Linkur á viðburðinn
Ólafur Magnússon starfar hjá IKEA (Ingka) sem Global Commercial & Supply Integration Manager.
Ólafur mun halda erindi um hvernig alþjóðlegt viðskiptamódel og aðfangakeðja IKEA hefur tekið stökkbreytingum síðastliðin ár til að koma til móts við breyttar þarfir og væntingar viðskiptavina. Hvaða tækifæri felast í þessum breytingum? IKEA hefur nýtt möguleika stafrænnar tækni og innleitt gervigreind (AI) innan aðfangakeðjunnar í þeim tilgangi að hámarka ánægju viðskiptavina, auka veltu og hagnað.