitarstjórnarstigi, og svo lýðræði við kosningar á þjóðþing þjóða. Rætt er um fulltrúalýðræði og svo beint lýðræði. Einnig má nefna ólíka kjördæmaskipun og kosningarfyrirkomulag ásamt lýðréttindi í stjórnaskrám og framkvæmd þeirra, svo dæmi séu tekin.

Þannig eru hugmyndir samfélaga ólíkar, um hvað er átt við þegar rætt er um lýðræði og hlutverk þess. Í mörgum tilvikum er lýðræði sambærilegt í mörgum Evrópuríkjum en ólíkt þegar þau eru borin saman við framkvæmd lýðræðis í Bandaríkjunum. Kína og Rússland, telja sig til lýðræðisríkja, þó svo lýðræðið þar sé ekki eins og mörg okkar myndu sætta sig við.

Hefðir og hagsmunir hindra

Á vettvangi framtíðarfræða hefur umræðan um lýðræðislega þróun orðið umfangsmeiri síðustu misseri. Sama má segja um umræðuna meðal fræðimanna og ýmissa hópa samfélagsins. Það er nokkuð ljóst að augljósir vankantar á lýðræðislegri þróun deyfa áhuga fólks. Einnig er nokkuð ljóst að hægt er að grípa til ákveðinna umbóta til að auka hróður lýðræðis, en þá er oftar en ekki hefðir og hagsmunir í vegi slíkra samfélagsbreytinga.

Þessir liðir og fjölmargir fleiri athygliverðir þættir munu verða ræddir með virku samtali innlendra og erlendra aðila á ráðstefnunni 21.-23. febrúar næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning á ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.framtidarsetur.is

GOOD GOOD markmiðasetning, teymisvinna og strategía unnin í OKR's (objective & key results) umhverfinu - innblásið af Intel og Google

Join the meeting now

GOOD GOOD er íslenskt vaxtafyrirtæki með 16 starfsmenn, þ.a. 7 í Bandaríkjunum. Á örfáum árum hefur GOOD GOOD hasslað sér völl sem eitt mest ört vaxandi smyrjufyrirtæki í Bandaríkjunum og fást verðlaunaðar og annálaðar vörur fyrirtækisin í um 6000+ verslunum þar í landi. Í þessu erindi mun Garðar Stefánsson, meðstofnandi og forstjóri GOOD GOOD, fjalla um hvernig markmið og stefnumörkun GOOD GOOD hafa verið knúin áfram með OKR's þar sem starfsólk, tekur virkan þátt í mótun á snjöllum markmiðum og mælanlegum árangri.

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðir kynlífs og nándar árið 2052

Framtíðarstofa í samstarfi við Ljóðsmæðrafélags Íslands og Framtíðarsetur Íslands

Föstudagurinn 23 febrúar, kl 14:00 í húsakynnum Versló

Framtíðarvinnustofa um framtíð kynlífs og nándar árið 2052, skoðar heim þar sem skömm hefur verið útrýmt – sérstaklega skömm sem tengist kynlífi, nánd og samböndum.

Þessi upplifunarframtíð er hluti af námskrá Clear River High School árið 2052, á sviði Social Emotional Xcellence (S.E.X)

Vinnustofan ögrar rótgrónum en oft órannsökuðum viðhorfum og skoðunum, og á að vera ákall til okkar allra að læra og njóta ólíkra viðhorfa á þessu sviði frekar en að jaðarsetja þau og þar með skapa okkur vanlíðan. Umræðan á vinnustofunni  þjónar sem vettvangur til að auðvelda íhugun um hugsanlegar afleiðingar núverandi þróunar, og samfélagsþróunar næstu 30 ár.

Þátttaka er gjaldfrjáls – Skráning

https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScd1wkHvXzuk1PXTDFtDdgsV3l9Awf3lEKlItUvgSEmI61_Yw/viewform?usp=sf_link

Vinnustofan er haldin í tengslum við alþjóðaráðstefnu Framtíðarsetur Íslands og Alþjóðasamband framtíðarfræðinga (WFSF), um framtíðarþróun lýðræðis. Hægt er að skrá sig á vinnustofuna í gegnum vef ráðstefnunnar undir Side Event. Þar er einnig lýsing á vinnustofunni á ensku.

IKEA - Unlocking Omnichannel

Linkur á viðburðinn
Ólafur Magnússon starfar hjá IKEA (Ingka) sem Global Commercial & Supply Integration Manager.

Ólafur mun halda erindi um hvernig alþjóðlegt viðskiptamódel og aðfangakeðja IKEA hefur tekið stökkbreytingum síðastliðin ár til að koma til móts við breyttar þarfir og væntingar viðskiptavina. Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum? IKEA hefur nýtt möguleika stafrænnar tækni og innleitt gervigreind (AI) innan aðfangakeðjunnar í þeim tilgangi að hámarka ánægju viðskiptavina, auka veltu og hagnað.

www.linkedin.com/in/olafurmagnusson 

Linkur á viðburðinn

Alþjóðlegur dagur framtíða 2024. Taktu þátt í alþjóðlegu samtali um bæta framtíð.

Á föstudaginn fyrsta mars mun Millieinum Project og fimm önnur alþjóðleg framtíðarsamtök hýsa, í ellefta sinn, hin árlega dag framtíða. Um er að ræða einstakt 24 tíma samtal á netinu um allan heim þar sem hægt er að eiga samtal um allan heim um sameiginlega framtíð okkar.

Dagurinn hefst klukkan 12 á Nýja Sjálandi og færist vestur umhverfis jörðina klukkutíma fyrir klukkutíma og lýkur 24 tímum síðar á Hawaii. Almenningi er boðið að koma, hvenær sem er, til að hlusta, deila hugmyndum og ræða hvernig hægt er að búa til betri morgundag með framtíðarfræðingum og leiðtogum á sviði stjórnunar um allan heim.

 „Á þínu tímabelti geturðu dregið upp sýndarstól og tekið þátt í samtalinu á Zoom,“ sagði Jerome C. Glenn, forstjóri Millennium Project. „Fólk kemur og fer eins og það vill og deilir innsýn með alþjóðlegum leiðtogum um framtíðina og framtíðaráskoranir

Umræðan getur verið um áhrif greindgreindar. Hugleiðingar um að búa í geimnum, finna upp framtíðarstarfið, draga úr loftslagsbreytingum, veita lifandi plánetu réttindi, berjast gegn fjölþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi, þróa framtíðarform lýðræðis, vinna gegn upplýsingastríði og ræða siðferði við ákvarðanatöku, og að bera kennsl á og framfylgja öryggisstöðlum fyrir tilbúna líffræði. Enginn veit hvaða skapandi málefni koma upp eða sjónarmið í samtalinu.

Jerome bendir sérstaklega á að netbrautryðjanda Vint Cerf komi með innlegg í samtalið klukkan 13:00 Eastern Time USA.

 Viðburðurinn mun hefjast með minningarorðum til heiðurs Theodore J. Gordon, sem lést nýlega. Gordon var meðstofnandi Millennium Project og lagði meira af mörkum til framtíðarrannsóknaaðferða en nokkur framtíðarfræðingur í sögunni.

Farið inn á vefslóðina og takið þátt: https://zoom.us/j/5524992832?pwd=dVdubUtlUnliQUpsR1ArdE9DVkhGZz09

 Þú getur líka deilt hugmyndum þínum á samfélagsmiðlum: #worldfuturesday og #WFD.

 Samhliða þessu mun hliðarviðburður sem kallast World Futures Day - Young Voices, sem Teach the Future skipulagði sama dag í samvinnu við The Millennium Project ásamt öðrum samstarfsaðilum og vinum, tryggja að ungt fólk verði einnig með í alþjóðlegu samtal um framtíð okkar. Tengiliður: Lisa Giuliani lisa@teachthefuture.org.

 

Three dimensional leadership

Link to the meeting is here

Navigating the complexities of leadership in the modern business world can often feel like trying to solve a puzzle without all the pieces. The challenge lies in the multifaceted nature of leadership, where one-size-fits-all approaches fall short. This is a problem that leaders grapple with daily – how to effectively lead teams, build strong individual relationships, and maintain self-leadership amidst a dynamic and demanding environment.

This workshop will present the Three-dimensional Leadership - a framework that offers a holistic approach to leadership by addressing the dimensions of:

> 1:many (leading a team)

> 1:1 (building relationships with individuals you lead)

>m1 (self-leadership).

Join this interactive presentation to discover how this framework can help you gain clarity on which aspects of leadership feel overwhelming to you, and build strategies to address specifically your challenges.

The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Fjölbreytileiki á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Click here to join the meeting

Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!

Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.

 

Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.

 

Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir

Siðferðisleg streita (moral stress) á vinnustað

Hvað er siðferðisleg streita? Hvernig lýsir hún sér? Hvað er til ráða?

Sjá slóð hér neðst til að tengjast viðburðinum.

Fyrirlesarar verða Henry Alexander Henrysson, heimspekingur og Dr. Ludmila Praslova, sálfræðingur (ath. erindi hennar verður á ensku). 

Henry Alexander Henrysson er heimspekingur sem hefur einbeitt sér að hagnýtri siðfræði á síðustu árum. Auk fyrirlestra og kennslu m.a. við HÍ sinnir Henry stjórnar-, nefndar- og fagráðsstörfum víða um íslenskt samfélag.
Erindi hans ber heitið "Siðferðiskennd á vinnustað - vegvísir eða villuljós?" 

Ludmila N. Praslova, Ph.D. was named a member of Thinkers50 Radar, a global group of 30 management thinkers whose ideas are most likely to shape the future of work. 
Dr. Praslova is a Professor of Industrial-Organizational Psychology at Vanguard University of Southern California who regularly writes for Harvard Business Review, Fast Company, Psychology Today, and Forbes. She is the first person to have published in Harvard Business Review from an autistic perspective. She is the author of The Canary Code: A Guide to Neurodiversity, Dignity, and Intersectional Belonging at Work. 
The title of her talk is "Preventing Moral Injury: What Is It, and What Can Organizations do?"

Tengjast fundi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?