Click here to join the meeting
Eru vinnustaðir almennt að taka tillit til mismunandi þarfa starfsfólks?
Rannsóknir sýna að við höfum ólíkar þarfir þegar kemur að einbeitingu og vinnurýmum. Eru vinnustaðir t.d. að huga að þörfum skynsegin einstaklinga?
Við fáum fulltrúa frá bæði ADHD samtökunum og Einhverfusamtökunum til að fjalla um áskoranir sem skynsegin einstaklingar standa frammi fyrir og lausnir sem vinnustaðir gætu hugað að.
Guðni Rúnar Jónasson er verkefnastjóri hjá ADHD Samtökunum. Guðni hefur starfað til margra ára innan félagsmálageirans en hefur þar af auki lokið námi í Umhverfisskipulagi (B.Sc) og stundar nám í Skipulagsfræði (MS) við Landbúnaðarháskóla íslands. Lokaritgerð hans fjallaði um áhrif byggðs umhverfis á sálræna endurheimt og hvernig neikvæð áhrif þeirra geta verið streitumyndandi.
Skynrænt umhverfi.
Sigrún Birgisdóttir er framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna og hefur starfað hjá samtökunum í yfir 20 ár. Sigrún sat í stjórn Landssamtakanna Þroskahjálpar í 8 ár og hefur setið í nefndum og hópum hjá Öryrkjabandalagi Íslands. Sigrún hefur setið ýmiss námskeið og ráðstefnur um einhverfu og tekið þátt í norrænu samstarfi á þeim vettvangi.