Viðburðurinn var tekinn upp og má nálgast upptökuna hér
Faghópur um Heilsueflandi vinnuumhverfi mun í vetur standa fyrir viðburðum þar sem kafað er dýpra í viðmið fyrir Heilsueflandi vinnustað sem gefin voru út til almennrar notkunar á vinnumarkaði í byrjun október 2021.
Að þessu sinni er komið að þriðja viðburði vetrarins þar sem fjallað verður um viðmiðin sem snúa að „Áfengi og öðrum vímuefnum" og „Starfsháttum"
Við höfum fengið til liðs við okkur Valdimar Þór Svavarsson, framkvæmdastjóra Samhjálpar, markþjálfa og ráðgjafa hjá Fyrsta skrefinu, til að fara yfir fyrra viðmiðið: áfengi og önnur vímuefni, tengt vinnustaðamenningu.
Líney Árnadóttir hjá VIRK mun jafnframt fjalla almennt um viðmiðin tvö og gefa okkur frekari innsýn í hvaða þættir í vinnuumhverfinu snúa að viðmiðunum tveimur.
Við fáum einnig til okkar Heiðrúnu Hreiðarsdóttur, mannauðsráðgjafa hjá Marel á Íslandi, sem segir okkur frá reynslu fyrirtækisins út frá gátlistanum um starfshætti.