Stjórn Stjórnvísi fundar árlega með fagráði félagsins til að fá góð ráð og stuðning við stefnu félagsins.
Fagráð Stjórnvísi 2023-2024
Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)
Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi.
Fundargerð frá starfsdegi stjórnar
Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík.
26.maí 2023 kl. 09:00 – 12:30
Þátttakendur 26. maí 2023:
Anna Kristín Kristinsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir, Snorri Páll Sigurðsson, Stefán Hrafn Hagalín, Laufey Guðmundsdóttir, Auður Daníelsdóttir.
Fjarverandi: Haraldur Bjarnason
Dagskrárliðir
- Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2023-2024 þar sem m.a. var rætt um að: 1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum 4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum. 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.
- Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildum, lögum og siðareglum. Stefán Hrafn fór yfir framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. Mikilvægt að stjórn sé með góðan stuðning við stjórnendur faghópanna. Á fyrsta fundi stjórnar í haust verður farið yfir lögin og skoðað hvort einhverju skuli breyta og það sama á við um siðareglurnar. Í framhaldi kynntu stjórnarmenn sig með því að segja örstutt frá sér. Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti og var ákveðið að halda áfram að eiga samræður í tölvupóstum, á facebook undir: „Stjórn Stjórnvísi“ og á Teams. Hugmynd kom um að fara í innri markaðssetningu hjá aðildarfyrirtækjum, koma upp hlaðvarpi o.fl. Nýta Spotify – Út á Granda er stúdíó þar sem væri hægt að setja upp Stjórnvísi bakgrunn. 1. Fundir á hljóðskrá 2. Eigið hlaðvarp.
- Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint.
- Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.
- Þema ársins 2023-2024 ákveðið og útfærsla. Nýkjörin stjórn kom með fjölda hugmynda að þema ársins. Niðurstaðan var sú að stjórn sammæltist um að þema ársins yrði „Tengsl“. Farið verður betur yfir útfærsluna í haust. Varaformaður Stjórnvísi var kosinn Anna Kristín Kristinsdóttir og ritari Gunnhildur Arnardóttir.
- Áhersluverkefni starfsársins verða fjögur: (sjá mælikvarða neðar í fundargerð).
2023-2024
- Ásýnd og vöxtur ábyrgðaaðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
- Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaaðilar: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
- Útrás/tengsl ábyrgðaaðilar: Laufey – Anna Kristín - Auður
- Stöðugar umbætur – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur
- Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar
- Tímasetning var ákveðin á helstu viðburðum Stjórnvísi og þeir settir inn á dagatal félagsins.
Júní 2023. Samfélagsskýrsla ársins 2022. 8.júní 2023 kl.12:00 á Nauthól (lokaður viðburður)
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Festa og Viðskiptaráð Íslands.
Ágúst 2023: Fyrirmyndarfyrirtæki ársins viðurkenningarathöfn (Nauthóll 22.ágúst hádegisverður – lokaður viðburður)
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar Borgþórsson, Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og SA.
Ágúst 2023: Kick off fundur
Hvar: Fly Over Iceland 29.ágúst 2023 kl.09:00-10:00. – búið að panta streymi.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur, stjórn Stjórnvísi
September 2023
Þann 1. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Október 2023
Haustráðstefna Stjórnvísi – 3.október 2023 staðfest kl.08:00-11:00. Grand Hótel Háteig
Þema TENGSL – fjölbreytni – vellíðan – nýir Íslendingar – efla tengsl innan sem utan vinnu – tengsl fjölskyldu og vinnu (jafnvægi) – ferlar – þverfagleg samvinna
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, stjórn
Október/nóvember 2023
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur og Stefán
Janúar 2024
11. janúar. Nýársfagnaður –
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Hvar: Marel
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji bjóða heim.
Janúar 2024
Íslenska ánægjuvogin 2023 afhent 19. janúar 2024 kl.08:30-09:30
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur og Prósent.
Feb/mars 2024
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur, Stefán Hrafn.
Tímabil:Haldin 20.febrúar 2024
Þema: TENGSL
Apríl/maí 2024
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Maí 2024
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Maí 2024
Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Júní 2024
Samfélagsskýrsla ársins afhent. Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
8.júní 2024
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur
Ágúst 2024
Fyrirmyndarfyrirtæki 2023.
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar
Tímabil:
- Fundartími og staðsetningu stjórnarfunda. Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:00-12:00. Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House og á Teams. Ef áhugi er að bjóða í mat eða skoðunarferð um vinnustað gestgjafa er það gert um leið og fundi lýkur kl.12:00.
- Ágúst Jarðhitasýningin Hellisheiðarvirkjun
- September Teams
- Október Grand Hótel (í beinu framhaldi af haustráðstefnu)
- Nóvember Teams
- Desember Vox
- Janúar Teams
- Febrúar Háskólinn í Reykjavík
- Mars Teams
- Apríl Alvotech
- Maí Teams
- Kosning varaformanns og ritara næsta starfsár
- Varaformaður er Anna Kristín Kristinsdóttir
- Ritari er Gunnhildur Arnardóttir
Stefán kynnti áhersluverkefni síðustu ára.
2016-2017
- Fagna 30 ára afmæli.
- Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
- Markaðsmál og sýnileiki
- Tengslamyndun, viðburðir og samstarf
2017-2018
- Varðveita sögu félagsins
- Markaðsmál og vefur
- Stuðningur við stjórnir faghópa
- Mælingar og starfsemi félagsins
2018-2019
- Markaðsmál
- Stuðningur við stjórnir faghópa
- Heimasíða
- Mælaborð
2019-2020
- Stefnumótun 2020-2025
- Sölu of markaðsmál
- Stuðningur við stjórnir faghópa
2020-2021
- Markaðsmál og sýnileiki
- Stuðningur við stjórnir faghópa
- Samstarf við aðra um jafningjafræðslu
2021-2022
- Markaðsmál og sýnileiki
- Stuðningur við stjórnir faghópa
- Útrás
2022-2023
- Ásýnd og vöxtur
- Stuðningur við stjórnir faghópa
- Útrás
2023-2024
- Ásýnd og vöxtur: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
- Stuðningur við stjórnir faghópa: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
- Útrás/tengsl: Laufey – Anna Kristín - Auður
- Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur
2023-2024 (fjögur áhersluverkefni – í hverju felast þau – mælikvarðar)
oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is
ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna
- Ásýnd og vöxtur - Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
i. Fjölgun fyrirtækja oo
- Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
- Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo
ii. Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo
iii. Fjölgun virkra félaga oo
iv. Fjölgun nýrra virkra félaga oo
v. Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo
vi. Fjölgun nýrra háskólanema oo
vii. Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum ooo
viii. Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo
ix. Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo
x. Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo
xi. Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo
xii. Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo
- Stuðningur við stjórnir faghópa Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
i. Fjölgun viðburða oo
ii. Fjölgun félaga á fundum oo
iii. Aukning á virkni faghópa oo
iv. Aukning á félagafjölda í faghópum oo
v. Aukning á virkum fyrirtækjum oo
vi. Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega ooo
vii. Hækkun á NPS skori oo
viii. Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo
ix. Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo
x. Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo
xi. Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo
xii. Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo
- Myndbönd
- Stafræn fræðsla
- Útrás/ Tengsl – Laufey – Anna Kristín - Auður
i. Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina
ii. Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni
iii. Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni
iv. Fjölgun erlendra fyrirlesara
- Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur
i. Stöðugt sé unnið að umbótum ooo
- NPS skor: Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.