Október 2023

Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur Sunnudagur
25
  •  
26 27
  •  
28 29
  •  
30
  •  
01
  •  
02 03 04
  •  
05
  •  
06
  •  
07
  •  
08
  •  
09 10 11 12
  •  
13
  •  
14
  •  
15
  •  
16
  •  
17
  •  
18
  •  
19 20
  •  
21
  •  
22
  •  
23
  •  
24
  •  
25 26 27
  •  
28
  •  
29
  •  

Skarpari hugsun með hjálp gervigreindar

Click here to join the meeting

Ákvarðanataka í rekstri byggir að miklu leyti á huglægum upplýsingum og eigindlegri (qualitative) greiningu. Margvísleg tól eru notuð við slíka greiningu, en þau sem mestum árangri skila eru einnig oft erfið í notkun.

Þorsteinn Siglaugsson fjallar um hvernig nota má nýju mállíkönin (Large Language Models) til að hraða og bæta eiginlega greiningu og ákvarðanatöku. Þorsteinn rekur hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækið Sjónarrönd og starfar einnig sem alþjóðlegur ráðgjafi og stjórnendaþjálfari með áherslu á Logical Thinking Process aðferðafræðina. Hann fer yfir aðferðir og áskoranir og raunhæf sýnidæmi um beitingu gervigreindar.

Hér er hlekkur á upptöku af fundinum. 

Deigla - Samnýting og verkefnamiðað vinnuumhverfi opinberra aðila

Linkur á fund

Deigla er vel staðsett sameiginleg starfsaðstaða fjölda stofnana ríkisins undir einu þaki. Þar verður starfsfólki í skrifstofustörfum boðið upp á verkefnamiðað vinnurými í sveigjanlegu og nútímalegu umhverfi.

Í fjárlagafrumvarpi 2024 er vikið að markmiðum fjármálaumsýslu, reksturs og mannauðsmála ríkisins. Þriðja markmið þessa málaflokks snýr að öflugri og vistvænni rekstri ríkisstofnana. Þar undir er Deigla - samrekstrarhúsnæði stofnana. Þessi hugmynd hefur verið til umræðu um hríð og er nú að taka á sig mynd. 

Á viðburði dagsins mun Sverrir Bollason sérfræðingur hjá FSRE ræða þá stefnu sem þetta verkefni er að taka og hvernig það hefur mótast á liðnum misserum. 

Kynning stendur yfir í um 20 mínútur og gefst tækifæri til samtals að því loknu í allt að 10 mínútur. 

Skipulag og ábyrgð atvinnurekenda á vinnuverndarstarfi innan fyrirtækja

Click here to join the meeting

Þórdís Huld Vignisdóttir leiðtogi straums vettvangseftirlita hjá Vinnueftirlitinu fjallar um vinnuvernd innan fyrirtækja út frá ýmsum sjónarhornum;

  • Vinnuverndarstarf, vinnuaðstaða- og öryggismenning
  • Ábyrgð atvinnurekandans, helstu reglugerðir, tilkynningar á slysum ásamt öðrum skyldum
  • Skipulag vinnuverndarstarfs
  • Ábyrgð öryggistrúnaðarmanna/öryggisvarða hlutverk þeirra og skyldur
  • Hvað er skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði
  • Hvað er áhættumat út frá 5 stoðum vinnuverndar og hvernig er það gert
  • Forvarnastarf
  • Verklag um EKKO mál
  • Neyðaráætlun

Þórdís Huld hefur starfað hjá Vinnueftirlitinu frá árinu 2022 sem leiðtogi straums vettvangseftirlita. Áður starfaði hún hjá TDK Foil Iceland, lengst af í umhverfis- og öryggismálum með tengsl í gæðamál og stýrði öryggis- og umhverfisdeild fyrirtækisins frá árinu 2018.   Hér er linkur í viðburðinn 

Click here to join the meeting

The dynamic synergy between coaching practices and leadership

Aðferðir markþjálfunar og leiðtogafærni - The dynamic synergy between coaching practices and leadership.

Stutt vinnustofa þar sem kafað verður í samspil aðferða markþjálfunar og leiðtogafærni.

Vinnustofan fer fram á ensku.

Í þessari vinnustofu verður samspil leiðtogafærni og aðferðir markþjálfunar krufið til  mergjar. Skoðað verður hvernig meginreglur markþjálfunar geta samhæfst leiðtogavinnu í þeim tilgangi að bæta frammistöðu einstaklinga eða teymis. Þátttakendur munu öðlast færni í þeim aðferðum markþjálfunar sem efla leiðtoga til að skapa vaxandi menningu, eiga opin samskipti og efla nýja hæfnisþætti. 


Vinnustofan verður á formi fyrirlesturs og verklegra æfinga sem varpa sérstöku ljósi á umbreytandi áhrif þess að blanda saman markþjálfun og forystu sem leiðir til sterkari samvinnu, aukinnar hvatningar og sjálfbærs árangurs á vinnustaðnum.

Leiðbeinandi: Elias Scultori, MCC - Assistant Director of Coaching Education at CoachU

_______ 

The dynamic synergy between Coaching practices and Leadership is an insightful presentation that delves into the symbiotic relationship between effective coaching practices and leadership. This session explores how coaching principles can seamlessly integrate with leadership strategies to enhance individual and team performance. Attendees will discover how coaching methodologies empower leaders to cultivate a culture of growth, open communication, and skill development. With a balanced blend of information and practical exercises, this presentation highlights the transformative impact of combining coaching and leadership, ultimately leading to stronger collaboration, increased motivation, and sustainable organizational success.

 

Fyrir hverja er námskeiðið

Vinnustofan er hugsuð fyrir bæði stjórnendur og markþjálfa, og alla þá sem hafa áhuga á að að kynna sér þessa aðferð á virkan hátt. 

Skipulagið

Vinnustofan fer fram í Opna háskólanum í HR

  • Fimmtudaginn 28. september 2023
  • kl 12:00-13:30

Hagnýtar upplýsingar

Aðgangur er ókeypis, en þátttakendur beðnir um að skrá sig hér.

Verkefnastjóri

Linda Vilhjálmsdóttir

lindav@ru.is 

599 6341

Diversity & Inclusion - cognitive diversity

 
You cannot fix the problem if you are not aware of what the issue truly is. This is the challenge many businesses face when working with Diversity, Equity and Inclusion (DEI) initiatives. Much of the DEI discussion is focused on creating a visible diversity with teams composed of different genders, various nationalities and a range of ages. Yet, these three factors have been shown to be the worst predictors of one’s personal culture. Join this workshop to learn about the kind of diversity that every company needs to work on if they want to build a thriving, sustainable and successful business.
 
The workshop is delivered by Anna Liebel, a Mindshifter helping managers get out of firefighter mode and become the proactive leaders they want to be.

 

 

TENGSL á tímum Teams - Glæsilegt morgunverðarhlaðborð - Haustráðstefna Stjórnvísi 3. október 2023

Tengill á streymi.
Stjórnvísi hefur hugtakið TENGSL sem þema og rauðan þráð gegnum starfsárið 2023-2024. Þemað var ákveðið af nýkjörinni stjórn félagsins í nánum takti við óskir stjórna faghópa félagsins um að unnið verði betur í tengslamyndun í félaginu á tímum fjarvinnu, rafrænna fundahalda og streymis frá viðburðum. 

Í þessu samhengi TENGSLA er ekki bara átt við mikilvæg innbyrðis tengsl fólks og vinnustaða í atvinnulífinu og tengsl starfsfólks og stjórnenda, heldur einnig tengsl gegnsæis í miðlun og samskiptum, jákvæð tengsl vinnu og fjölskyldulífs, tengsl heilsueflandi vinnustaða við hollustu og vellíðan starfsfólks, náin tengsl andlegrar og líkamlegrar heilsu og jafnframt tengsl samfélagslegrar ábyrgðar og sjálfbærni fyrir farsæla framþróun samfélagsins.

FRÍR AÐGANGUR - ALLIR VELKOMNIR. Bæði á Grand Hótel og í beinu streymi. Haustráðstefna Stjórnvísi hefur undanfarin ár farið fram á netinu við góðar viðtökur.  Við höldum því áfram og sendum dagskrána út í beinu streymi og bjóðum alla þá sem áhuga hafa velkomna á Grand hótel meðan húsrúm leyfir.  

Fyrir hvern: Fyrir alla Stjórnvísifélaga.  Mikilvægt er að velja við skráningu hvort þú mætir á staðinn eða fylgist með í streymi. Boðið upp á glæsilegt morgunverðarhlaðborð frá kl.08:30 og einnig í hléi.  

Þema ráðstefnunnar: TENGSL á tímum Teams

Ráðstefnustjóri: Ósk Heiða Sveinsdóttir framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum


Dagskrá: 
09:00 Formaður stjórnar Stjórnvísi Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík setur ráðstefnuna. 

09:05 Almannatengsl eru olían á hjól atvinnulífisns - Grétar Theodórsson, sérfræðingur í almannatengslum og markaðssamskiptum hjá SPOR   

09:25 Vaxtarhugarfar í gegnum aukin tengsl við starfsfólk   – Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR samstæðu

09:45 Tengslamyndun og spjall

10:00 Fjölmenningarsamfélagið -    Anna Lotta Michaelsdóttir, Environmental, Social and Governance Data Project Manager, Sustainability & Community Engagement hjá Marel

10:20 Félagsleg tengsl á vinnustað – Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands

10:40 Sálfræðileg öryggi teyma Kristrún Anna Konráðsdóttir, teymisþjálf -  Hvernig virkjum við kraftinn sem býr í teymum?

i

 11:00 Ráðstefnuslit

Verið öll hjartanlega velkomin

Aðgangur er frír.

 

 

 

 

 

 

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Vísindaleg viðmið fyrir loftslagsmarkmið fyrirtækja - SBTi

Click here to join the meeting

Hvað er SBTi og hvernig hafa OR og Ölgerðin nýtt sér það í sinni sjálfbærnivegferð?

Dagskrá: 

  • Hvað er SBTi? – Rannveig Anna Guicharnaud frá Deloitte segir almennt frá SBTi og í hverju það felst 
  • Ölgerðin og SBTi – Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir, leiðtogi sjálfbærni og starfsumhverfis hjá Ölgerðinni segir frá vegferð Ölgerðarinnar frá skuldbindingu að innleiðingu SBTi 
  • Orkuveita Reykjavíkur og SBTi – Snorri Jökull Egilsson, sérfræðingur í loftslags- og umhverfismálum, segir frá vegferð OR að samþykkt á kröfum til 2030 og áætlun um staðfestingu á Net-Zero losun

Science Based Targets initiative (SBTi) eru vísindaleg viðmið sem veita fyrirtækjum skýra leið í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í samræmi við markmið Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður. Þannig geta fyrirtæki fengið markmið sín um samdrátt í losun tekin út af sérfræðingum miðað við nýjustu loftslagsvísindi.

SBTi eru óhagnaðardrifin samtök eða samstarfsverkefni nokkurra stofnana sem tengjast loftslagsvísindum. Þau hafa þann tilgang að ýta undir metnaðarfullar loftslagsaðgerðir í einkageiranum. SBTi veitir fyrirtækjum sem setja sér vísindaleg markmið tækni- og sérfræðiaðstoð í takt við nýjustu loftslagsvísindin. Teymi sérfræðinga kemur að því að veita fyrirtækjum sjálfstætt mat og staðfestingu á markmiðum.

Níu íslensk fyrirtæki, þar af eitt sem er hluti af alþjóðlegri keðju, hafa byrjað vegferð sína til að fá markmið sín um losun samþykkt af SBTi og fimm þeirra hafa fengið markmið sín staðfest. Ölgerðin var fyrsta íslenska fyrirtækið sem fékk markmið sín samþykkt, árið 2021 og nú í sumar fékk Orkuveita Reykjavíkur (OR) sín markmið sín til 2030 samþykkt. OR hefur einnig sótt um að fá „Net-Zero“ markmið sín samþykkt.

Við fáum fulltrúa Ölgerðarinnar og OR til að segja frá sinni vegferð, frá því fyrirtækin skuldbundu sig til að fá vísindaleg viðmið sín staðfest og þar til staðfesting fékkst frá SBTi. Við heyrum hvernig þessi vegferð hefur hjálpað þeim og hvernig þau aðlaga sína sjálfbærnivinnu í framhaldinu af niðurstöðum vísindalegu viðmiðanna. 

Erindin verða upplýsandi fyrir alla sem huga að þessari vegferð, eða þá sem vilja vita meira um SBTI og hvernig ferlið hefur nýst þeim fyrirtækjum sem hafa fengið markmið sín samþykkt.

Fundarstjóri verður Íris Þórarinsdóttir, umhverfisstjóri hjá Reitum fasteignafélagi.

 

Lyfjainnkaup í alheimsvöruskorti

Teams linkur: Click here to join the meeting

Novo Nordisk, hefur nýlega tekið yfir LVMH sem verðmætasta fyrirtæki í evrópu. Ýmsar áskoranir hafa fylgt með nýjum vörum á markaði íyfjamedferðum við offitu og sykursýki. Eftir sem áður hefur vaxandi eftirspurn eftir lyfjum þeirra vaxið umfram framboði s.l. ár. 

 

Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi ásamt Fjármálastjóra Danmerkur og Íslands munu fjalla um þessar áskoranir og hvaða tækifæri leynast á slíkri vegferð. Fundurinn fer fram á bæði íslensku og ensku í í fundarsal höfuðstöðva Vistor Hörgatún, 210 Garðabær ásamt því að fundinum verður streymt beint í gegnum Teams.

 

Dagskrá:

 

  • Vistor - Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir  Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi opnar fundinn og kynnir fundargestum fyrir Vistor og starfsemi þess -  10min

 

  • Áskoranir og tækifæri sem leynast á heimsskorti í lyfjageiranum - Dagmar ýr Sigurjónsdóttir Deildarstjóri Novo Nordisk á Íslandi 20 min

 

  • Finance and Operations Director of Denmark/Iceland Novo Nordis - Philipp Timm. Will discuss how the supply challenges have been handled and what Novo Nordisk has learned from this. (Fjármálastjóri Danmerkur og Íslands yfir Novo Nordisk mun fjalla um áskoranir í aðfangakeðju Novo Nordisk og lærdómar frá alheimsvöruskorti).

 

  • Q&A panel (Spurningar og Svör með Dagmar Úr Sigurjónsdóttur og Philipp Timm).

Fagráðsfundur Stjórnvísi (lokaður fundur)

Stjórn Stjórnvísi fundar árlega með fagráði félagsins til að fá góð ráð og stuðning við stefnu félagsins.

Fagráð Stjórnvísi 2023-2024

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Stefán Hrafn Hagalín, formaður stjórnar verður fulltrúi stjórnar á þessum fundi. 

Fundargerð frá starfsdegi stjórnar 

Staðsetning: Háskólinn í Reykjavík.   

26.maí 2023 kl. 09:00 – 12:30 

Þátttakendur 26. maí 2023:

Anna Kristín Kristinsdóttir, Baldur Vignir Karlsson, Gunnhildur Arnardóttir, Ingibjörg Loftsdóttir, Lilja Gunnarsdóttir,   Snorri Páll Sigurðsson, Stefán Hrafn Hagalín, Laufey Guðmundsdóttir, Auður Daníelsdóttir. 

Fjarverandi: Haraldur Bjarnason 

Dagskrárliðir 

  1. Samskiptasáttmáli. Fundurinn hófst með því að Stefán Hrafn Hagalín formaður stjórnar Stjórnvísi bauð alla velkomna og fór yfir dagskrá og markmið fundarins. Formaður Stjórnvísi kynnti hugmynd að samskiptasáttmála stjórnar 2023-2024 þar sem m.a. var rætt um að:   1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti opin og eðlileg 6. Vera á staðnum.  7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar. 8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.
  2. Yfirferð á framtíðarsýn, stefnu, gildumlögum og siðareglum.  Stefán Hrafn fór yfir framtíðarsýn, stefnu, gildi, meginmarkmið lög og siðareglur. Mikilvægt að stjórn sé með góðan stuðning við stjórnendur faghópanna. Á fyrsta fundi stjórnar í haust verður farið yfir lögin og skoðað hvort einhverju skuli breyta og það sama á við um siðareglurnar. Í framhaldi kynntu stjórnarmenn sig með því að segja örstutt frá sér.   Einnig urðu umræður um hvar stjórn vill eiga samskipti og var ákveðið að halda áfram að eiga samræður í tölvupóstum, á facebook undir: „Stjórn Stjórnvísi“ og á Teams. Hugmynd kom um að fara í innri markaðssetningu hjá aðildarfyrirtækjum, koma upp hlaðvarpi o.fl.  Nýta Spotify – Út á Granda er stúdíó þar sem væri hægt að setja upp Stjórnvísi bakgrunn. 1. Fundir á hljóðskrá 2. Eigið hlaðvarp.
  3. Áætlun og lykilmælikvarðar. Áætlun félagsins stenst og eru tekjur á áætlun. Áætlun félagsins er uppfærð reglulega allt árið og er aðgengileg stjórnarfólki í Sharepoint.
  4. Farið var yfir aðganga stjórnar að Sharepoint, Teams, Facebook og skráning stjórnar í faghópinn „stjórn Stjórnvísi“.
  5. Þema ársins 2023-2024 ákveðið og útfærsla. Nýkjörin stjórn kom með fjölda hugmynda að þema ársins.  Niðurstaðan var sú að stjórn sammæltist um að þema ársins yrði  „Tengsl“.  Farið verður betur yfir útfærsluna í haust. Varaformaður Stjórnvísi var kosinn Anna Kristín Kristinsdóttir  og ritari Gunnhildur Arnardóttir.
  6.  Áhersluverkefni starfsársins verða fjögur:  (sjá mælikvarða neðar í fundargerð).

2023-2024

  • Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaaðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  • Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaaðilar: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
  • Útrás/tengsl ábyrgðaaðilar: Laufey – Anna Kristín - Auður
  • Stöðugar umbætur – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur  
  1. Kynning á reglubundnum verkefnum stjórnar
  • Tímasetning var ákveðin á helstu viðburðum Stjórnvísi og þeir settir inn á dagatal félagsins.

Júní 2023. Samfélagsskýrsla ársins 2022.  8.júní 2023 kl.12:00 á Nauthól (lokaður viðburður)

Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Festa og Viðskiptaráð Íslands.

Ágúst 2023: Fyrirmyndarfyrirtæki ársins viðurkenningarathöfn (Nauthóll 22.ágúst hádegisverður – lokaður viðburður)
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar Borgþórsson, Viðskiptaráð Íslands, Kauphöllin og SA.

Ágúst  2023: Kick off fundur
Hvar
:  Fly Over Iceland  29.ágúst 2023 kl.09:00-10:00. – búið að panta streymi.
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur, stjórn Stjórnvísi   

September 2023
Þann 1. september verður haustdagskrá Stjórnvísi send út á alla aðila
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur   

Október 2023
Haustráðstefna Stjórnvísi – 3.október 2023 staðfest kl.08:00-11:00. Grand Hótel Háteig
Þema TENGSL – fjölbreytni – vellíðan – nýir Íslendingar – efla tengsl innan sem utan vinnu – tengsl fjölskyldu og vinnu (jafnvægi) – ferlar – þverfagleg samvinna
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, stjórn   

Október/nóvember 2023
Fundur með fagráði
Ábyrgðaraðilar:
Gunnhildur og Stefán 

Janúar 2024
11. janúar. Nýársfagnaður
– 

Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Hvar:  Marel
Efni verður valið á Kick off fundinum í ágúst. Stjórnir faghópanna ákveða hvaða efni er brýnast. Athuga hvort Marel vilji bjóða heim. 

Janúar 2024
Íslenska ánægjuvogin 2023 afhent 19. janúar 2024 kl.08:30-09:30
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur og Prósent.  

Feb/mars 2024
Stjórnunarverðlaun Stjórnvísi 2024
Ábyrgðaraðili:Gunnhildur, Stefán Hrafn.
Tímabil:Haldin  20.febrúar 2024
Þema: TENGSL

Apríl/maí 2024
Aðalfundir faghópa
Ábyrgðaraðili: Gunnhildur

Maí 2024
Aðalfundur Stjórnvísi
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur

Maí 2024
Stjórnarskiptafundur:
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur

Júní 2024
Samfélagsskýrsla ársins afhent.  Samstarfsverkefni Festu, Stjórnvísi og Viðskiptaráðs Íslands.
8.júní 2024
Ábyrgðaraðili:
Gunnhildur 

Ágúst 2024
Fyrirmyndarfyrirtæki 2023.
Ábyrgðaraðilar: Gunnhildur, Jón Gunnar
Tímabil:

  • Fundartími og staðsetningu stjórnarfunda.  Niðurstaðan var sú að stjórnarfundir verða haldnir fyrsta þriðjudag í mánuði kl.11:00-12:00. Stjórn mun skiptast á að bjóða heim, ef eitthvað kemur upp á er alltaf hægt að halda fundi í Innovation House og á Teams.  Ef áhugi er að bjóða í mat eða skoðunarferð um vinnustað gestgjafa er það gert um leið og fundi lýkur kl.12:00.
    • Ágúst                          Jarðhitasýningin Hellisheiðarvirkjun
    • September                 Teams
    • Október                      Grand Hótel (í beinu framhaldi af haustráðstefnu)
    • Nóvember                  Teams
    • Desember                  Vox
    • Janúar                       Teams
    • Febrúar                      Háskólinn í Reykjavík
    • Mars                           Teams
    • Apríl                            Alvotech
    • Maí                             Teams 
  • Kosning varaformanns og ritara næsta starfsár
    • Varaformaður er  Anna Kristín Kristinsdóttir
    • Ritari er Gunnhildur Arnardóttir 

Stefán kynnti áhersluverkefni síðustu ára.

2016-2017

  • Fagna 30 ára afmæli.
  • Innviðir félagsins og heimasíða og stjórnun
  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Tengslamyndun, viðburðir og samstarf

2017-2018

  • Varðveita sögu félagsins
  • Markaðsmál og vefur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Mælingar og starfsemi félagsins

2018-2019

  • Markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Heimasíða
  • Mælaborð

2019-2020

  • Stefnumótun 2020-2025
  • Sölu of markaðsmál
  • Stuðningur við stjórnir faghópa

2020-2021

  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Samstarf við aðra um jafningjafræðslu

2021-2022

  • Markaðsmál og sýnileiki
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Útrás 

2022-2023   

  • Ásýnd og vöxtur
  • Stuðningur við stjórnir faghópa
  • Útrás 

2023-2024

  • Ásýnd og vöxtur:   Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  • Stuðningur við stjórnir faghópa: Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg
  • Útrás/tengsl: Laufey – Anna Kristín - Auður
  • Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur 

2023-2024   (fjögur áhersluverkefni – í hverju felast þau – mælikvarðar)

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  • Ásýnd og vöxtur -   Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

                                          i.    Fjölgun fyrirtækja  oo

  1. Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo
  2. Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

                                         ii.    Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

                                        iii.    Fjölgun virkra félaga oo

                                       iv.    Fjölgun nýrra virkra félaga oo

                                         v.    Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

                                       vi.    Fjölgun nýrra háskólanema oo

                                      vii.    Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

                                     viii.    Stjórnin efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

                                       ix.    Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

                                         x.    Stjórnvísi þróist í takt við við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna og atvinnulífsins ooo

                                       xi.    Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

                                      xii.    Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika, sé styðjandi og virkur ooo

 

  • Stuðningur við stjórnir faghópa  Snorri Páll – Lilja - Ingibjörg

                                          i.    Fjölgun viðburða oo

                                         ii.    Fjölgun félaga á fundum oo

                                        iii.    Aukning á virkni faghópa oo

                                       iv.    Aukning á félagafjölda í faghópum oo

                                         v.    Aukning á virkum fyrirtækjum oo

                                       vi.    Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

                                      vii.    Hækkun á NPS skori oo

                                    viii.    Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

                                       ix.    Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

                                        x.    Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

                                       xi.    Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

                                      xii.    Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

  1. Myndbönd
  2. Stafræn fræðsla

 

  • Útrás/ Tengsl – Laufey – Anna Kristín - Auður

 

                                          i.    Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

                                         ii.    Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

                                        iii.    Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

                                       iv.    Fjölgun erlendra fyrirlesara

 

  • Stöðugar umbætur: Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

                                          i.    Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

  1. NPS skor: Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun.  Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

 

 

Stjórnendaþjálfun

Click here to join the meeting

Ása Karín Hólm hjá Stratagem fer yfir áherslur stjórnendaþjálfunar og áskoranir stjórnenda. Hún fjallar um hvaða straumar í ytra umhverfi hafa áhrif á stjórnun og hvað þýða þeir straumar fyrir skipulag mannauðsmála og fyrir fyrirtækjamenningu og hvaða stjórntækjum er þá hægt að beita. 

Ása Karín er með margra ára reynslu í stjórnunarráðgjöf og hefur komið víða við í þjálfun stjórnenda og annarra áhugaverðra einstaklinga. Hún er viðurkenndur markþjálfi, gaflari og hálfur dani, er forvitin, hefur gaman af fólki og samskiptum. 

Click here to join the meeting

Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið á vinnustöðunum?

Click here to join the meeting 

Félagsleg samskipti á vinnustað hafa mikil áhrif á líðan starfsfólks og árangur. Stundum gleymist að það er fólk á vinnustaðnum sem leggur allt sitt í sölurnar til að allt gangi upp, fólki líði eins vel og mögulegt er og að hámarksárangur náist.

 

Sigríður Indriðadóttir er með B.Ed í grunnskólakennarafræði og MSsc í mannauðsfræði. Hún býr yfir 15 ára reynslu úr atvinnulífinu, lengst af sem forstöðumanneskja mannauðsmála hjá Mosfellsbæ, Mannviti og Íslandspósti. Hún stofnaði sitt eigið fyrirtæki, SAGA Competence árið 2021 og hefur sem stjórnendaráðgjafi, námskeiðshaldari og fyrirlesari unnið mikið með líðan, liðsheild og hegðun fólks inni á vinnustöðum. Sigríður styður þannig við bæði stjórnendur og starfsfólk á þeirri vegferð að vera meðvitaðra um sjálft sig með það að markmiði að byggja upp traust, bæta samskipti, efla liðsheild og auka bæði hamingju og árangur.

Í erindi sínu leitar Sigríður svara við þeirri spurningu ”Hver hugsar um fólkið sem hugsar um fólkið” og veltir í því samhengi upp ólíkum nálgunum og umræðupunktum sem geta stuðlað að enn betri heilsueflandi vinnustað.

 

Helga Lára er ráðgjafi og klínískur sálfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus. Helga hefur lokið meistaragráðu í klínískri sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og meistaragráðu í félags- og vinnusálfræði frá Háskóla Íslands. Helga Lára hefur áralanga reynslu sem ráðgjafi í mannauðsmálum en sinnir einnig greiningu og meðferð á sálrænum vanda hjá fullorðnum.

Í erindi sínu ræðir Helga Lára um mikilvægi þess að mannauðsfólk gangi fram með góðu fordæmi þegar kemur að því að passa upp á okkur sjálf. Hún fer yfir einkenni kulnunar og tengsl þeirra við persónuleikaeinkenni.  Hún mun einnig segja stuttlega frá rannsókn sem hún gerði sjálf, sem snýr að tengslum fullkomnunaráttu og þrautseigju við kulnun.

 

Hulda Sólveig Jóhannsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi vinnustaðar hjá Hafnarfjarðarbæ, stýrir viðburðinum.

Click here to join the meeting 

Að skilja heilann og mannlega hegðun í breytingum

Click here to join the meeting

Síðustu ár hefur orðið bylting í vitneskju um heilann sem hefur haft mikil áhrif á samfélagið, vinnustaði og meðferðir. Þessi lærdómur getur verið sérstaklega verðmætur í breytingastjórnun þar sem mannleg hegðun hefur gjarnan úrslitaatkvæði um árangur breytinga og þar spilar heilinn lykilhlutverk.

Því munum við fá erindi frá Dr. John B Arden, sem hefur gefið út 16 bækur um heilann, en hann mun gefa praktíska innsýn í heilann sem nýtist okkur sem persónur en jafnframt sem leiðtogar breytinga. Í beinu framhaldi mun Ágúst Kristján Steinarrsson, stjórnunarráðgjafi hjá Viti ráðgjöf, velta vöngum með John um hvernig hægt er að tengja efnið við helstu áskoranir við breytingar - og þannig leiðir til árangurs.

 John B. Arden hefur gefið út fjöldann allan af bókum um heilann og nýlega endurgaf hann út bókina Rewire your brain, sem útskýrir hvernig hægt er að breyta út af vananum, lifa á annan hátt og þannig lifa betur. Bókin var á sínum tíma ein af fyrstu bókum sem fjölluðu um aðlögunarhæfni heilans og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Samhliða aukinni vitneskju um heilann var óumflýjanlegt fyrir John að endurskoða efnið með útgáfu 2.0.

Ágúst Kristján Steinarrsson er stjórnunarráðgjafi hjá Viti Ráðgjöf, er stundarkennari í breytingastjórnun hjá Opna háskólanum og fráfarandi formaður faghóps um breytingastjórnun. Breytingar eiga hug hans allan og því ætti hann að hafa úr nægu að fjalla um.

 Þetta er einstakt tækifæri til þess að fá verðmætan lærdóm frá einum fremsta sérfræði heims um heilann. Vonandi látið þið þetta ekki ykkur fram hjá fara.

Stjórnunarstraumar

Click here to join the meeting

Áherslur í mannauðsmálum 2024

Þróunarsvið Dale Carnegie í USA tekur árlega saman strauma og stefnur í mannauðsmálum. Nú hefur fyrirtækið bent á fjóra þætti mannauðsmála sem stjórnendur og HR fólk ætti að veita sérstaka athygli á næsta ári. Eigendur Dale Carnegie á Íslandi munu kynna þessar áherslur og setja þær í samhengi við aðgerðir sem hægt er að grípa til.

Fyrirlesarar eru Unnur Magnúsdóttir og Jón Jósafat Björnsson. Unnur er með yfir 20 ára reynslu sem þjálfari og ráðgjafi og hefur komið að greiningarvinnu og þjálfun stjórnenda og starfsfólks margra stærstu fyrirtækja landsins. Jósafat hefur 25 ára reynslu sem stjórnandi og er framkvæmdastjóri Dale Carnegie og viðskiptaráðgjafi. 

Fyrirlesturinn verður á netinu og hlekkur verður sendur út á skráða þátttakendur þegar nær dregur. 

 

Hvað er upplýsingaöryggi?

Smelltu hér til að tengjast fundinum

Í hinum síbreytilega heimi upplýsingaöryggis er oft gott að byrja á að skilgreina hvað sé um rætt þegar talað er um upplýsingaöryggi. Viðmið og lágmark er sífellt að breytast og þess vegna mikilvægt að sem flest séum við með sömu hugmyndir um hverju sé verið að stefna að og hvernig því marki skuli náð. 

Við ætlum að fá Bryndísi Bjarnadóttur, sérfræðing hjá CERT-ÍS til að fara aðeins með okkur í gegnum hvað upplýsingaöryggi sé fyrir CERT-ÍS og hver séu hin nýju lágmörk upplýsingaöryggis. 

 

Smelltu hér til að tengjast fundinum

 

„Er þetta þess virði?“ – Sjálfbærnilöggjöfin – Áskoranir og reynslusögur

Tengill á viðburð

Faghópur um sjálfbæra þróun í samstarfi við FESTU miðstöð um sjálfbærni ætlar að fá nokkra aðila til að segja frá reynslu sinni við innleiðinguna og helstu áskoranirnar. Þannig getum við lært af hvort öðru og hjálpast að við innleiðingunna á þessari viðamiklu og mikilvægu löggjöf um sjálfbærni. 

Elva Rakel Jónsdóttir, framkvæmdastjóri FESTU verður fundarstjóri og mun Tómas Möller, stjórnarformaður FESTU og Yfirlögfræðingur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna opna viðburðinn. Reynsluboltarnir í innleiðingarferlinu verða Eiríkur Hjálmarsson, Sjálfbærnistjóri OR, Agla Huld Þórarinsdóttir, sjálfbærnisérfræðingur Eimskips og Kristrún Tinna Gunnarsdóttir, Sjálfbærnistjóri Íslandsbanka.

1. júní á þessu ári tök í gildi lög nr. 25/2023 um upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar. Með lögunum voru tvær Evrópureglugerðir innleiddar á Íslandi.

Reglugerð EU/2019/2088 SFDR (Sustainable Financial Disclosure Reglulation) sem varðar aðila á fjármálamarkaði (gildir fyrir banka, verðbréfasjóði, lífeyrissjóði og tryggingarfélög) og leggur þeim línurnar hvernig þeir skuli upplýsa endafjárfestinn (eigenda fjármunanna) hvernig eigi að stýra og veita upplýsingar um sjálfbærniáhættu í eignasöfnum. 

Reglugerð EU/2020/852 EU Taxonomy - flokkunarkerfi ESB fyrir sjálfbærar fjárfestingar sem skilgreinir hvað telst umhverfislega sjálfbær starfsemi fyrirtækja. Þar eru sett viðmið sem skilgreina að hvaða marki atvinnustarsemi telst umhverfislega sjálfbær og hversu sjálfbær rekstur fyrirtækja er heilt yfir. Mælt sem hlutfall veltu, fjárfestingaútgjalda eða rekstrarkostnaðar. Flokkunarkerfið er liður í að vinna gegn grænþvotti. Gildir fyrir stór fyrirtæki sem og aðila á fjármálamarkaði. 

Þá mun á næsta ári taka gildi lög um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrir stór og/eða skráð félög (CSRD). Sjálfbærniupplýsingarnar verða hluti af ársreikningi fyrirtækja og skulu þær endurskoðaðar af óháðum þriðja aðila. Gera skal grein fyrir áhættustýringu, viðskiptatækifærum, samskiptum við haghafa og stefnumótun fyrirtækis varðandi sjálfbærni. 

Fyrirliggur mikil vinna og miklar áskoranir eru fyrir þá aðila sem um lögin gilda. Fjármálafyrirtæki auk stórra/eða skráða félaga eru nú að keppast við að innleiða flokkunarreglugerðina. Skilgreina fjárfestingar, lánveitingar og kostnaðarstrauma í þau sex umhverfismarkmið sem flokkunarreglugerðin tekur á.

 

Að ná fólkinu með sér í innleiðingu gæðastjórnunar - staðarfundur

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir, gæðastjóri Reykjanesbæjar mun fjalla um innleiðingu gæðastjórnunar á þessum fundi, en bæjarfélagið innleiddi þetta frá grunni á Covid tímum.

Þetta er staðbundinn fundur hjá Origo, sem býður upp á léttan morgunverð.

Fundurinn verður ekki í beinni að þessu sinni, en verður tekinn upp og sendur út í kjölfarið á samfélagsmiðlum.

Um fyrirlesarann:

Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir lauk MLM gráðu í forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Aðalheiður hefur starfað hjá Reykjanesbæ frá árinu 2016 í ólíkum stöðum en tók við stöðu gæðastjóra í janúar 2020. Um var að ræða nýja stöðu hjá sveitarfélaginu sem hafði í för með sér ákveðnar áskoranir.

LearnCove (námskeið/kynning fyrir stjórnir faghópa)

Click here to join the meeting

Á þessum stutta Teamsfundi er ætlunin að renna yfir LearnCove kynningarmyndband og helstu atriði varðandi að setja upptökur af viðburðum inn á LearnCove. Fundurinn verður tekinn upp og aðgengilegur eftir á.  Það eru þau Sunna Arnardóttir formaður faghóps um mannauðsstjórnun og Baldur Vignir Karlsson stjórnarmaður í Stjórnvísi og sá sem séð hefur um uppsetningu og innleiðingu hugbúnaðarins sem munu leiða fundinn. 

Allir velkomnir.  

 

Stjórnarfundur Stjórnvísi – lokaður fundur

Stjórnarfundir Stjórnvísi eru haldnir fyrsta þriðjudag hvers mánaðar kl.11:00-12:00.  Í stjórn félagsins eru 9 aðilar og eru fundir til skiptis á Teams og á vinnustöðum stjórnarfólks. Þema starfsársins er „TENGSL“. Á fyrsta vinnufundi stjórnar sem haldinn var í maí 2023 gerði stjórn með sér samskiptasáttmála þar sem m.a. var rætt um að:   

1. Mæta undirbúin á stjórnarfundi 2. Mæta tímalega 3. Taka ábyrgð á verkefnum  4. Hafa uppbyggilega gagnrýni 5. Samskipti séu opin og eðlileg 6. Vera á staðnum 7. Allt stjórnarfólk sé virkt í starfi stjórnar  8. Stjórn ákveði sameiginlega hvar og hvernig samskipti eiga sér stað; tölvupóstur sé hinn formlegi vettvangur utan funda, en að fundir og spjall eigi sér stað á Microsoft Teams.

Stjórn skipti með sér verkum og eru áhersluverkefni starfsársins 2023-2024  fjögur:

  1. Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín
  2. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg
  3. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður
  4. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar – Baldur – Anna Kristín – Lilja - Haraldur

Unnið er í þessum áhersluverkefnum og fundað um þau sérstaklega milli fastra stjórnarfunda.  Öll áhersluverkefni vísa til meginmarkmiða Stjórnvísi, eiga sér undirverkefni og mælikvarða. (sjá neðar í texta).  Formaður og/eða framkvæmdastjóri félagsins stýrir stjórnarfundum þar sem áhersluverkefni stjórnar eru rædd ásamt öðrum verkefnum.  Stjórn hefur aðgengi að sameiginlegu svæði í skýinu. Fundargerðir stjórnar eru öllum opnar hér.

Á aðalfundi Stjórnvísi sem haldinn var 10. maí 2023 á Nauthól var kosin ný stjórn.
Stjórn Stjórnvísi 2023-2024.
Stefán Hrafn Hagalín, forstöðumaður samskipta og markaðsmála hjá Háskólanum í Reykjavík, formaður (2023-2024)
Anna Kristín Kristinsdóttir, Digital Platform Adoption Manager, Marel,   (2023-2025)
Auður Daníelsdóttir, forstjóri Orkunnar (2022-2024)
Baldur Vignir Karlsson, stofnandi og framkvæmdastjóri RevolNíu. (2023-2024)
Haraldur Bjarnason, framkvæmdastjóri Auðkenni. (2023-2024)
Ingibjörg Loftsdóttir, sérfræðingur í lýðheilsu og stjórnun, VIRK (2023-2025)
Laufey Guðmundsdóttir, sýningarstjóri Jarðhitasýningar ON (2023-2024)
Lilja Gunnarsdóttir, sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, sjálfstætt starfandi markþjálfi og teymisþjálfi (2022-2024)
Snorri Páll Sigurðsson, deildarstjóri innkaupastýringar Alvotech,  (2023-2025)

Kosin voru í fagráð félagsins:

Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Vök Baths (2022-2024)
Davíð Lúðvíksson, sérfræðingur hjá Rannís (2023-2025)
Eyþór Ívar Jónsson, Akademías (2022-2024)
Guðrún Ragnarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Strategia (2023-2025)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár (2022-2024)

Kosnir voru á síðasta aðalfundi  tveir skoðunarmenn til 2ja ára  

Sigríður Soffía Sigurðardóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024)
Hjördís Ýr Ólafsdóttir, endurskoðunarsviði KPMG (2022-2024

 

Mælikvarðar fyrir áhersluverkefni stjórnar 2023-2024

oo= rauntíma mælaborð á síðu Stjórnvísi www.stjornvisi.is

ooo= mælt árlega í viðhorfskönnun til félagsmanna

  1.  Ásýnd og vöxtur  ábyrgðaraðilar: Stefán – Baldur – Laufey – Anna Kristín

Fjölgun fyrirtækja  oo

Fjölgun fyrirtækja með 200 eða fleiri starfsmenn oo

Fjölgun fyrirtækja með 100-199 starfsmenn oo

Fjölgun á heildarfjölda notenda (innri markaðssetning fyrirtækja) oo

Fjölgun virkra félaga oo

Fjölgun nýrra virkra félaga oo

Aukning á nýskráningum í mánuðinum oo

Fjölgun nýrra háskólanema oo

Fagmennska sé ávallt höfð að leiðarljósi í öllum störfum  ooo

Stjórn efli og viðhaldi trausti á félagið með fagmennsku að leiðarljósi og starfi skv. stefnu félagsins ooo

Stjórnvísi sé áhugaverður og sýnilegur vettvangur umfjöllunar um faglega stjórnun, miðlun þekkingar og reynslu ooo

Stjórnvísi þróist í takt við síbreytilegar áherslur og kröfur félagsmanna, atvinnulífsins og samfélagsins ooo

Framsæknir og hæfir einstaklingar starfi af heilindum fyrir félagið ooo

Framkvæmdastjóri félagsins hafi leiðtogahæfileika sé styðjandi og virkur ooo

 

  1. Stuðningur við stjórnir faghópa ábyrgðaraðilar: Snorri Páll – Lilja – Ingibjörg

Fjölgun viðburða oo

Fjölgun félaga á fundum oo

Aukning á virkni faghópa oo

Aukning á félagafjölda í faghópum oo

Aukning á virkum fyrirtækjum oo

Viðburðir séu sýnilegir og auglýstir tímanlega  ooo

Hækkun á NPS skori oo

Félagar upplifi sig auðugri af þekkingu um stjórnun og leiðtogafærni ooo

Félagar öðlist aukið tengslanet með þátttöku í félaginu ooo

Ábendingar eigi sér skýran farveg ooo

Stöðugt sé unnið að umbótum ooo

Í upphafi hvers fundar bendi ábyrgðaraðilar  á að eftir fundinn verði send út stutt könnun. Allir hvattir til að gefa sér örstutta stund og svara. Þar er tilvalið að koma með ábendingu um hvað betur má fara.

Stjórn sé í reglulegu og góðu sambandi við stjórnir faghópanna ooo

Verkferlar félagsins fyrir stjórnir faghópa, faghópafundi og ráðstefnuhald eru skráðir og unnið eftir þeim. ooo

Myndbönd

Stafræn fræðsla

 

  1. Útrás/tengsl ábyrgðaraðilar: Laufey – Anna Kristín – Auður

Dagskrá Stjórnvísi verði aðgengileg fyrir alla landsbyggðina

Fjölgun fyrirtækja á landsbyggðinni

Fjölgun kynninga og fyrirlesara af landsbyggðinni

Fjölgun erlendra fyrirlesara

  1. Stöðugar umbætur ábyrgðaraðilar:Baldur – Anna Kristín – Lilja – Haraldur

Vefur, reglur, lög, viðburðir og annað sem tengist félaginu rýnt og yfirfarið.  

Tækifæri í lýsingu skrifstofurýma

Linkur á fund

Stór hópur fólks eyðir lunganum af deginum á skrifstofunni, þar sem lýsingin er of lítt eða vanhugsuð. Algengt er að slík rými séu lýst með jafnri birtu, til að ekki þurfi að færa til ljósgjafa ef skipulagi er breytt og borðum endurraðað.  Einfaldast er að hafa bara eina stillingu fyrir allt og alla og útkoman er oft á tíðum óspennandi og þreytandi umhverfi.

Með litlu tilstandi og "dash" af sköpunargleði má stórbæta sjónrænt umhverfi skrifstofurýma og líðan starfsmanna. Skrifstofulýsing getur verið eins upplífgandi eða andlaus og stjórnendur kjósa, allt eftir því hvar metnaðurinn liggur. Hvers virði er ljós og birta sem veigamikill þáttur í vellíðan starfsmanna á vinnustað?

Þórður Orri Pétursson nam leikhúslýsingu í London og bætti svo við sig meistaranámi í byggingalýsingu. Hann hefur starfað við lýsingu frá unga aldri, bæði leikhúss og bygginga, fyrstu í átta árin í London, svo í Borgarleikhúsinu til 10 ára og nú á eigin vegum sem eigandi Áróra lýsingarhönnun og annar eigandi hönnunarstofunnar Mustard og Tea. Verkefnin hans eru ótal og fjölbreytt, s.s. Mary Poppins, Mamma Mía, Blái Hnötturinn í Borgarleikhúsinu, Gróðurhúsið í Hveragerði, Mjólkurbú mathöll á Selfossi, Vinnustofa Kjarvals við Austurstræti og endurlýsingu á Apollo Theatre í London, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín hérlendis og erlendis.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?