Click here to join the meeting
Vörumerkið Volvo er þekkt fyrir gæði og öryggi sem oftast er það fyrsta sem fólk tengir við sænska farartækjaframleiðandann. Hjá Volvo eru gæði og öryggi ekki eingöngu tengt framleiðsluafurðinni heldur er horft til öryggi bílstjórans, farþega, vegfaranda sem og öryggi starfsmanna á vinnustað.
Volvo Trucks er í hópi stærstu vörubílaframleiðenda í heimi og er framarlega á sviðum vörubílahönnunar og framleiðslu. Volvo framleiðir breiða línu öflugra, sparneytinna og vistmildra vörubíla. Í verksmiðjum Volvo Trucks eru öryggismál forgangsatriði þar sem unnið er eftir ferlum og reglum til þess að tryggja öryggi starfsmanna. Ferlar og reglur ná samt bara ákveðnum árangri, það sem er einna mikilvægast er umhverfi sem ýtir undir öryggishugarfar og öryggismenningu.
Auður Ýr Bjarnadóttir hefur undanfarin ár unnið hjá Volvo og mun fjalla um hvernig Volvo Trucks vinnur kerfisbundið að því að skapa þetta umhverfi. Einnig fer hún yfir hvernig hún hefur í starfi sínu tekið þátt og fengið tækifæri til að móta og framfylgja öryggisstöðlum innan fyrirtækisins.
Auður starfar sem Manager Logistics Engineering í vörubílaverksmiðju Volvo Trucks í Gautaborg í Svíþjóð. Hún hóf störf 2015 sem framleiðsluverkfræðingur í straumlínustjórnun og hefur lengst starfað sem framleiðslustjóri í samsetningu vörubílaog dreifingu aðfanga í verksmiðjunni. Hún er með mastersgráðu í Aðfangastjórnun frá Chalmers University of Technology eftir útskrift úr Iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 2013.