Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér
Loftslagsaðgerðir og markmið á nýju ári - dæmisögur úr atvinnulífinu og áhrif COP26 á framþróun
Íslenskt atvinnulíf gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að loftslagsmálum. Fyrirtækin keppast nú við að setja sér markmið og stefnu í átt a kolefnishlutleysi enda þörf á að taka þennan málaflokk föstum tökum.
COP26 snerist ekki síst um fyrirtæki og hvernig einkamarkaðurinn er að koma inn í loftslagsmálin. Það sem við sjáum helst er hvernig þessi áhugi fyrirtækja og almennings á loftslagsmálum er loksins að skila sér inn í samningaherbergin og í ákvarðanatökur sem eru nú eftir COP 26 mun beinskeyttari en nokkurn tímann áður.
Hvað þýða niðurstöður COP26 fyrir stefnu og aðgerðir í átt að kolefnishlutlausu hagkerfi framtíðar? Hvaða áhrif hafa þær á atvinnulífið? Hverjar eru væntingar almennings og ungs fólks til atvinnulífsins?
Við fáum að heyra frá fulltrúum úr atvinnulífinu, þeirra vegferð og afstöðu auk þess að heyra frá fulltrúa ungs fólks.
Fyrirlesarar eru Þórey Þórðardóttir framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags og umhverfis hjá Landsvirkjun og Egill Örnuson Hermannsson, varaformaður í félagi Ungra umhverfissinna.
Viðburðurinn er á Teams og má finna slóðina hér
Fundarstjóri er Birta Kristín Helgadóttir, forstöðumaður Grænvangs.