Click here to join the meeting
Býður vinnustaðurinn þinn hreyfihamlaða velkomna til vinnu?
Hvað er viðeigandi aðlögun? Hvernig kemur maður fram við hreyfihamlaða einstaklinga? Hvað má og hvað má ekki? Hvaða störf getur hreyfihamlað fólk unnið? Hvernig getur vinnustaðurinn minn tekið virkan þátt í inngildingu?
Þessar spurningar, og margar aðrar mun Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar, svara á örfyrirlestri um fjölbreytileika á vinnustað: Sömu tækifæri fyrir öll!
Tími verður gefinn fyrir spurningar við lok fyrirlestrar.
Margrét Lilja Aðalsteinsdóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands Hreyfihamlaðra, er með mikla reynslu af atvinnulífinu, bæði sem fatlaður einstaklingur en einnig sem ófatlaður einstaklingur. Margrét hefur gengt allskonar störfum sem t.d. þjónn, tamningarmaður, verkefnastjóri, ráðgjafi og stjórnandi. Þekking Margrétar og reynsla er víð og umfangsefni fyrirlestrarins því séð frá mörgum hliðum.
Fundarstjóri: Sunna Arnardóttir